Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 18
34 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Skoðun DV — Spurning dagsins Hvað ætlar þú að eyða miklu í jólagjafir? (Spurt á Akureyri) Siguröur Hlöðversson myndatökumaöur: Um 20 þús. kr. Þaö er of mikiö - en barnabörnin eru oröin svo mörg. Valdemar Valdemarsson sölumaður: Svona 20 þús. kr. Ég á lítiö af öllu. Þormóður Einarsson: Það veröur í hófi, kannski 50 þús- und kr. Gef nytsamar jólagafir. Rósa Benjamínsdóttir sölumaöur: . . Ekkert meira en venjulega. Reyni að kaupa eitthvaö nysamlegt og fallegt. íris Hreinsdóttir nemi: Kannski fyrir svona 10 til 15 þúsund krónur. Kaupi eitthvaö fallegt sem ég hef efni á. Björg Hreinsdóttir nemi: Eins og íris systir gef ég fyrir svip- aöa upphæö. Viö þurfum aö kaupa lítiö, enda er fjölskyldan lítil. Á Reykjavíkurflugvelli Framkvæmdir án fyrirhyggju? Heitt vatn í vegi og flugvelli Við Islendingar höfum ekki mikla reynslu í gerð flug- valla. Bretar byggðu Reykjavíkurflugvöll um 1940 og Banda- ríkjamenn byggðu tvo flugvelli á Suð- urnesjum árin 1941 og 1942, og svo síðan þann sem nú er not- aður, árið 1943. Nú er endurbyggingu Reykjavíkur- flugvallar senn lokið. Ekki voru lagð- ar hitalagnir i brautirnar sem hefði þó verið sjálfsagt og mjög auðvelt mál, þótt fjárfrekt hefði verið. Ekkert virðist þó hafa verið til sparað til þessara endurbóta. Með hitalagnir í sandinum undir malbikinu hefði þessi flugvöflur í Vatnsmýrinni verið örugggur í hálku og kulda. Það kost- ar mikið fé að reka vélar og tæki til ís- og snjómoksturs. Og þótt verið sé að tala um 16 ára viðveru flugvallar- ins, þá hefur þessi framkvæmd þann blæ, að um lengri tíma hlýtur að vera að ræða. Ef litið er til Keflavíkurflugvallar þá mætti koma þar fyrir ís- og snjó- bræðslulögnum í flugbrautum og „Með hitalagnir í sandinum undir malbikinu hefði þessi flugvöllur í Vatnsmýrinni verið örugggur í hálku og kulda. Það kostar mikið fé að reka vélar og tœki til ís- og snjómoksturs. Og þótt verið sé að tala um 16 ára viðveru flugvallarins, þá hefur þessi framkvœmd þann blæ, að um lengri tíma hlýtur að vera að rœða. “ flughlöðum, svo og akstursbrautum. Mikið heitt vatn er enn óbeislað á Reykjanesskaganum, frá Krísuvík að Reykjanesi. En sjálfsagt myndu ís- lendingar vilja láta Bandarikjamenn borga allt sem flugvellinum þeim til- heyrir, iíkt og hið flúorblandaða neysluvatn í flugstöðinni og allar eld- varnir, úti sem inni. Hvaða annar alþjóðaflugvöllur í Evrópu halda menn að njóti þeirra forréttinda að viðhald og daglegur rekstur sé greiddur af bandaríska flotanum (US Navy). Auðvitað eng- inn. Allar þjóðir reka að sjálfsögðu sína flugvelli fyrir millilanda- og inn- anlandsflug. Nú, þegar breikkun Reykjanes- brautar er á næsta leiti, vaknar spurning hvort hægt væri að hita hana upp með heitu vatni eða raf- magni? Fróðlegt væri að vita um kostnað við þann augljósa kost. Ann- ars ættu íslendingar að fara að huga að öðrum ferðamáta en bílum í borg- um og bæjum, og þá með „grænni" orku. Könnun erlendra sérfræðinga sýndi glöggt að rafmagnseinteinung- ur milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar er hagstæð fjárfesting. Og í Reykja- vík vantar sárlega lest úr miðborg- inni, sunnan Öskjuhlíðar til Kópa- vogs og Breiðholts, ennfremur upp í Mosfellsbæ og í Kjósina. Víða erlendis gefst fólki kostur á að velja um ferðamáta er komið er að mörkum borga; taka lest eða greiða mengunargjald fyrir bíla sína. Flestir vilja bíla burt úr borgum, bæði vegna mengunar svo og vegna plássleysis. Borgarstjórn og bæjarstjórnir á höf- uðborgarsvæðinu þurfa að fara að huga að þessum málum. Takmarkið hlýtur að vera: Notum íslenska orku á sem flestum sviðum. Sömu menn um sömu hluti Magnús Baldursson skrifar: Ég vil taka undir bréf Ragnheiðar Sigurðardóttur sem birtist í dag í DV (11. des.) undir fyrirsögninni „Ofnot- aðir í fjölmiðlum". Þetta eru orð í tíma töluð. Það er afskaplega þreyt- andi að fylgjast með íslenskum fjöl- miðlum þar sem sama fólkið kemur fram aftur og aftur og talar um sömu hlutina. Ragnheiður nefnir nokkur nöfn sem öll eiga það sameiginlegt að vera ofnotuð í fjölmiðlum. Vita ekki allir, svo dæmi sé tekið, nákvæmlega allt um Ólaf Jóhann eða Diddú sem hefur verið alveg hrikalega ofnotuð undanfarin ár? Svona einhæfni gerir það að verk- „Viðtal Egils við frú Vigdísi Finnbogadóttur var t.d. eins og hver önnur örvænting. Geta þessir fjölmiðlamenn okkar ekki gert betur, eða eru þeir alveg jafn staðnaðir og fólk- ið sem þeir eru alltaf að tala við?“ um, að fólk þreytist á ákveðnum sjónvarps- og útvarpsþáttum. Enginn þeirra þátta er þó orðinn jafn þreytt- ur og Silfur Egils á Skjá einum. Ég er eiginlega alveg hættur að horfa á þann þátt og veit að svo er með fleiri, vegna þess að þar er alltaf sama fólk- ið. - Ögmundur og fleiri þingmenn eru löngu orðnir hlutar af sviðs- myndinni og maður veit alltaf um hvað verður talaö og hverju viðmæl- endur svara. Þetta fólk hefur ekkert nýtt fram að færa vegna þess að það nálgast alltaf viðfangsefnið með sama staðn- aða hættinum. Viðtal Egils við frú Vigdísi Finnbogadóttur var t.d. eins og hver önnur örvænting. Geta þess- ir fjölmiðlamenn okkar ekki gert bet- ur, eða eru þeir alveg jafn staðnaðir og fólkið sem þeir eru alltaf að tala við? „Andskodanscc Stjórnmálabaráttan hefur breyst mikið á síð- ustu árum og misserum og mótast hún sifellt meira af þeirri staðreynd að frelsi hefur verið að aukast á öllum sviðum. Er nú svo komið að póli- tík snýst ekki lengur um að auka og styðja við frelsi einstaklingsins heldur er miklu mikilvæg- ara að stjórnmálin og stjómmálamennimir ein- beiti sér að því að gæta einstaklinganna þannig að þeir fari sér ekki að voða í öllu þessu frelsi. Stjómmálamenn eru því komnir í eins konar fóstruhlutverk þó augljóslega séu margir sem enn gera sér ekki grein fyrir þessum breyttu tímum. Gott dæmi um þetta skilningsleysi er andstaða og skilningsleysi manna á nauðsyn þess að passa að karlmenn fari sér ekki að voða á svokölluðum nektarstöðum. Sem betur fer skil- ur borgarráð Reykjavíkur þó þessa hættu og hef- ur gripið til ráðstafana sem stemma eiga stigu við þessu lúmska vandamáli. Slysavarnlr Sverrir Stormsker söng einhverju sinni um „andsko-dans“. Ekki var mikil alvara í því hjá honum, enda hafði hinn raunverulegi „andskod- ans“ - einkadansinn - þá ekki hafið innreið sína í höfuðborgina fyrir alvöru. Nú er sá andskod- ans hins vegar kominn svo um munar og spillir bæði sálarlífi karla og lífssýn, auk þess sem ómælt fé rennur úr vösum viljalítilla íjölskyldufeðra í þessa óskemmtilegu hít. Borgaryfirvöld hafa skorið upp herör gegn andskodansinum og i vikunni sam- þykkti borgarráð aðgerðir í þessa veru, m.a. að fara út í það að breyta lögreglu- samþykkt til að fæla burt úr borginni þennan ófögnuð. í breytingunum felst m.a. að banna á einkadansinn og skylda skal það vera að almennur nektardans fari fram í rúmgóðu húsnæði þannig að ákveðinn metrafjöldi aðskilji sýnendur og áhorfendur. Einnig verður sýnendum bannað að fara um á meðal áhorfenda. Ósjálfráðír Garri hefur orðið var við ákveðið skiln- ingsleysi á þessum tímamótatillögum og telur því brýnt að útskýra þær í nokkrum orðum. Alkunna er að nakin kona sem dansar fyrir kynþroska karl í návigi einkadans- ins rænir hann dómgreind og skynsemi. Karl- maður í slíkri aðstöðu er því ekki sjálfráður gjörða sinna og í hans þágu að koma í veg fyrir að slík aðstaða skapist. Það er því sjálfsögð for- vörn af hálfu stjómmálamanna að banna einka- dansinn. Karlmaður sem er í of mikilli nálægð við almenn- an nektardansara á frekar á hættu að missa dómgreind, en maður sem er í góðri fjarlægð. Bæði er að maður sem er nálægt sér nektina betur en sá sem fjær er (einkum ef hann er nærsýnn) og hann gæti auk þess fundið eggjandi lykt af dansaranum, sem líkleg er til að rugla hann í ríminu. Þá er erfiðara fyrir karl, sem oröinn er ósjálf- ráða gerða sinna vegna nektarfiknar, að bera fé á dans- mey ef nokkrir metr- ar aðskilja þau. Það er þvi sjálfsögð forvörn að stjómmálamenn geri að skyldu aö hæfilega margir metrar aðskilji sýnendur og áhorfendur á svona stöðum. Hér er á ferðinni bráðnauðsynleg slysavörn þar sem einstaklingurinn er varinn gegn sjálfum sér. Feröamenn á Islandi Fjölgar sífellt og énægja með afraksturinn. Gróði í ferða- þjónustunni Elín Sigurðardðttir skrifar: Mér hefur heyrst menn sem tengjast ferðaþjónustunni hér kvarta mjög og barma sér vegna samdráttar í þessari starfsgrein. Ekki vegna sl. sumars, heldur því næsta, sem engin vissa er fyrir um að verði neitt slakt. En rekstraraðilar kvarta samt og leggja sumir til að hið opinbera hlaupi undir bagga. Mér hefur jafnvel skilist á sam- gönguráðherra að hann vilji hlutast til um slíka aðstoð. Það væri auðvitað hrein firra og kemur ríkinu auðvitað ekkert við hvernig ferðaþjónustan plu- mar sig. í morgunútvarpi Rásar 2 sl. þriðjudag kveður við allt annan tón hjá forstjóra Terra Nova, frönskættuð- um manni sem lítur framtíðina björt- um augum og segir engin vandkvæði á að fá ferðamenn hingað. Þetta er mað- ur að mínu skapi. Hann er fram- kvæmdamaður og kvelur ekki sjálfan sig og áheyrendur með væli um styrki. Geta aðrir í ferðaþjónustunni ekki hugsað svipað og framkvæmt og fund- ið réttu leiðina til að komast af? Þau koma sér í sviðsljósið Auðunn Bragi Sveinsson rithöf. skrifar: Það gegnir furðu hversu fjölmiðla- fólk er samtaka í því að koma sér í sviðsljósið í öðrum fjölmiðlum en sín- um eigin. Ekki tíðkaðist þetta áður. Þá mátti starfslið útvarps að minnsta kosti ekki taka þátt í spumingakeppni eða annarri keppni í sinum fjölmiðli, hvað þá annarra, ef fyrirfundust. Nú er þetta greinilega lagt af. - Ég nefni hér engin nöfn en víst er að þama er sama fólkið að verki sem þekkt er úr öðmm fjölmiðlum. Alls staðar þarf þetta fólk að sýna sig, væntanlega til að næla sér í góða aukagreiðslu. Væri ekki nær að ein- hverjir aðrir úr hinum fjölmenna hópi landsmanna.væru fengnir til þátttöku? Er það í raun þannig að aðeins þekkt fjölmiðlafólk geti svarað spurningum í útvarpi og sjónvarpi eða komið fram fyrir alþjóð? Ég bara spyr, vegna þess að mér ofbýður ofríki þessa fólks í fjöl- miðlum þeim sem við greiðum gjöld til (víst nema Skjás eins). Hryðjuverkamenn eru engar hetjur Halldór Kristjánsson skrifar: Mér finnst litiö leggjast fyrir kapp- ana í hryðjuverka- hópunum, hvort sem er i Mið-Aust- urlöndum eða í Afganistan. í Afganistan flýja þeir hver sem bet- ur 1 getur undan andstæðingunum. Þeir verjast ekki „til síðasta manns“ eins og þeir stað- hæfðu að þeir myndu gera. Sjálfur höfuðpaurinn, Osama bin Laden, er lika flúinn og mætir ekki dauða sínum af þeirri karl- mennsku sem hann hefur gortað af. Manni hefur skilist af staðhæfmgum þeirra sem eru múhameðstrúar að dauðinn skiptí þá engu máli og í raun fagni þeir að deyja fyrir „málstaðinn". Nú kemur annað í ljós. Þeir eru bara blauðir böðlar þegar allt kemur til alls. - Vilja bara flokk launmorðingja. Höfuðpaur hryöjuverkanna Hleypur í felur þegar á reynir. PVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 5S0 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.