Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 13 DV Útlönd Sportvörugerðin Skipholti 5, s. 562 8383 Heitur og þurr Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkama- num og heldur þér heitum og þurrum. Uppgjafarfresturinn í Tora Bora framlengdur: Reynt aö fá óbreytta liðsmenn til að framselja foringja al-Qaeda Pia vill Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarílokksins, segir að ný ríkis- stjórn Anders Foghs Rasmussens verði að læra að taka flokk hennar al- varlega. Þetta er niðurstaða hennar eftir fyrstu vikurnar sem stuðnings- flokkur ríkisstjórnar Venstre og íhaldsflokksins. Danski þjóðarflokkurinn, sem fékk 22 menn kjörna í kosningunum i síð- asta mánuði, getur tryggt ríkisstjórn- inni þann meirihluta sem hún þarf til að koma málum í gegn um þingið. En flokkurinn vill ekki bara vera eins konar trygging fyrir stjórnarflokkana. Pia vill að hlustað verði á flokk henn- ar, sem hafði andstöðu við útlendinga sem helsta baráttumál sitt í kosning- unum, hann tekinn alvarlega og að hann fái önnur og meiri áhrif en áður. „Staðan er allt önnur. Kosningaúr- slitin eru jú klár og menn verða að hafa það í huga,“ segir Pia Kjærs- gaard í viðtali við danska blaðið Jyllands-Posten í morgun. ?* 10 ára ábyrgð ?*■ 12 stærðir, 90 - 500 cm f* Stálfótur fylgir f* Ekkert barr að ryksuga f* Truflar ekki stofublómin f* Eldtraust f* Þarf ekki aó vökva fe íslenskar leiðbeiningar f* Traustur söluaðili f* Skynsamleg fjárfesting ^rti<spb®kk® 2 Smámlin^ 1. taS vl® D#b@nhnnn§ Bondalag islenskra skóta lata taka sig alvarlega Fiokkurinn hefur verið ófeiminn við að hafa aðrar skoðanir en stjórn- arflokkarnir, til dæmis í málum sem snerta sjúkratryggingar og lengingu fæðingarorlofs. Pia Kjærsgaard sér fyrir sér að Danski þjóðarflokkurinn muni ná þýðinarmiklum árangri með ríkis- stjórninni en útilokar ekki að flokkur- inn skipi sér í lið með öðrum í til dæmis félags- og heilbrigðismálum. Liðsmönnum al-Qaeda hryðju- verkasamtaka Osama bin Ladens, sem enn hafast við á afmörkuðu svæði í fjallendi Tora Bora í austur- hluta Afganistans, var í gær boðinn nýr uppgjafarkostur eftir að hafa hunsað þann fyrri sem rann út í gær- morgun. Sex manna samninganefnd embættismanna af Nangarhar-svæð- inu var send til viðræðna við al-Qa- eda-liðana í gær og sagði Hazrat Ali, foringi í her Norðurbandalagsins, að nýja tilboðið fæli það í sér að óbreytt- ir liðsmenn samtakanna framselji Osama bin Laden og Mullah Omar ásamt tuttugu öðrum foringjum, sem kennsl hafa verið borin á sem alþjóð- lega hryðjuverkamenn, og átti frestur- inn að renna út seinni partinn í dag. Samkvæmt óstaðfestum heimildum var al-Qaeda-liðunum í staðinn heitið frelsi en óvíst hvort tilboðiö var lagt fram með samþykki Bandaríkja- manna sem hingað til hafa krafist handtöku allra al-Qaeda-liða til að hægt verði að sækja þá til saka. Að sögn al-Jazeera sjónvarpsstöðv- arinnar í Qatar voru það aðeins afganskir al-Qaeda-liðar sem sam- þykktu fyrra uppgjafartilboðið en ekki þeir arabísku. Ekkert hefur spurst til Osama bin Ladens síðustu daga og er haft eftir fyrrum nánum samstarfsmanni hans að hann hafi flúið yfir til Pakistans fyrir tíu dögum síðan með nánustu samstarfsmönnum sínum og hafi liðs- menn pastúna aðstoðað hann við flótt- ann. Aðrar heimildir sem hafðar eru eftir öðrum nánum samstarfsmanni bin Ladens segja að hann og nánustu samstarfsmenn hans, þeir Sulaiman bu Ghaith og Abu Hafs, berjist enn með lismönnum sínum í fjalllendi Tora Bora. Bandarísk yfirvöld eru þó á því að bin Laden sé ennþá í Afganistan en að sögn Ari Fleischers, talsmanns Hvíta hússins, hefur ekki verið hægt að slá neinu föstu um dvalarstað hans. „Ef við vissum það hefðum við þegar handtekið hann,“ sagði Fleischer. REUTER-MYND Eftir dómsuppkvaðninguna Foreldrar myrtu stúlkunnar Söruh Payne ræöa við fréttamenn eftir aö moröingi stúlkunnar hlaut dóm. Lífstíðarfangelsi fyrir stúlkumorð Liðlega fertugur breskur verka- maður, Roy Whiting, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær fyrir að ræna og síðan myrða átta ára gamla skólatelpu, Söruh Payne, í júli í fyrra. Dómarinn mælti með því að Whiting fengi aldrei aftur að fara frjáls ferða sinna. Whiting var handtekinn eftir margra mánaða leit lögreglu að sökudólgnum. Hann lýsti yfir sak- leysi sínu fyrir rétti. Hann hafði áð- ur setið inni fyrir alvarlegan kyn- ferðisglæp gagnvart barni en verið sleppt áður en afplánun lauk. Sarah Payne hvarf þegar hún var að leika sér með systkinum sínum skammt frá heimili ömmu sinnar og afa. Nakið lík hennar fannst tveim- ur vikum síðar, 25 kílómetra frá þeim stað þar sem síðast sást til hennar. Þegar dómarinn kvað upp dóminn sagði hann Roy Whiting vera martröð allra foreldra lifandi komna. Jonatan Motzfeldt Grænlendingar vilja að stórveidin vinni áfram saman aö afvopnun. Grænlendingar harma örlög ABM Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, segir Grænlendinga harma að Geor- ge W. Bush Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að segja upp svokölluðum ABM gagnflaugasamningi við Rússa. Bush tilkynnti leiðtogum á Bandaríkjaþingi i gær að hann hefði ákveðið að falla frá ABM. 1 samtali við dönsku fréttastofuna Ritzau leggur Motzfeldt áherslu á að ABM-samningurinn skuli áfram vera i gildi ef herstöð Bandaríkja- manna í Thule eigi að vera hluti fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfis. „En ég geri mér vonir um að stór- veldin tvö haldi samvinnu sinni áfram og komist að nýjum afvopn- unarsamningi. Það er mikilvægt fyrir ojckur að kalda stríðinu ljúki og að stórveldin vinni sarnan," seg- ir Jonathan Motzfeldt. REUTER-MYND Pia Kjærsgaard Leiötogi Danska þjóöarflokksins tetur aö danska ríkisstjórnin eigi aö taka flokk hennar alvarlega. Sígræna jólatréð — ÆÍW dw eptw Sígraent eðaltré í hæsta gaeðaflokki frá skátunum prýðir nú þúsundir íslenskra heimila. - REUTER-MYND Múrsteinum safnaö saman Hinn sex ára gamli Zabi safnar saman múrsteinum í lítitli múrsteinsfabrikku nærri flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, þar sem hann vinnur. Barnavinna er mjög útbreidd í Afganistan þar sem áratugalöng átök, langvinnir þurrkar og önnur óöld hafa valdiö því aö landið er eitt hið fátækasta í heiminum. Beöið eftir svari al-Qaeda liða Liðsmönnum at-Qaeda samtaka Osama bin Ladens hefur veriö gefinn frestur til klukkan 15.00 í dag til aö leggja niöur vopn oggefast upp. Að öörum kosti veröi þeir aö taka afleiöingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.