Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001
33
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk„ Helgarblaö 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Snjór og kuldi seldur
Sumt er svo einfalt og rökrétt, aö engum dettur í hug að
framkvæma það. Þegar svo einum dettur það í hug, ljúka
allir upp einum munni og segja: Auðvitað! Þannig virkar
snilligáfan. Allir geta verið vitrir eftir á, en það er aðeins
einn, sem er vitur, þegar byrjað er á nýjung.
Arngrímur Hermannsson hefur stofnað fyrirtæki um
snjó og storm, volk og kulda. Hann þarf ekki að gá til sól-
ar á hveijum morgni og spyija: Skyldu ferðamenn mínir
koma í dag? Hann er ekki að selja sól og sumaryl, heldur
vanstiílta náttúru íslands eins og hún er.
Flestir erlendir ferðamenn taka þátt í ferðum Ævintýra-
ferða, af því að þeir hafa aldrei kynnst snjó. Aðrir reynd-
ari koma til að öðlast lífsreynslu í vetrarhrakningum.
Hvorir tveggja verja sumarleyfinu til að prófa eitthvað
öðruvísi. Og það getur Arngrímur boðið þeim.
Hann byggir á mikilvægri reynslu íslenzkra björgunar-
sveita, þar sem þróast hefur tækni, sem er einstök fyrir ís-
land. Það eru vel búnir ofurjeppar á víðáttumiklum hjól-
börðum, sem komast hvert á land sem er, á hvaða árstíma
sem er. ísland er orðið þekkt fyrir þessa ofurjeppa.
Vettvangur ferðanna breytist eftir árstímum. Þegar
snjóa leysir, færast þær upp á sjálfa jöklana, þar sem nóg-
ur er snjórinn árið um kring. Þannig eru Ævintýraferðir
heils árs rekstur, sem getur deilt miklum tækjakostnaði
niður á fleiri daga ársins en aðrir í ferðaþjónustu.
Þetta er mikilvægt fyrir aðra. Hótel og veitingahús hafa
risið til að þjóna skammvinnum ferðamannatíma og hafa
verið rekin með tapi á öðrum timum ársins. Nú streyma
ferðamenn á vegum Arngrims inn á þessa staði árið um
kring og gerbreyta fjárhagsforsendum ferðaþjónustu.
Arngrímur var á forsíðu DV á laugardaginn og hlaut
frumkvöðlaverðlaun blaðsins, Stöðvar 2 og Viðskipta-
blaðsins á þriðjudaginn. í viðtalinu segir hann ferðaþjón-
usta verða atvinnugrein framtíðarinnar á íslandi. Enda er
hún í þann mund að verða heils árs grein.
Arngrímur efast um stórvirkjanir á hálendinu og sam-
býli þeirra við ferðaþjónustu. Hann telur orkuver verða
orðin safngripir eftir hundrað ár, þegar ferðaþjónusta og
landvarzla verður höfuðatvinnugrein okkar. Hann nefnir
Villinganesvirkjun sem dæmi um stórspjöll.
Hann segir menn ekki virðast reikna niðurrif og
skemmdir á náttúrunni, þegar þeir reikna hagkvæmni
orkuvera. Hann segir, að hér á landi séu menn alveg
staðnaðir í að hugsa um vatnsfóll og uppistöðulón, og
bendir á, að betra sé að snúa sér að jarðhitanum.
Kominn er tími til, að stjórnvöld landsins fari að átta
sig á auðlind ósnortinna víðerna landsins, þar sem hvergi
blettar hús, stífla eða raflína. Framtak Ævintýraferða vís-
ar veginn til framtíðarinnar, þegar óspjölluð náttúra
landsins, snjór og veðurfar verða mesta auðlindin.
Þótt meirihluti ferðamanna heimsins vilji halda áfram
að sóla sig á Kanarieyjum heimsins, fjölgar sífellt þeim,
sem vilja verja sumarleyfinu á annan hátt en að liggja i
leti. Þeir vilja reyna eitthvað nýtt, gera eitthvað
spennandi, leika sér og öðlast lífsreynslu.
Þessi geiri er þegar orðinn svo stór, að markaðurinn
getur frá íslenzku sjónarmiði talizt takmarkalaus. Hann á
eftir að stækka enn frekar, studdur frásögnum þeirra, sem
þegar hafa tekið þátt í ævintýraferðunum. Nú þegar þetta
ferli er byrjað, sjáum við hvað það er augljóst.
„Ofurjeppar og íslenzk náttúra er vara, sem er hvergi
annars staðar í heiminum og á þessu sviði keppir enginn
við okkur,“ segir Arngrímur í viðtalinu við DV.
Jónas Kristjánsson
X>V
Of seint fyrir Veronicu
Veronica Andreassen
heitir átján ára norsk nas-
istastelpa sem nú stendur
fyrir rétti í Noregi, ákærö
um aðild að morði á hin-
um fimmtán ára gamla
Benjamín Hermansen -
þeldökkum strák sem bjó í
Holmlia-hverfinu í Ósló.
Veronica var heldur
ístöðulaus og líka frekar
umkomulaus fimmtán ára
stúlka þegar norski nýnas-
istaforinginn, hinn 58 ára
gamli Tore W. Tvedt,
Eiríkur Bergmann
Einarsson
stjómmálafræöingur
vélaði hana til liðs við rasistaklík-
una sina, Vigrid, í Noregi. Veronica
hafði áður verið heldur utanveltu í
lífinu, en nú varð hún hluti af
klíkunni. Ein af hópnum. Viður-
kennd.
Þar var líka mikið fjör og vel veitt
af áfengi og öðrum vímuefnum.
Smám saman varö þessi heimur
þungamiðjan í lífi Veronicu. Vímuð
af flkniefnum og umhverfmu var
henni innrætt hatur og heift í garð
innflytjenda. Hún lærði rasískar
kreddur og nasíska siöi og eftir því
sem á leið fjölgaði nasistatáknunum
sem voru húðflúruð á líkama henn-
ar. Þremur árum síðar bíður
hún dóms.
Og nú sér hún eftir öllu
saman. Nú vill hún afmá öll
merki nasistalífsins og af
ljósmyndum blaðanna má sjá
að hún hefur til að mynda
reynt að skrapa húðflúrin af
líkama sínum. En því miður
kemur þessi iðrun aðeins of
seint. Benjamín Hermansen
er látinn og frelsi Veronicu
er líklega á enda.
Aukin kynþáttahyggja
Því miöur er þessi saga ekki eins-
dæmi. Á Norðurlöndunum starfar
Qöldi nýnasistahreyfinga og þeim
vex sífellt fiskur um hrygg. Menn
eins og Tore W. Tvedt elta á kerfis-
bundinn hátt uppi ístöðulausa ung-
linga, víma þá og innræta þeim hat-
ur. Enn sem komið er fer starfsemi
norrænu nýnasitaklíknanna fram
neðanjarðar. Enn sem komið er hafn-
ar samfélagið þessari fáránlegu kyn-
þáttahyggju. En hversu lengi? Ýmis
teikn eru á lofti um að það sé að
breytast.
Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjun-
um 11. september virðist sem flóð-
„Nýnasistar og jafnvel rétttrúnadar-nasistar hafa starf-
að á jaðri hinna norrœnu samfélaga allt frá lokum síð-
ari heimsstyrjaldar, en fram að þessu hafa viðhorf
þeirra verið útskúfuð. “ - Lögregla í Berlín tvístrar
mannfjölda eftir uppþot nýnasista í borginni.
gáttir hafi opnast fyrir kynþáttahat-
ara á Norðurlöndunum. Umburðar-
lyndi á ekki lengur uppi á pallborðið.
Stjórnmálaflokkar sem áður voru
taldir á jaðri þess boðlega eru nú
orðnir viðurkenndir og njóta fjölda-
fylgis. Þetta kom best fram í kosn-
ingabaráttunni í Danmörku á dögun-
um. Þar gekk þeim stjómmálaöflum
best sem boðuðu hvað harðasta póli-
tík gegn innflytjendum.
Danski þjóðarflokkurinn sem
beinlínis grundvallar kenningakerfl
sitt á kynþáttahyggju og kreddum í
garð framandi menningarsvæða
vann stórsigur. Venstre, gamli frjáls-
lyndi flokkurinn hans Uffe Elleman
Jensen, boðaði líka stórherta inn-
Ríkasta þjóð í heimi
Allir eru aö dást að þeim sem eru
ríkir, skrifa bækur um ríka íslend-
inga, taka myndir af ríkustu konum
landsins, þýða leiðbeiningar um
stystu leiðir til að komast yfir pen-
inga. Og hugmyndaviti Sjálfstæðis-
flokksins, Hannes H. Gissurarson,
segist hafa fundið leið til að gera ís-
lendinga að ríkasta fólki heims. Ég
ætla bara að vona að sú ógæfa eigi
ekki eftir að dynja yfir okkar vel
höldnu þjóð. Hvurslags rugl, munu
margir segja: Viltu ekki að við verð-
um Númer Eitt ? Ertu á móti þínu
eigin fólki, mannskratti? - Nú er að
svara því.
Skammgóður vermir
Bæjarstjórinn í frábærri sýningu
Borgarleikhússins á Fjandmanni
fólksins eftir Henrik Ibsen lofar því
líka, að hann muni gera sitt pláss að
ríkasta baðstað í heimi. En eins og
margir vita byggir hann loforð sitt á
glæp. Allir verða að þegja yfir því að
hinar arðsömu heilsulindir í bænum
eru stórhættulega mengað-
ar. Vatnið er eitrað!
Ég þekki ekki útfærslu
hugmynda Hannesar H.
Gissurarsonar I smáatrið-
um. En mér heyrist aö hann
boði það að íslendingar
verði forríkir ekki síst með
því að laða að sér alþjóðleg
ijármálafyrirtæki. Þau yrðu
fengin til að skrá sig hér,
þótt ekki væri nema Ýtil
málamynda, gegn því að ís-
lensk stjómvöld heiti því að
taka lægri skatta af umsvif-
um þeirra en önnur ríki. Þetta er
sjálfsagt hægt, en nokkuð víst að það
yrði skammgóður vermir. Fleiri
kunna að freista peningamanna með
lágum sköttum en við og mörg smá-
ríki og gerviríki geta farið mun neð-
ar en við gætum.
Höfum það líka í huga, að
skattaparadísin fsland myndi eins og
aðrar slíkar draga til sín mjög vafa-
samt fé og þá hreint og klárt glæpafé.
Það er hinsvegar líklegt, að fyrr en
síðar sjái öflugustu ríki heims sig
neydd til að bindast samráði um að
taka fyrir slík ævintýri og loka
skattaparadísum. Bæði til að stöðva
flæði maflupeninga og svo vegna þess
að þau geta ekki leyft endalaus undir-
boð á skattheimtu af umsvifum fjár-
magnsflakkara, heiðarlegra sem
óheiðarlegra. Ekki ef sæmilega siðað-
ur friður á að haldast í samfélögum.
Oflæti og volæöi.
Hugsum líka til þess, að ef íslend-
ingum tækist þessi gambítur um sinn
þá yrðu þeir óþolandi fólk, bæði sjálf-
um sér og öðrum. Sá vansi fylgir flest-
um þeim sem hafa komist
jdir mikla peninga að þeir
eiga lygilega auðvelt með
að sannfæra sjálfa sig um
að þeir eigi ríkidæmið
margfaldlega skilið. Þeim
fmnst þeir ríkir að verð-
leikum. Þar með ganga þeir
fram í þeirri lygi að þeir
séu öðrum snjallari og
betri og hugmyndaríkari
og þrútna mjög af oflæti,
stéttarrembu og kannski
þjóðrembu um leið. Oflæti
eigum við nú þegar nóg af
og ekki á það bætandi.
Nei, það væri afleit uppákoma að
íslendingar gerðust ríkasta þjóð
heims og þá ekki síst vegna þess sem
áður var nefnt: þeir fengju ekki að
tróna lengi í þeim sessi. Hvort sem
önnur ríki stingju okkur af í skatta-
lækkunarsamkeppni eða alþjóðlegt
átak kippti slfkri samkeppni úr sam-
bandi, þá er það víst að viö mundum
hrapa niður skalann aftur. Og því
hrapi hlyti að fylgja vanmetakennd
og sjálfsvorkunn sem væri álíka öm-
urleg og oflæti hinna nýríku áður -
og þar með mundu fylgja margir þeir
rembihnútar í sálarlífinu sem seint
yrðu leystir.
Enn eitt: auðlegðarævintýri íslend-
inga myndi að sjálfsögðu ekki sáldra
gulli yfir alla heldur hlaða, sem ann-
.ars staðar, mest undir nokkra mógúla.
Og þar með værum við komin lengra
en nokkru sinni fyrr frá sannarlega
eftirsóknarverðum möguleika: að
finna leiðir til að skipta af meiri rétt-
sýni en tíðkast í flestum öðrum pláss-
um því sem við höfum úr að spila.
Árni Bergmann
„Höfum það líka í huga að skattaparadísin ísland
myndi eins og aðrar slíkar draga til sín mjög vafasamt
fé og þá hreint og klárt glœpafé. Það er hins vegar lik-
legt að fyrr en síðar sjái öflugustu ríki heims sig neydd
til að bindast samráði um að taka fyrir slík œvintýri
og loka skattaparadísum. “
mmsm
flytjendapólitík og uppskar forsætis-
ráðuneytið að launum.
Nýnasistar í fullum skrúöa
Nýnasistar og jafnvel rétttrúnað-
ar-nasistar hafa starfað á jaðri hinna
norrænu samfélaga allt frá lokum
síðari heimsstyrjaldar, en fram að
þessu hafa viðhorf þeirra verið út-
skúfuð. Það var til að mynda áhrifa-
mikil sjón um árið þegar gömul
kona, sem hafði lifað hörmungar síð-
ari heimsstyrjaldarinnar, kastaði sér
inn í hóp marserandi nýnasista sem
gengu um lítinn bæ í Danmörku
Rúdólfi Hess til dýrðar. Hún vildi
með þessu koma vitinu fyrir fáfróð-
an lýðinn. Þeir hrintu henni til baka.
Það þótti líka sjálfsagt fyrir fáein-
um árum, þegar að nasistahreyfingin
í Danmörku marseraði í fullum
skrúða í gegnum Hróarskeldu, að
bæjarbúar beinlínis ráku þetta hyski
út úr bænum sínum. Ég vona að þeir
dagar séu ekki liðnir að einhugur
ríki meðal almennings að hafna þess-
um heimskulegu og hættulegu við-
horfúm. Það er skylda okkar allra að
mótmæla kynþáttahyggjunni af öllu
afli. "
Eiríkur Bergmann Einarsson
Fullveldið reynst vel
„íslendingar vilja
hafa góð og friðsamleg
samskipti við aðrar
þjóðir. Þess vegna ber
okkur að virða siði
þeirra og háttu ... Við
höfum á undanfórnum
áratugum sýnt að við erum þess megn-
ug að ráða landi okkar og landhelgi
sjálf. Fullveldið hefur reynst okkur vel
og engin skynsemi er í því að fórna
því og játast undir yfirþjóðlegt vald.
Það væri okkur efnahagslega dýrt
spaug sem rikri þjóð að þurfa að leggja
stórfé til þróunarsjóða Evrópusam-
bandsins. Við getum ekki afsalað okk-
ur yfirráðum yflr fiskimiðum okkar.
Við verðum að hafa úrslitaáhrif um
nýtingu fiskimiðanna. Draumar um að
við mundum hafa teljandi áhrif innan
Evrópusambandsins eru fánýtir.
Stjórnarfarslegt sjálfstæði okkar getum
við varðveitt, það skulum við gera.“
Páll Pétursson á fullveldissamkomu í
Háskólabíói 1. desember sl.
Taki við skuldunum
„Til að mynda hlýtur að teljast eðli-
legt, miðað við nútlma þekkingu á hag-
fræði, að íslendingar hefðu átt að fá
einhverjar bætur vegna velferðartaps
sem hátt verðlag og takmörkuð vöru-
gæði leiddu af sér á tíma einokunar-
verslunarinnar ... Þegar hallinn á
greiðslum Dana er uppreiknaður mið-
að við 4% árlega vexti kemur í ljós að
á núvirði er skuld Dana við íslendinga
orðin sem nemur 242 milljörðum. Þessi
tala er mjög nærri heildarupphæð
skulda íslenska rikisins og því er það
einfaldasta fyrirkomulagið á endanlegu
uppgjöri þjóðanna tveggja að danska
ríkið taki við öllum skuldum íslenska
ríkisins frá og með deginum í dag.“
Jón Þór Sturluson og Magnús Árni
Magnússon I grein í TMM.
Helga Thorberg,
Blómálfinum við Vesturgötu:
Hvorki eyða
né spreða
„Það er mín tilfinning að þetta
verði skynsamleg jólaverslun. Ég
held að þeir kaupmenn sem hafa
spennt bogann mjög hátt fyrir þessi jól geti orðið fyr-
ir vonbrigðum því nú er ekki í gangi neitt kaupæði
meðal þjóðarinnar. Horfur i efnahagsmálum valda
því að minni væntingar eru meðal þjóðarinnar og
ekkert sem segir okkur né sýnir að hér sé góðæri
eins og við upplifðum á síðustu árum. Fólk mun því
stilla innkaupum sínum I hóf. í kaupum á skreyting-
um gæta bæði fólk og fyrirtæki nú einnig aðhalds-
semi en ég held að slíkt sé bara hollt. Á tímum eins
og við lifum nú eiga bæði fólk og fyrirtæki að vera
ábyrg og hvorki eyða né spreða um efni fram.“
Gísli Bjömsson,
fatakaupmadur á Selfossi:
Ef Hellisheiðin
er torfœr
„Á því hef ég fulia trú að verslun
nú verði eitthvað betri en í meðalári.
í haust hefur fólk heldur verið að
spara við sig og leyft sér minna í ýmsum efnum, svo sem
bílakaupum. Fyrir vikið á það heldur fleiri krónur í vesk-
inu en ella og mun því geta leyft sér minni og ódýrari
jólagjafir eins og fatnaður er. Hvort þetta verða góð versl-
unarjól þá segir nálega tiu ára reynsla mér að fólk sé
alltaf duglegt að versla fyrir jólin. Fyrir kaupmenn á Suð-
urlandi hjálpar Vetur konungur okkur oft að því leyti að
verslun eykst eftir því sem Hellisheiðin verður torfærari.
í jólafótunum eru jakkafót það sem aldrei klikkar hjá
strákunum og stelpumar vilja dragtir og ganga með
bindi. Mjúkir pakkar standa alltaf fyrir sinu.“
Bryndís Hrafnkelsdóttir,
Debenhams i Smáralind:
Misjafnt hvað
fólk leyfir sér
„Ég tel að það verði góð verslun
fyrir þessi jól. Hvað varðar okkur í
Debenhams þá erum við með fallega
verslun, góða þjónustu og finar vörur á góðu verði og
allt þetta heillar. Það sem hefur gert sérstaka lukku er
innpökkunarþjónustan okkar sem er nýmæli hérlendis.
Ef viðskiptavinurinn óskar geta persónulegu stílistamir
aðstoðað hann við jólainnkaupin og létt þannig undir
með þeim sem mikla þetta fyrir sér. Mjúku vörumar era
vinsælar í pakkann fyrir þessi jól, sem og snyrtivörur og
heimilisvörar. Eins og ævinlega er það misjafnt hvað
fólk getur og hvað það vill leyfa sér í innkaupum. Vöra-
og verðbreiddin hjá okkur er hins vegar mikil og ættu
flestir að finna eitthvað sem gleður í pakkana."
Sigmundur Sigurðsson,
Nettó á Akureyri:
Stígandi firá
nóvemberbyrjun
„AUt stefnir í mjög fjörag verslun-
aijól og í raun hefur verið jöfn stíg-
andi í allri verslun hjá okkur alveg
frá fyrstu helginni í nóvember. Síðasta helgi var einkar
góð. Hingað kemur fólk víða frá að versla af öllu Norð-
urlandi og einnig koma margir að austan. Um hvað selst
best og er eftirsóttast þá er greinilégt að bækur, sem við
bjóðum á mjög góðu verði fyrir þessi jól, era mjög vin-
sælar sem jólagjafir. Bækumar um Harry Potter, Eyði-
merkurbiómið og Höll minninganna era söluháar hér en
síðan sýnir annað sig líka að Norðlendingar vilja lesa
norðlenskar bækur. Hér selst bókin um Álftagerðisbræð-
ur mjög vel - en allra best selst bókin Of stór fyrir ísland
sem er saga Jóhanns risa úr Svarfaðardal."
Þaö eru ellefu dagar til jóla - og senn nær kauptíö jólanna hámarki. En veröur hún meiri eöa minni en undanfarin ár? .
Skoðun
jt
Við viðurkennum
aðjeppar menga loftið..
... að þeir eru hcettulegir
öðrum ökumönnum...
... og hcettulegir loftiyúp
jarðarinnar.
w
En hvað ergaman að lífmu
án smá áhcettu?
ct
Oflof um orlof
Pétur H. Blöndal alþingismaður má
ekkert aumt sjá án þess að leitast við
aö reikna það út. Eftir gagnrýni Odds
Ólafssonar, blaðamanns DV, og nokk-
urra ungra sjálfstæðismanna, á
stuöning Péturs við ýmis útgjalda-
frumvörp Alþingis útlistar þingmað-
urinn ástæður þess að hann styður
eina umfangsmestu útgjaldaaukningu
ríkisins hin síðari ár; hin alræmdu
lög um fæðingarorlof. Pétur telur sér
það til tekna að styðja ný lög um fæð-
ingarorlof og máli sínu til stuðnings
hefur hann reiknað hin og þessi
dæmi. Pétur gefur sér hins vegar
furðulegustu hluti en lítur fram hjá
öðrum eðlilegri.
Hvað með gömlu pabbana?
Þingmaðurinn virðist hafa reikn-
að út, að konur hafi verið dýrari, og
þar með verðminni fyrir fyrirtæki,
heldur en karlar. Þess vegna hafi
verið nauðsynlegt að gera karla jafn
óhagstæða og konur. Nú liggur auð-
vitað ekkert fyrir um það að konur
hafi fengið lægri laun en karlar
vegna hugsanlegs fæðingarorlofs
þeirra. En þótt faUist sé á það, um-
ræðunnar vegna, þá má velta því fyr-
ir sér hvort hin nýju fæðingarorlof
minnki í raun nokkuð það sem í
huga Péturs Blöndal er misrétti.
Verða ekki áfram einhverjir á
vinnumarkaði verðmætari en
aðrir? Verður fólk sem komið
er af barneignaraldri ekki
verðmætara heldur en yngra
fólkið? Það er að segja: kon-
umar.
Karlarnir verða víst afitaf
jafn -“verðlitlir", því eins og
kunnugt er fer þeim fjölgandi,
mönnum um og yfir miðjum
aldri, jafnvel á gamals aldri,
sem skyndfiega verða feður á
ný eins og ekkert liggi beinna
við. Til hvaða aðgerða ætlar
Pétur H. Biöndal að grípa til
að rétta þeirra hlut á vinnu-
markaði? Og ef menn vilja
hengja sig í jafnréttisumræðu
til að réttlæta hin fjárfreku
fæðingarorlofslög væri ekki úr
vegi að þeir hinir sömu bentu
á þann jafna rétt sem þeir, sem
ekki eignast böm, hafa til þess
aö taka sér launað frí til að
sinna hugðarefnum sínum. -
Ætlar dr. Pétur að skylda þá
líka í launað leyfi svo hægt sé.
aö reikna út hið fuHkomna
jafnrétti?
Verst er svo að þessi svo-
kaHaða jaihréttisumræða nær
ekki tfi vesalings barnanna
sem aUt írafárið stendur nú
um. Það kemur þó ekki á
óvart, þar sem lög um fæðing-
arorlof eru ekki sett þeim
til hagsbóta. Bam einstæðs
foreldris nýtur minni sam-
vista við foreldri sitt heldur
en barn sem þó er svo hepp-
ið að eiga tvo foreldra að.
Allt af því að Pétri Blöndal
finnst það víst ekki mikil-
vægt innlegg í jafnréttisbar-
áttuna að fara fram á, að
þeir 9 mánuðir sem fæðing-
arorlofið er séu ekki bundn-
ir, annars vegar móður og
hins vegar föður, heldur
verði samkomulagsatriði
foreldranna sjálfra.
Velferðarsjóður fyrlr efnafólk
Pétur H. Blöndal reynir að rétt-
læta, að ekkert þak skuli vera á
greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.
Þannig fær hátekjumaður, (með t.d.
500 þ. kr. mánaðarlaun) 400 þ. kr. á
mánuði úr fæðingarorlofssjóði. Mað-
ur með 180 þ. kr. á mánuði fær hins
vegar 144 þ. kr. úr sjóðnum. Þetta
finnst Pétri eðlilegt þar sem hátekju-
maðurinn borgar hærri skatta
(tryggingargjald).
Hvenær ætlar Pétur að yfirfæra
þessi rök sín á t.d niðurgreiðslu
lyfja, atvinnuleysisbætur og örorku-
bætur ríkisins? ViU Pétur aö há-
tekjufólk fái mestu niður-
greiðslumar á lyfjum? Og
upp á hvaö ætlar Pétur að
bjóða hátekjufólkinu sem
ekki á nein böm og er ekki
að fara að eignast þau?
Hvað fær það fólk út úr
sjóðnum digra? Hefði ekki
verið nær, ef há skatt-
heimta á að réttlæta félags-
lega aðstoð, að lækka bara
skattana?
Nei, Pétur H. Blöndal hef-
ur reiknað það út, að það að
gera nánast aUa þjóðina að
neytendum velferðartékka, sé þjóð-
hagslega hagkvæmt og stuðli að jafn-
rétti. Og á meðan fullfrískt fólk, sem
aUa jafnan hefði aldrei á sinni ævi
átt erindi við Tryggingastofnun rik-
isins, arkar nú þangað í stríðum
straumum og fyllir út aUs kyns um-
sóknareyðublöð, eru heimsóknar-
gjöld til lækna hækkuð og örfáir fatl-
aðir einstaklingar þurfa að sæta
biðlistum eftir sérhæfðri þjónustu
um nauðþurftir sínar. En þingmönn- Á.
um eins og Pétri Blöndal er sjálfsagt
sama. Mikið hefur nefnilega áunnist
í jafnréttisbaráttu þeirra og þjóðin
hefur öU verið vanin á velferðar-
spenann væna.
Sigríður Ásthildur Andersen
„Karlamir verða víst alltaf jafn „verðlitlir“, því eins og
kunnugt erfer þeim fjölgandi, mönnum um og yfir miðjum
aldri, jafnvel á gamáls aldri, sem skyndilega verða feður á
ný eins og ekkert liggi beinna við. “
Sigríöur Ásthildur
Andersen
lögfræöingur