Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 11 DV______________ Kreppa og stríð - fara ekki saman Bolinn í Wall Street er tákn um bjartsýni og trú á hlutabréfamarkaönum Nú eru þar blikur á lofti því ekki er hægt aö feia kreppueinkennin lengur sem árásinni 11. september er kennt um. En kreppan var löngu farin aö láta á sér kræla þá oggetur stríöiö allt eins dregiö úr einkennunum, en varla sjálfum samdrættinum. Viðskiptaveldi heimsins vilja kenna atburðunum 11. september um flest eða allt sem miður fer í efnahagsmálum og þá fyrst og fremst þann samdrátt sem er i kauphöllum og yfirleitt öllum við- skiptum. Það er einkar þægilegt að benda á árásirnar á Bandarík- in sem ástæðu fyrir því að upp- sveifla síðasta áratugar hefur snú- ist upp í andhverfu sína með minnkandi og jafnvel neikvæðum hagvexti með öllum þeim fylgi- kvillum sem samdrætti valda. Neysla og framleiðsla minnkar og atvinnuleysi eykst og skuldirnar verða óviðráðanlegri. En málin eru ekki svona einföld því sam- drátturinn hófst löngu áður en viðskiptaturnarnir hrundu og Pentagon varð fyrir innanlands- árás. Á sumum sviðum flýtti 11. september fyrir niðursveiflunni en á öðrum hafði hann lítil áhrif á þróunina eða jafnvel blés lífi í ein- hverjar greinar athafnalífsins. Það er orðin viðtekin tugga að títtnefndar árásir hafi breytt heimsmyndinni og ekkert verði aftur eins og það var áður. Til eru þeir sem halda því fram að ný heimsmynd hafi verið í sköpun það sem af er þessari öld og að samdráttur efnahagslífsins verði lengri og varanlegri en almennt er viðurkennt af þeim sem trúað er fyrir að vera sérfræðingar á svið- um hagfræði og viðskipta. En sú trú á ekki alls staðar upp á pall- borðið eins og komið er fyrir fjár- málaheiminum. Jafnvel þekktur hagfræðingur eins og Robert Samuelson skrifaði nýlega grein um framtíðarþróun og byrjar hana á því að efast um sérgrein sína og telur að skoðanir og álit sagnfræðinga, félagsfræðinga, stjómmálafræðinga og jafnvel guðfræðinga á efnahagsþróun sé ekkert síðri en getspár hag- fræðinga. Það sé jafnvel nauðsyn- legt að víkka umræöuna og skoða efnahagsmál frá fleiri sjónarmið- um en þeim sem lærð hagfræði temur sér. Brjálaðar spár í gagnorðri grein í The Specta- tor er Simon Nixon ómyrkur í máli um lélega afsökun stórfyrir- tækja í Bandaríkjunum og Bret- landi um samdrátt og dapra fram- tíðarsýn. Hann segir líka að sér- fræðingaskarinn í Wall Street hafi gripið árásimar feginshendi til að afsaka sínar eigin spár, sem hafi verið kolbrjálaðar í nokkur ár. Á þeim slóðum hafi menn aldrei fengist til að viðurkenna að upp- sveiflublaðran á verðbréfamörk- uðum var löngu sprungin og var haldið dauðahaldi í blekkinguna um að verðgildi hlutabréfa mundi halda áfram að hækka um fyrir- sjáanlega framtíð. Ástand bandarísks efnahagslifs er hörmulegt, segir Nixon, og það var orðið það fyrir 11. september því samdrátturinn var hafinn þeg- ar i byrjun ársins og fátt virðist geta breytt þeirri þróun sem hafin var. í nær tvo áratugi hefur hluta- bréfamarkaðurinn vaxið jafnt og þétt á kostnað annarra valkosta efnahagslífsins. Fé hefur verið dregið frá þeim greinum sem eru hverju þjóðfélagi nauðsynlegar og lagt einhliða í hátæknifyrirtæki sem síðar standa ekki undir vænt- ingum. OfTjárfestingin í þessum geira er ofboðsleg á sama tíma sem aðrar greinar eru að tærast upp í fjársvelti. Aðgerðir stjórnvalda hafa allar miðast við að vernda hlutabréfa- markaðinn, sem sýnist vera aðal- tilgangur seðlabanka þar sem Greenspan lækkar stöðugt vexti þegar verðgildi hlutabréfa hrapar. Orkufyrirtæki hafa verið einka- vædd og má rekja myrkvun og raf- magnsskort í Kaliforníu til stór- felldra mistaka í fjármálastjórn. Á meðan hlutabréfamarkaður- inn í Ameríku blés út sogaði hann til sín fé á heimaslóð og frá út- löndum, þar sem hvergi þótti arð- bærara að fjárfesta en í Wall Street. Bankar voru. ósínkir á lán til þeirra sem þar vildu freista gæfunnar. Oftrú og offjárfestingar Stærstu mistökin eru gerð í fjar- skiptafyrirtækjum. Á nokkrum árum er búið að eyða 4.000 millj- örðum dollara í fjarskiptakerfi sem eiga að mæta aukinni notkun Netsins. Eru kerfin oröin svo full- komin að sex milljarðar jarðarbúa gætu talað samstímis i heilt ár inn í kerfm, sem gætu skilað öllu kjaftæðinu á nokkrum klukku- stundum. Samkvæmt áætlunum byggðum á tölum fjarskiptaiðnaö- arins eru um 2% af ljósleiöurum sem grafnir eru undir Norður-Am- eriku og Evrópu í notkun. 98% hafa aldrei komist í gagnið. En 10% af leiðurunum sem eru í notkun þurfa aðeins 10% af flutn- ingsgetunni til að anna markaðn- um. í tvo áratugi hefur bandaríski markaðurinn tekið gríðarlegar upphæðir að láni til að leggja í spilavíti hlutabréfanna. Samtímis hleður viðskiptahallinn ■ upp skuldum. Spilavítinu berast einnig miklar upphæðir erlendis frá og jafnvel frá löndum sem alls ekki hafa efni á neins konar fjár- munaáhættu. Það segir sína sögu um hvernig peningarnir eru sog- aðir í stóra hlutabréfamarkaðinn, að stærsta útibú bankarisans Citi- corp utan New York er í Buenos Aires, en Argentína er gjaldþrota og vel það. Öll lán til landsins eru Ástand bandarísks efna- hagslífs er hörmulegt, segir Nixon, og það var orðið það fyrir 11. sept- ember því samdrdtturinn var hafinn þegar í byrjun ársins og fátt virðist geta breytt þeirri þróun sem hafin var. stöðvuð og sér enginn hvemig landið á að ná sér upp úr hörm- unginni. Uppgangur hlutabréfamarkað- arins hefur vakið falskar hug- myndir um auðlegð og almenning- ur vestra hefur tekið þátt í góðær- inu með því að taka auðfengin lán, kaupa hlutabréf og hafa það gott. Að meðaltali skuldar nú hvert heimili 7.000 dollara í krít- arkortalánum auk annarra skulda. Warren Buffet er þjóðsagna- kenndur fjárfestir. Hann heldur því nú fram í sinn hóp að sam- drátturinn muni vara í átta ár. Enginn stjórnmálamaður eða fjár- málaráðgjafi þorir að nefna slíka fásinnu. í Japan hefur samdrátt- urinn staðið yfir í áratug og er nú á barmi kollsteypunnar og ekki bætir niðursveiflan í alþjóðavæð- ingunni þar úr skák. Völd og áhrif aukast Menn líta nú mjög til kreppunn- ar sem hófst 1939 og stóð yfir fram í stríð. Hvort stríðið sem Bush hefur nú hafið gegn hryðjuverka- öflum um víða veröld hefur sömu áhrif á heimskreppuna í upphafi hennar er vafamál, en þó getur svo farið að atburðirnir 11. sept- ember virki sem vítamínsprauta á viðskiptalífið þótt lánlausir for- stjórar og fjármálaráðgjafar vilji kenna þeim um ófarir óæskilegrar efnahagsþróunar. En valdi hlutabréfamarkaður- inn í Wall Street heimskreppu verður það í annað sinn sem skyndigróðafikn kauphallarbrask- ara vestur þar veldur ómældu tjóni á efnahagslíf fjölda ríkja. Þegar Roosevelt forseti var að glíma við gömlu kreppuna sagði hann eitthvað á þá leið að það væri vitað að skefjalaus eigin- hagsmunahyggja væri vont sið- ferði, en komið væri í ljós að hún væri líka vond hagfræði. En sum- ar lexíur eru mannskepnunni ekki áskapað að læra. Örlagadagurinn 11. september breytir óneitanlega heimsmynd- inni, en á öðrum sviðum en bein- línis efnahagslegum. Völd og áhrif Bush forseta er meiri en nokkurra forvera hans, nema ef til vill Roosvelts á stríðsárunum. Þing- deildir og þjóð standa einhuga að baki forseta sínum og alþjóðasam- tök og einstök ríki keppast við að veita honum hollustu sína og bjóða fram aðstoð í stríðinu mikla sem fæstir vita gegn hverjum er háð. En önnur ríki fjarlægjast Bandaríkin um leið og bandalög eru gerð við önnur. Múslímaríkin líta sum á Ameríkumenn sem svarna óvini og önnur styðja þá með hálfum huga og eiga stjórn- endur almenning yfir höfði sér ef þeir taka einarða afstöðu með stríðsaðgerðum gegn trúbræðrun- um í Afganistan. Það kann að breyta valdahlutföllum í veröld- inni. Stríðið getur líka haft óbein áhrif á efnahagslífið heima fyrir. Atvinnulífið með stórfyrirtækin í broddi fylkingar og ijármálastofn- anir vænta ríflegra efnahagsað- gerða af hálfu stjórnvalda til að koma í veg fyrir enn alvarlegri kreppu en nú er í farvatninu. Hvort ríkissjóöur hefur efni á að bæta við skuldirnar er ekki spurt um þegar þjóð á í stríði. Því geta afleiöingar 11. septem- ber allt eins skotið kreppunni á frest eins og að valda henni, eins og falsspámenn eru að reyna að afsaka glámskyggni sína með. (Helstu heimildir: Newsweek, The Spectator, The Observer) Fréttir Undraveröld_________ Dollarar úr andaglasinu Lögreglan í Kairó, höfuðborg Egyptalands, hef- ur haft hendur i hári fjögurra þrjóta sem þótt- ust geta breytt egypskum pund- seðlum, sem eru lítils virði, í eftir- sótta Bandaríkja- dali með aðstoð anda frá tímum faraóanna. Þrjótarnir notuðu glas með sótt- hreinsunarvökva sem þeir sögðu að væri þeirrar náttúru að geta fengið egypsku pundseðlana til að fæða af sér dollara með fulltingi andanna. Svikin stunduðu mennirnir í dimm- um íbúðum sem voru fullar af reyk- elsisreyk sem ku vera nauðsynlegur vilji maður særa fram anda. Fórnarlömbin afhentu særinga- mönnunum peningabúntin sín og fengu í staðinn bunka af pappírsbleðl- um þar sem doOaraseðlar voru efst og neðst. Með þessu móti tókst þrjótun- um að verða sér úti um sem svarar fjórum milljónum íslenskra króna. Evran og bathan Ákveðnir sjálfsalar í Þýskalandi, sem voru framleiddir vegna gildis- töku evrunnar, sameiginlegs gjald- miðils Evrópusambandsins, um ára- mótin, eru þeirrar náttúru, eða ónátt- úru, að geta ekki gert greinarmun á tveggja evru klinki og taílenskri tíu batha mynt. Taílenska myntin er svo keimlík evrumyntinni að stærð og þyngd að sjálfsalarnir geta með engu móti greint þar á miUi. Framleiðand- inn veit af þessum vanda og hann seg- ir að verið sé að vinna að því að leysa hann með þróun nýs hugbúnaðar. Á meðan geta þeir heppnu Þjóðverj- ar sem eiga tíu batha klink notfært sér þetta ástand og stórgrætt því and- virði slíks penings er aðeins fjórðung- ur úr evru. Matvönd norsk bílrotta Norsk kona upplifði það ný- lega að deila bíin- um sínum með rottu í heilar tvær vikur, eftir að hafa ítrekað mis- tekist að veiða hana í gOdru. Rottan hafði kom- ist inn í bílinn i ruslapoka og búið um sig undir mælaborði bOsins, þar sem hún hafði gert sér hreiður úr ýmsu sem hún fann nýtilegt í bílnum. Annaðhvort var rottan hinn mesti matgikkur að bráðgáfuð, því hún snerti ekki við góðgæti eins og osti, pyslum sem konan setti í gildruna. Að lokum stóðst hún þó ekki mátið, þeg- ar konan setti rándýrt lifrarpaté í gildruna og þar með voru dagar rott- unnar taldir. „Ég hugsa til þess með hryOingi að áður en ég uppgötvaði að rottan var í bílnum, þá ók ég með hana rétt ofan við lærin á mér,“ sagði hin 35 ára gamla Sólveig Kristiansen og sagðist fá gæsahúð við tilhugsun- ina. „Ég vona að tryggingarnar bæti tjónið sem rottan olli inni í bílnum, en hún tætti upp sætin og nagaði í sundur rafmagnleiðslurnar undir mælaborðinu," sagði Sólveig. Borgin Atlantis fundin? Kanadískur leiðangur mun í sumar hafa uppgötvað það sem talið er vera rústir gamaOar borgar á um rúmlega 3000 metra dýpi úti fyrir ströndum Kúbu. Leiðangurinn notaði fjarstýrð- an hátæknibúnað við rannsóknir sín- ar og fundust vísbendingar sem leið- angursmenn telja að sanni tilgátu þeirra, en við nánari rannsókn mynda sem teknar voru á hafsbotni sjást píramídalagaðir steinar, sem taldir eru hluti af stærri byggingum. Upp- haflegt verkefni leiðangursins var að leita flaka sokkinna skipa frá landa- fundatímanum og kom þessi fundur því á óvart. Menn velta því nú fyrir sér hvort hér sé fundin týnda borgin Atlantis, eða sönnun þess að einu sinni hafi Kúba verið hluti megin- lands Ameríku, en ætlunin er að upp- lýsa frekar um niðurstöður rann- sókna í næsta mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.