Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 29
45
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001
!OV
Tilvera
S tj örnubrúðkaup
Það verður enginn annar en Mich-
ael Jackson sern leiða mun Lizu
Minnelli upp að altarinu þegar hún
leggur þangað upp í sína fjórðu ferð í
febrúar nk., til að giftast sínum
heittelskaða, David Gest. Þetta verður
ekki eina hlutverk Jacksons við at-
höfnina, sem fram fer í St. Patriks
dómkirkjunni í New York, því hann
verður einnig svaramaður brúð-
gumans. Jackson mun leiða MinneOi
inn kirkjugólfið undir söng Whitney
Houston, sem auðvitað syngur lagið
"Here Comes the Bride". Elizabeth
Taylor, besta vinkona Jacksons, hefur
einnig fengið hlutverk við athöfnina
og verður hún sérstök heiðursbrúðar-
mær.
Cruise sannkall-
aöur kavalér
Stórleikarinn Tom Cruise sýndi
það svo ekki verður um villst á dög-
unum að hann er sannkallaður
séntilmaður. Tom fórnaði nefnilega
jakkanum sínum og setti hann yflr
axlirnar á ástkonu sinni, spænsku
þokkadísinni Penelope Cruz, þegar
þau mættu til frumsýningar kvik-
myndarinnar Vanilla Sky vestur í
Hollywood. Óvenjukalt var þennan
dag, mun kaldara en Penelope gerði
sér grein fyrir. Því reyndist lítið
gagn að næfurþunnum silkikjól
hennar. Tommi fór þá úr jakkanum
og lagði hann yfir axlir hennar. Og
sagði nú allt í stakasta í lagi þó að
sér væri dálítið kalt. Sönn hetja.
Arnold datt af
mótorhjólinu
Hasarhetjan Arnold Schwarz-
enegger braut í sér nokkur rifbein um
helgina þegar hann datt af mótorhjól-
inu sínu. Gert var að sárum hans á
sjúkrahúsi.
Talsmaður leikarans segir að hann
sé alvanur vélhjólamaður og langt frá
því að vera glanni. Slysin geri hins
vegar ekki boð á undan sér.
Þrátt fyrir óhappið var Arnold í
fínu formi og ekkert fær breytt
áformum hans um að fara á skíði með
fjölskyldunni yfir jólin. Kappinn, frú-
in og börnin ætla til Sólardals í Idaho
þar sem ríka og fræga fólkið skemmt-
ir sér gjarnan hvað með öðru.
Filmundur:
Goðsögnin Ham
í kvöld frumsýnir Filmundur
heimildarmyndina Ham: Lifandi
dauðir. Að mati þeirra sem hafa
hvað mest álit á hljómsveitinni er
Ham goðsögn í íslenskri tónlistar-
sögu á meðan aðrir telja hana hafa
verið ofmetna. Fjallað er ítarlega
um Ham, í hávaða, máli og mynd-
um í heimildarmyndinni sem er í
fullri lengd.
Ham: Lifandi dauöir er, að því er
næst verður komist, fyrsta íslenska
mynd þeirrar tegundar heimildar-
mynda sem Qalla um rokkhljóm-
sveitir, en margar athyglisverðar
kvikmyndir hafa verið gerðar í
þessum flokki og var kominn tími
til að slík mynd yrði gerð hér á
landi. Frægasta íslenska heimildar-
myndin þar sem eingöngu var fjall-
að um tónlist er Rokk í Reykjavík
sem var frekar heimildarmynd um
tíðarandann og tónlistina sem þá
réð ríkjum en beint um hljómsveit-
irnar.
Saga sveitarinnar er skrautleg og
henni er reynt að gera skil í mynd-
inni. Sýnt er efni frá löngu tímabili
í sögu sveitarinnar og viðtöl eru við
fjölda fólks sem hefur álit á Ham
auk viðtala við sjálfa meðlimi
hljómsveitarinnar.
Ham: lifandi dauðir verður frum-
sýnd í Háskólabíói í kvöld og verð-
ur sýnd eins mikið og eins lengi og
aðsókn krefur, en í þaö minnsta
fram yfir helgina.
Ham 1988
Hljómsveit sem allir höfðu álit á.
Halló, krakkar!
Jólasveinunum fjölgar með hverjum deginum enda mikið að gera hjá þeim þessa dagana: skór úti í öllum gluggum
sem þarf að setja gjafir í. Þessir tveir tóku forskot á sæluna og fóru bæjarferð og gengu niður Laugaveginn, börnum
til mikillar ánægju.
Sauðárkrókur:
Markaðsdagur
handverksfólks
Um tuttugu seljendur tóku þátt í
markaðsdegi handverksfólks í
Skagafirði fyrir skömu. Efnt var til
söludags á veitingastaðnum Kaffi
Króki á Sauöárkróki og var fjöl-
menni meðan markaðurinn stóð
yfir. Seljendur, sem fréttamaður tók
tali, voru ánægðir með sinn hlut.
Gríðarlega fjölbreyttur varningur
var í boði og allir gátu fundið eitt-
hvað sem þeir höfðu not fyrir. Ómar
Bragi Stefánsson, menningarfulltrúi
hjá Sveitarfélaginu Skagafirði sem
undirbjó markaðsdaginn, sagði að
talsverður fjöldi fólks í héraðinu
væri að framleiða vöru en hefði
misgóða aðstöðu til að koma henni
á framfæri. „Það er því sjálfsagt að
aðstoða fólkið við að koma á lagg-
irnar sérstökum söludegi, það kost-
ar sáralítið en skapar stemninguna
í bænum og gefur fólki tækifæri til
að hittast. Þetta er vissulega hluti af
menningu Skagfirðinga og slíkt
vildi sveitafélagið styðja eins og
hægt er.“ -örn
DV-MYND ÓRN
Systurnar Bergþóra og Sólveig Pét-
ursdætur
Þær voru meðal þeirra sem seldu
varning á Kaffi Króki.
Víkurprjón íVík, elsta prjónastofa landsins:
Selja sokka á vefnum
Víkurprjón ehf. í Vík er eitt af
elstu og stærstu prjónafyrirtækjum
landsins. Lengi voru þar eingöngu
framleiddir sokkar en á seinni árum
hefur starfsemin beinst í auknum
mæli að framleiðslu á aUs konar vör-
um úr íslenskri ull sem seldar eru til
erlendra ferðamanna og einnig flutt-
ar út til Norður-Ameríku og Noregs.
Vikurprjón rekur verslanir í Vík og
Hafnarstræti 3 í Reykjavík.
Þórir N. Kjartansson fram-
kvæmdastjóri segir að framleiðsla og
sala á sokkunum hafi á undanfórn-
um árum heldur verið að dragast
saman, enda ójafndeikur að keppa
við Asíubúana sem margir eru með
daglaun sem nemur einum dollar.
Til að svara þessu hefur fram-
leiðslan verið að færast meira i
þykka sokka, s.s. útivistarsokka,
sokka úr íslenskri ull, að ógleymd-
um sokkum úr blöndu af lambsull og
angóraull sem eiga sífellt meiri vin-
sældum að fagna.
Umboðsmenn Víkurprjóns í Nor-
DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON
Pakka sokkum
Sigríður Guðmundsdóttir t.v. og Áslaug Kjartansdðttir, starfskonur hjá Víkur-
prjóni, pakka sokkum sem fara til útlanda. Fjær sér yfir hluta af verksmiðju-
sainum.
egi fóru í haust að kynna þessa fram-
leiðslu þar og það er ekki annað að %
sjá en frændur okkar ætli að taka
henni opnum örmum. Til að búa sig
betur undir aukna eftirspurn erlend-
is frá keypti Víkurprjón ehf. nýlega
sokkaverksmiðjuna Leistaprjón í
Grímsnesi sem sérhæfði sig í fram-
leiðslu á alls konar þykkum sokkum.
Sl. vor opnaði Víkurprjón net-
verslun með slóðina www.vikur-
prjon.is og að sögn Þóris hefur þess-
ari netverslun verið mjög vel tekið. í
netversluninni eru seldir sokkar
bæði innanlands og út um allan
heim. Nú er hafin vinna við að gera
netverslun þar sem allar fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins verða til
sölu og eftir fyrirspurnum sem ber-
ast utanlands frá á pósthólf og
heimasíðu Víkurprjóns
www.vikwool.is virðist vera full
ástæða til að leggja í þá fjárfestingu
að sögn Þóris.
-SKH