Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Fréttir I>V Réttarhöld yfir manni, ákærðum fyrir tilraun til manndráps og alvarlega líkamsárás: Neitar að hafa átt þátt í hnífaárás viö Hróa Hött - bræður bera eindregið sök á ákærða - kona horfði á hann kasta hnífi Athygli vakti í Héraösdómi Reykja- víkur í gær að ung kona, sem er vitni ríkissaksóknara í alvarlegu líkams- árásarmáli, bar aö maöur af alsírskum uppruna, sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Hróa Hött i ársbyrjun, hefði reynt að hafa áhrif á sig eftir að hún hafði borið kennsl á hann hjá lögreglu í vor. Þar var bæði átt við simhringingar í heimanúmer hennar og GSM-síma í vor, auk þess sem hún hefði fengið bréf sent heim til sín í sumar sem hún telur vera frá honum. um fyrir utan Hróa Hött í Fákafeni og henti hnífi að hinum bróðurnum við innganginn að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu í Faxafeni stuttu síðar. Þessu neitar ákærði alfarið, segist hvorki hafa verið á staðnum né hafa séð hnífinn sem lagður er fram í mál- inu. önnur vitni en bræðurnir eru því mikilvæg i málinu ef ákæruvaldinu á að takast að sanna sök á ákærða. Fram kom í réttarhaldinu 1 gær að fjölskyid- ur bræðranna segjast hafa orðið fyrir hótunum af hálfu ákærða bæði fyrir og eftir árásina. 1! Umrædd kona er í raun lykilvitni ákæruvaldsins í málinu. Bæði hún og móðir hennar óskuðu eftir, vegna eig- in öryggis, að ákærði viki úr dómsaln- um í gær á meðan þær gáfu skýrslu fyrir fjölskipuðum dómi. Ákærða er gefið að sök að hafa ráðist á tvo bræður með hnífi þann 5. janúar síðastliðinn, en bræðumir eru af marokkóskum uppruna. Þeir segj- ast báðir fullvissir um að það hafi einmitt verið umræddur maður sem stakk annan þeirra tveimur hnífslög- Dramatísk atburðarás Báðir bræðumir störfuðu á Hróa Hetti á framangreindum tíma. Annar þeirra var að fara út í bíl þegar maður veittist að honum og stakk hann skyndi- lega í vinstri síðu og háls. Hér var um lífshættulega áverka að ræða. Bróðir mannsins kom út, sá árásarmanninn, sem hann bar kennsl á fyrir dómi í gær, og elti hann að aðalinngangi Hreyfingar við Faxafen 14. Náði hann að slá árás- armanninn eitt högg en við það sneri hinn sér við og henti hníf í áttina að honum. Vék bróðirinn sér undan og lenti hnífurinn í bíl. Við Hróa Hött í Fákafenl Annar bræðranna var stunginn tvisvar með hnífi á bílastæði fyrir utan staðinn þegar maður kom skyndilega að honum og lagði til hans bæði í síðu og við háls. DV-MYNDIR BRINK Inngangurlnn aö líkamsræktarstaðnum Hreyfingu Vitnum ber saman um að árásarmaöurinn hafí snúið sér viö og hent hnífnum að hinum bróðurnum. Vék hann sér undan en hnífurinn lenti í bíl. Ung kona sem var aö fara út á þessum stað segist viss um að sá sem kastaöi hnífnum hafi verið ákærði í málinu. Um þetta leyti vom framangreindar mæðgur að koma út frá Hreyfingu. Dóttirin bar síðar kennsl á árásarmann- inn með því að benda á mynd af ákærða hjá lögreglu. Hún kvaðst viss um að sá væri rétti maðurinn, það er sá sem bræðurnir bera sök á. Þegar ákærði var spurður út f málið i gær neitaði hann öllum sakargiftum - kvaðst ekki einu sinni hafa verið á staðnum. Á hinn bóginn sagðist hann hafa nokkru fyrr verið á leið heim til sín frá líkamsræktarstöð við Bolholt, hafa skokkað eftir Suðurlandsbraut og síðan heim til sín í Álfheima. Maðurinn neitar því alfarið sök. Fyrir liggur hjá lögreglu að bræðurnir hafa áður kært ákærða og ákærði þá. Um það er hins vegar ekki fjallaö í þessu sakamáli. Vitni styðja framburð bræðranna í málinu hefúr fjöldi vitna mætt. Ekk- ert þeirra hefur hins vegar getað borið kennsl á ákærða nema konan unga. Hins vegar hefur framburður annarra vitna stutt það sem bræðumir bera, meðal annars um hvar og hvemig ákærði sneri sér við og henti hnif í ann- an bræðranna, þaö er fyrir utan Hreyf- ingu. Hinn gmnaði hljóp þar inn og virtist hafa gufað þar upp því enginn virðist hafa séð hann koma aftur út úr húsinu. Þegar lögreglumenn fóm heim til ákærða, talsvert síðar, var hann þar en í talsvert öðmvísi fótum en þeim sem vitni sögðu hann hafa verið í þegar árásirnar tvær áttu sér stað. Sá sem fyrir hnífstungunum varð fékk alvarlegar stungur nálægt mikil- vægum líffæmm. Hann náði sér engu að síður að mestu tiltölulega fljótlega mið- að við þá áverka sem hann hlaut. I saka- málinu fer hann fram á að ákærði greiði sér 1,5 milljónir króna í miskabætur en bróðir hans fer fram á 400 þúsund krón- ur. I ljósi þess að árásarmaðurinn hefur ekki verið sviptur frelsi segjast báðir bræðumir vera óömggir um sig í dag- legu lífi og þurfi stööugt að hafa varann á, enda hafi hótanir borist um að a.m.k. öðrum þeirra verði banað. -ótt Fimm innbrot í austurborg- inni í nótt Fimm innbrot voru framin í austurborginni í nótt og eru þau öll til rannsóknar hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar. í fjórum tilfellum var brotist inn í fyrirtæki. í einu tilfellinu sást til mannaferða en þjófurinn komst undan, í öðru tilfelli var maður handtekinn og í einu til- fellinu var ökutæki stöðvað nokkru síðar sem talið var að gæti hugsanlega tengst innbrot- inu. Eitt innbrotanna var á heimili og er óttast að þar hafi mestu verið stolið, þótt ekki lægi fyrir endanlega í morgun hversu mik- ið hafi verið tekið og málið í rannsókn eins og hin innbrotin. -gk Stríð og auður á Súfistanum dvmynd brink Björn Bjarnason, menntamálaráöherra og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor gefa báðir út bækur fyrir jólin og í gærkvöldi kynntu þeir efni þeirra á Súfistanum. í hita kalda stríðsins er heiti bókar Björns og er um greinasafn aö ræða um öryggis- og varnarmál landsins á tímum kalda stríðsins. Hannes Hólmsteinn teiknar hins vegar upp vegvísi að auölegð þjóðarinnar í bókinni Hvernig getur íslands orðiö ríkasta land í heimi?. Nýja bókafélagið gefur bækurnar út. Fjörugar umræöur urðu um skoðanir höfundanna í umhverfi bóka ogyfir rjúkandi kaffibollum. Nýjar tillögur gera ráö fyrir að 5% fiskveiðiafla megi selja utan kvóta: Smábátalögum breytt til að minnka brottkast Einar K. Guðfinnsson, for- maður sjávarútvegsnefndar, kynnti í gær breytingartillög- ur í 2. umræðu um stjórn fiskveiða hjá smábátum. Ein stærsta breytingin er að í stað þess að bátunum sé leyft að koma með 5% aflans utan heimilda og fái 10 krónur fyr- ir kílóið í félagi við útgerðina verður samkvæmt breyting- unni heimilt að koma með að landi 5% alls afla á fiskveiðiári utan kvóta. 20% verða greidd af markaðs- verði fyrir þann afla og skiptist jafnt milli útgerðar og sjómanna. Von er til þess að þessi breyting vinni mjög gegn brottkasti, að mati Einars. Dæmi um aðrar breytingar eru svokölluð meðafla- regla auk þess sem opnað er á heimild ráðherra um byggða- potta til að bregðast við staöbundnum vandræðum. Meö frumvarpinu er brugðist við breyttu umhverfi smá- bátanna frá 1. september sl. þegar afli þeirra var kvótasettur. Jóhann Ársælsson (Sf) sagði að með smábátalöggjöfinni væri síðustu veiði- réttindunum skipt milli útvaldra. Gífur- legt ósætti væri um máliö og tóku ýmsir stjórnarandstæðing- ar undir þau orð. Hins vegar lýsti Jó- hann ánægju með þær aðgerðir sem fyrr er getið og eru taldar hamla gegn brottkasti. Lengra hefði þó mátt ganga að mati þingmannsins. Ekkert verður af frum- varpi um endurskoðun fiskveiða fyrir jól eins og sjávarútvegsráðherra hafði áður boðað. Það kom fram í umræöunum í gær og gaf Árni Mathiesen þá skýr- ingu að of skammt væri síðan samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokkurinn, hefði lokið sinni forvinnu um málið til að fyrri tímaáætlun héldist. Hann sagðist vonast til að geta lagt málið fram á vorþingi. -BÞ Árni Mathlesen. Elnar K. Guðfinnsson. , Jóhann Ársælsson. 1 Sólargartgur o '£ £fjíl/lL/ÍÍjJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.31 14.45 Sólarupprás á morgun 11.14 11.30 Siödegisflóó 17.24 21.57 Árdegisflóö á morgun 05.51 09.48 Hvasst Viövörun: Búist er viö stormi (meira en 20 m/s) á miöhálendinu í kvöld. S og SA 8-15 m/s en 10-18 í kvöld, hvassast vestan til. Dálítil súld viö suður- og vesturströndina en bjartviöri á Norður- og Austurlandi. Fremur hlýtt áfram. Hlýtt í veðri Sunnan og suövestan 5-13 m/s. Súld eöa dálítil rigning sunnan- og vestanlands en léttskýjaö á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig. Veöriö Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Hiti 5° til 10° Hiti 5° tii 10° Vindur: Vindur: Vindur: 5-13 "V* 5-13'"/* 5-11 m/s t t S og SV 5-13 S og SV 5-13 Vestlæg átt. m/s. Súld syöra, m/s. Súld syftra, Þurrt léttskýjaö léttskýjaö austanlands, nyröra. Htti 5-10 nyröra. Hiti 5-10 væta annars stig. stig. staöar. Httl 2 tll 8 stlg. Vindhraöi m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 Veðriö AKUREYRI skýjaö 9 BERGSSTAÐIR alskýjað 8 BOLUNGARVÍK skúr 10 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. þoka í grennd 6 KEFLAVÍK þokumóöa 9 RAUFARHÓFN léttskýjaö 4 REYKJAVÍK súld 9 STÓRHÖFÐI þokumóða 8 BERGEN léttskýjað -0 HELSINKI snjókoma -3 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 1 ÓSLÓ þoka -5 STOKKHÓLMUR tiokumóða 1 PÓRSHÖFN skýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR súld 2 ALGARVE rigning 12 AMSTERDAM þokumóöa 4 BARCELONA heiöskírt 2 BERLÍN hálfskýjaö -3 CHICAGO rigning 8 DUBLIN þokumóöa 7 HALIFAX alskýjaö -3 FRANKFURT skýjaö 3 HAMBORG súld 2 JAN MAYEN léttskýjað -0 LONDON alskýjaö 7 LÚXEMBORG skýjaö 2 MALLORCA léttskýjaö 2 MONTREAL alskýjaö 3 NARSSARSSUAQ snjókoma -4 NEWYORK alskýjaö 8 ORLANDO heiðskírt 19 PARÍS hálfskýjaö 3 VÍN skýjaö -8 WASHINGTON súld 8 WINNIPEG heiöskírt -18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.