Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Fréttir DV Sjúklingar rukkaðir fyrir dvöl á sjúkrahóteli: Ríkið innheimti gjald í heim- ildarleysi í níu mánuði - lögum breytt eftir á - hvað næst, spyr stjórnarandstöðuþingmaður Heilbrigðisráðuneytið lét i níu mánuði á þessu ári innheimta í heimildarleysi gjöld af sjúklingum vegna dvalar á sjúkrahóteli Rauða krossins. Nema gjöldin 700 krónum á sólarhring. Er þetta enn eitt dæmi um auknar álögur á sjúklinga sem munu stóraukast að óbreyttu við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2002. í DV í gær var greint frá stórhækkun á hlutdeild sjúklinga í sjúkrakostn- aði m.a. vegna bæklunar- og æða- hnútaaðgerða. Hörður Kristjánsson blaöamaöur mmssŒ. Byrjað var að innheimta í upp- hafi þessa árs kostnað vegna dvalar sjúklinga á sjúkrahóteli Rauða kross íslands í Reykjavik. Þangað hafa sjúklingar verið sendir sam- kvæmt tilvísun lækna þegar ekki hefur verið i önnur hús að venda, m.a. vegna þrengsla og aðstöðuleys- is á sjúkrahúsunum. Hófst inn- heimta gjaldanna í janúar á þessu ári og var því haldið áfram til 1. október, þrátt fyrir að engin heim- ild væri til þess í lögum. Áður hafði þetta verið sjúklingum að kostnað- arlausu. Stóð þessi ólöglega inn- heimta ríkisins því yflr í níu mán- uði. Þá var innheimtunni loks hætt, en í svoköOuðum bandormi íjár- lagafrumvarpsins er óskað eftir lagaheimild til að halda áfram að rukka þessi gjöld. Klofningur í heilbrigðis- og trygginganefnd Heilbrigðis- og trygginganefnd klofnaði í afstöðu sinni til þess að i frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum verði fellt út úr lög- um um heilbrigðisþjónustu, að sjúkrahótel og sjúkraheimili séu skilgreind með sjúkrahúsum. Meiri- hluti nefndarinnar, Jónína Bjart- marz, Tómas Ingi Olrich, Ásta Möll- er, Katrín Fjeldsted og Stefanía Ósk- arsdóttir, vill breyta þessari skU- greiningu. Með því móti fáist jafn- framt lagaheimild til að innheimta „hóflegt gjald“, eins og það er orðað, vegna fæðiskostnaðar og tekin af öll tvimæli um að slík innheimta sé heimil. Samkvæmt umsögn fjár- málaráðuneytisins er gert ráð fyrir að Sú gjaldtaka skili 10 millj. kr. tekjum á árinu 2002. Minnihluti nefndarinnar, þær Ásta R. Jóhann- esdóttir og Þuríður Backman, skil- aði séráliti. Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar f Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. -RÉTTI JÓLAANDINN Verslanir opnar í dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralind.is Jóladagskráin í Vetrargarðinum í dag! 1630 og 17:30 Jólasagan íesin. 17:00 og 18:00 JÓlaSVeínar skemmta. Ævintýraheimur barnanna í JÓlalandínU í allan dag. Veröldin okkar er full af lífi og fjöri í dag og það sama á við um göngugötuna þar sem Jólasveinakvartettinn og harmonikkuleikararskapa rétta jólaandann. Sjúkrahótel Rauöa kross íslands Hér hafa sjúklingar utan af landi gjarnan dvalið meöan á meöferö stendur. Þaö er aö segja í þeim tilfellum þegar þeir hafa ekki veriö lagöir inn á bráöa- deildir sjúkrahúsanna. Fram til þessa hefur veriö litiö á þetta sem hiuta sjúkrakostnaðar í almannatryggingakerfinu. í byrjun árs voru sjúkiingar þó rukkaöir ólöglega af ríkinu um hlutdeild í þessum kostnaöi. Hvað næst? Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, segist óttast að með því að opna með þess- um hætti á gjald- töku vegna veru sjúklinga á sjúkrahóteli þá sé verið að opna leið fyrir frekari gjaldtöku í fram- tíðinni. „Maður óttast að þetta muni leiða til þess að menn fari að taka gjöld af legu sjúklinga á sjúkrahúsunum líka.“ Ásta bend- ir á að Trygg- ingastofnun greiði fyrir 28 rúm á Rauða kross-hótelinu. Hins vegar séu allt að 50 pláss í notkun og mis- muninn greiði Rauði krossinn. Erfiðleikarnir auknir Samkvæmt heimildum DV eru dæmi um að krabbameins- sjúklingar utan æf landi hafi þurft að dveljast á sjúkrahóteli í Reykjavík, jafn- vel mánuðum saman þegar meðferð stendur yfir. Þetta eru sjúklingar sem þurfa oft á tíöum samhliða sinni sjúkdómslegu að reka heimili sín úti á landi. Öfan á allt saman þurfa þeir síöan að greiða umtals- verðar upphæðir vegna komugjalda á sjúkrastofnanir. Gjaldtaka vegna dvalar á sjúkrahóteli er þvi talin gera þessum hópi sjúklinga mjög erfitt fyrir. Ekkl í gegnum Tryggingastofnun Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, segir stofnun- ina í vaxandi vanda vegna síaukins kostnaðar, ekki síst vegna lyfja- kostnaðar sem skiptir milljörðum króna. Sá kostnaður eykst um 11—14% á ári. Karl Steinar segir gjaldtöku af sjúklingum vegna veru á sjúkrahóteli þó ekki koma inn á borð Tryggingastofnunar, það sé rukkað í gegnum hótelið sjálft. Hins vegar greiði Tryggingastofnun kostnaðinn að öðru leyti. „Almannatryggingar hafa alls ekki greitt allan sjúkrakostnað fólks. Það er alltaf einhver þátttaka sjúklinga. Kostnaðarþátttaka hefur verið fyrir hendi, eins og vegna komugjalda. Það hefur hins vegar lítið eða ekkert hækkað um mjög langan tíma. Nú verður aukin þátt- taka i læknisaðgerðum, en al- mannatryggingar greiða samt áfram langstærsta hlutann af þessu,“ sagði Karl Steinar Guðna- son. Kemur sérstaklega illa viö aldraða Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni og fyrrverandi landlæknir, segir að Landlæknisembættið hafi fyrir 11 árum lagt fram tillögu um sjúkrahótel til að létta á kostnaöi við rekstur sjúkrahúsanna. Segir hann að sjúkrahótel gætu vistað sjúklinga fyrir brot af kostnaði sem greiddur er fyrir vistun á bráða- deild. Slíkur rekstur sé tíðkaður í öllum okkar nágrannalöndum, ekki síst í Bandaríkjunum. “Þetta fór fyrir Alþingi og sam- þykkt var þingsályktunartillaga allra flokka þar sem forsætisráðu- neytinu var falið að huga að athug- un á þessu, en lítið hefur gerst. Ég veit ekki hvað dvelur orminn langa,“ sagði Ólafur. Hann telur þá stefnu sem nú er uppi um gjaldtöku af sjúklingum á sjúkrahótelum vera slæma. „Það hefur orðið bylting í þessum gjaldtökumálum og það kemur sérstaklega illa við aldraða, þar sem sjúkdómstíðni hækkar með hækkandi aldri. Það er staðreynd að fólk dregur þá bara við sig að leita aöstoðar." í gær lagði Þuríður Backman, Vinstri-grænum, fram fyrirspum til heilbrigðisráðherra um hvort farið hafi fram könnun á hagkvæmni sjúkrahótela. Einnig er spurt um fráyísanir sjúklinga af sjúkrahóteli RKÍ, gistitíma sjúklinga og hvort ráðherra muni beita sér fyrir rekstri sjúkrahótela og sjúkraheim- ila. Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir. Karl Steinar Guönason. , Ólafur Ólafsson. Þuríöur Backman. Uinsjör.: Höröur Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is Ekki afskrifaður Enn er ekki útséð um hver nær undirtökunum sem leiðtogaefni sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Inga Jóna Þórðardóttir hefur staðið þar keik við stýrið og virðist | ekkert á þeim bux- unum að lækka i | tign eða taka pok- ann sinn. Hún berst I nú af krafti en hart I er sótt að leiðtoga-1 stólnum. Þar eru [ tveir kandídatar sér- • staklega nefndir til sögu, þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og fyrrverandi ís- landssímaforstjóri, Eyþór Amalds. Allt á þetta fólk góðan bakstuðning. Þó fullvíst hafi verið talið að Björn Bjamason menntamálaráðherra væri hættur að hugsa um þetta hlut- verk þá telja margir að óvarlegt sé að afskrifa hann. Ef ekki fari að fást úrslit í oddvitaslagnum verði það varla leyst nema að fá utanaðkom- andi hjálp og sterkan karakter í „djobbið." - Nú, svo er Þórarinn V. Þórarinsson kannski líka á lausu ...? í hendur Einars í bókinni 101 vestfirsk þjóðsaga seg- ir af séra Bemharði Guðmundssyni, rektor í Skálholti, sem ættaður er frá Kirkjubóli í Valþjófsdal i Önundar- firði og er mikill vinur séra Gunnars Björnssonar, fyrr- verandi prests í Bol- ungarvik, Fríkirkj- unni og síðast í Holti í Önundarfirði. Bern- harður hvatti séra Gunnar til þess á sín- um tíma að sækja um Hólsprestakall í Bolungarvík. Gunnar sótti um og fékk brauðið og fluttist vestur til Bolungar- víkur í október 1972. Þá var Einar heitinn Guðfinnsson nánast kóngur í Víkinni (afi Einars K. Guðfinns- sonar þingmanns) og stjórnaði ásamt sonum sínum þar öllu atvinnulífi og réð því sem hann vildi ráða i öllum málum er vörðuðu byggðarlagið. Ekk- ert í bæjarlífinu var Einari óviðkom- andi né fór fram hjá honum. Um leið og séra Bernharður kvaddi Gunnar sagði hann og klappaði góðvini sínum á bakið: Guð veri með þér, Gunni minn, þangað til þú kemur til Bolung- arvíkur. - Þar tekur Einar Guðfinns- son við þér... Hver skal fjúka? Guðni Ágústsson lét gamminn geisa í viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag eins og honum einum er lagið. Frá þessu er ságt í vefriti ungra framsóknar- manna, „Maddöm- unni“. Er vitnað orð- rétt í Guðna sem sagði: „Ég held að það væri mjög heppi- legt fyrir báða stjórn- arflokkana að þar | færi fram ákveðin' uppstokkun." Og Maddaman tekur undir þetta. - Spyrja pottverjar því hver eigi að fjúka og fyrir hvem. Spjót standa á flestum ráðherrum Framsóknar út af ýmsum málum: virkjanamálum, heilbrigðismálum, fé- lagsmálum og umhverfismálum. Eitt- hvað rámar menn líka í nett klúður vegna fósturvísainnflutnings úr norskum kúm og sölu ríkisjarða ... Er Stoke djók? í heita pottinum hafa menn gaman af skemmtilegum sparkfréttum á Halifaxvef Skessuhorns. Þar segir um nýlegan leik Halifax og Stokkseyrar (Stoke) sem endaði með jafntefli. Þrátt fyrir mikla yfirburði Faxa nýttu þeir ekki lagið til að vinna sig- ur á Stokkseyringum. Næst verða engin grið gefin eða fang- ar teknir. Þá mun næsta örugglega verða sungin hin gamalfræga limra Halifaxklúbbsins: Þaö er okkur öllum til hags aó átta okkur á því strax, aó þetta meö Stók þaó er bara djók. Við höldum meö Halifax!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.