Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 32
> 'A Aðeins kr. 1.050. aævarhötöa 2-112 Reykjavík l Maður lést á Eyrarbakkavegi Banaslys varö á Eyrarbakkavegi á móts við bæinn Stekka um miðjan dag í gær þegar þar skullu saman fólksbifreið og jeppabifreið sem komu úr gagnstæðum áttum. Fullorðinn karlmaður sem lést ók fólksbifreiöinni og kona sem var farþegi í bifreiðinni slasaöist mikið. Sömu sögu er að segja af annarri konu sem ók jeppabifreiðinni en hún hafnaði utan vegar. Konurnar voru báðar fluttar á slysadeild á Sel- fossi en þaðan til Reykjavíkur þar sem þær gengust undir aðgerðir. Beita þurfti klippum til að ná fólk- inu út úr bifreiðunum, önnur þeirra er ónýt en hin mjög mikið skemmd eða ónýt. Loka varð veginum milli Eyrarbakka og Selfoss í um klukku- stund vegna slyssins. -gk Útsölujól „Það er mikið framboð á verslun- um og varningi og þarf ekki að koma á óvart þótt menn reyni hvað þeir geta til að ná í viðskipti," segir Sig- urður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við DV-Innkaup í dag, en út- sölur og tilboð af öllu tagi setja mjög svip sinn á jólaverslunina þetta árið. Almennt er gott hljóð í kaupmönn- um þrátt fyrir fjölda auglýstra tilboða á vörum og jafnvel útsölum sem er nýlunda á aðventunni, mestu verslun- arvertíð ársins. Lausleg könnun SVÞ meðal verslunareigenda sýnir að jóla- salan er meiri nú en í fyrra. Hefur aukningin sérstaklega orðið í sölu sér- vöru, íþróttavörum, snyrtivörum og ýmsum gjafavörum. - Sjá DV-Innkaup, bls. 17. -hlh Nissan Almera bíialeigubílar skráðir 06/00 Stífir fundir um þríhliða samkomulag ASÍ, SA og ríkisins: Viðmiðun fyrir allan markaðinn - segir framkvæmdastjóri ASÍ. Samkomulag í burðarliö Fundahöld meðal Alþýöusambands- manna hófust að nýju í húsakynnum ASÍ við Grensásveg í morgun efir að hlé hafði verið gert á viðræðum í gær- kvöldi við Samtök atvinnulífsins um hugsanlega frestun uppsagnar kjara- samninga. Öll efnisatriði samning- anna liggja nú fyrir en þar sem kom- ið var fram á kvöld í gær töldu menn rétt að fara yfir ýmis viðkvæm mál betur, einkum í röðum Alþýðusam- bandsins. I gærkvöldi var því gert hlé á fundum ASÍ og SA á meðan formenn aðildarsambanda ASí hittust til að ræða málin og stóð sá fundur fram á annan tímann í nótt. „Það komu ein- faldlega upp ýmis svona tæknileg at- riði í lokafráganginum, sem við vild- um lita betur á. Með þessu samkomu- lagi er verið að ljúka við ákvæði, sem koma þá til með að gilda sem viðmið- anir og leiðbeiningar fyrir allan markaðinn og þegar menn eru að ljúka svona textavinnu og loka mál- Gylfi Arnbjörnsson. Grétar Þorsteinsson. inu þá vill það oft verða þannig að púkamir koma í ljós. Við vildum ein- faldlega fara vandlega yfir það,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ. Hann segir að þó sé alls ekki verið að hreyfa við neinum grundvallaratriðum eins og rauða strikinu eða öðru slíku og menn hafi eingöngu viljað ræða nokkur minni háttar atriði aðeins nánar. „Við ger- um alveg ráð fyrir að máiinu ljúki í dag,“ segir Gylfl enn fremur. Fyrir- hugað er að bæði Alþýöusambandið og Samtök atvinnulífsins setjist nú fyrir hádegið yfir þennan lokafrágang og er jafnvel gert ráð fyrir að hægt verði að kynna niðurstöðuna í dag. Búist er við að samhliða því að mál- ið verði kynnt muni verða kynnt yfir- lýsing frá ríkisstjórninni um aðgerðir af hennar hálfu sem eiga að stuðla að því að ná verðbólgunni niður mun hraðar en spáð hafði verið. Miðað er við að rautt strik verði sett í maí þar sem vísitala neysluverðs verði ekki farin upp fyrir 222,5 stig, en í gær var tilkynnt um 0,5% hækkun á vísitöl- unni sem er þá þegar komin í 219,5 stig. Neysluverðsvísitalan má því ekki hækka um nema 3 visitölustiog á næstu fimm mánuðum og tekur Grét- ar Þorsteinsson, forseti ASÍ, tók undir með Þórði Friðjónssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar sem sagði í DV í gær að þetta væri metnaðarfullt markmið. -BG Eiturefnasveit á Hrefnugötu í nótt: Duftbréf til alnafna Davíðs Lögreglan og eiturefnasveit slökkvliðs voru kvödd að húsi við Hrefnugötu í Reykjavik um mið- nætti í nótt sem leið vegna tor- kennilegs bréfs sem þangað barst. Hvítt duft leyndist í umslaginu og kvaddi húsráðandi, Davíð Odds- son tölvunarfræðingur, því lög- regluna á staðinn vegna hættunn- ar á þvl að miltisbrandsduft gæti verið í bréfinu. „Ef maður er al- nafni forsætisráðherrans er allur varinn góður,“ sagði Davíð í sam- tali við DV í morgun. Bæði Davíð og þeir lögreglu- menn sem komu á staðinn voru DV-MYND HARI Hrefnugata í morgun Davíö Oddssyni, alnafna forsætis- ráöherra, var brugöiö þegar hann fékk bréf meö torkennilegu dufti. sammála um að vísast væri send- ingin þessi ekki annað en spaug, en vafasamt þó. Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningi fóru inn í íbúð Davíðs og sóttu bréflð og verður innihald þess sett í ræktun. „Ef þetta hefur átt að vera stríðnishrekkur gagnvart forsæt- isráðherranum skil ég ekki húmorinn í að senda svona bréf til venjulegs manns úti í bæ,“ sagði Davíð sem sagðist raunar ekki óvanur því að bréf til landsfóður- ins, sem býr í Skerjafirði, kæmu til sín. -sbs Frá brunastað í nótt. Eldur í Kópavogi: Einbýlishús mikiö skemmt Einbýlishús við Gnípuheiði í Kópavogi er mikið skemmt af eldi, reyk og vatni eftir að eldur kom upp í húsinu á tólfta tímanum í gær- kvöldi. Varðstjóri Slökkviliðsins í Reykjavík sagði að þegar slökkvilið- ið kom á vettvang með tvo bíla og sjúkrabíla hafi verið mikill eldur í húsinu og rúður að springa út. Slökkvistarf gekk þó mjög greiölega og var lokið á innan við klukku- stund. Enginn var heima í húsinu þegar eldurinn kom upp. Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp við stigagang á milli hæða í húsinu en rannsókn á til- drögum eldsins átti að heíjast hjá Kópavogslögreglu í morgun. -gk VEIT DAV\Ð AFFESSU? Hörmuleg aðkoma Áreksturinn á Eyrarbakkavegi var geysiharöur og aökoman á slysstaö hörmuleg. DV-MYND NJORÐUR FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Alþingismaður: Spyr dómsmála- ráðherra um út- Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, lagði í gær fram fyrirspurn til dómsmálaráð- herra um útkalls- tíma björgunar- þyrlu og stjórn björgunaraðgerða. Tilefnið er hið hörmulega sjóslys á föstudagskvöld- ið þegar Svanborg SH 404 fórst í fjör- unni við Öndverð- arnes á Snæfells- nesi. Guðjón segist furða Guðjón A. Kristjánsson. sig á við brögðum við útkall í ljósi reynsl unnar þegar Bergvík fórst á svipuð um slóðum fyrir nokkrum árum „Menn vita hvernig aðstæður eru. Þess vegna furða ég mig á þvi að þyrlur vamarliðsins skuli ekki hafa verið kallaðar út samtímis þyrlu Landhelgisgæslunnar," segir Guð- jón. Fyrirspurn hans til ráðherra er í þrem liðum. í fyrsta lagi óskar hann skýringa á viðbragðstíma við útkall á TF-Líf. í öðru lagi spyr hann hvers vegna varnarliðsþyrla hafi ekki verið kölluð út samtímis þar sem aðstæður til björgunar eru þekktar. í þriðja lagi spyr Guðjón hverjum í stjórnkerfi slysavarna beri að kalla eftir aöstoð varnarliðs- ins og hvers vegna það hafi dregist í þessu tilviki. - HKr. FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 J0LAKORT?DAGATÖL OG LJÓSMYNDAB US FRÁ 12 -16 Á LAUGARDÖGUM í NÓV-DE YJARVIDDIR.IS LAUGARNESVEGI 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.