Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Menning DV Haldið til haga Gylfí Gröndal hefur sent frá sér síðara bindið af Leit að ævi skálds um Stein Steinarr. Það hefst 19. júní 1945 þegar Steinn heldur af iandi brott með Esju til Svíþjóðar og rek- ur æviatriði hans uns yfir lýk- ur 25. maí 1958. Á þessu tíma- bili kvæntist Steinn Ásthildi Björnsdóttur sem bjó honum hans fyrsta heimili í raun og veru. Hann ferðaðist nokkuð um heiminn, án Ást- hildar og með henni. Hann gaf út sína síðustu ljóða- bók og þá sem halda mun nafni hans lengst á lofti, Tímann og vatnið, og er lítillega fjallað um þann bálk í bókinni. Best nýtist Gylfa þar prýðileg úttekt Sveins Skorra Höskuldssonar á vinnu skáldsins við þessi ljóð. K Merkilegt er að lesa um ríkismannalætin í Steini þessa mánuði í Svíþjóð í upphafi bókar, kostuð af Ragnari í Smára, og nýtur Gylfi þess að hafa að heimildarmanni Hannes Sigfússon sem var samtíða Steini í Svíþjóð og skrifaði ítarlega um kynni þeirra í síðara bindi sjálfsævisögu sinnar, Framhaldslíf fórumanns (1985). Hannes var einstakur stílsnilling- ur og svo hreinskilinn og nærgöngull við sjálfan sig og samferðamennina í ævisögu sinni að af ber. Enda birtir Gylfi langa kafla úr bók Hannesar, ým- ist innan gæsalappa eða lauslega endursagða. Lýs- ing Hannesar á Steini við morgunsnyrtingu sína (bls. 49) er til dæmis óviðjafnanleg. Hefði Gylfi vel mátt nefna bók Hannesar í meginmáli sínu því hún er ekki á of margra vitorði. Betur fer hann með annan góðan heimildarmann síðar, Agnar Þórðar- son sem skrifaði Kallað í Kremlarmúr (1978) um Rússlandsför þeirra Steins og ileiri árið 1956, sú bók er endurbirt að hluta í ævisögunni og getið í meginmáli. Þessir menn eru Gylfa dýrmætir því ekki skrifaði Steinn bréf heim eða dagbækur. Steinn Steinarr leggur af stað til Svíþjóöar í stríösiok Ein fjölmargra mynda sem prýöa síöara bindi ævisögunnar. Raunar ganga báðar þessar sjálfsæviögur mun nær einstaklingnum sem þær lýsa í samspili við annað fólk en Gylfl gerir í sinni bók, og hið sama má segja um fleiri þekktar ævisögur síðari ára. Ævisöguritarar gegna vel því hlutverki að safna saman og skrásetja en veigra sér við að túlka og skilja. Sá ljóður var á fyrra bindi þessa verks að langar ævisögur annars fólks fleyguðu frásögnina en sár- lega vantaði umíjöllun um bækur Steins - um hvað var hann að yrkja og hvernig þróaðist skáldskapur hans? Hvernig var bókum hans tekið? í þessu nýja bindi eru hinar lengri ævisögur að heita má horfnar en stuttlega er þó rakinn æviferill ýmissa manna óskyldra. Ekki er enn farið skipulega í skáldskapinn, sem er þó margnefnd ástæða þess að sagan var rituð, og aðeins vísað í brot af þeim fræðigreinum sem ritaðar hafa verið um verk Steins, af innlendum og er- lendum mönnum. Flestu öðru um Stein er haldið til haga, vísunum sem hann birti ekki í bókum sin- um, botnunum sem hann orti í vísnaþáttum Sveins Ásgeirssonar og voru yfirleitt heldur síðri en annarra i hópnum. Sömuleiðis er haldið til haga mörgu um tilhögun lista- mannalauna og deilurnar um ljóðformið um 1950, og hefur Gylfi þar gott gagn af úttekt Eysteins Þorvaldssonar í Atómskáldunum (1980). Varla verður margt fleira uppgötvað um ævi Steins, og á Gylfi þakkir skildar fyrir dugnaðinn; þó verður myndin af honum býsna einhæf og séð utan frá, einkum af því að Gylfi neitar sér um að skoða þann Stein birtist í ljóðunum. Segja má að Aðal- steinn Kristmundsson birtist hér eins og samtímamenn sáu hann, en Steinn Steinarr verður áfram verkefni fyrir forvitna ljóðalesendur. í þessu bindi er leiðréttingakafli og má auka lít- illega við hann í síðari prentunum. Passíusálmur nr. 52 sem Gylfi veit ekki höfund að (bls. 126) er birtur í ljóðabók Karls ísfeld, Svartar morgunfrúr (1946), og ekki sé ég betur en Stefán Hörður Gríms- son sé ónefndur á mynd á bls. 197. Silja Aðalsteinsdóttir Gylfi Gröndal: Steinn Steinarr. Leit aö ævi skáids. JPV útgáfa 2001. Bókmenntír Öðruvísi líf Niko er 14 ára strákur, nýkominn með hvolpa- vit, og lifir hversdagslegu lifi eins og önnur börn á hans aldri um allan heim; fer í bíó, í skólann, á skíöi, leikur tölvuleiki og hefur lítinn áhuga á stjórnmálum. En skyndilega er friðsælli tilveru hans snúið á haus. Niko á heima í Sarajevo og þar brýst út borgarastyrjöld. Nú er liðinn áratugur frá því að borgarastyrj- öldin í Júgóslavíu braust út en hún náði að breiðast um allt landið. Mjög slæmt var ástandið í Bosníu-Herzegóvínu en þar höfðu búið saman Serbar, Króatar og múslímar. í þessu borgara- stríði fóru nágrannar að berja hver á öðrum og sérstök vandamál sköpuðust hjá blönduðum fjöl- skyldum, þ.e. þar sem fólk úr ólíkum hópum hafði gifst og eignast börn. í sögunni um Niko eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur er horft á þetta stríð með augum unglings. Sterkasti hluti sögunnar er sá sem gerist í Sarajevo. Tilfmningum fólks er lýst á trúverðug- an hátt. Fyrst í stað eru flestir vantrúaðir á að stríð brjótist út og þegar það gerist verður fólk bæði undrandi og hrætt. Síðan tekur sjálfsbjarg- arhvötin yfirhöndina. Vina- og fjölskyldusam bönd reynast brothætt á átakatímum og tor- tryggni er fljót að taka öll völd. Niko er Króati en vinir hans, Miroslav og Tanja, eru af serbnesku bergi brotin og tilheyra rétttrún- aðarkirkjunni. Mikil spenna myndast vegna þessa. Því er síðan lýst þegar Niko og móðir hans flýja land en faðir hans verður eftir en hann er ritstjóri dag- blaðs í Sarajevo. i Niko er jákvæð persóna; fulltrúi “ stillingar í brjáluðum heimi. Tilfmningum hans og samskiptum við aðra er vel lýst. Miroslav er líka vel heppnuð persóna en Tanja kannski síður; hún gerir allt eins og stelpur eiga að gera, er í flnum fötum, mætir á fótboltaleik- inn til að styðja strákana og hefur meira gaman af að hlusta á fullorðna en að fíflast. Sagan er skrifuð í nokkuð mórölskum tón, einkum eftir að leikurinn berst frá Sarajevo og dregur það dálítið úr gildi hennar sem skáldsögu. Hins vegar er áhuga- vert að fá barnabók um þetta efni. Sagan - og eftirmálinn eftir Na- tösu Babic - ætti að vekja íslensk ungmenni __ til umhugsunar um stöðu flóttamanna um allan heim og hvernig stríð þessa heims bitna ekki síst á börnum og unglingum. Katrín Jakobsdóttir Anna Gunnhildur Olafsdóttir: Niko. Mál og menning 2001. Bókmenntir Beðið eftir sunnanvindinum I bókinni Waiting For the South Wind lýsir Valgarður Egilsson vel lífínu hér áður fyrr á afskekktu sveitaheimili norður undir Dumbshafi. Les- andinn kemst ekki hjá því að hrífast með þegar beðið er eft- ir vorkomunni. Veturnir eru langir og næturnar langar. Valgarði tekst að semja spenn- andi söguþráð í byrjun bókar- innar þar sem einföldustu þættir náttúrunnar eru meginatburðarásin. Það verður ævintýri á þessum norðlægu slóðum þegar lóan kemur, vorboðinn, og ljóst er að heybirgðirnar muni endast. Þegar drengurinn kemur heim og seg- ist hafa heyrt i lóunni breytist allt, eftirvæntingin, gleðin vaknar og spurt er: „Ertu viss?“ Umhverfið breytist, fjallalækirnir hoppa og skoppa niður hlíð- arnar í leysingunum og frjóvga engið og störin fer að grænka. Lesandinn skynjar hversu rikur þáttur þetta er í lífi fólksins og um leið hversu lífsbarátt- an er hörð. Sagan er öðrum þræði sjálfsævisaga og athyglis- verð er lýsingin á uppvaxtarheimili Valgarðs. Allir vinna, jafnt bömin sem fullorðnir, frá morgni til kvölds. En eigi að síður setur menningin svip á heimilið. Húsmóðirin sem aldrei fellur verk úr hendi syngur við vinnu sína. Það er mikið starf á sveitaheimili með mörg börn, staga föt og sjá um matinn og sinna öllum mögulegum og ómögulegum verkum. En innan úr bænum berst söngurinn út á hlað, Lórilei, Heiðarósin, og ef fallegur menúett er í útvarpinu kallar hún börnin til og segir þeim að hlusta. Þegar húsbónd- inn kemur heim að loknum löngum vinnudegi sest hann við og les íslendinga sögur. Hann lifir sig inn í Njálu og Laxdælu og ræðir persónumar og örlög þeirra við börnin. Við aðstæður þar sem baráttan fyrir lífinu er flestum næstum ofurefli eiga hljómlistin og bókmenntirnar hug húsráðenda. Lýsingin á lífi og aðstæðum verður í höndum Valgarðs ljóðræn og hrífur lesandann inn í þennan heim. Mér finnst talsverður söknuður í þessari bók, þrátt fyrir allt saknar höfundur horfins heims sem aldrei kemur aftur og inn í þetta allt fléttast missir bróður og viðbrögð foreldranna við sorginni, sumir syngja þegar vandamálin ber að höndum en aðr- ir draga sig inn í skelina og segja ekkert, þögnin verður þeirra mál. Þegar jörðin er seld er þessum þætti lífsins lokið; störin, fjalla- lækirnir og heimilisdýrin kvödd. Að loknum lestri þessarar bókar hljóta að koma i hugann undarleg mannleg örlög. Drengurinn sem ekki fer í skóla fyrr en um 16 ára aldur verður síðan læknir og einn af frumkvöðlum erfðavísinda á ís- landi en jafnframt skáld, semur leikrit, kvæði, sögur. Höfúndur velur að rita bókina á ensku og freista þess að þannig rati hún inn í heim erlendra manna sem þá kynnast þessum þætti íslenskrar menningar og að- stæðum sem erlendum gestum okkar eru framandi. Guðmundur G. Þórarinsson Valgarður Egilsson: Waiting For the South Wind. Leifur Eiríksson publishing Idt. 2001. Hestaheilsa Út er komin bók- in Hestaheilsa eftir Helga Sigurðsson dýralækni. Þetta er endurbætt útgáfa af fyrri bók höfundar með sama heiti, sem kom út haustið 1989 og varð met- sölubók. Óhætt er að segja að sú Hestaheilsa sem nú lít- ur dagsins ljós hafi tekið mikið stökk í þroska, bæði innræti og útliti. Bókin skiptist í 33 kafla, hún er í stóru broti og í henni eru 400 ljós- myndir og teikningar. Aðalatriði eru látin njóta sín í gluggum og framsetn- ing er afar myndræn, sem gerir bók- ina auðvelda aflestrar. Svo er hún sérlega aðgengileg sem uppflettirit. Fremst er nákvæmt efnisyfirlit og aft- ast er atriðisorðaskrá og skrá yfir teikningar og myndir. Hestaheilsa fæst í flestum bókaút- sölustöðum um land allt. Útgefandi er Eiðfaxi ehf. Gersemar goðanna Selma Ágústsdótt- ir hefur skrifað sína fyrstu bók. Gersemar goðanna heitir hún og segir frá systkin- unum Baldri og Sól- eyju sem fara í heim- sókn til Nóa afa síns. Nói gamli er um margt sérkennilegur karl, hann er einfari og býr í bát sem rak á land í fárviðri fyrir löngu. Fyrstu nóttina hjá afa á Baldur erfitt með að sofna og einhverra hluta vegna vekur báturinn sjálfur óhug með honum. Dularfull hljóð berast inn til hans sem hann getur ekki leitt hjá sér og þegar hann loksins sofnar taka ill öfl völdin og leiða hann inn í skuggalegan heim þar sem mikil æv- intýri gerast... Selma vinnur sögu sína með hlið- sjón af norrænni goðafræði eins og hún kemur til okkar frá Snorra Sturlusyni í Eddu hans og munu les- endur hennar kannast við flestar per- sónurnar sem börnin hitta í dular- heimum þó að atburðir séu um margt frábrugðnir. Það er meira að segja sjálfur Sleipnir, hestur Óðins, sem skilar börnunum aftur heim til afa í sögulok. Myndskreytingar gerði Ingibjörg Helga Ágústsdóttir og Iðunn gefur bókina út. Síðasta náttfatapartíið Æskan gefur nú út sjöttu bókina i hinum vinsæla flokki um Evu og Adam eftir sænska höfundinn Máns Gahrton. Hún heitir Síðasta náttfatapar- tíið og segir frá því þegar pabbi Adams fær nýtt starf. Þá er spurningin hvort Adam þarf að flytjast úr bænum. Og ef svo verður, hvernig fer Eva að án hans? Hún fær hann til að halda kveðjuveislu (sam- ánber partíbókina sem líka kemur út í ár) og vonast ákaft eftir kraftaverki! Johan Unenge gerir myndirnar og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðir bókina. Meistari Jakob Meistari Jakob á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík er gallerí rekið af tíu myndlistarmönnum. Þau hafa nú gert tímabundna hústöku i sýningarsal á loftinu hjá Ófeigi í sama húsi til að fólk geti enn betur skoðað verk þeirra. Hústakan stendur frá laugar- deginum 15. des. til janúarloka á næsta ári. Þau sem reka Meistara Jakob eru Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir, grafik, Auður Vésteinsdóttir, listvefn- aður, Elísabet Haraldsdóttir, leirlist, Guðný Hafsteinsdóttir, leirlist, Krist- ín Sigfríður Garðarsdóttir, leirlist, Kristín Geirsdóttir, málverk, Margrét Guðmundsdóttir, grafík, Sigríður Ágústsdóttir, leirlist, Þorbjörg Þórð- ardóttir, listvefnaður, Þórður Hall, málverk. Auk venjulegs afgreiðslu- tíma tíma frá kl. 11-18 verður opið öll kvöld til kl. 22 frá mánudegi 17. des. fram að jólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.