Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 3
VjS/ IsnyDjtAH - ■ i: AMERSKI Frásagnír Islendinga sem hafa haslað sér völl í landi tækifæranna Eftir höfund metsölubókarinnar Seiður Grænlands Bjarni Tryggvason geimfari segir hispurslaust frá ævintýrum drengsins sem ólst upp í Bústaðahverfi í Reykjavík en fluttist ungur með foreldrum sínum vestur um haf þar sem hann átti eftir að vinna mikla vísindasigra og fljúga um himinhvolfin i geimferjunni Discovery. Hallfríður Schneider, dóttir Guðbrands Magnússonar, forstjóra Áfengisverslunar ríkisins, og eins helsta forystumanns Framsóknarflokksins, kynntist mannsefni sínu á stríðsárunum í Reykjavík. Hann var bandarískur hermaður sem þar að auki var kvæntur. Bærinn logaði í kjaftasögum og hneykslunarraddirnar voru margar. Ævintýramaðurinn Jón Grímsson var ísfirskur sjómaður þegar hann smitaóist af ameríska draumnum á ferðalagi 1979. Hann gekk í málamyndahjónaband til að fá „græna kortið“ en varð ástfanginn af konunni, eignaðist stóran frystitogara sem hann gerði út á Alaskamið, hafði betur í glímu við japanska mafíósa og býr nú með fjölskyldu sinni í Seattle þar sem hann hélt svín og hænsni í miðri stórborginni. Aðalræðismannshjónin Kristín og Hilmar Skagfield segja frá lífi sínu í Tallahassee á Flórída. Hilmar er þar umsvifamikill iðnrekandi og Kristín þekktur tískuhönnuður. Kristín var áður Ijósmóðir á (slandi en Hilmar tónlistarmaður, sonur Sigurðar Skagfield söngvara. Þau hafa haldið nánum tengslum við ættjörðina og Hilmar var m.a. frumkvöðull að stofnun Kiwanishreyfingannnar á íslandi. j < I NÝ J A BÓKAFÉLAGI Ð www.nyjabokafelagid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.