Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptabla&íð Gilding sameinast Búnaðarbankanum Náðst hefur samkomulag milli Búnaðarbankans og Fjárfestingarfé- lagsins Gildingar hf. um samein- ingu félaganna. Má ætla að hluthaf- ar Gildingar eignist 14-15% hluta- fjár í Búnaðarbankanum við sam- eininguna og að eignarhlutur ríkis- ins í Búnaðarbankanum lækki nið- ur í 53-54%. Fjárfestingarfélagiö Gilding hf. hefur, eins og flest fjárfestingarfé- lög, átt erfiða tíma að undanfornu og tapað háum fjárhæðum vegna niðursveiflunnar á íjármálamörkuð- um hér heima og erlendis. Þá mun gengislækkun krónunnar hafa kom- ið illa við félagið. í lok september sl. var eigið fé Gildingar komið niður í um 4,2 milljarða króna en tap til lækkunar á eigin fé fyrstu níu mán- uði ársins nam um 1,7 milljörðum króna. Árið áður nam tap til lækk- unar á eigin fé nærri 1,2 milljörðum króna. í byrjun nóvember upplýstu stjórnendur Gildingar að ákveðið hefði verið aö minnka umsvif fé- lagsins og draga úr rekstrarkostn- aði til þess að bregðast við gjör- breyttu rekstrarumhverfí. Starfs- mönnum var fækkað úr 11 í 6 og ákveðið var aö Heimir Haraldsson framkvæmdastjóri léti af störfum en Þórður Magnússon stjórnarfor- maður tæki við framkvæmdastjórn. CAD-hlutfall Búnaöar- bankans styrklst Verðmat Gildingar í sameining- unni verður samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins einkum metið út frá eigin fé. Miðað við eigið fé upp á 3,5-4 milljarða króna má ætla að eignarhlutur Gildingar í Búnaðar- bankanum verði um 14-15% en það þýðir að eignarhlutur ríkissjóðs í bankanum lækkar niður i um 53-54%. Við sameininguna hækkar eigið fé Búnaðarbankans úr tæplega 9,5 milljörðum króna i yfir 13 milljarða. CAD-hlutfall bankans styrkist veru- lega og fer í um 11%. Þegar hefur verið gert samkomulag við Seðla- banka íslands sem eyðir áhrifum samrunans á gjaldeyrisjöfnuð Bún- aðarbankans. Eignasafn Gildingar samanstend- ur af skráðum og óskráðum hluta- bréfum og verðtryggðum ríkis- skuldabréfum. Stærstu skráðu eign- irnar eru i Pharmaco, Baugi, Össuri og Marel. Þessi félög hafa meiri- hluta tekna sinna í erlendri mynt. Yfir 80% eigna Gildingar í óskráð- um félögum eru í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Securitas. Stjórnendur Gildingar segja að fé- lögin séu bæði mjög sterk og rekst- ur þeirra hafi gengið vel og í sam- ræmi við áætlanir. 0,5% verðbólga í desember Bakkavör og lyfjafyrirtækin bestu fjárfest- ingarkostirnir - skv. könnun Viðskiptablaðsins Bakkavör Group, Delta og Pharmaco skera sig úr meðal fjár- festinga í innlendum hlutabréfum skv. könnun sem Viðskiptablaðið lét gera meðal fjögurra stærstu fjár- málafyrirtækja landsins. í könnun- inni var beðið um að velja fimm er- lend og fimm innlend félög sem ráð- legt væri að eiga hlut í til lengri tíma en eins árs. Greint er nánar frá niðurstöðu könnunarinnar í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær- morgun. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Digranesvegur 12, 0201, þingl. eig. Fjár- festingarfélagið ehf., gerðarbeiðendur Sparisjóður Kópavogs og Tryggingamið- stöðin hf., mánudaginn 17. desember 2001, kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Vísitala neysluverðs var 219,5 stig í desember og hækkaði um 0,5% frá síðasta mánuði. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis var 219,1 stig og hækkaði einnig um 0,5% frá nóvem- ber. Aðilar á markaöi höfðu spáð að hækkunin yrði á milli 0,3% og 0,5% og var raunhækkunin því í hærri kantinum. Hún hefði hins vegar orðið 0,7% hefði Hagstofan ekki gert leiðréttingar á verslunarvogum og dagvöruliðum vísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,6% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 9,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,1% verðbólgu á ári. í frétt Hagstofunnar kom fram aö við útreikning vísitölunnar í desem- ber hefðu verið gerðar leiðréttingar á verslunarvogum og dagvöruliðum hennar sem leitt hefðu til 0,27% lækkunar á vísitölunni í heild. „Þessar leiðréttingar eru gerðar á grundvelli nýrra gagna frá stærstu verslunarkeðjunni í dagvöruversl- - 8,6% á ári un og úr neyslukönnun Hagstofunn- ar. Gögnin sýna að veruleg breyting hefur orðið á skipulagi verslunar og verslunarháttum neytenda á árinu 2001. Neytendur versla nú í meira mæli en áður þar sem verð er til- tölulega lágt, án þess að þjónustu- stig hafi breyst til muna. Ekki hefur verið tekið tillit til þessa i vísitöl- unni og því hafa verðbreytingar í dagvöruverslun verið ofmetnar að undanfórnu. Af þessum sökum hef- ur verslunarvogum vísitölunnar verið breytt og jafnframt hafa dag- vöruliðir hennar verið leiðréttir að því marki sem ein verslun hefur leyst aðra af hólmi og vöruverð breyst af þeim sökum. Hagstofan hefur áður gert sambærilegar leið- réttingar og mun gera það áfram eft- ir því sem tilefni verða til, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Grunnur vísitölunnar verður end- urskoðaður í heild í mars nk. en neyslukönnunin er nú gerð óslitið ár hvert og gefur nú færi á mun tíð- ari endurskoðun en áður var,“ segir í fréttinni. Af einstökum breytingum í des- ember má nefna að verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði um 0,44% (vísitöluáhrif 0,08% lækkun; hefðu verið 0,16% hækkun án léiðrétting- ar), verð á áfengi og tóbaki hækkaði um 3% og verð á bílum hækkaði um 1,1%. Gengisbreytingar virðast hafa valdið mestu um hækkun vísitöl- unnar i desember, verð á innflutt- um vörum hækkaði um 0,9% (vísi- töluáhrif 0,33%; hefðu verið 0,42% án leiðréttingar). UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Aðalstræli 9, 17,27% 2. hæðar, Reykja- vík, þingl. eig. Eignavarslan ehf., gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudag- inn 18. desember 2001, kl. 10.00. Seljabraut 54, 0201, 235,8 fm nuddstofa á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Amar Theódórsson, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland, Spari- sjóður Hafnarfjarðar og Tollstjóraemb- ættið, þriðjudaginn 18. desember 2001, kl. 11.00. Spilda úr landi Miðdals II, að Silunga- tjöm norðanverðri ásamt sumarhúsi, Mosfellsbæ, jringl. eig. Viðar F. Welding og Kristín Ágústa Bjömsdóttir, gerðar- beiðendur Islandsbanki hf., útibú 526, og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 18. des- ember 2001, ki. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK S j ávarútvegurinn: Skuldir aukast hraðar en eignir Skuldir sjávarútvegsins hafa auk- ist hraðar en eignimar síðustu fjög- ur ár. Eignirnar hafa aukist um helming á meöan skuldirnar hafa aukist 59%. Heildarskuldir sjávar- útvegsins voru tæpir 125 milljarðar króna árið 1997 en voru í fyrra tæp- ir 200 milljarðar. Eignir sjávarút- vegsins eru meiri en skuldirnar þannig að eiginfjárhlutfallið er já- kvætt. Það hefur þó lækkað samfara meiri aukningu skulda en eigna og var 22,4% í fyrra en var öllu betra, eða 26,7%, árið 1997. Eignir sjávar- útvegsins námu 255 milljörðum króna í fyrra en voru 170 árið 1997. Erlendar skuldir hafa aukist meira en þær innlendu en taka verður með í reikninginn að veiking geng- isins síðustu misseri hefur átt stór- an þátt í aukningu erlendra skulda, mældra í íslenskum krónum. Eignir sjávarútvegsins eru meiri en skuldirnar þannig aö eiginfjárhlutfalliö er jákvætt. I>V HEILDARVIÐSKIPTI 2.738 m.kr. - Hlutabréf 404 m.kr. - Húsbréf 1.613 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI © íslandsbanki 228 m.kr. © Sjóvá-Almennar 50 m.kr. Opin kerfi 30 m.kr. MESTA HÆKKUN Oíslandssími 7,1% ©íslenski fjársjóöurinn 5,4% o Marel 3,8% MESTA LÆKKUN o Flugleiðir 6,9% O Eignarhaldsfél. Alþýðub. 5,3% ©Landssíminn 4,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.101 stig - Breyting O +0,29% Fimm þýskir bankar sektaðir fyrir samráð Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur sektað flmm þýska banka um samtals 100,8 milljónir evra, um 10 milljarða króna, fyrir brot á samkeppnislögum fyrir að hafa haft samráð um þóknun fyrir að skipta gjaldmiðlum frá aðildarrikjum Efna- hags- og myntbandalags Evrópu. í niðurstöðu framkvæmdastjómar- innar kom fram að bankamir hefðu árið 1997 sammælst um að taka ekki minna en 3% þóknun fyrir að skipta gjaldmiðlum EMU-ríkjanna til að bæta sér upp að mismunur á kaup- og sölu- gengi yrði afnuminn í ársbyrjun 1999, þegar evran tók formlega gildi. Mario Monti, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjóminni, sagði þetta framferði bankanna vera með öllu ólög- legt og hafa valdið neytendum veruleg- um skaða, auk þess sem það væri til þess fallið að grafa undan trausti á sam- eiginlegan gjaldmiðil Evrópu. Bankarnir fimm vom Commerz- bank AG, Dresdner Bank AG, Bayer- ische Hypo- und Vereinsbank AG, sem allir vom sektaðir um 28 milljónir evra, Deutsche Verkehrsbank AG, sem sektaður var um 14 milljónir evra, og Vereins- und Westbank AG sem sektaður var um 2,8 milljónir evra. Samdráttur hjá G7 Landsframleiðsla sjö stærstu iðn- ríkja heims dróst saman um 0,2% á þriðja ársfjórðungi samkvæmt nýjum tölum frá OECD. Þessar tölur staðfesta gran margra um skarpa niðursveiflu þessara landa síðustu mánuði. Samdrátturinn var dreginn áfram af Bandaríkjunum og Japan. Lands- framleiðsla Bandaríkjanna dróst sam- an um 0,3% en samdrátturinn var enn meiri í Japan, eða 0,5%. í Kanada dróst hún saman um 0,2% og um 0,1% í Þýskalandi. Jákvæður hagvöxtur mældist í Frakklandi og Bretlandi upp á 0,5%. Hagfræðingar bentu þó á að hagvöxt- urinn í þessum tveimur löndum gæti orðið neikvæður á næstunni þar sem minnkandi fjárfesting og aukið at- vinnuleysi gæti komið til. Edm'MhJI 13.12. 2001 kl. 9.15 KAUP SALA KDoMar 103,890 104,420 JSHPund 150,140 150,910 1*1 Jkan. dollar 66,300 66,710 HSllpönsk kr. 12,5160 12,5850 HtTÍNorsk kr 11,6310 11,6950 CSsænsk kr. 9,9420 9,9970 90 R. mark 15,6777 15,7719 1 jl Fra. franki 14,2106 14,2960 1 ÍBelg. franki 2,3107 2,3246 | EHi Sviss. franki 63,2300 63,5800 ;C3hoII. gyllini 42,2992 42,5534 l~ -iÞýskt mark 47,6602 47,9466 1 Bít. líra 0,04814 0,04843 aSAust. sch. 6,7742 6,8149 EÝ:|port. escudo 0,4650 0,4677 [Qspá. peseti 0,5602 0,5636 |~&~|jap. yen 0,82090 0,82580 B jírskt pund 118,359 119,070 SDR 131,6300 132,4200 ^ECU 93.2153 93,7754

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.