Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 26
42 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára___________________________ Hermann Guöjónsson, Fornhaga 22, Reykjavík. * Óskar Lárusson, Hvassaleiti 58, Reykjavík. 85 ára___________________________ Margrét Kristjánsdóttir, Lönguhlíö 3, Reykjavík. 80 ára___________________________ Bryndís Sveinsdóttir, Sunnuvegi 9, Selfossi. 75 ára___________________________ Halldóra Guömundsdóttir, Lönguhlíö 3, Reykjavík. Ingibjórg Axelsdóttir, Hjaröarhaga 62, Reykjavík. Þorgerður Guðmundsdóttir, Eyrarholti 6, Hafnarfiröi. 70 ára___________________________ Kristín María Grímsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. Kristín Stefánsdóttir, Vallengi 6, Reykjavík. Þóra Sigríður Sigfúsdóttir, Hólagötu 17, Sandgerði. 60 ára___________________________ Jón Reynir Hilmarsson, Fannarfelli 10, Reykjavík. Ólöf Sigurborg Ólafsdóttir, . Hlemmiskeiöi 5, Selfossi. 50 ára __________________________ Guölaugur Árnason, Bragagötu 29a, Reykjavík. Gunnar Bjarnason, Hlaöhömrum 38, Reykjavík. Jóhannes Sigfússon, Suöurvangi 8, Hafnarfirði. Magnea Antonsdóttir, Aöallandi 1, Reykjavík. Málfríður Sigurðardóttir, Grashaga 6, Selfoss. Óskar Siguröur Einarsson, Sæbólsbraut 49, Kópavogi. - Svana Hafdís Stefánsdóttir, Hjarðarhaga 11, Reykjavík. Þorleifur Frímann Guðmundsson, Ránarvöllum 7, Keflavík. 40 ára__________:________________ Benjamín Axel Árnason, Hraunbæ 78, Reykjavík. Guðmundur Halldór Torfason, Kvistalandi 11, Reykjavík. Hafliði S. Sívertsen, Stapaseli 9, Reykjavík. Helga Ingólfsdóttir, Hellubraut 8, Hafnarfirði. Magnea Richardsdóttir, Faxastíg 20, Vestmannaeyjum. Matthildur Guðmundsdóttir, Skólatúni 6, Bessastaðahreppi. Óskar E. Aðalsteinsson, «' Kambaseli 85, Reykjavík. Páll Rúnar Pálsson, Strembugötu 6, Vestmannaeyjum. Snorri Goði Hermannsson, Hrafnhólum 6, Reykjavík. Aðventu-leiðiskrossar 12V-34V Sent í póstkröfu, sími 898 3206 Haukur Níelsson bóndi að Helgafelli í Mosfellsbæ Haukur Níelsson, bóndi á Helga- felli í Mosfellsbæ, er áttræöur í dag. Starfsferill Haukur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Helgafelli. Hann stundaði nám viö íþróttaskólann í Haukadal 1938-39 og lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1941. Haukur var verkstjóri hjá Hita- veitu Reykjavíkur 1945-53 er hann geröist bóndi á Helgafelli. Hann var skipaður fangavörður við Hegning- arhúsið í Reykjavík 1971 og dró þá jafnframt úr búskap. Haukur sat í hreppsnefnd Mos- fellssveitar 1966-86, var formaður Búnaðarfélags Mosfellshrepps 1969-94, var kosinn í stjórn Kaup- félags Kjalarnesþings 1971 og var stjórnarformaður þess 1974-94, sat í skólanefnd Bændaskólans á Hvann- eyri 1976-84, var formaður fram- sóknarfélags Kjósarsýsiu um langt árabil auk þess sem hann sat í stjórnum fleiri félaga, s.s. hesta- mannafélagsins Harðar. Fjölskylda Haukur kvæntist 24.10.1942 Önnu Sigríði Steingrímsdóttur, f. 18.4. 1919, d. 23.5. 1993, húsfreyju. Hún var dóttir Steingríms Davíðssonar, skólastjóra á Blönduósi, og k.h., Helgu Jónsdóttur húsmóður. Börn Hauks og Önnu Sigríðar er Níels Unnar Hauksson, f. 29.12.1942, verktaki á Helgafelli III en kona hans er Steinunn Elíasdóttir hús- móðir og eiga þau fjögur böm; Marta Hauksdóttir, f. 27.4. 1951, sjúkraliði í Mosfellsbæ, gift Hauki Högnasyni, f. 1.8. 1950, vélvirkja og eiga þau tvo syni auk þess sem Marta á son frá því áður. Böm Níelsar Unnars og Stein- unnar er Haukur Níelsson, f. 8.11. 1960, dýraeftirlitsmaður hjá Mos- fellsbæ, búsettur í Mosfellsbæ en kona hans er Sesselja Guðmunds- dóttir hárgreiðslumeistari og eiga þau þau fjögur börn auk þess sem hann á dóttur frá því áður; Dís Ní- elsdóttir, f. 26.6. 1962, þroskaþjálfi, búsett í Mosfellsbæ en maður henn- ar er Jón Ægir Jónsson vélstjóri og eiga þau þrjú börn; Anna Níelsdótt- ir, f. 28.2. 1964, húsmóðir í Mosfells- bæ en maður hennar er Helgi Þór Eiríksson húsasmíðameistari og eiga þau tvö börn; Elías Níelsson, f. 21.12. 1967, íþróttafræðingur en kona hans er Halla Karen Kristjáns- dóttir íþróttakennari og eiga þau tvö börn auk þess sem hann á einn son frá fyrra hjónabandi. _ Synir Mörtu og Hauks eru Am- ar, f. 12.4. 1975, nemi við KHÍ, bú- settur að Helgafelli en kona hans er Harpa Jóhannesdóttir, nemi við HÍ; Högni Snær, f. 30.5.1980, lagerstjóri, búsettur í Mosfellsbæ en kona hans er Marta Gíslrún Ólafsdóttir sjúkra- liðanemi. Auk þess er sonur Mörtu og Guðmundar Ævars Snorrasonar frá því áður Steingrímur Davíð Guðmundsson, f. 20.1. 1970, verka- maður að Skriðufelli. Systkini Hauks: Marta Nielsdótt- ir, f. 1.4. 1914, d. 19.10. 1940, var gift Emil Ulrich Richter verslunar- manni; Sverrir Jón Nielsson, f. 14.11. 1916, var kvæntur Edith Rik- arðsdóttur, f. 15.6. 1928 en þau skildu og eru börn þeirra Ríkarður, f. 10.9.1950, og Unnur, f. 8.6.1953, en kona Sverris Jóns er Nanna Möller og eru dætur þeirra Iris, Erna og Auður. Foreldrar Hauks voru Níels Guð- mundsson, f. 1.7. 1887, d. 29.3. 1963, húsasmiður í Laxárholti i Hraun- hreppi og síðar á Helgafelli í Mos- fellssveit, og k.h., Unnur Guð- mundsdóttir, f. 12.3. 1881, d. 24.1. 1947, húsfreyja. Ætt Níels var sonur Guðmundar, b. í Miklaholti Sigurössonar, b. á Hró- bjargarstöðum Helgasonar. Móðir Guðmundar var Kristín Árnadóttir. Móðir Níelsar var Guðný Jóns- dóttir, b. og smiðs á Hreggstöðum í Kolbeinsstaðahreppi Jónssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur. Unnur var dóttir Guðmundar, b. í Útskálahamri og á Eyri í Kjós Gestssonar, af ætt Hallgríms Péturs- sonar sálmaskálds. Móðir Unnar var Kristín Ólafs- dóttir, af ætt Árna Ketilssonar Skál- holtsritara, forföður Fremra- Hálsættar og Deildartunguættar. Haukur heldur upp á þessi tima- mót með fjölskyldu sinni. Sextugur Emanúel Ragnarsson húsvörður, ökukennari og verslunarmaður í Ólafsvík Emanúel Ragnarsson, húsvörð- ur, ökukennari og verslunarmaður, Sandholti 8, Ólafsvík, er sextugur í dag. Starfsferill Emanúel fæddist í Reykjavík og ólst upp á Jófríðarstöðum við Kaplaskjólsveg í Reykjavik. Hann lauk gagnfræðaskólanámi við Gagn- fræðaskólann við Hringbraut. Emanúel stundaði ýmsa vinnu í Reykjavík til 1962 en flutti þá til Ólafsvíkur. í Ólafsvík hefur Emanúel stundað ýmsa vinnu m.a. við verslunarstörf hjá kaupfélaginu Dagsbrún, af- greiðslustörf í Sindrabúðinni og Litabúðinni. Hann starfaði í Lands- bankanum 1981-96. Seinni árin hef- ur hann séð um rekstur Félags- heimilisins á Klifi og stundað öku- kennslu í Snæfellsbæ. Emanúel hefur unnið mikið að fé- lagsmálum í Ólafsvík m.a starfað í leikfélagi ÓMsvíkur og var formað- ur þess í mörg ár, í Lionsklúbbi Ólafsvíkur frá stofnun og verið for- maður hans þrisvar sinnum ásamt mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Þá hefur hann verið virkur félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu og var formaður í samtals sextán ár. Hann var umboðsmaður Útsýnar í tuttugu og tvö ár, um- boðsmaður Flugfélags íslands og síðar Flugleiða i tuttugu og niu ár og umboðsmaður Samvinnutrygg- inga G.T frá 1978 þar til VÍS var stofnað. Starfsferlll Emanúel kvæntist 1.12. 1961 Guð- rúnu Magnúsdóttur, f. 29.6. 1937, d. 9.6. 2001, húsmóður. Hún var dóttir Magnúsar Einarssonar og Guðnýjar Oddsdóttur, bænda á Búðum á Snæ- fellsnesi, sem bæði eru látin. Börn Emanúels og Guðrúnar eru Magnús Guðni, f. 15.11.1961, kvænt- ur Arndísi Þórðardóttur og eiga þau þrjá syni, Emanúel Þórð, Jón Þór og Guðlaug; Unnur, f. 28.3. 1965, hús- móðir en sambýlismaður hennar er Aðalsteinn Kristófersson og eiga þau tvo syni, Magna Jens og Eman- úel Kristófer; Theodór Árni, f. 18.6. 1973, búsettur í Ólafsvík. Systkini Emanúels: Guðlaugur Emanúel, dó í frumbernsku; Jófríð- ur, húsmóöir á Hellu; Rebekka, húsmóðir í Hafnarfirði; Guðlaugur, vélsmiður í Reykjavík; Sæunn, hús- móðir að Hvasahrauni, sunnan Hafnarfjarðar. Hálfbróðir Emanúels, sammæðra, er Þorsteinn Karl Guðlaugsson kennari. Hálfsystir Emanúels, samfeðra, er Guðrún Ragnarsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Emanúels: Ragnar Sig- urður Jóhannesson, f. 4.7. 1910, nú látinn, bifvélavirki, og Unnur (Emanúelsdóttir) Júlíusdóttir, f. 17.9. 1917, húsmóðir. Ætt Föðurfoldrar Emanúels voru Jó- hannes Kristjánsson skósmiður og Málfríður Ólafsdóttir en þau bjuggu lengst af á Jófríðarstöðum í Reykja- vík. Móðurforeldrar Emanúels voru Emanúel Júlíus Bjamason smiður og Jóhanna Jóhannesdóttir verka- kona en þau bjuggu lengst af að Fossvogsbletti 22 í Reykjavík. Upplýsingar vegna afmælisgreina í jólablað DV þurfa að berast ættfræðideild eigi síðar en miðvikudaginn 19.12. Upplýsingar vegna afmælisgreina í áramótablað DV þurfa að berast ættfræðideild eigi síðar en fimmtudaginn 27.12. Anna Maria Hansen hjúkrunarkona, Hæðarbyggö 20, Garöabæ, lést á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, mánud. 10.12. Ragna Sylvía Haraldsdóttir lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánud. 3.12. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón B. Kristbjörnsson húsasmíöameist- ari, Mávahlíö 46, Reykjavík, andaöist sunnud. 2.12. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Merkír íslendingar Gunnar Bjamason ráðunautur hefði orðið áttatíu og fimm ára í dag. Hann fæddist á Húsavík, sonur Bjarna Benediktssonar, kaup- manns og útgerðarmanns, og Þórdísar Ás- geirsdóttur, hótelstjóra og bónda. Gunnar lauk búfræðiprófi frá Hvann- eyri, B.Sc.-prófi frá Den kongelige Veter- inær- og Landbohejskole og námi í ali- fugla- og svínarækt við Búnaðarháskól- ann í Kaupmannhöfn. Hann var ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands í hrossa- rækt og hestaverslun 1940-61, í alifugla- og svínarækt 1963-78 og í hestaútflutningi hjá landbúnaðarráðuneyti og Búnaðarfélagi ís- lands 1965-87, var forstöðumaður Fóðureftir- lits ríkisins 1973-80, kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og skólastjóri Bændaskólans á Hólum Gunnar Bjarnason 1961-62. Gunnar rakst illa á meðal spilltra og staðn- aðra möppudýra íslensks landbúnaðar. Hann var hrakinn úr skólastjórastöðunni á Hólum enda var framlag hans til íslensks landbúnaðar á við mörg landbúnaðarráðuneyti. Hann átti drjúgan þátt í að koma á nútima alifugla- og svínarækt hér á landi, lét hanna jám- ristaflóra sem ollu byltingu í fjósagerð víða erlendis og var frumkvöðuÚ að út- flutningi íslenska hestsins. Gunnar var fluggreindur, afkastamikill, kappsamur og geislandi af lífsgleði, hlýr persónuleiki og óendanlega skemmtilegur. Bók hans, Líkaböng hringir, útg. 1982, er ádeilurit á landbúnaöarkerfið en ævisaga hans, Kóngur um stund, kom út 1995. Hann lést 15. september 1998. Jarðarfarir Þóróur Sigurösson, fyrrv. skipstjóri frá Súöavík, síöast til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, veröur jarösettur frá Hafnar- flaröarkirkju fimmtud. 13.12. kl. 15. Óðinn Bjöm Jakobsson, Dísarási 4, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Lang- holtskirkju fimmtud. 13.12. kl. 10.30. Höröur Ragnarsson frá Nýja Bæ, Þing- eyri, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, veröurjarösunginn frá Víöistaðakirkju í Hafnarfiröi fimmtud. 13.12. kl. 13.30. Sigrún Jónsdöttir kirkjulistakona verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstud. 14.12. kl. 10.30. Jarösett verö- ur í Víkurkirkjugaröi í Mýrdal síðdegis. Erla Traustadóttir veröur jarösungin frá Dómkirkjunni 14.12. kl. 13.30. Ásdís Þórhallsdóttir, Fálkagötu 1, Reykjavík, veröur jarösungin frá Foss- vogskirkju föstud. 14.12. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.