Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 39 I>-V Kvikmyndir lOsat ehf. Borgartúni 3 1 ■ 105 Reykjavík Sími: 561 9600 * Fax: 561 9610 IOsat.net iosat@iosat.net ■ www.iosat.net Speglarí úrvali, fallegir rammar, smíöum einnig eflir máli. LlÓ Innrömmun • Fákafeni 9 • sími 581 4370 Chris Cole Mark Wahlberg leikur rokkarann sem veröur átrúnaöargoö. Rock Star: Þungarokkari af lífi og sál Það eru ekki margir sem fá sinn æðsta draum uppfylltan. Chris Cole er einn slíkur. Cole sem fæddist með rokkið í æðun- um hefur verið aðalsöngvari hljómsveitarinnar Blood Pollution, sem er lítt þekkt hljómsveit í Pennsylvaniu. Á sviði gerir hann allt sem hann getur til að líkja eftir uppáhalds- rokkara sínum, Bobby Beers í Steel Dragon. Þetta fer í taugarn- ar á félögum hans í hljómsveit- inni og þeir segja honum upp. Þegar Cole telur að ekkert sé fram undan nema eymd og vol- æði hringir síminn og hann er beðinn um að taka við hlutverki Bobby Beers í Steel Dragon. í einni hendingu verður hann að rokkstjörnu og átrúnaðargoði unglinga um heim allan. Nú er það bara spurningin hvað verð- ur um mann sem fær allt sem hann hefur óskað sér og finnur að það er ekki nóg. Myndin er sögð lauslega byggð á ævi söngvara Judas Priest og með aðalhlutverkið fer Mark Wahlberg, sem er ekki óvanur að standa í sviðsljósinu. Hann var og hét einu sinni Marky Mark og var þá hip-hop söngvari og gerði tvær plötur sem seldust í milljónaupplagi. Auk hans leika í myndinni Jennifer Aniston, Domenic West og Timothy Spall. Leikstjóri er Stephen Herek (Mr. Holland’s Opus). -HK Innrömmun Zoolander: The Glass House: Úr einni martröðinni í aðra Systkinin Ruby og Rhett Leelee Sobieski og Trevor Morgan leika systkinin sem missa báöa foreldra sína í bílslysi. The Glass House er nýr sálfræði- tryllir en viðkvæmir ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að berja hann augum. FjaÚar myndin um Ruby og Rhett. Þegar foreldrar þeirra deyja í bílslysi tekur vinafólk foreldra þeirra, Erin og Terry Glass, við þeim inn á ríkmannlegt heimili í Kaliforníu. í fyrstu sýnist sem Glass- hjónin ætli að sjá vel fyrir þeim og peningalega eru krakkarnir á grænni grein þvi samkvæmt út- reikningi lögfræðings dánarbús for- eldra þeirra þurfa þau litlar áhyggj- ur að hafa. Fjórar milljónir dollara bíða þeirra. En eitthvað er ekki eins og það á að vera í húsi Glass-hjón- anna. Þau eru að leyna einhverju að mati Ruby. Hvernig stendur á því að þegar þau koma í fyrsta sinn bíður Ruby fullur fataskápur af nýjum fót- um og Rhett fær fullkomnustu leikja- tölvu en samt þurfa þau að sofa í sama herbergi í þessu stóra húsi? í aðalhlutverkum eru Leelee Sobieski, Diane Lane, Stellan Skarsgárd og Trevor Morgan. Leik- stjóri er Daniel Sackheim sem er að gera sina fyrstu kvikmynd. Sack- heim kemur frá sjónvarpinu og hef- ur lengi verið viðloðandi gerð X- Files-þáttanna. The Glass House verður frumsýnd i Stjörnubíói á morgun. -HK Amelie er frönsk kvikmynd sem hefur farið sigurför um allan heim- inn og nýtur nú vinsælda í Banda- ríkjunum. Leikstjóri hennar er Jean-Pierre Jeunet sem hér sýnir á sér nýja hlið. Hingað til hafa mynd- ir hans verið dökkar og ekki beint geðslegar efnislega séð og má þar nefna Delicatessen, City of Lost Children og Alien: Resurrection. í myndinni segir frá Amelie sem leitar að ástinni og tilgangi lífsins. í leit sinni hefur hún áhrif á líf ann- arra persóna sem tengjast henni beint eða óbeint. Við sjáum hana al- ast upp hjá frekar sundraðri fjöl- skyldu en með tímanum verður hún þroskaður einstaklingur sem getur alveg eins lifað einn með sjálfum sér - eða hvað! Dag einn finnur hún vindlakassa sem hefur að geyma leikfangabil. Upp frá þessu augna- bliki ákveður hún að auðga líf ann- ars fólks. Með tímanum gerir hún sér grein fyrir að hún sjálf hefur þörf fyrir lífsförunaut sér við hlið. Með titilhlutverkið fer Audrey Tauton, óþekkt leikkona sem fengið hefur mikið lof fyrir leik sinn. Mót- leikari hennar, Mathieu Kassovitz, er öllu þekktari og er einn besti leikari og leikstjóri Frakka um þess- ar mundir. -HK Amelie Audrey Tauton heitir hin unga leikkona sem leikur þetta krefjandi hlutverk. Hvað gerir súpermódel þegar halla fer undan fæti? Það var fyrir fimm árum að Ben Stiller, sem ekki var orðinn eins frægur og hann er í dag, var fenginn til að skemmta á árlegu skemmti- kvöldi á vegum VHl-sjónvarps- stöðvarinnar þar sem tískuheimur- inn er gerður upp. í skemmtiatriði sem hann sá um kynnti hann fyrir heiminum súpermódelið Derek Zoolander. Atriðið vakti mikla hrifningu og Stiller hefur greinilega verið sjálfur hrifinn því nú er Der- ek Zoolander kominn fullskapaður í kvikmynd sem ber hans nafn. Ben Stiller leikur Zoolander að sjálf- sögðu og leikstýrir myndinni sem hefur fengið dágóða dóma og aðsókn erlendis. Meðleikarar hans eru Owen Wilson, Will Ferrell, Christine Taylor, Milla Jovovich, Jerry Stiller og Jon Voight. Eins og við er að búast er Zool- ander grínmynd þar sem aðalper- sónan Derek Zoolander er eins sjálf- umglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kyn- slóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum mikil vonbrigði þegar stjama hins unga og ljóshærða Hansens fer að skína skærar en hans eigin. Þetta er upp- hafið á heldur ömurlegu ferli fyrir Zoolander, því í örvæntingu við að ná fyrri vinsældum lendir Zooland- er í klónum á CIA-útsendaranum Jeffries, sem lætur heilaþvo hann og hyggst síðan láta hann myrða forseta Malasíu. Zoolander, sem er algjörlega ómeðvitaður um þetta, heldur að hann sé eftir fremsta megni að komast á toppinn í fyrir- sætubransanum á ný. Ben Stiller nýtur mikilla vin- sælda um þessar mundir enda hef- ur hann leikið í hverjum smellin- um á fætur öðrum, má þar nefna There’s Something About Mary, Keeping the Faith og Meet the Parents. Hann hefur þó aldrei farið leynt með það að hann tek- ur leikstjórnina fram yfir leik og ' w. er Zoolander þriðja kvikmyndin sem hann leikstýrir. Áður hafði hann leikstýrt Reality Bites og The Cable Guy. Zoolander verður frumsýnd á morgun í Laugarásbíói. -HK Derek Zoolander Ben Stiller leikur súpermódel sem þarf aö horfast í augu viö þaö aö yngri menn eru aö taka viö af honum. Amelie: Frönsk gæöi Þarftu ÖRUGGT ogSTÖÐUGT netsamband? Við höfum lausnina fyrir þig. Sítengt, öruggt og óháð Internetsamband um gervihnött, hvar sem er, hvenær sem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.