Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Fréttir 9 I>V Sist minni verslun en i fyrra Mesti verslunartíminn er þó eftir, síöustu tíu dagana fyrir jól. Jólaverslunin fer líflega af stað á Akureyri: Kaupmenn hin- ir hressustu - dæmi um allt að 40% aukningu Kaupmenn á Akureyri, sem DV hef- ur rætt við, eru á einu máli um það að jólaverslunin í bænum hafi farið vel af stað og sé síst minni en á sama tíma í fyrra en þá þótti hún vera yflr meðallagi. Aðalverslunin er þó eftir, síðustu tíu dagana fyrir jól, og þá velt- ur mikið á samgöngum við önnur byggðarlög á Norðurlandi og austur á land hvemig framhaldið verður. „Jólaverslunin hjá okkur hefur verið alveg gríðarlega góð og við erum að sýna um 40% aukningu mið- að við sama tíma í fyrra,“ segir Óð- inn Svan Geirsson, verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri. Hann segir verslunina vera mjög góða yfir alla línuna og skipti þá ekki máli hvort veriö sé að tala um matvöru, bækur, leikfóng eða annað. „Þetta gengur mjög vel, við erum mjög mikið varir við utanbæjarfólk, bæði frá stöðum í nágrenninu og eins líka fólki lengra að, eins og frá Austurlandi," segir Óðinn Svan. Einar Sigurjónsson, aðstoðarversl- unarstjóri Hagkaups á Akureyri, seg- ir jólaverslunina komna vel í gang og vera a.m.k. jafn góða og í fyrra. „Við eram alls ekki að kvarta enda er stöðug aukning í versluninni hvern dag og það er talsvert af utanbæjar- fólki sem er að nota sér að það er góð færð,“ segir Einar. „Jólaverslunin er á svipuðu róli og í fyrra eða ívið betri, sem er ágætt. Ég verð ekki var við annað hjá kaup- mönnum i miðbænum en það gangi vel og í minni verslun höldum við okkar hlut og vel það,“ segir Ingþór Ásgeirsson, formaður Miðbæjarsam- takanna á Akureyri og verslunar- stjóri hjá Pennanum-Bókvali. „Við vorum búnir að búa okkur undir það að opnun Smáralindarinnar myndi hugsanlega hafa einhver áhrif hér en það er greinilega ekki. Það er því bara bjart yfir okkur og miðbærinn er að sækja á,“ segir Ingþór. Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, sem einnig rekur verslanir bæði í mið- bænum og á Glerártorgi segir jóla- verslunina hafa farið ágætlega af stað. „Þetta gengur alveg ágætlega og menn láta vel af sér í versluninni. Byrjunin hefur verið eins og við bjuggumst við en stóru dagarnir eru eftir og þá skiptir talsverðu máli að tíðarfarið sé gott og færðin þannig að fólk komist hingað til að versla," seg- ir Ragnar. -gk DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Eitt húsanna er risið Eitt orlofshúsanna sem risiö er viö Varmahlíð en næsta vor veröur þar risinn góöur vísir aö orlofshúsabyggö. Sumarhusabyggð rís í Varmahlíð Þrjú fullbúin orlofshús voru afhent við Varmahlíð í Skagafirði nú i haust. Það er fyrirtækið Orlofshús við Varmahlíð ehf. sem stóð að byggingu húsanna sem eru aðeins þau fyrstu sem félagið hyggst byggja við þar. Það var Krókshús ehf., sem nokkur fyrir- tæki í byggingariðnaði á Sauðárkróki standa að, sem byggði húsin. Þau vora byggð á Sauðárkróki og síðan flutt fram eftir og standa á steyptum stöplum. Viggó Jónsson er framkvæmdastjóri Orlofshúsa við Varmahlíð. Hann segir megintilgang félagsins að stuðla að aukinni orlofshúsabyggð í Skagafirði. Það sé mat þeirra sem að félaginu standa að þar sé verulega vannýttur möguleiki varðandi ferðaþjónustu í héraðinu og að Varmahlíð sé afar heppilegur staður fyrir slíka uppbygg- ingu. Húsin sem voru afhent eru hin vönduðustu að frágangi. Þau eru 57,5 fermetrar að grunnfleti með 15 fer- metra svefnlofti yfir. Þau eru búin öll- um heimilistækjum og húsbúnaði og heitur pottur ásamt sólpalli við hvert þeirra. Eitt þeirra hefur þegar verið selt en tvö eru til útleigu. Að sögn Viggós stefnir félagið að áframhald- andi uppbyggingu og vonast hann til að hægt verði að taka sjö ný hús í notk- un á þessu svæði næsta vor en alls er búið að skipuleggja við Varmahlíð svæði með lóðir fyrir um 60 hús. -ÖÞ Hilli kaftstöjm ásomt ^ólnpAkkí veidim«nnsins bwjmins bestfl vevði ^lltaf meifd úvvfll - ^lltaf betvci vevð ■^•íiiiihocnii er i ^nf«mrsw*eti f nú lika í ^CíðumúU 8 fbetnt á móti ‘Vyjúii 03 menntngui. Ron Thompson vöðlur. Vatnsheldir veiðijakkar Sérhönnuð vöðlutaska. Ron Thompson veiðitöskur. Frá 13.995. með öndun. Frá . .995. Aðeins 4.595. Frá 1.995. Okuma vigt með málbandi. Aðeins 995. Danvise. Áóskalista fluguhnýtarans. Aðeins 0.995. Mikið úrval af bókum og videospólum á gjafverði. VEIÐIHORNiÐ Vsiðihornícl er í Hafaarstræti 5 nu Stonefly hnýtingasett. Oasis hnýt 6.995. frá 6.450 Stangafestingar á bilinn 7.995, Sætaáklæði i bilinn 4.595. Barnaveiðivesti 1.595. Fullorðins veiðivesti frá 3.995. Reykofnar 6.990. Reyksag 590. oa margt ,margt fleira áoetra verði. (blnt 4 roM Mdl.i eg mwuéguK Símar SSl 616 Q ag 568 841Q Gott úrval af gjafavöru ' "'7 Ron Thompson hanskar. Scierra fleece buxur Spúnasett Frá 1.495. undir vöðlur Frá 1.295. Jólatilboð 9.995. Flug i tölvuná þina. 3.485. Allt til fluguhnýtinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.