Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 43 DV Tilvera æbmes Fertugur :_____________ Christopher Plummer 72 ára Leikarinn Christoph- er Plummer fæddist í Toronto í Kanada. Plum- mer, sem hóf sinn feril í leikhúsum og þótti af- burða Shakespeare-túlk- andi á yngri árum, hef- ur átt farsælan feril í kvikmyndum og eru myndirnar orðnar eitthvað á ann- að hundrað sem hann hefur leikið í. Frægasta hlutverk hans er tvímæla- laust hlutverk Trapps baróns i Sound of Music. Af öðrum myndum má nefna The Insider, Dolores Claibour- ne, Malcolm X og Twelve Monkeys. Plummer er þrígiftur en núverandi kona hans heitir Elaine Taylor. Gildir fyrir föstudaginn 14. desember Vatnsberinn (20. ian.-is. fehr.): , Réttast væri fyrir þig að halda vel á spöðun- um á næstunni. Gefðu þér þó nægan tíma með fjölskyldunni, hún hefur orðið dá- lítið útundan hjá þér undanfarið. Fiskarnir (19. febr,-20. mars): Sjálfstraust þitt er með leira móti um þessar mundir. Þess vegna er einkar heppilegt að ráðast í verkefni sem hafa beðið lengi. Hrúturinn (21. mars-19. aoril): l Þú færð ekki mikinn ’ tíma til umhugsunar áður en þú verður að taka ákvörðun. Þess vegna skaltu leita þér ráðleggingar. Nautið (20. april-20. maí): Vinir þínir koma þér reglulega á óvart með undarlegu uppátæki. Satt best að segja rekur þig í rogastans. Happatölur þínar eru 6, 16 og 23. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní>: Draumar þínir rætast 'á næstunni og þú verð- ur í skýjunum. Það er sennilega leitun að hamingjusamari manneskju. Happatölur þínar eru 16, 21 og 33. Krabbinn (22. iúni-22. iúií>: Þú verður fyrir ein- \ stöku láni í fjármálum, líklega gerir þú ein- staklega góð kaup. Samningamálin í kringum það allt saman gætu hins vegar tekið á. Ljónið (23. iúlí- 22. ágúst): Heimilislífið á hug þinn allan og þú hugar að endurbótum á heimilinu. Allir virðast reiðubúnir til þess að leggja sitt af mörkum. Mevian (23. áeúst-22. seoU: Þú grynnkar verulega á skuldimum, það er itað segja ef þú skuldar ^ f eitthvað, þvi að þér græðist óvænt meiri upphæð en þú áttir von á. Vogin (23. sept.-23. okt.): ^ Þú sérð ekki eftir þvi að leggja dálitið hart að þér um stundar- r f sakir. Það borgar sig svo sannarlega. Happatölur þínar eru 6, 9 og 20. Sporðdreki (24, oKt.-2i. nóv.): Þér bjóðast ný tæki- færi og það reynist þér ■dálitið erfltt að velja á milli þeirra. Þú fæst við flókin samningamál. Happatölur þínar eru 1, 19 og 36. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.l: .Breytingar verða í ’kringum þig og þú fagnar þeim svo sannarlega. Það verður heídrn- rólegra hjá þér en verið hefur undanfarið. Stelngeitin i22. des.-19. ian,): Einhver misskilningur gerir vart við sig milli ástvina. Mikilvægt er að leiðrétta hann sem fyrst, annars er hætta á að hann valdi skaða. Ásgeir Margeirsson aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Tvíburarnir (2 7H < Ásgeir Margeirs- son, aðstoðarfor- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, til heimilis að Dofra- bergi 11, Hafnar- flrði, er fertugur í dag. Starfsferill Ásgeir fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Suður- nesja og lauk þaðan stúdentsprófi 1980, stundaði nám í byggingarverfræði við HÍ og lauk B.Sc.-prófi þaðan 1985 og lauk Lic.Techn.-prófi í fram- kvæmdafræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð 1989. Ásgeir var tæknistjóri Jarðborana hf. á árunum 1995-2000. Hann hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2000 og hefur verið þar aðstoðarfor- stjóri síðan. Ásgeir sinnti ýmsum félagsstörfum á skólaárunum. í seinni tíð hefur hann sinnt ýmsum félagsstörfum á sviði tennisíþróttarinnar og auk þess á sviði hestamennsku. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 22.3. 1986 Svein- björgu Einarsdótt- ur, f. 20.12. 1955, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Einars Jónssonar og Guð- rúnar Einarsdóttur í Reykjavfk. Synir Ásgeirs og Sveinbjargar eru Margeir Ásgeirsson, f. 15.1. 1986, nemi; Einar Ásgeirsson, f. 31.10. 1987, nemi; Ólafur Ásgeirsson, f. 27.2.1992, nemi. Systkini Ásgeirs: Ámi Margeirsson, f. 29.10. 1957, d. 1997; Ragnhildur Margeirsdóttir, f. 10.6.1961, skrifstofumaður sem búsett er í Njarðvfk; Veigar Margeirsson, f. 6.6. 1972, tónlistarmaður en hann er búsettur f Los Angeles f Banda- ríkjunum. Foreldrar Ásgeirs: Margeir Ásgeirs- son frá Hnffsdal, f. 12.8. 1931, d. 1993, fiskmatsmaður, og Ásthildur Árna- dóttir, frá ísafirði, f. 2.9.1938, húsmóð- ir. Þorbjörg Alexandersdóttir starfsmaður við Sjávariðjuna Rif Þorbjörg Alexand- ersdóttir, Háarifi 5, Snæfellsbæ, er sex- tug í dag. Starfsferill Þorbjörg fæddist í Hvammi í Mikla- holtshreppi en flutti með foreldrum sín- um að Stakkhamri 1944 og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann að Varmalandi 1960-61. Þorbjörg hefur bú- ið í Rifi frá 1964. Hún og fjölskylda hennar stofnuðu Sjávariðjuna Rif hf. 1994 og hefur hún starfað við fyrirtækið sið- an. Þorbjörg hefur verið ötull þátttak- andi í felagsstarfi í Snæfellsbæ. Fjölskylda Þorbjörg giftist 6.6. 1964 Kristni J. Friðþjófssyni, f. 24.7. 1941, útgerðar- manni. Hann er sonur Friðþjófs Guð- mundssonar, útvegsbónda í Rifi, og Halldóru Kristleifsdóttur húsmóður en þau eru bæði látin. Börn Þorbjargar og Kristins: Berg- þór, f. 28.3. 1964, d. 4.7. 1971; Erla, f. 5.7. 1965, gift Erni Tryggva Johnsen og eiga þau fjögur böm; Kristjana, f. 21.6.1969 en sambýl- ismaður hennar er Magnús R. Guð- mundsson; Berg- þóra, f. 3.10. 1972 en maður hennar er Kristinn Steinn og eiga þau eina dótt- ‘ ur; Halldór, f. 15.4. 1975 en eiginkona hans er íris Ösp Hreinsdóttir og eiga þau tvær dætur; Al- exander Friðþjófur, f. 2.4.1976 en sam- býliskona hans er Guðný Jóna Þórs- dóttir og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Þorbjargar: Alexander Guðbjartsson f. 5.3. 1906, d. 21.4. 1968, bóndi og kennari að Hjarðarfelli, Hvammi en lengst af á Stakkhamri, og Kristjana Bjarnadóttir, f. 10.11.1908, d. 25.11. 1982, húsfreyja. Kristinn, eiginmaður Þorbjargar, varð sextugur 24.7. sl. Af tilefni af- mælanna taka þau á móti gestum í fé- lagsheimilinu Röst, Hellissandi, laug- ard. 15.12. kl. 19.00. » *■* - ****'»#*, # ________________ Victoria kryddpía nærri úrkula vonar Kryddpían Victoria Adams og Beckham er orðin svo úrkula von- ar um að meika það upp á eigin spýtur í tónlistinni að hún er far- in að íhuga að syngja á frönsku. Hún heldur nefnilega að það muni bjarga frama hennar og frægð. Tunga Fransmanna kann þó að reynast söngkonunni bresku erfið- ur hjalli, rétt eins og flestum öðr- um Bretum sem við hana reyna. Victoria lærði frönsku á sinum tíma þegar hún var í skóla. Núna getur hún hins vegar ekki gert sig skiljanlega þegar hún bregður sér út í búð. En stúlkan ætlar ekki að gefast upp að óreyndu. Hún er á því að eina leiðin til að tala frönsku eins og innfæddur sé að fá sér einka- kennslu og það ætlar hún að gera. Til stendur að söngkonan syngi lagið Mind Of Its Own á frönsku og að sú útgáfa komi út í febrúar. Ólíklegt má hins vegar telja að stúlkan nái aö pólera framburð- inn nóg fyrir þann tíma en það má alltaf reyna. Jólagetraun i Vinningar í jólagetraun DV eru glæsilegir að vanda og til mikils að vinna með því að taka þátt _ í henni. veröiaun Vmningamirerufrá Sjónvarpsmiðstöðinni, Brœðrunum Ormsson og Aco-Tœknivali. FujitsuSiemens tölva Önnur verðlaun eru FujitsuSiemens- tölva frá Aco-Tækni- vali. Tölvan er FUJITSUSIEMENS T-BIRD 1000MHZ með In- tel Celeron örgjörva, 1GHz vinnsluminni, 128Mb. Henni fylg- ir 40Gb harður diskur, sautján tommu FujitsuSiemens há- gæða skjár, TV-Out tengi. Innbyggt 3 * disklingadrif, DVD- drif, 16 hraða, tólf hraða geislaskrifari, 32MB Geforce2 skjá- kort, AC * 97 innbyggt hljóðkort. íslenskt lyklaborð, skrun- mús, 56Kbps fax/módem. Stýrikerfi Windows XP - Home Edition. Leikir Midtown Madness, Crimson Skies. Tveggja ára ábyrgð. Vinningur að verð- mæti 159.700 krónur. 7. hluti Svarseðitt Við hvem er jólasveinninn að tala? DV-jólasveinninn er forvitinn eins og blaðamenn DV. Hann er á ferðinni þessa dagana og ætlar að taka þjóðþekkta íslend- inga tali. Hann er ekki alveg viss um hvað fólkið heitir og ætlar því að 'biðja ykkur að hjálpa sér. Til að auðvelda valið eru gefn- ir þrír svarmöguleikar. Ef þið vitið svarið eigið þið að krossa við rétt nafn, klippa seðilinn út og geyma hann á öruggum stað. Þegar þið hafið safn- að saman öllum tíu svarseðlunum eigið þið að senda þá á DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eða koma með þá á afgreiðslu blaðsins í umslagi, merktu „Jólagetraun DV 2001“. Munið að senda ekki inn lausnir fyrr en allar þrautirnar hafa birst. Jólagetraun DV - 7. hluti □ Ingvi Már Guðmundsson □ Kristján Jóhannsson □ Karl Jónsson Nafn: _____________________ ______________ Heimilisfang: Staður: Sími: Sendist til: DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Merkt: Jólagetraun DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.