Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 24
40 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 néiiiilif tölvui tfkni og vísinda Vefsvæði uppfært hvar og hvenær sem er - meö upplýsingakerfinu SOLO frá Capio AB Tölvu og hug- búnaðarfyrir- tækið Capio AB í Uppsölum, Sví- þjóð, sem er í ís- lenskri eigu, markaðssetur þessa dagana upplýsingakerfið SOLO. Markmiðið með kerfinu er að einfalda skipulagningu og markvissa dreifingu á rafrænum upplýsingum fyrirtækja, stofnana eða opinberra aðila um vör- ur sínar eða þjónustu. Kerfið minnkar þörfina á sérhæfðu tæknifólki og dregur þar með úr kostnaði. Það gerir eiganda upplýsinganna kleift að sjá sjálfur um sitt vefsvæði á hraðvirkan og markvissan hátt, án mikillar tölvu- kunnáttu. Kerfi í þremur einingum Kerfið samanstendur af þremur grunneiningum; Síðustjórnun (Site Management), Ritstjórn (Newsdesk) og Fréttabréf (Newsletter). Fyrsti hlut- inn hefur með uppfæringar og skipu- lagningu á síðum vefsvæða að gera og er síðum vefsvæðisins skipað upp í graflsku viðmóti þar sem allar breyt- ingar uppfærast samstundis. Innihald ÚílJJííðiJ/ ■'A TMJEWSOESK Piage Jtsttng ■iVaiEjai: U O l'^grlC I I □ □ NCrt-ott-d □ uuflor O V*v$ni ImL " k s iazs&ss ; *j & Í Pía-ÍOS-Af- 3 ’Mí-iWi **< í ki s* tíxútc ! ~3F~3ii Notendaviömót SOLO er haft einfalt þannig að ekki þarf mikla tölvukunnáttu til aö upp- færa efni á heimasíður eða setja saman fréttabréf. Hér gefur að líta Ritstjórnarhluta SOLO. unni á fyrir fram ákveðn- um stað. Einnig er mögu- legt að setja inn allar helstu tegundir hljóð- og myndskjala. Lendir þetta efni á þar til gerðu svæði á vefnum, t.d. fyrir miðjum skjánum eða e-ð slíkt. I fréttabréfshlutanum fæst stjórnandi vefsins við að hafa samskipti við við- skiptavini á markvissan og hraðvirkan hátt. Mót- takandi fréttabréfa í tölvu- pósti fær aðeins þær upp- lýsingar, og tengla þeim tengda, sem hann hefur látið í ljósi áhuga á að fá. Kerfið er sniðið að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig þar sem upplýsingaþarflr fyrirtækja eru mismun- andi. síðanna er skrifað í þessum hluta og allskyns myndefni (ljósmynd- ir/hreyfimyndir) settar með eftir þörf- um. I ritstjómarhlutanum er um að ræða textavinnslu á fréttum/upplýs- ingaefni, sem kerfið síðan uppfærir sjálfvirkt og kemur fyrir á heimasíð- Ferskt flæði upp- lýsinga Notandi SOLO getur unnið hvar og hvenær sem er, óháð tíma og rúmi. Það eina sem þarf er aðgangur að Net- inu, t.a.m. heima, á hótelherbergi eða Noiandi SOLÖ getur unnið hvarog hvenær sem ert: óháð tíma og rúmt Það etna sem 'þarí er aðgangur að Netími, t&mi heima, á hótefherbergi eða nei- kaffíhúsi Þá ræður notandínn hvort upp- iýsingarnar fara á vef innan fy rirtækisms eða utan þess, þ.e. hið op- mhera vefsvæðL netkaffihúsi. Þá ræður notandinn hvort upplýsingarnar fara á vef innan fyrirtækisins eða utan þess, þ.e. hið opinbera vefsvæði. Með þessu móti er hægt að halda fiæði upplýsinga stöðugt fersku, bæði til starfsmanna og viðskiptavina. Þetta er þó háð því að til staðar séu ákveðin lokuð svæði á vefsvæðinu og er sem aukaval í pakkanum. SOLO hvílir á gagnagrunni og styð- ur bæði Windows 2000 og Unix/Linux stýrikerfi. Kerflð krefst ekki eigin vef- þjóns og hægt er að setja það upp á þeim vefþjóni sem kaupandinn velur. Því er hægt að setja það upp á hvaða vefhóteli sem er. í Windows er not- endaviðmótið hannað i ASP (Active Server Pages) og í Unix/Linux í PHP (Hypertext Preprocessor). Einnig er hægt að hnýta við kerfið bókunar- kerfi og greiðslukerfi fyrir greiðslu- kort svo eitthvað sé nefnt. Mótefni úr kamel- dýrum í menn Vísindamenn frá Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum hafa lagt til að farið verði að rann- saka hvort ekki megi vinna mótefni gegn ýmsum sjúkdómum sem hrjá menn úr kameldýrum. Skip eyði- merkurinnar, eins og kameldýrin hafa gjarnan verið nefnd, eru ein- hver harðgerðustu spendýr sem lifa á jörðinni. Þau geta lifað án vatns í langan tima, sem og án matar, og mjólk þeirra geymist mun lengur en mjólk annarra spendýra. Dr. Sabah Jassim, sem stjórnar hópi vísindamanna sem nú ætla að hefja rannsóknir í þessum efnum, segir að þau þoli m.a. marga veiru- sjúkdóma og að mögulegt sé að nýta vamir dýranna tíl hjálpar mönnum. Þau eru t.d. ónæm fyrir gin- og klaufaveiki og fleiri veirusjúkdóm- um. Að sögn dr. Jassims er upp- bygging mótefna kameldýranna mjög einföld, mun einfaldari en manna, og með rannsóknum sé möguleiki á að nýta þau sem mótefni handa mönnum. Helsti kosturinn við þetta er að sameindir mótefnanna eru mjög smáar og geta því dreift sér f jafnvel minnstu frumur. Rannsóknir á þessum möguleika eru rétt að hefjast og því enn langt í land með að sannreyna þessa kenningu. Yfirleitt tengja óvanir sjóveiki viö skip eyöimerkurinnar, eins og kameldýr hafa oft verið nefnd, en svo viröist sem þau geti nú bjargað fólki frá sjúk- dómum í framtíðinni. | Forsvarsfólk ANZA hf. og fasteignafélagsins Hús.is skrifar undir samning um hýsingu ANZA á fasteignavefnum www.hus.is. Falar fasteignir á einu vefsvæði Fasteignafélagið hús.is og ANZA hf. undirrituðu fyrir stuttu samning um hýs- ingu á fasteigna- vefnum hus.is sem er miðlægur upplýsingamiðill fyrir fasteignasölur. Fasteignasölurn- ar Ásbyrgi, Bifröst, Fasteignamarkað- urinn og Fasteignamiðlun, sem að þessu standa í byrjun, munu tengjast gagnagrunninum yfir Netið. Gagna- grunnurinn er í eigu þessara fast- eignasala og hugbúnaðarhússins Kuggs og er ætlað að vera leiðandi á íslenskum fasteignamarkaði. Viðræð- ur standa yflr við fleiri fasteignasölur um að tengjast grunninum. ANZA hf. rekur upplýsingakerfi fjölmargra fyr- irtækja og hýsir heil upplýsingakerfi, auk einstakra gagnagrunna og vefja fyrir viðskiptavini sína. Hér er um að ræða nýjung á fast- eignamarkaði sem ætti að vera til mikils hagræðis bæði fyrir kaupend- ur og seljendur fasteigna. Þær eignir sem skráðar verða til sölu hjá einni hinna framangreindu fasteignasala verða jafnóðum skráðar í. gagna- grunninn og boðnar til sölu hjá öllum hinum fasteignasölunum sem tengjast gagnagrunninum. Þetta ætti að flýta fyrir sölu eigna þar sem fleiri vinna að því að selja þær, þó svo að þær séu aðeins skráðar til sölu á einni af þeim fasteignasölum sem aðild eiga að gagnagrunninum. Upplýsingamiðillinn hus.is hefur að geyma skráðar eignir allra þeirra fasteignasala sem honum tengjast og ætti það að auðvelda kaupendum að flnna réttu eignina þannig að þeir þurfi ekki að leita langt yfir skammt. Vefslóðin er www.hus.is og er áætl- að að taka grunninn og vefinn í notk- un í byrjun árs 2002. Þráðlaus fjarskipti hundrað ára í gær, 12. desem- ber, var haldið upp á hundrað ára afmæli þráð- lausra fjarskipta á jarðarkringl- unni. Tólfta des- ember fyrir hundrað árum stóð Gugli- elmo Marconi á Signal Hill (í. Merkja- hæð) á Nýfundnalandi og tók við morsmerkinu S (þrjú stutt) sem sent var með uppfinningu hans gegnum loftið frá Cornwall í Englandi í um 2700 kílómetra fjarlægð. í tilefni af þessum tímamótum sendi barnabarn Marconis og alnafni, Guglielmo Marconi, sama skeyti frá Cornwall til Signal Hill klukkan ná- kvæmlega fjögur síðdegis sem er sami tími og Marconi eldri tók við sínu skeyti. Verkfræðingar í Konunglega breska sjóhernum settu saman fyrir þetta tilefni nákvæmlega eins búnað og Marconi gerði á sínum tíma. Hátíð- arhöld fóru fram á báðum stöðum og er ætlunin að þau standi í um viku- tíma á Nýfundnalandi. Framfarir á sviði þráðlausra fjar- skipta hafa verið miklar síðustu hundrað árin eins og á flestum öðrum tæknisviðum. Nú er flest sem viðkem- ur samskiptum hægt að gera með þráðlausum fjarskiptum og skiptir þá ekki máli hvort verið er að senda myndefni eða símtal milli vina sem staddir eru sinn í hvorri heimsálf- unni. Mikil framþróun hefur orðið f þráölausum fjarskiptum og getur fólk nú verið í ótak- mörkuöu sambandi viö aðra hvar sem það er statt á jörð- inni, sem og í geimnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.