Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Qupperneq 4
4 Fréttir LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 ______________DV Þórarinn Viðar Þórarinsson fékk afsal fyrir jeppanum: Skrifað hjá Símanum eftir sátt um starfslok - Síminn greiddi allan kostnað við jeppann. Kortið klippt í síðustu viku Þórarinn Viðar Þórarinsson, frá- farandi forstjóri Landssímans, ók á fríu bensíni allt þar til viku eftir að sátt var gerð um starfslokasamning hans og Landssímans. Sáttin kvað á um að forstjórinn fráfarandi fengi sem nemur 37 milljónum króna í bætur vegna þess að hann var rek- inn áður en fimm ára ráðningar- tíma hans sem forstjóra lauk. Ráðn- ingarsamningurinn var gerður árið 1999 en árið 2001 var honum rift. Þórarinn Viðar er nú búinn að fá af- sal fyrir jeppanum sem Landssím- inn lagði honum til sem forstjóra. Föstudaginn 1. febrúar gerðu Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans, og Þórarinn Viðar sátt um starfslokasamning eftir að deilur höfðu staðið um það hversu mikið forstjórinn fráfarandi ætti að fá í bætur vegna brottrekstursins. í samningnum var kveðið á um að Þórarinn Viðar héldi dýrri jeppabif- reiö af gerðinni Toyota Landcruiser en greiddi fyrir matsverð. Þórarinn og Síminn Þrlöji hlutl Allar götur síðan Þórarinn Viðar kvaddi Landssímannn í október árið 2001 hefur hann haft bifreiðina og að auki viðskiptakort á vegum Lands- símans sem hann hefur notað til að greiða með ailan kostnað af jeppan- um. Þetta kort notaöi hann í tæpa viku eftir að hafa undirritað starfs- lokasamninginn þann 1. febrúar og fyllti bOinn af bensíni á kostnað Sím- ans um það leyti sem hann gekk frá kaupum á bilnum. Bensínafgreiðslu- mann í Kópavogi rak í rogastans þeg- ar Þórarinn rétti fram kort Landssím- ans til að greiða fyrir áfyllingu á bíl- inn nokkrum dögum eftir að sagt var frá sátt um starfslok í íjölmiölum. Undir lok síðustu viku ók Þórarinn Viðar jeppa sínum til móts við Lands- símamenn þar sem settur var verð- miði á bílinn og kaup forstjórans fyrr- verandi á bílnum staðfest og færð til frádráttar á 37 milljóna króna starfs- lokasamninginn. Sumarhús Þórarins Jeppinn umdeildi sem Þórarinn Viöar fékk frá Landssímanum. Þar til í síöustu viku féll allur kostnaöur vegna bílsins á Landssímann. Starfsmenn Landssímans uröu fúslega viö beiöni DV um aö afhenda reikninga vegna gróöursetningar í landi Þórarins. Jafnframt afhenti hann viðskipta- kort sitt. Starfsmaður Símans klippti kortið umsvifalaust. „Hluti af þessum díl“ Þórarinn Viðar Þórarinsson sagði í samtali við DV að hann hefði sam- kvæmt samningi átt að fá greiddan rekstrarkostnað fyrir bílinn. Að- spurður hvort það gæti talist eðlilegt af honum að nota kort Landssímans í tæpa viku eftir að sátt var gerð um starfslok þar sem í hans hlut féllu 37 milljónir króna bætur sagði hann svo vera. „Það var hluti af þessum dO, karl- inn minn. Ég er búinn að skOa öUum mínum kortum sem ég hafði á vegum Símans og öUum mínum fjárhagslegu samskiptum við fyrirtækið er lokið í fullri sátt,“ segir Þórarinn Viöar. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, gerði sáttina við Þórarin. Hann kannaðist ekki við að Þórarni hafi verið heimUt að nota viðskipta- kort Símans eftir að sáttin var gerð þann 1. febrúar. Ríkisendurskoðun kannar nú hvort Landssíminn hafi greitt skrúð- garðyrkjumeistaranum Gunnari Þór Hannessyni fyrir skipulagningu, gróðursetningu og aðhlynningu trjáa við sumarhús Þórarins Viöars á Mjóanesi við ÞingvaUavatn. Fyrir liggur að Landssíminn greiddi vöru- bOstjóra Þróttar fyrir að flytja trén að bústað Þórarins frá Gufunesi. Þór- arinn Viðar ber því við að enginn hafi rukkað sig og að hann komi af fjöUum um það hvers vegna reikn- ingurinn hcifi verið greiddur af Landssímanum. Þórarinn segist sjálf- ur hafa greitt Gunnari garðyrkju- meistara fyrir veitta þjónustu en í bókhaldi Símans er reikningur frá Gunnari að upphæð 434. 898 krónur þar sem vísað er til fylgiskjala sem ekki finnast. Ríkisendurskoðun er nú að fara yfir það mál og mun væntan- lega bera saman bókhald Þórarins, Landssímans og garðyrkjumeistar- ans. -rt Vitnisburður barnalæknis vegna drengsins sem lést í daggæslu: Telur að barnið hefði misst meðvitund fljótlega - eftir að það hlaut alvarlega áverka sem síðan drógu það til dauða Barnlö lést á Landspítalanum í Fossvogi Kristleifur Kristjánsson telur nær allar líkur á aö barniö hafi dáiö af völdum „Shaken baby-syndrome“. „Það er útilokað," sagði Kristleif- ur Kristjánsson, sérfræðingur í barnalækningum, fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þegar hann var spurður aö því hvort áverkar sem leiddu síð- ar tO dauða 9 mánaða gamals drengs síðastliðið vor gætu hafa orðið áöur en drengnum var komiö í dagvistun. Aöalmeðferö fór fram í gær í máli 37 ára gamals Kópavogsbúa sem er gefið að sök að hafa hrist drenginn svo harkalega í maí í fyrra að hann lést á Landspítalanum í Fossvogi tveimur dögum síðar. Maðurinn er einnig, ásamt konu sinni, ákærður fyrir að hafa veriö með mun fleiri böm en þau höfðu leyfi fyrir í vistun á dagheimOi sínu, þar sem manninum er gefið að sök að hafa hrist drenginn með fyrrgreindum afleiðingum. Þau hafa bæði neitað öOum sakar- giftum og jafnframt mótmælt 10 mOljóna króna skaöabótakröfu for- eldra drengsins. Kristleifur Kristjánsson sagði að 95-99% líkur væru á því að barnið hefði dáið af völdum áðurnefnds „Shaken Baby-Syndrome“ og nefndi þrjár meginorsakir því tO stuðnings. Þær eru að greinOeg áverkamerki voru á heOa drengsins, engir ytri áverkar voru sjáanlegir og engin önnur eðlOeg skýring væri á áverk- um bamsins. Hann sagði að engin leið væri að drengurinn hefði sýnt eðlOega hegöun eftir að hafa hlotið svo mikla áverka sem raun bar vitni dómsalnum Ágúst Bogason blaöamaöur og sagöi það fuUvíst að hann hefði misst meðvitund mjög fljótlega eftir að hafa fengið áverkana. Hann sagð- ist einnig hafa haft samband viö lög- reglu strax sama kvöld tO að greina henni frá grunsemdum sínum. Sannað þykir að hjónin hafi haft yfir 20 böm í gæslu. Þau sögðu hins vegar að það mætti reKja tO þess að sum barnanna væra ekki nema háif- an eða suma daga í vistun en þau höfðu þó ekki leyfi fyrir nema 5 böm- um hvort, auk þess sem manninum hafði verið gefið munnlegt leyfi til að taka að sér það sjötta. Einnig sögðust þau hafa verið undir miklum þrýst- ingi frá félagsmálayfirvöldum í Kópa- vogsbæ að taka að sér fleiri börn. Meðferð málsins verður haldið áfram í Héraðsdómi Reykjaness eftir helgi. Vilja siðareglur um samskipti á markaði Yfirvöld samkeppnismála eiga að hafa frumkvæði að því að sem fyrst verði settar siðareglur um sam- skipti smásala og birgja. Þetta á einkum við um dagvörumarkaðinn og byggingavöruverslun þar sem fáar verslunarkeðjur hafa náð yfir- burðastöðu á markaði. Niðurstöður rannsóknar Samkeppnisstofnunar á hugsanlegri misnotkun smásölu- verslana á markaðsráöandi stöðu þeirra verði gerðar opinberar hið aOra fyrsta og stjómvöld þurfa að treysta Samkeppnisstofnun enn frekar í sessi þannig að hún eigi auðveldara með að tryggja virka samkeppni á öOum sviðum íslensks viðskiptalífs. Þetta segir í ályktun fundar Samtaka verslunarinnar sem haldinn var í gær. I ályktun fundarins segir að verð- hækkanir að undanfömu verði ekki raktar tO heOdsala og birgja heldur stafi þær af hækkun smásöluálagn- ingar. Það sem félagsmenn Samtaka verslunarinnar óttuðust að yrði af- leiðing samþjöppunar á smásölu- markaði er því staðfest í skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvöru- markaðinn sem kynnt var á síðasta ári. -sbs Mlkið tjón sem veröur ekki bætt Hér er einn bíllinn sem eyðitagöur vará Hvolsvelli af brunavargi. Mikiö tjón sem verður varla bætt. íkveikjur í bílum almennt ekki bótaskyldar „Þeir einir fá bætur út úr bruna- tjóni á bifreiðum sem orsakast af íkveikju sem eru með kaskótrygg- ingu eða sérstaka brunatryggingu bifreiða," sagði Gunnar Atlason hjá VÍS i samtali við DV í gær. Gunnar sagði aö hefðbundnar bifreiðatrygg- ingar bættu tjón sem bOlinn ylli öðrum og jafnframt verðu þær eig- anda bifreiðar fyrir skaða sem bíO þeirra yOi öðrum í umferðinni. „Bótaupphæð í tilfeOum sem þessum á Hvolsvelli ræðst af sjálfs- ábyrgð þeirra sem hafa kaskótrygg- ingu eða brunatryggingu. Hún er misjöfn, tryggingarupphæðin ræðst einnig af andvirði bOsins sem er með þessar sérstöku tryggingar," sagði Gunnar Atlason hjá VlS. Kristján Guðmundsson hjá lög- reglunni á HvolsveOi sagði í gær- kvöld að bOaíkveikjurnar væra enn í rannsókn lögreglunnar. Enn væri ekkert komið fram sem varpaði ljósi á málið. -NH. Vinnumarkaöur: Eftirspurn minnkar í könnun sem Þjóðhagsstofnun gerði á atvinnuástandi í janúar kem- ur fram að atvinnurekendur vOdu fækka um 0,4% af áætluðu vinnuafli. Er þetta mun minni eftirspurn en á sama tíma i fyrra þegar atvinnurek- endur vOdu fjölga starfsfólki. Hefur eftirspumin ekki verið minni síðan árið 1996. Á höfuðborgarsvæðinu er eftirspurnin áberandi minnst í iðn- aði, öðram en fiskiðnaði. Hins vegar hefur á sama tíma náöst meira jafn- vægi í eftirspum eftir vinnuafli á landsbyggöinni. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.