Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Side 11
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002
11
hún, „í miðborginni er
hvert hús listaverk og
engu líkt að ganga yflr
Karlsbrúna, hlusta á
farandsöngvarana og
horfa á málarana."
Eiginkona mín var
horfin úr Kópavogi
þótt hún sæti enn
w við eigið eldhúsborð.
í huganum ferðaðist
hún land úr landi,
borg úr borg, frá
sæluhúsum tii sólar-
stranda. Börnin voru
með og á ýmsum
aldri. Eiginmaðurinn
kom í humátt á eftir.
Það var ekki spurning
nú hvort við færum
heldur hvert. Af langri
reynslu vissi ég að
mótmæli yrðu léttvæg
fundin.
„Ættum við að fara
til ítaliu?“ sagði konan
þegar hún kom til
sjálfrar sín. „Við eigum
eftir að skoða Flórens."
Ég tók ekki illa i það
enda líkar mér land og
þjóð. „Eða kannski til
Krítar og sigla til
Aþenu?“ Það fannst mér
líka góður kostur. Við
sigldum um gríska Eyja-
hafið í fyrra og stigum á
land í undurfögrum eyj-
um. „Ég vil fara til Fær-
sagði yngri dóttir
Hún er jarð-
Dunanari en móðirin og
líkári foður sinum að
leyti. Við heimsótt-
Færeyjar fyrir tveim-
ur árum og líkaði öllum
vel en einkum stelpunni.
Henni þótti þetta
nágrannaland
okkar taka suð-
rænum sólar-
ströndum fram.
Marxísk
„En að fara til Kína og éta
hund?“ sagði ég og vildi með því
ganga fram af konu og dóttur. Mér
datt þetta í hug þegar ég fletti
bæklingum og sá Kínaferð aug-
lýsta með framandi stórborgum,
Beijing og Shanghæ, að ógleymd-
um Kínamúrnum. „Oj, hvað þú
getur verið ógeðslegur, pabbi,“
sagði stúlkan unga, enda er hún
mikill hundavinur. Vopnið snerist
hins vegar í höndum mér þegar
konan tók tillögunni vel. „Mig hef-
ur alltaf langað til Kína,“ sagði
hún og lét sem hún heyrði ekki til-
löguna um að éta Snata. „Ættum
við að fljúga til Hong Kong og fara
þaðan inn til Kína? Það væri æð-
islegt. 0, það var svo gaman að
fara til Moskvu í fyrravor. Það er
stórkostlegt að skoða eitthvað
nýtt.“ Furðu marxískur svipur
var á konunni miðað við hvað
hún er í raun borgaralega sinnuð.
Sá smurði Lenín sat í minninu.
Nú vildi hún á slóðir Maós for-
manns.
Kvarnirnar snerust í hausnum
á mér. Þótt fróðlegt væri að
skokka eftir Kínamúrnum tók ég
eftir því að á nefndri auglýsingu
sagði að Kínaferðin kostaði 350
þúsund á mann og því meira en
milljón. fyrir okkur þrjú, fyrir
utan annan tilfallandi kostnað. Ég
sá þann lúxus ekki alveg fyrir mér
miðað við þá raun að hafa nýlega
skrapað saman fyrir jólunum.
„Hringvegurinn er nú alltaf að
batna,“ sagði ég til þess að ná
stöðu á ný. Mæðgurnar þögnuðu
og störðu á mig. „Þú getur farið
hringveginn einn,“ sagði konan.
„Mér leiðist í bíl,“ sagði stelpan.
Örþrifaráð mitt lukkaðist. Þær
sameinuðust gegn hringveginum
og gleymdu Kína. Þær voru aftur í
Evrópu.
„Ítalía," sagði ég og tók undir
upphaflegt boð konunnar.
I flestum pólitískum
hneykslismálum verður
eins dauði annars brauð.
Annar vœngurinn brosir
þegar hinn lendir í áföll-
um en ekki nú. Hér hafa
allir tapað.
tapast 2 milljarðar króna og fjár-
lagagerð er þar með komin í upp-
nám strax í byrjun árs.
Ofbauð veikleikinn
Hvers vegna kaus Hreinn Lofts-
son að opna sig með þeim hætti sem
raunin varð um innri mál Símans?
Um það eru skiptar skoðanir og
hafa sumir litið svo á að hann hafi
verið að kenna öðrum um það sem
afvega fór í hans eigin einkavæðing-
arstarfi. „Berin eru súr,“ sagði Öss-
ur Skarphéðinsson en aðrir tóku
enn dýpra í árinni og spurðu hvort
Hreinn hefði ekki haft þjóðina að
f
fífli með því að gerast sölumaður
gallaðrar vöru. Því neitar Hreinn.
Hann hafði þetta um ástæðu „upp-
hlaups" síns að segja, eins og stjórn-
arformaður Símans kaus að kalla
það:
„Mér ofbauð hreinlega sá veik-
leiki sem kom fram í starfsloka-
samningnum við Þórarin. Það kem-
ur upp trúnaðarbrestur í haust sem
verður til þess að hann fer út og á
þeim tíma varð maður var við hvers
eðlis samningurinn var, þ.e.a.s að
hann skyldi gilda til fimm ára. Það
var fráleitt að ganga til starfsloka á
þeim grundvelli núna. Þama krist-
allast þeir veikleikar sem koma
fram við ríkisreksturinn. (DV, 15.2.)
Mótsagnakennd niðurstaða
Þar komum við aftur að blý-
antsnagdýrunum í Seðlabankanum.
Ekki einn einasti stjórnarmaður
fyrir utan formanninn virðist hafa
kíkt náið á efni ráðningarsamnings-
ins við Þórarin og taka má undir
með Hreini um að litlar líkur eru á
að það hefði gerst hjá stjórn fyrir-
tækis í einkaeigu. Stjómarmenn fá
sjöhundruðþúsundkall á ári í laun
fyrir fundi sína hjá Simanum og
það hlýtur að vera hægt að gera þá
kröfu tO þeirra að þeir leggi eitt-
hvað á sig á móti.
Þannig leiðir Landssímasagan til
þeirrar mótsagnakenndu niður-
stöðu að á sama tíma og Landssím-
inn væri mun betur komið sem fyr-
irtæki ef engum hefði dottið í hug
að einkavæða hann, eiga ítök opin-
berra starfsmana í fyrirtækinu stór-
an þátt í að svo iUa fór. Enginn get-
ur glaðst yfir þessu máli. Pólitískt
séö hafa þeir beðið skipbrot sem
harðast vilja einkavæða heiminn
allan í dag en afturhaldsmenn og
ríkissinnar hafa einnig orðið fyrir
stórtjóni. Rikisstarfsmennimir
þeirra stóðu sig ekki í málinu. Þeir
nöguðu blýanta.
I flestum pólitískum hneykslis-
málmn verður eins dauði annars
brauð. Annar vængurinn brosir
þegar hinn lendir í áfollum en
ekki nú. Hér hafa allir tapað. En
aðstandendur Landssímans þó
sýnu mestu. -BÞ
Skoðun
Veik stjórn og reiði
Óli Björn
Kárason
aðalritstjóri
Hreinn talar út
Viðtal Viðskiptablaðsins við
Hrein Loftsson, fyrrum formann
einkavæðingamefndar, síðastliðinn
miðvikudag hefur með sanni sett
allt upp í loft. Þó sagði Hreinn litið
annað en búast hefði mátt við af
manni í hans stöðu. Mesta athygli
hafa ummæli hans um stjómun fyr-
irtækisins vakið, þó hann hafi sagt
ýmislegt annað. „Mikið vantaði upp
á stjómunina hjá fyrirtækinu og
mikið vantaði upp á að menn væru
að ná því út úr fyrirtækinu sem ætl-
ast mátti til... Ef til vill var fyrir-
tækið sjáift ekki nægilega vel undir-
búið fyrir einkavæðinguna..."
Eins og vænta mátti vöktu þess
ummæli athygli en fáir virðast hafa
tekið eftir jákvæðum ummælum
Hreins í garð Landssímans: „Ég
held að þegar fram í sækir muni
menn sjá að þeir fá ekki tækifæri til
að kaupa eins öflugt fyrirtæki og
Landssímann á svo góðu verði.
Þetta fyrirtæki býður upp á ótrú-
lega möguleika fyrir þá sem vilja
fjárfesta í því.“
Veik stjóm
Hreinn Loftsson gagnrýnir einnig
i áðumefndu viðtali stjóm fyrirtæk-
isins þar sem hann taldi hana veika
og með rangar áherslur. Ég fæ ekki
betur séð en að þessi gagnrýni
Hreins sé reist á nokkrum rökum.
Reynist það rétt sem kom fram í
kvöldfréttum sjónvarps síðastliðið
fimmtudagskvöld að enginn stjóm-
armanna í Landssímanum annar en
formaður hafi séð eða kynnt sér
helstu efnisatriði í ráðningarsamn-
ingi Þórarins Viðars Þórarinssonar,
fyrrum forstjóra, er það makalaust
dæmi um veika stjóm - stjórn sem
ekki hugar að hagsmunum fyrir-
tækisins.
Gagnrýni á stjóm Lands-
símans og ábendingar
um veikleika hennar
hafa í sjálfu sér
ekkert með þá
einstaklinga
að gera sem
þar sitja
held-
ur
Þegar gagnrýnt er að ráðningarsamningurinn skuli
hafa verið til fimm ára er því jyrst og fremst verið
að halda þvífram að „réttur“ maður hafi hugsan-
lega ekki verið valinn til starfans.
Fyrir þá sem ekki þekkja til mál-
efna Landssímans hafa þær deilur
sem sprottið hafa upp á síðustu dög-
um um fyrirtækið, stjórn þess, sam-
gönguráðherra, einkavæðingar-
nefnd og fyrrum forstjóra, að líkind-
um litla merkingu aðra en þá að
nokkrir einstaklingar eru að rífast
(og það stundum með fjörlegum
hætti) i fjölmiðlum. Stjórnarand-
stæðingar, sem gengur fremur illa í
aðhaldinu að ríkisstjórninni, hafa
gripið tækifærið feginshendi í
þeirri von að loksins sé komið upp
mál sem hægt er að nota í pólitísk-
um tilgangi. Mér segir svo hugur
um að sú von sé reist á sandi.
Hamagangurinn í kringum
Landssimann er ekki nýr af nálinni
og nær allt aftur til þess tíma þegar
Pósti og síma var breytt í hlutafélög
og skipt upp. En síðustu dagar hafa
verið með fjörugra móti þar sem
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
vinstri-grænna, hefur gengið svo
langt að krefjast afsagnar sam-
gönguráðherra.
hvernig staðið er að skipan stjórn-
arinnar. Hvert stjómarmenn hluta-
félaga sækja umboð sitt ræður
miklu ef ekki mestu um það hvern-
ig þeir rækja starf sitt og hvaða
hagsmunum þeir reyna fyrst og
fremst að þjóna. Svo lengi sem
stjóm fyrirtækis er skipuð eftir
pólitiskum skiptareglum er hún í
eðli sínu veikburða. Þetta er í raun
ein meginröksemdin fyrir því að
einkavæða fyrirtæki, ekki síst ef
þau eru í samkeppnisumhverfi.
Gagnrýni fyrrverandi formanns
einkavæðingarnefndar hefði þvi
ekki átt að koma neinum á óvart.
Starfslokasamningur
Hreinn Loftsson hefur sagt opin-
berlega að honum blöskri starfs-
lokasamningurinn sem gerður var
við Þórarin Viðar. Hann hefur um
leið tekið undir þá gagnrýni að
óeðlilegt hafi verið að gera fimm
ára ráðningarsamning við forstjór-
ann fyrrverandi fáum misserum
áður en einkavæðing fyrirtækisins
skyldi fara fram. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra eru einnig
meðal þeirra fjölmörgu sem telja að
ráðningarsamningurinn hafi verið
mistök.
Þegar litið er um öxl er oft þægi-
legt að koma auga á mistök sem
kunna að hafa verið gerð og ef til
vill á það við i þessu tilviki ekki síst
þegar litið er á hversu stutt var í að
fyrirtækið kæmist í eigu annarra.
Þangað til annað kemur í Ijós fæ ég
hins vegar ekki séð að nokkuð óeðli-
legt hafi verið við það að gera allt
að fimm ára ráðningarsamning við
æðsta stjómanda fyrirtækisins.
Slíkt skapar að öllu jöfnu meiri
festu og framtíðarsýn innan fyrir-
tækisins. Slík festa getur skipt
miklu þegar verið er að leita eftir
nýjum fjárfestum. Þá má ætla að
launakjör forstjóra taki tilliti
til aukins starfsöryggis
(lægri laun) auk
þess sem fastur
ráðningar-
samningur skapar möguleika til
þess að sækja hæfa stjómendur úr
góðum stöðum hjá öðrum fyrirtækj-
um.
Þegar gagnrýnt er að ráðningar-
samningurinn skuli hafa verið til
fimm ára er því fyrst og fremst ver-
ið að halda því fram að „réttur"
maður hafi hugsanlega ekki verið
valinn til starfans.
Ég fæ því ekki betur séð en að
gagnrýni á starfslokasamninginn
við Þórarin Viðar sé efnislega röng
og ekki byggð á sanngirni. Fyrst á
annað borð komist var að því að
hann væri ekki „rétti“ maðurinn
(að hluta vegna trúnaðarbrests en
ekki hefur opinberlega verið skýrt
út í hverju hann var fólginn) þá var
ekki undan því komist að uppfylla
gerða samninga.
Réttlát reiði
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra er greinilega sárreiður Halldóri
Ásgrímssyni vegna ummæla um sölu-
ferli Landssimans. Og Sturla hefur
fullan rétt á að senda samráðherra
sinum tóninn sem hann segir að tali
gegn betri vitund.
Halldór Ásgrímsson hefur opinber-
lega, meðal annars í Morgunblaðinu,
sagst hafa viljað flýta sölu á Lands-
símanum. Orð Halldórs koma fleirum
en Sturlu Böðvarssyni á óvart því
ekki man ég betur en að sala á Lands-
símanum hafi dregist á langinn vegna
andstöðu Framsóknarflokksins. Það
var ekki fyrr en í desember 2000 sem
stjómarflokkamir náðu saman um
einkavæðingu Landssimans og frum-
varp þess efnis var síðan samþykkt á
Alþingi á vorþingi á liðnu ári. Hvern-
ig hægt hefði verið að hefjast handa
miklu fyrr en gert var er mér óskilj-
anlegt enda báru stjórnarflokkamir
ekki gæfu til þess að ákveða söluna
þegar í upphafi kjörtímabilsins.
Hitt er svo annað að í mörgu voru
mönnum mislagðar hendur við einka-
væðingu Landssímans. Fyrst og
fremst var tímasetningin kolröng og í
annan stað var verðlagning hlutabréf-
anna of há. Reynslan staðfestir þessar
fullyrðingar.