Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 15 Helgarblað DV Borg og nátt- úruform Sýningin Náttúra - Borgarlandslag og náttúruform, verður opnuð í dag kl. 15, i sýningarsölum Norræna húss- ins. Nítján norrænir listamenn á ýms- um aldri fjalla um náttúruna, umheim okkar. Hér eru skógar, fjöll og vötn og borgargötur en einnig myndir þar sem fengist er við form og mynstur. Röð og regla eða óreiða? Hvar eru mörkin? Er skipulagt útlit borgarinn- ar samkvæmt reglu en náttúran óbundin og óskipulögð? Á ferð um landið Ljósmyndaramir Bjarki Reyr Ás- mundsson og Arsineh Houspian frá Ástralíu opna sýningu í dag i Straumi, sunnan álversins, milli kl. 15 og 18. Þar eru svarthvítar myndir sem þau Bjarki og Arsineh tóku á ferð sinni um landið á síðasta ári. Dregið verður í happdrætti í lok sýningar þar sem vinningshafinn fær mynd að eig- in vali. Sýningin sendur til 3. mars og er opin fimmtudaga til sunnudaga, frá 11 til 19. Umhverfi Akureyrar Aðalsteinn Vestmann opnar mynd- listarsýningu á Café Karólínu á Akur- eyri í dag kl. 14. Þar eru akrýlverk og eitt olíumálverk og er myndefnið aðal- lega sótt í umhverfi listamannsins á Akureyri. Aðasteinn sýndi fyrst fyrir hálfri öld, og þá með listmálaranum Gunnari Dúa í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Hann málaði leiktjöld í nokkur ár hjá Leikfélagi Akureyrar og fleiri félögum í nærsveitunum. Litir, birta, landslag Á veggjum Kaffi Mílanó í Faxafeni hanga myndverk eftir Helgu Erlends- dóttur listakonu. Þar er um að ræða olíumálverk máluð í abstraktstíl, ásamt fígúratífum landslagsmyndum. Helga býr i Ámanesi í Homafirði og litir og birta hins stórbrotna landslags í umhverfi hennar er henni stöðug uppspretta nýrra verka. Sýningin verður opin fram i mars. Rauðhetta frumsýnd í Hafnarfirði Amman suðræn og syngjandi Rauðhetta, úlfurinn, amman, mamman og veiðimaðurinn öölast nýtt líf á fjölum Hafnarfjarðarleik- hússins í dag klukkan þrjú þegar barnaleikritið Rauðhetta verður frumsýnt. „Þama eru litríkar per- sónur á ferð,“ segir Guðrún Krist- jánsdóttir, framkvæmdastjóri leik- hússins, og lýsir þeim nánar: „Amman er kjamakona sem býr í skóginum, dálítið suðræn, syngur mikið og prjónar töfrahúfur. Veiði- maðurinn er listamaður í hjarta sínu og ekki eins mikil hetja og af hefur verið látið en Rauðhetta er hins vegar mjög hugrökk. Mamm- an kemur lítillega við sögu, hún er nútímaleg og dálítið upptekin kona.“ Guðrún segir kunnáttufólk hafa farið höndum um þetta sí- gilda ævintýri og hlutur Charlottu Bowing sé þar stærstur. „Hún hefur unnið leikritið upp úr gömlu handriti frá 18. DV-MYND HILMAR ÞÓR Rauðhetta og úlfurinn Endirinn kemur flestum á óvart. öld og er auk þess bæði lagahöfundur og leik- stjóri. En hún hefur gott lið með sér, til dæmis Þórarin Eldjárn sem þýddi verkið enda er mikið um rím og orða- leiki,“ segir Guðrún og bætir við: „Leikmyndin er líka haganleg og þannig uppbyggð að áhorfendur verða eigin- lega þátttakendur í verkinu." -Gun. „Perlubílar“ bjóðast nú á lækkuðu verði. • • Ollum seldum „Perlubílum fylgir gjafabréf með glæsikvöldverði fyrir tvo í Perlunni. Hafðu samband við næsta sölumann og kynntu þér málið. Ingvar Helgason notaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.