Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Page 30
38 Helgarblað LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 DV Sturla Böövarsson samgönguráöherra Þaö er hvasst í samgönguráöuneytinu þessa dagana og opinberlega rætt um aö ráöherrann gæti þurft aö segja af sér. Hver er þessi feimnislegi, vandvirki en seinheppni stjórnmálamaöur í raun og veru? DV skyggnist undir snyrtilegt yfirboröiö og horfir á Sturiu í nærmynd. Sveitapiltsins draumur - Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þarf að læra að sýna reiðina og höggva á hnúta frekar en leysa þá. Hann stendur einn í úlfahjörð að mati sveitunganna fyr- ir vestan og skortir góða ráðgjafa. Næöir dimm um grund norðanhríðin köld. Nauðar rjáfrum í seint um vetrarkvöld. Þetta eru fyrstu línur vinsæls dægurlags frá sjöunda áratugn- um þar sem Hljómar fjölluöu um Sveitapiltsins draum. Þetta er vinsælt minni í skáldsögum, dæg- urlögum og kvikmyndum og seg- ir jafnan frá saklausa sveitapilt- inum sem kemur til stórborgar- innar með hreint hjarta og stór- borgin reynist vera viðsjárverð- ari en hann hélt og ekki það draumaland sem til stóð. Vísukomið getur vel átt við ástandið í samgönguráðuneytinu þessa dagana og þar er Sturla Böðvarsson í hlutverki sveita- piltsins af Snæfellsnesi sem kom í bæinn og varð loksins ráðherra eftir áratuga trúmennsku og dygg störf. Stórborgin fer um hann óblíðum höndum og reynist honum erflð. Þaö kann að hljóma eins og þver- sögn en stundum getur verið vont að vera góður. Það er ekki víst að þeim, sem vilja leysa alira vanda, vera vinir alira og sinna öllum málum af jafli- mikilli kostgæfni, famist alltaf vel í starfi. Sennilega er stærsti ókostur Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra einmitt sá að hann viil svo gjaman vera góður. Það er alveg sama hver af samferðamönnum hans og samverka- mönnum er spurður. Svarið hefst *r alltaf á skýrri yfirlýsingu um það að hann Sturla sé svo góður. Nú kynni einhver að halda að einmitt vegna þess hve góöur hann er ætti hann síst allra ráðherra að vera umdeildur og þurfa að þola opinberar umræður um hugsanlega afsögn úr ráðherrastól. Það er næstum því hefð fyrir því að sá ráðherra sem sætir t mestri gagnrýni opinberlega fyrir störf sín sé heilbrigðisráðherra. Emb- ætti samgönguráðherra hefur hingað til verið talið nokkuð „rólegt" en í tið Sturlu kveður við annan tón. Hér verður ekki dvalið við ná- kvæmlega þær embættisfærslur sem hafa valdiö því að Sturla hefur verið gagnrýndur svo mikið sem raun ber vitni heldur horft á manninn sjálfan og reynt að skyggnast undir fágað og rólegt yfirborð hans. Sturla, Jón og Guðmundur? Til er kenning sem kölluð er Peter’s Principal á ensku og gengur út á að stöðuhækkunarkerfi þaö sem flest vestræn samfélög byggjast á tryggi það að á endanum lendi flestir í starfi sem þeir í rauninni ráði ekki við. Þetta vangetulögmál birtist okkur í stjómmálamönnum sem undir lok fer- iis síns lenda í valdamiklum embætt- um í krafti þess að hafa ailtaf þjónað flokknum vel og alltaf mætt í vinnunna. Sennilega em framsóknar- ráðherramir Guðmundur Bjamason og Jón Kristjánsson skýrustu dæmin um þetta en frægastur slíkra ráðherra er án efa Jim Hacker úr þáttaröðinni Já, ráðherra. Kannski sýnir embættis- færsla Sturlu síöustu misseri að óhætt sé að bæta honum í þennan hóp. Heimaræktaður Sturla er heimaræktaður Snæfell- ingur, nánar tiltekið Ólsari, fæddur í Ólafsvík 23. nóvember 1945. Hann er því fæddur í merki sporðdrekans sem gerir hann fylginn sér, einbeittan, lok- aðan og tortrygginn. Sturla er sonur Böðvar Bjamason- ar, byggingarmeistara og byggingar- fulltrúa í Ólafsvík, þar sem Sturla ólst upp og konu hans, Elínborgar Ágústs- dóttur frá Mávahlíð. Hann er ekki bara sonur embættis- manns heldur giftist hann Hallgerði Gunnarsdóttur sem er dóttir Gunnars Guðbjartssonar sem var farsæll emb- ættismaður á vegum Framsóknar- flokksins áratugum saman og sat í stjómum fyrirtækja og samtaka og var varaþingmaður. Sturla og Hall- gerður voru gefin saman á vígsludegi kirkjunnar í Ólafsvík sem faðir hans hafði séð um byggingu á og voru fyrstu hjónin sem þar giftust. Sturla lærði húsamíðar og fór síðan í Tækniskóla Islands og lauk prófi í byggingatæknifræði þaðan 1973 og vann á sumrin hjá VST i Borgcunesi og Reykjavík en annars vann hann yf- irleitt heima í Ólafsvík á sumrum í byggingarvinnu hjá föður sínum. Sturla hefur lengst af starfsferils síns haldið sig innan sins heimahér- aðs en hann hefur frá bamsaldri haft mikinn áhuga á félagsmálum og stjómmálum og hóf feril sinn á því sviði í stjórn Lánasjóðs islenskra námsmanna. Þegar hann lauk námi í verkfræðinni fór hann ekki i fram- haldsnám eða til starfa við fagið held- ur varð sveitarstjóri í Stykkishólmi sumariö 1974 og síðar bæjarstjóri þar í nærri 20 ár eða allt til ársins 1991. Lúsiðinn embættismaður Sturla var lúsiöinn embættismaður fyrir vestan. Hann sat í óteljandi nefndum, ráöum og stjómum og var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og má segja að hann hafi á Stykkis- hólmsárunum ráðið flestu sem hann vildi ráða þar vestra. Stjómunarstíl hans í Hólminum er lýst svo að hann safnaði um sig hópi jábræðra sem sátu í öllum nefhdum og ráðum á vegum bæjarins. Sturla þoldi frekar illa gagnrýni eða mótrök og tók slíku andófi oft mjög persónu- lega og fullyrt er að stundum hafi það komið mönnum í koll að vera á móti bæjarstjóranum. Umhverfis Sturlu var ávallt hópur manna sem vissi um allt sem gerðist í bænum og í Kjördæminu og ekkert kom Sturlu nokkum tímann á óvart. Hann heldur þessum sið enn því netið er enn þá fyrir hendi og Sturla veit alltaf allt sem gerist í Stykkishólmi. Einn helsti galli Sturlu, bæði í nú- tið og fortíð, mun vera sá að hann þol- ir illa gagnrýni og getur átt það til að taka henni mjög persónulega. Því hafi hann gert sér far um að raða í kring- um sig já-fólki. Þau viðhorf endur- speglist m.a. í skipan nefnda sem starfa á hans vegum. Þetta hefur haft þau áhrif að hann veit stundum lítið um andstæðar skoðanir á málum og hvaða rök eru færðar fyrir þeim. Þess vegna geti mál sprungið framan í hann í þinginu eða í fjölmiðlum. Vamarlaus í úlfahjörð Mæla menn með því að Sturla skipti um stíl og taki slaginn um mál- in strax á vinnslustiginu. Menn eru sammála um að Sturla forðist ágrein- ing fyrir opnum tjöldum, hann hrein- lega geti ekki tekist á við slíkar kring- umstæður. Ekki bæti siðan úr skák að hann virðist einkar óheppinn og til séu mun útsjónarsamari menn við hið pólitíska taflborð sem geti þá bjargað sér úr ógöngum „í beinni". Er ekki laust við að sveitungar hans vorkenni honum og finnist hann hálfvamarlaus í úlfahjörðinni „fyrir sunnan“ þar sem úthald pólitískra andstæðinga er öllu meira en hann átti að venjast sem „einvaldur" i Stykkishólmi. Segir sagan að þar hafi yfirleitt verið nóg fyrir hann að yggla sig til að kæfa mögulegt andóf eða koma í veg fyrir vesen. Starfsháttum hans í ráðuneytinu er lýst á áþekkan hátt og vestra. Hann vill hafa yfirsýn yfir öll mál og þekkja þau vel og vandlega. Hann tekur afltaf jákvætt í allar beiðnir og fyrirspumir og rannsakar mál ofan í kjölinn áður en hann tekur ákvörðun. Sá timi finnst mörgum alltaf vera of langur. Strn-la hefur gott bakland í kjör- dæminu og góðan stuðningsmann og vin í Geir Haarde fjármálaráöherra. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ, og Ámi Emilsson, útibús- stjóri í Reykjavík, em meðal nánustu vina og ráðgjafa Sturlu. Maður veganna Hólmarar eru sammála um að Sturla Bövðarsson hafi unnið bæjarfé- laginu mikið gagn og einnig kjördæm- inu í heild og visa m.a. til hafna- og vegaframkvæmda. Falla þá gjaman lýsingarorð eins og duglegur, kraft- mikill og eljusamur. Hann þykir fylg- inn sér, sinna starfinu af lífi og sál og í heimabænum segja menn í gamni að þeir kjósi hann því vegimir séu orðn- ir sve góðir. Hins vegar þykir hann klaufalegur í framkomu og menn auglýsa eftir hyggindum eins og þeim að láta aðra vinna skítverkin fyrir sig. Hann þyk- ir blanda sér um of í öll mál og svara fyrir þau í stað þess að láta aðra um leiðindamálin og láta sig „hverfa" á meðan eins og nokkrir kollegar hans þykja gera svo snilldarlega á stund- um. Þá þykir skemma fyrir honum að hann hefur frekar klaufalega og stirð- busalega framkomu og er ekki gefið að sjá spaugilegar hliðar mála. Hann sjái einfaldlega ekki tækifærin þegar þau gefast til að létta andrúmsloftið og skapa jákvæðari strauma i sinn garð. Gamlir stuðningsmenn efast hrein- lega um að hann hafi nógu góða ráð- gjafa „þarna fyrir sunnan". ímyndarvandi Sturlu Hann er varkár úr hófi fram og má segja að hann forðist átök og sundrungu. Hann vill helst ekki þurfa að taka umdeildar eða óvin- sælar ákvarðanir og lendir þess vegna oft í því að taka ákvarðanir of seint eða alls ekki. Hann er rökfastur og sæmilega máli farinn en opinberlega er alltaf eins og hann sé að afsaka sig og þeir sem hafa séð hann svitna í Kastljós- inu sjá loðmullulegan embættis- mann og hikandi fulltrúa skrifræð- isins frekar en skeleggan og hríf- andi stjórnmálaleiðtoga. Mörgum finnst hann stífur og undarlegur í framgöngu á opinber- um vettvangi en það mun eiga sér þær skýringar að hann hefur átt við bakmeiðsli að striða árum saman og á erfitt með að sitja í hvaða stólum sem er. Fyrir vikið sýnist hann oft stífur og uppstilltur. Samstarfsmaður Sturlu segir aö hann eigi við ímyndarvanda að striða og þurfi að geta látið reiði sína sjást opinberlega en þegar Sturlu mislikar í ráðuneytinu getur hann orðið mjög reiður og munu t.d. flugmálastjóri og fleiri embætt- ismenn oft hafa fundið fyrir því. Vill vera góður Maður sem hefur starfað með Sturlu og fyrir hann alllengi sagði í samtali við blaðið að löngun hans til að gera vel og þóknast öðrum væri í senn kostur hans og helsti veikleiki. Það leiddi af sér of mikla varfærni og hann væri alltof oft aö eyða löngum tíma í að basla við að leysa hnúta sem best væri að höggva á. „Sturla heldur alltaf að það sé hægt að „settla" málin bak við tjöld- in eins og var og er svo auðvelt fyrir vestan. Það gengur ekki upp í þessari úlfahjörð sem hann er að vinna með þar sem allir eru með rýting í erminni." Einnig er það mat manna að Sturla sé ekki kominn í bæinn nema að mjög litlu leyti. Hann hafi mun meiri áhuga á því sem er að gerast vestur i Stykkishólmi en hræringum í lands- málapólitík. Það er fullyrt að Sturla sé afar var- kár og stundum liggi við aö það sé á mörkum þess skynsamlega. Umfjöll- un fjölmiðla um notkun ráðuneytis hans á flugvél Flugmálastjórnar hef- ur til dæmis dregið stórlega úr notk- un hans á henni og það svo að sveit- ungar hans og landsbyggðarbúar segja að hann sé hættur að koma út á land nema akandi eða með Flug- leiðum. Tónlistin og fjölskyldan Sturla getur verið gamansamur í þröngum hópi og allnokkuð mús- íkalskur og spilar stundum á píanó og getur vel haldið lagi. Hans er get- ið í rokksögu Gunnars Hjálmars- sonar sem kom út fyrir jólin fyrir að vera rytmagítaristi í frægri hljómsveit fyrir vestan. Þau hjónin eiga fimm böm sem em að mestu uppkomin og þrjú bamaböm em komin til sögunnar. Elstur er Gunnar, lögfræðingur, þá Elínborg, guðfræðingur og heim- spekingur, Ásthildur er stjómmála- fræðingur en tvö yngstu bömin, Böðvar og Sigríður, eru enn í námi. Fjölskyldan er skilgreind sem helsta áhugamál þessa vandvirka en seinheppna stjómmálamanns sem virðist ætla að fara flatt á því að vilja alltaf vanda sig eins vel og hann getur. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.