Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
DV
Fréttir
Mál Árna Johnsens á leið til saksóknara:
Istak byggði myrkra
kompu í Kópavogi
- að beiðni Árna. Eigandinn ekki spurður
Istak
Byggöi myrkrakompu í Kópavogi að beiöni alþingismanns.
Meðal nýmæla
sem upp komu í
rannsókn ríkis-
lögreglustjóra á
málum Árna
Johnsens, fyrr-
verandi alþingis-
manns og for-
manns bygginga-
nefndar Þjóðleik-
hússins, er að
þingmaðurinn fól
ístaki að láta gera myrkrakompu og
búa til aðstöðu til vinnslu ljós-
mynda í bílskúr í Kópavogi. Heim-
ildir DV herma að um sé að ræða
nokkur hundruð þúsund krónur
sem þingmaðurinn sé grunaður um
að hafa svikið út í tengslum við
málið.
Eigandi bílskúrsins, sem er ljós-
myndari, segist ekki hafa pantað
umrædda vinnu og þvi komið af
fjöllum þegar verið var að innrétta
bilskúrinn: „Ég var að vinna úti á
landi en þegar ég kom heim var
búið að setja þetta upp. Ég spurði
bara hvað væri eiginlega að gerast,“
segir ljósmyndarinn sem komst að
því að verkið var unnið að beiðni
Árna Johnsens sem er kunningi
hans.
4 atkvæði réðu
Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, bar sigurorð af Röskvu,
samtökum félagshyggjufólks, í
kosningum til stúdentaráðs Há-
skóla íslands. Kosningin var
æsispennandi og þegar úrslit lágu
fyrir í nótt kom í ljós að munurinn
á framboðsöflunum var aðeins
fjögur atkvæði. Vaka fékk 1.617 at-
kvæði og 5 fulltrúa kjörna en
Röskva 1.613 og fjóra menn. Þetta
er fyrsti sigur Vöku í rúman ára-
tug en kosningaþátttaka var um
46%.
„Ég óska Háskóla íslands til ham-
ingju með þennan sigur,“ sagði Sig-
þór Jónsson, oddviti Vöku, í samtali
við DV í morgun. Hann sagði vís-
bendingar hafa verið uppi um að úr-
slitin yrðu tvísýn í ár. -BÞ
Einhver óánægja
kemur alltaf upp
„Það kemur alltaf upp eitthvert
ósætti í svona málum, sama hvaða
aðferð er notuð, hvort sem það er
svona þröng að-
ferð, opnara próf-
kjör eða alveg
opið prófkjör,"
segir Alfreð Þor-
steinsson, borgar-
fulltrúi Fram-
sóknarflokksins,
aðspurður hvort
ekki sé óheppilegt
að deilur skuli
hafa risið innan
flokksins um aðferðir við val á full-
trúum á Reykjavíkurlistann. Eins og
fram hefur komið hefur Óskar Bergs-
son varaborgarfulltrúi dregið fram-
boð sitt í skoðanakönnun flokksins
um helgina til baka vegna óánægju
með hvemig að málum var staðið.
Raddir heyrast nú innan úr flokknum
sem hafa áhyggjur af þvi, að sú end-
umýjun sem orðið hefur á kjörskrá
flokksins og Óskar Bergsson var
ósáttur við, muni bitna á Alfreö Þor-
steinssyni, en Alfreð er eini frambjóð-
andinn í prófkjörinu sem hefur um-
talsverða reynslu af borgarpólitík og
hefur setið í borgarstjóm. Aðspurður
hvort hann teldi möguieikum sínum
ógnað sagði Alfreð: „Það verður ein-
faldlega að koma i ljós.“ -BG
„Árni sagði að ég gæti bara ljós-
myndað á móti verkinu en ég var
ekkert hrifinn af því enda hefði ég
getað gert þetta sjálfur fyrir 10 þús-
und krónur og ég vO ekki vinna
nótulaust," segir ljósmyndarinn.
Hann segist sjálfur hafa átt efnið
til framkvæmdanna og að starfs-
menn ístaks hafi giskað á að kostn-
aður þeirra væri á bilinu 140 til 160
þúsund krónur. „Mér þótti það mik-
ið, einkum og sér í lagi þar sem ég
ætlaði að smíða þetta sjálfur. Miðað
við kostnaðinn mátti ætla að þetta
hafi verið úr gulli," segir hann.
Ljósmyndarinn segist hafa að
beiðni Áma myndað uppbyggingu á
bæ Eiríks rauða í Haukadal og í
Brattahlíð á Grænlandi.
„Ég fór nokkrum sinnum til
Grænlands fyrir ístak aö beiðni
Áma til að mynda í Brattahlíð en
hef aldrei fengið krónu fyrir það,“
segir ljósmyndarinn sem ætlaði að
rukka ístak þegar hann væri búinn
að skila af sér albúmi með fullunn-
um myndum „allt frá fyrstu spýtu
þar til húsin voru tilbúin".
„Ég hef aldrei fengið neinn reikn-
ing enda bað ég aldrei rnn að þetta
verk væri unnið,“ segir ljósmyndar-
inn sem hugsaði ekkert um þetta
í dag gæti ráðist hvort sala á
kjölfestuhlut í Landssímanum
verður slegin af í bili. Danska fyr-
irtækið Tele Danmark mun eiga
fund með fulltrúum einkavæðing-
amefndar um málið en eins og
fram hefur komið hefur mjög dreg-
ið úr líkum á þvf að Síminn verði
seldur.
Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu, hefur
verið skipaður formaður einka-
væðingarnefndar og sagði hann í
samtali við DV i gær að ekki væri
fullreynt.
mál fyrr en hann var kallaður í yf-
irheyrslu hjá lögreglu vegna máls-
ins. Þá hafi runnið á hann tvær
grímur.
„Ég er bara eins og karlinn sem
fékk ofninn hjá Árna og hef ekkert
rangt gert,“ segir hann og vísar til
„Líkurnar á að
fá jákvæða niður-
stöðu hafa auð-
vitað minnkað og
eru minni en
áður var vonast
eftir,“ sagði Ólaf-
ur.
Aðspurður seg-
ir Ólafur að Dan-
ir hafi fylgst með
hinni neikvæðu
umræðu sem átt hefur sér stað nán-
ast daglega um ýmis mál er tengjast
stjómun Simans undanfarið. Hann
vinargreiða Árna Johnsens við
Böðvar Pálsson á Búrfelli þar sem
þingmaðurinn lét gera upp forláta
ofn en sendi reikninginn á ístak.
Búist er við að mál Áma
Johnsens verði sent til saksóknara
á næstu dögum. -rt
tekur þó ekki afdráttarlaust undir
að sú umræða hafi haft vond áhrif á
söluferlið. „Við höfum ekki fengið
nein viðbrögð frá þeim vegna þess.
Ég geri ráð fyrir að tölur skipti
mestu máli í þessu.“
Ekki liggur fyrir hve lengi Ólafur
mun gegna störfum formanns
einkavæðingarnefndar. Hann er
ekki skipaður formaður til neins
ákveðins tíma en eins og kunnugt
er lét Hreinn Loftsson af störfum
ekki alls fyrir löngu vegna ósam-
komulags við forsætisráðherra.
-BÞ
Stefán Júlíusson látinn
Stefán Júlíusson
rithöfundur lést á
Sólvangi í Hafnar-
firði í gær. Stefán
lét sig mjög varða
mennta- og bæjar-
mál í Hafnarfirði
og var afkastamik-
ill rithöfundur.
Hann skrifaði meðal annars bæk-
umar um Kára litla. Mbl. greindi
frá.
Friðargæsla
Utanríkisráðuneytið gengst fyrir
námskeiði um friðargæslu um næstu
helgi. Þátttakendur eru um eitt hund-
rað og komanir breiðum hópi borgara-
legra sérfræðinga. Á námskeiðinu
munu íslenskir og erlendir fyrirlesar-
ar fræða þátttakendur um störf frið-
gæsluliða og hugmyndafræðina á bak
við friðargæslu.
Skólahaldi aflýst
Skólahaldi hefur víða verið aflýst
á Vestfjörðum í dag vegna veðurs.
Samkvæmt síðustu fréttum fellur
kennsla niður í grunnskólanum á
Skagaströnd, Laugagerðisskóla,
Ólafsflrði, Hólmayik, á Drangsnesi,
Reykhólaskóla, á ísafirði og Bolung-
arvík. Ekki verður kennt í grunn-
skólanum á Finnbogastöðum í Ár-
neshreppi og að sögn Hrefnu Þor-
valdsdóttur matráðskonu var blind-
bylur í morgun þannig að ekki
sáust handaskil.
Rektor áminnir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
nemi við lagadeild Háskóla íslands,
hefur hlotið áminningu frá Páli
Skúlasyni rektor fyrir brot á reglum
um notkun heimilda í ritgerð. Mbl.
greindi frá.
Ásdís Halla í fyrsta sæti
Fulltrúaráð Sjálf-
stæðisflokksins í
Garðabæ sam-
þykkti í gær tillögu
uppstilinganefndar
vegna bæjarstjóm-
arkosninganna í
maí. Samkvæmt
listanum er Ásdís
Halla Bragadóttir í fyrsta sæti, Er-
ling Ásgeirsson i öðru en Laufey Jó-
hannsdóttir í því þriðja.
Kvennaathvarfið flytur
Kvennaathvarflð í Reykjavík flyt-
ur í nýtt húsnæði sitt næstkomandi
mánudag. Samkvæmt dómsúr-
skurði ber Kvennaathvarfinu að
rýma núverandi húsnæði og hefur
að sögn Jónu Harðardóttur, for-
stöðukonu athvarfsins, náðst sam-
komulag við Sýslumanninn í
Reykjavík um að það verði gert á
mánudag. RÚV greindi frá. -kip
fl Bi+Æ helgarblað
Ég á enga vini
í Helgarblaði DV á
morgun er ítarlegt
viðtal við Egil Helga-
son blaðamann, þátta-
stjómanda og verð-
andi föður. Egill talar
um stjómmál og
stjómmálamenn,
Halldór Laxness,
frægð og foðurhlutverk. í blaðinu er
einnig viðtal við Stefán Jón Hafstein,
sigurvegara síðasta prófkjörs Samfylk-
ingar, og ættir hans raktar með nýstár-
legum hætti. Einnig er birt nærmynd af
Friðriki Pálssyni, stjómarformanni
Landssímans, sem stendur í orrahríð
þessa dagana. Forstjóri Friggjar segir
frá fæðingu sona sinna og reynslunni af
vökudeild en Frigg hefur stofnað sér-
stakan sjóð til styrktar deildinni.
DV-MYND GVA
Holræsagröftur í Kollafirði
Á vegum Reykjavíkurborgar standa nú yfir framkvæmdir viö lagningu holræsakerfis í Kollafíröi. Stórvirkar gröfur vinna
nú aö því aö grafa fyrir holræsi frá iðnaöarhverfi á Esjumelum. Eins og sjá má á myndinni eru fjórar stórar vinnuvélar
aö grafa fyrir lögninni niöur í Kollafjöröinn. Þá er í hönnun gerö útrásar sem tengd veröur skolplögn sem lögö
veröur út í sjó.
Danska fyrirtækið Tele Danmark fundar með einkavæðingarnefnd í dag:
Örlög Símans gætu ráðist í dag
- neikvæð umræða hefur lítil áhrif, að sögn Ólafs Davíðssonar
Alfreö
Þorsteinsson.