Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 12
12
Menning
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
DV
Stórir í Salnum
DV-MYND GVA
Gunnar, Krlstlnn og Jónas
Raddir söngvaranna drógu fram sérkenni hvor annarrar.
Það gætu ekki margir hérlendir
tónlistarmenn fyllt Salinn í Kópa-
vogi þrisvar sinnum í röð með
einu og sama prógramminu, en
þetta gera þeir Kristinn Sig-
mundsson, Gunnar Guðbjömsson
og Jónas Ingimundarson sem
komu fram á fyrstu tónleikunum
af þrennum í Salnum í gærkvöldi.
Næstu tónleikar verða í kvöld,
þeir þriðju á morgun og uppselt á
þá alla!
Efnisskráin samanstendur af
góðkunnum aríum og dúettum úr
nokkrum sívinsælum óperum:
Töfraflautunni eftir Mozart, Ást-
ardrykknum eftir Donizetti, Seldu
brúðinni eftir Smetana, Faust eft-
ir Gounod og Perluköfurunum eft-
ir Bizet. Nokkur eftirvænting
ríkti í Salnum áður en söngvar-
amir tveir stigu á svið en þeir eru
eins og kunnugt er tveir af okkar
allra bestu söngvurum og önnum
kafnir við að syngja á óperusvið-
um víða um heim.
Gunnari Guðbjömssyni og
Jónasi Ingimundarsyni var vel
fagnað þegar þeir komu fram i
byrjun og hóf Gunnar að syngja
úr Töfraflautunni - Wo willst du,
kuhner Fremdlmg hin. Innkoma Kristins kom
á óvart, rödd hans barst að tjaldabaki uns
hann steig fram, syngjandi, á tilkomumikinn
hátt. Eftir fyrsta tvísöng þeirra félaga sungu
þeir svo sina aríuna hvor úr Töfraflautunni,
fallegur inngangur hjá báðum en sérlega
mögnuð aria Sarastros í meðfómm Kristins,
„Sá sem kann ekki að fyrirgefa á ekki að vera
í mannlegu samfélagi," eins og hann þýddi
sjálfur lokatexta aríunnar og dauðaþögn datt
á í salnum. Raddir söngvaranna hljómuðu vel
saman og eins og drógu fram sérkenni hvor
annarrar, rödd Gunnars skær og tær en rödd
Kristins flauelsmjúk og dimm og hafa báðir
fulikomið vald á öllum blæbrigðum.
Hver árían rak aðra og dúettar sem unun
var á að hlýða, leikræn til-
þrif voru öll mjög fmleg og
sannfærandi: Kristinn
óborganlegur í mörgum af
gamanhlutverkunum, svo
sem í Belcore í Ástar-
drykknum og hjúskapar-
miðlaranum úr Seldu
brúðinni, og Gunnar sér-
lega skemmtilegur í túlkun
sinni á einfeldningunum í
Ástardrykknum, og greini-
legt hversu reyndir og
sviðsvanir þeir báðir eru.
Jónas Ingimundarson lék
vel með á píanóið og aug-
Ijóst að fínleg taug er milli
þeirra Kristins enda hafa
þeir leikið saman á ófáum
tónleikum undanfarin ár
um allt land. Jónas átti frá-
bæran leik víða, til dæmis
með Kristni í ariu Sara-
stros og Gunnari í aríu
hans úr Ástardrykknum
svo eitthvað sé nefnt.
Þríeykið var klappað
upp aö konsert loknum og
risu menn úr sætum sín-
um þeim til hyllingar.
Sungu þá söngvaramir eitt
lag hvor eftir Jónas sjálf-
an, honum til heiðurs. Átti
þetta vel við þar sem Jónas fékk nýverið heið-
ursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna
og er honum óskað til hamingju með þau. Hér
var sem sagt um glæsilega tónleika að ræða
eins og búast mátti við af þeim félögum.
Hrafnhlldur Hagalín
10-11 á Sinfóníutónleikum
Myrkum músíkdögum lauk í gærkvöld í Há-
skólabíói, en þar frumflutti Sinfóníuhljómsveit
íslands þrjár islenskar tónsmíðar undir stjóm
Bernharðs Wilkinsonar. Sú fyrsta var heili pí-
anókonsert, Concerto „Kraków", eftir Jónas
Tómasson, og er hann innblásinn af ferð tón-
skáldsins tii Kraków í Póllandi fyrir nokkrum
árum. Að mati undirritaðs er þetta fallegt verk,
meö alls konar hugmyndaríkum útfærslum á að-
laðandi stefbrotum, og er konsertinn snyrtilega
skrifaður fyrir hljómsveit og píanó. Rödd pianós-
ins er óvenju hófstillt af píanókonsert að vera og
var heldur dauf í meðfórum Amar Magnússonar
píanóleikara, sem á köflum hefði mátt sleppa sér
meira. Leikur hans var vissulega nærfærinn og
einbeittur, en skorti stundum snerpu, auk þess
sem syngjandi kaflar bárust illa í gegnum leik
hljómsveitarinnar. Varð það tO þess að sumt í
músíkinni virkaði heldur flatneskjulegt.
Meiri átök áttu sér stað í Líhomme armé eftir
Erik Július Mogensen, en þar er unnið úr frægu
stefí frá fimmtándu öld sem ber sama nafn. Verk
Eriks er stutt og hnitmiðað, kraftmikið og á tið-
um dramatískt. Hljómsveitarraddsetningin er
afar þétt, jafhvel ofhlaðin. En tónsmíð Eriks var
ekki svo löng að það yrði eitthvað þreytandi, og
þar sem allar meginhugmyndir tónskáldsins
voru samantengdar á rökréttan hátt er ekki ann-
að hægt að segja en að útkoman á tónleikunum
hafi verið nokkuð sannfærandi.
Síðasti frumflutningur kvöldsins var Dyr að
draumum eftir Hauk Tómasson. Tónsmíðin er
innblásin af ljóði Óskars Árna Óskarssonar, Sjö-
stimi. Verk Hauks er snilldarlega skrifað fyrir
hljómsveit þar sem hver frumleg hljóðfærasam-
setningin rekur aðra. Úrvinnsla tónhugmynd-
anna kemur nánast alltaf á óvart, en er samt
fyllilega rökrétt og áhrifamikil. Þetta er geysi-
lega fjörug og skemmtileg tónlist með dulúðug-
um innskotum, og án efa með því besta sem
Haukur hefur samið.
Ein önnur tónsmíð var flutt á tónleikunum,
en það var 10-11 eftir Stefán Arason. Ekki er
langt síðan Stefán lauk prófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík og er 10-11 útskriftarverk hans.
Tónsmíðin, sem er fyrir strengjasveit og píanó,
ber ríkulegum hæfileikum gott vitni, hún er
hrífandi í einfaldleika sinum, einstaklega ljóð-
ræn og seiðandi, minnir jafnvel örlítið á tónlist
Arvos Part. Verkið er í fimm stuttum köflum
(sem upphaflega áttu að taka tíu mínútur og ell-
efu sekúndur i flutningi) flestum hljóðlátum, og
þrungnir einhverju óræðu sem ekki er hægt að
koma orðum aö. Þannig tónlist heyrir maður
ekki oft.
Leikur Sinfóniunnar var fagmannlegur og ör-
uggur í alla staði undir markvissri stjóm Bern-
harðs Wilkinsonar. í stuttu máli voru þetta at-
hyglisverðir tónleikar og glæstur endir vandaðr-
ar tónlistarhátíðar. Jónas Sen
Fótarskot
Ég varð nokkuð hissa þegar ég frétti að Aðal-
steinn Ingólfsson gagnrýnandi hefði ákveöiö að
svara gagnrýni minni sem birtist hér í blaðinu á
mánudaginn og fjallaði um „Sjónaukasýningu"
sem hann setti saman fyrir Listasafnið á Akur-
eyri. Ekki minnkaði undrun mín við að lesa
greinina hans en þar skýtur hann sig illilega í
fótinn og gerir fátt annað en að styðja gagnrýni
mína.
Annaðhvort hefur Aðalsteinn ekki lesið grein-
ina mína almennilega eða við tölum ekki sama
tungumál. Hann telur sig þurfa að benda mér á
að seint verði sett saman kórrétt sýning þegar
myndlistarsagan sé annars vegar. Ég orða sömu
hugsun bara aðeins öðruvísi í minni grein. Svo
lætur hann eins og eitthvað sé óskiljanlegt við
það að tala um „ágætisverk" á sýningunni og
hafa gaman af að skoða hana en gagnrýna „fúsk“
og „fordóma" í undirbúningsvinnunni. Að mínu
mati gengur það vel upp. Verkin sem slík eru
ekki slæm.
Sjálf skil ég heldur ekkert í honum að eyða
púðri í að afsaka einstök verk sem ég minnist á
i minni grein enda eru þær athugasemdir mínar
minniháttar í samanburði viö það sem máli
skiptir. Kjaminn í gagnrýni minni er sá að það
beri vott um dómgreindarleysi að færast svo
mikið í fang án þess að hafa til þess haldbærar
forsendur. Þetta staðfestir Aðalsteinn ítrekað
þegar hann lýsir því hvemig hann „dróst á að
setja saman yfirlitssýningu við þessar aðstæður"
en framkvæmdin hafi verið „skilyrt /.../ af hag-
kvæmnisástæðum" af hálfu Listasafnsins á Ak-
ureyri. Síðan tekur hann í sama streng og ég og
segir að ekki sé „sérstaklega gott úrval mark-
verðra verka frá þessu umrædda tímabili /.../ að
finna í fórum Listasafns Islands og Listasafhs
Reykjavikur". Bætir síðan við: „Sem við máttum
auðvitað vita fyrir." Það er einmitt þetta sem ég
er að tala um! Hvað er þetta annað en „fúsk“ svo
notað sé orð hans sjálfs?
Varðandi rýran hlut kvenna held ég að menn
séu nú orðið nokkuð sammála um að skýringin
á því hve listasagan (og sagan yfirleitt) fjallar að
liflu leyti um konur og þeirra verk sé ekki sú að
þær hafi ekki verið til. Þó ekki sé verið að tala
um neina kynjakvóta ætti þessi vitund auðvitað
bara að hvetja þá sem era að „taka saman“
óskráðu söguna til þess að vanda sig og gera
ekki sömu mistökin eina ferðina enn. Og það á
ekki eingöngu við um hlutfóll kynjanna. íslensk
listasaga er ekki vel skráð og undirbúningsvinn-
an sem þeir spöraðu sér svo þægilega með því að
setja sýningunni ákveðin skilyrði hefur ekki
verið unnin.
Hlutirnir gerast
bara þannig:
Einn fær sér bita
og tyggur, næsti
tekur við honum
og japlar á hon-
um uns tuggan
verður sígild án
þess að nokkur
velti þvi fyrir sér
hvort bragð sé að
henni eða ekki.
Þetta kallast varla fræðimennska, þetta er að
festa klisjuraar í sessi.
Að „myndlistarsérfræðingum sé ekki
treystandi" voru ekki beinlínis mín orð, ég sagði
bara að þeir væru ekki óskeikulir fremur en aðr-
ir. Hins vegar má vel spyrja hvort þeim sérfræð-
ingum sé treystandi sem finnst í lagi að taka að
sér „fræðiverkefni" þegar það er frá upphafi
ljóst að útkoman verður aldrei barn í brók.
Áslaug Thorlacius
Sjónaukasýningin t Listasafni Akureyrar, sem deilur
þessar standa um, stendur fram á sunnudag og er
opin kl. 13-18 þessa daga.
Píanótónleikar
Á næsta sunnudags-matinée í tónlistarhús-
inu Ými kl. 16 á sunnudaginn heldur Richard
Simm einleikstónleika á píanó.
Á efnisskránni verða m.a. sónötur eftir
Scarlatti, „Mephisto-valsinn" eftir Lizst og
einleiksverk fyrir píanó eftir Ravel og Grieg,
auk þjóðlagaútsetninga eftir Richard Simm
sjálfan.
Richard Simm fæddist á Englandi og hlaut
tónlistarmenntun sína í London og í
Múnchen. Hann hefur búið og starfað á ís-
landi frá 1989 og er eftirsóttur einleikari, með-
leikari og kennari. Hann hefur haldið tónleika
i Wigmore Hall í London, einnig í Bandaríkj-
unum og Þýskalandi, og að sjálfsögðu hér á
landi, meðal annars sem einleikari með Sin-
fóníuhijómsveit íslands.
Kvintettar
Eþos-kvartettinn leikur - styrktur bæði af
píanói og auka-lágfiðlu - á tónleikum Kamm-
ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á sunnu-
dagskvöldið kl. 20. Á efnisskránni eru Kvint-
ettinn K. 516 eftir Mozart, „Cristantemi"
strengjakvartettinn eftir Puccini og Kvintett
op. 34 eftir Brahms. Hljóðfæraleikarar eru
Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Greta Guðnadótt-
ir fiðla, Guðmundur Kristmundsson lágfiðla,
Bryndís Halla Gylfadóttir knéfiðla, Þórunn
Ósk Marinósdóttir lágfiðla og Mona Sand-
ström píanó.
Schola cantorum
við kertaljós
Listvinafélag Hallgríms-
kirkju stendur fyrir kórtón-
leikum í kirkjunni á sunnu-
dagskvöldið kl. 20 undir yfír-
skriftinni „Kem ég nú þínum
krossi að“. Þar flytur kamm-
erkórinn Schola cantorum
undir stjóm Harðar Áskels-
sonar kórtónlist tengda fost-
unni eftir Poulenc, norrænu tónskáldin
Rautavaara, Nystedt, Kvemo og Karlsen. Hef-
ur kórinn aðeins sungið verk Nystedts og
tvær af mótettum Karlsens áður.
Efnisskráin er byggð kringum Sjö orð
Krists á krossinum, kórútsetningar á gömlum
íslenskum lögum við Passíusálmana, eftir Jón
Hlöðver Áskelsson. Norrræn söngverk og fjór-
ar föstumótettur eftir Poulenc brúa bilin á
milli sjö versa Hallgríms Péturssonar. Birtu
frá kertaljósum, markvissri uppbyggingu efn-
isskrár og mismunandi staðsetningu kórfé-
laga í kirkjurýminu er ætlað að stefna tón-
leikagestum til móts við íhugun um krossinn
og krossfestingima.
Eins og alkunna er hefur Schola cantorum
á skömmum tíma komist í fremstu röð ís-
lenskra kóra, hreppt verðlaun í alþjóðlegri
kórakeppni og hvarvetna fengið einróma lof
gagnrýnenda. Stjómandi hans, Hörður Ás-
kelsson, er nú tilnefndur til Menningarverð-
launa DV í tónlist og hlaut nýlega íslensku
tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2001
á sviði klassískrar tónlistar.
Mjallhvít
Helga Amalds
ætlar að sýna
börnum og vin-
um þeirra Mjall-
hvíti og dverg-
ana sjö á sunnu-
daginn kl. 15 í
Gerðubergi.
Þetta er heill-
andi brúðuleiksýning sem var frumsýnd 20.
janúar sl. og hlaut afbragðsgóðar viðtökur
áhorfenda. Meðal annars sagði í umsögn hér
í blaðinu að áhorfendur sætu hugfangnir,
hvort sem þeir væra þriggja ára, þrítugir
eða tvisvar sinnum það! í sýningunni leiðir
sögukonan bömin í gegnum þetta sígilda æv-
intýri á nokkuð óvenjulegan hátt, nefnilega
með töfrabrögðum.
Leiðrétting
Þegar tilnefnt var til Menningarverðlauna
DV í byggingarlist í fyrradag féll niður nafn
á einum höfunda Þjónustuhúss í Nauthóls-
vík. Rétt er að þeir voru þrír: Heba
Hertervig, Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna
B. Þorsteinsdóttir. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum. En umhverfi hússins er
hannað af Landmótun EHF.