Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 20
24
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
Tilvera DV
WgmgmWBSSBBMSM
"the perfect pizza"
John Baker
Útsaumur
og grjót
Vatn, grjót, hrosshár, útsaumur,
ljósmyndir og olíumálverk. Þetta er
allt eitthvað sem sjónvarpsstjaman
Eva María Jónsdóttir vill sjá á sýn-
ingu í Gerðubergi. Sýningin heitir
einmitt Þetta vil ég sjá. Þar eru fjöl-
mörg splunkuný myndverk, auk eldri
verka, bæöi þekktra og óþekktra eftir
hina ýmsu listamenn þjóðarinnar.
Nefna má Önnu Líndal, Óskar Jónas-
son, Kristin, G. Harðarson og Helga
Þorgils. Sýningin verður opnuð á
morgun, laugardag, kl. 15.
Hið ósegjanlega
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson list-
málari opnar sýningu á verkum sín-
um í fordyri Hallgrímskirkju. Hún
ber yfirskriftina „í minningu Rothko
og leitarinnar að hinu ósegjanlega“.
Þar eru verk unnin út frá verkum
bandaríska expressionistans Marks
Rothkos. Þetta er 10. einkasýning Sig-
tryggs og er hún liður í dagskrá List-
vinafélags Hallgrímskirkju. Sýningin
er opin alla daga frá 9 til 17.
Listasafn Akureyrar:
Sameiningartákn
Listagilsins
- segir Hannes Sigurðsson forstöðumaður
Prjónaaðferðir
og endalok
Tvær sýningar verða opnaðar á
morgun, laugardag, í Listasafni ASÍ,
Freyjugötu 41. íris Elfa Friðriksdóttir
sýnir i Gryfju og er kveikjan að verk-
um hennar sótt í prjónaaðferðir og
fatamerki. Efnisvalið er af ýmsum
toga, steinsteypa, jám, pólýester og
papph:.
í Ásmundarsal sýnir Inga Sólveig
Friðjónsdóttir ljósmyndaseríu sem
ber titilinn LÍFVANA. Þar er fjallað
um endalok nokkurra kvenna.
Ustasafn Akureyrar
Blátt og hátt í miöju Listagili. Upp-
haflega byggt sem Mjólkursamlag
KEA 1937.
lega gaman af þessari uppriijun en
kveðst ekki síður vera stoltur af
sýningum Cartier Bresson og Per
Kirkeby sem hann hafi fengið til
landsins. Varðandi nánustu framtíð
nefnir hann sýningu á verkum Sig-
urjóns Ólafssonar sem opnuð verð-
ur nú á útmánuðum og rússneska
sýningu frá Arkangelsk sem kemur
með vorinu og heitir Draumar og
tálsýnir. Sú spannar tímabilið frá
rússnesku byltingunni 1905 til
dauða Stalíns 1953.
„Sumarsýningin verður eftir tutt-
ugu og þrjá listamenn sem allir hafa
búið hér á Akureyri í lengri eða
skemmri tíma en eru fluttir burtu,“
segir Hannes og áréttar það hlut-
verk safnsins að sinna heimamönn-
um i bland við aðra stórsnillinga.
Siðan heldur hann áfram með verk-
efnalista ársins: „Með haustinu
kemur sýningin Milli goðsagnar og
veruleika. Þar kynnum við til leiks
arabíska menningu og þegar enn
lengra líður á haustið fáum við sýn-
ingu sem heitir Rembrandt og sam-
tíðarmenn hans en við endum árið
á samstarfsverkefni unglinga og
starfandi listamanna. Það er sam-
starfsverkefni miUi íslands, Græn-
lands og Lapplands og heitir Hraun
- ís - Skógur. Annars er hægt að
lesa um safnið í fortíö, nútíð og nán-
ustu framtíð á heimasíðunni okkar
sem hefur slóðina http://artak.-.is.“
-Gun.
_____
Homo technicus
Listaverk úr járni, gleri og
hitaelementi eftir Jón Gunnar
Árnason.
DV-MYNDIR SBS
Skipstjórinn á skútunni
Hannes Sigurösson listfræöingur.
Listagilið á Akureyri er
landsþekkt fyrir öfluga starf-
semi.
Það er í hjarta bæjarins og
þar eru vinnustofur lista-
manna, tvö gallerí, mynd-
listaskóli, handverkshús og
Kaffl Karólína, sem jafnan
býður upp á myndlistarsýn-
ingar með veitingunum.
Freigátan í gilinu er þó
Listasafnið á Akureyri og
það verður heimsótt að
þessu sinni. Það er í blárri,
reisulegri byggingu og þar
ræður húsum Hannes Sig-
urðsson listfræðingur.
„Listasafnið er hið stóra
sameiningartákn gilsins,“
segir hann og rekur síðan
uppruna safnsins.
„Húsið var reist árið 1937
undir mjólkursamlag KEA
en árið 1993 keypti Akureyr-
arbær upp eignir kaupfélags-
ins og það ár var listasafnið
opnað á afmælisdegi bæjíu-
ins, 29. ágúst. Þetta er þvi
eitt yngsta listasafn lands-
ins.“
Skiltiö sést óravegu
1 safninu eru þrír sýning-
arsalir, alls um 350 fermetrar
að stærð. Hannes segir starf-
semi safnsins svipa til starf-
semi Listasafns Reykjavíkur
að því leyti að þar séu ein-
vörðungu boðssýningar.
Sá sem leiddi safnið fyrstu
sporin var Haraldur Ingi
Haraldsson, sem var for-
stöðumaður þess í sex ár eða
til 1999. Þá tók Hannes við
stjómvölnum og er spurður
hvort hann hafi eitthvað
breytt stefnu skútunnar.
„Nei, meginstefnan hefur
haldist frá upphafi þótt
innra skipulag, áherslur og
útlit hafi aðeins breyst,“ segir
Hannes og bendir á sjö metra hátt
skilti utan á húsinu því til staðfest-
ingar. „Fráneygir geta séð það frá
ströndinni handan fjarðarins á góð-
um degi,“ segir hann og brosir.
Allt milli himins og jarðar
Talandi um stefnuna segir Hann-
es hana vera skýra. „Safnið reynir
að standa að vönduðum og fjöl-
breytilegum sýningum. Meðal ann-
ars reynum við að koma til móts við
þá listamenn sem starfa á Akureyri
eða eiga hér rætur.“
Á veggjum safnsins nú er sýning
á verkum íslenskra listamanna síð-
ustu þrjá áratugi, verkum sem Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur
valdi og fjallaöi um. Hannes segir
tilgang sýningarinnar tviþættan.
„Við reyniun eftir megni að sinna
íslenskri listasögu og höfum í því
sambandi verið í samvinnu við
söfnin í Reykjavik. Sýningin er
hluti af Sjónaukaseríunni sem ég
stofnaði til og er liður í að skima
yfir farinn veg.“ Hannes var einmitt
sá sem hratt af stað Sjónþingum í
Gerðubergi á sínum tíma þar sem
listamenn eru spurðir spjönmum
úr um feril sinn. í Sjónaukanum
kveðst hann hafa snúið dæminu
við. „Nú hef ég fengið heimspek-
inga, lisfræðinga og bókmennta-
fræðinga til að velja sér þemu eöa
tímabil í myndlistinni sem þeir fá
að kasta sínum skoðunum á.“
Meiri losti?
Stuttu eftir að Hannes tók til
starfa sem forstöðumaður Lista-
safnsins setti hann upp sýninguna
Losta sem vakti gríðarmikla athygli
og fljótlega á eftir kom upp sýning
sem hét því óræða nafhi Úr og í.
Hún byggðist á tískunni á íslandi og
íslenskri tískuljósmyndun. Hvaö
kemur næst? „Ég er nú ekki með
neina nýja lostasýningu á prjónun-
um,“ segir Hannes og hefur greini-
A Sjónaukasýningu
Tvær leiöir í syndinni eftir Gabríelu
Friöriksdóttur og málverk Siguröar
Árna Sigurössonar, Án titils.