Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 16
20
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
Skoðun X>V
Spurníng dagsins
Er Landssímamálið dæmi
um klúður eða klókindi?
(Spurt á Akureyri.)
Jón Sveinbjörn Vigfússon vélstjóri:
Margt er aö koma upp á yfirboröiö
sem menn virðast ekki hafa vitaö
um. í því liggur kiúöriö.
Byrnhildur Smáradóttir
hjúkrunarfræðingur:
Ég myndi segja klúöur. Þaö er ekki
skemmtileg lykt af þessu máli.
Matthías Frímannsson ellilífeyrisþegi:
Hvoru tveggja. Któkindin eru þau
hvernig mönnum hefur tekist aö fela
hlutina og maka krókinn - en klúðriö
er aö eftirlit hefur vantaö.
Pálmi Egilsson sjómaður:
Klúöur. Hver maöurinn á fætur öörum
hefur makaö krókinn - og klúörið er
aö menn hafi komist upp meö þaö.
Bára Stefánsdóttir skrifstofumaður:
Þaö er aigjört klúöur frá A til Ö aö
stjórnin skuli ekki vita hvaö stjórnar-
formaöurinn er aö gera.
Hallgrímur Guöfinnsson sjómaður:
Þaö er helvítis klúöur. Þaö á aö reka
Landssímann sem þjónustufyrirtæki,
en ekki sem braskfyrirtæki.
Af góðráðum snillinga
Almenningur
veit hversu mikil-
vægt það er að
hver opinber
króna nýtist vel í
höndum stjóm-
valda, enda dýr-
mætar og af mjög
skornum skammti,
eins og m.a. ís-
lenskir öryrkjar
þekkja allt of vel.
Þess vegna hlýtur
mörgum að hafa
„hlýnað" um hjartarætur þegar
stjómarformaður Landssímans lýsti
því yfir í viðtali, vegna leynilegra
635 þúsund króna mánaðarlegra
verktökugreiðslna til hans árið
2001, að hann hefði verið heiðarleg-
ur allt sitt líf. - Það er ekki dónalegt
að heyra slíkt frá háttsettum vörslu-
manni almannafjár á þessum síð-
ustu og verstu tímum.
í heiðarleika sínum taldi stjórn-
arformaðurinn, í viðtalinu, að
stjóm Símans hefði að vísu verið
það óviðkomandi að hann væri ekki
bara fastlaunaður stjómarformaður
hjá Símanum heldur einnig ráðgjafi
i opinni verktöku upp á rúmar 7
milljónir króna þetta árið. Stjómar-
formaðurinn heiðarlegi hressti oss,
allan almenning, einnig við með því
að skýra opinberlega frá því að
hluti hinnar útseldu ráðgjafar-
vinnu, á hans vegum, hefði tengst
viðskiptum Landssímans við fyrir-
tækið @Ipbell. Annar hluti
verktökunnar hefði svo spannað
tilfallandi kostnað sem ferðalög
hins fastlaunaða stjómarformanns
hefðu óhjákvæmilega leitt af sér. -
Það er nefnilega talið langsnjallast
að ferðast í verktöku. Betri líðan,
meðal annars.
En hver haldið þið að hafi svo
reynst vera hinn eiginlegi Guðfaðir
Gunnar Ingi
Gunnarsson
iæknir skrifar:
Samgönguráöherra og stjórnarformaöur Símans.
- „ Hvar værum við stödd án þessara manna?“
„Annar hluti verktökunn-
ar hafi svo spannað til-
fallandi kostnað, sem
ferðalög hins fastlaunaða
stjómarformanns hefðu
óhjákvœmilega leitt af sér.
- Það er nefnilega talið
langsnjallast að ferðast í
verktöku. Betri líðan,
meðal annars. “
þessa snjalla tvöfalda launakerfis
stjómarformannsins? - Ekki stjóm
Landssímans, nei, hún vissi ekkert,
og fæst nú bara við kattarþvott á
skyndifundum - það var auðvitað
snillingur snillinganna - sjálfur
samningamálaráðherrann, Sturla
Böðvarsson!
Og sjáið til - hvar sem
ofursnilldin í opinberu starfi skýtur
upp kollinum þessa dagana - þar er
stutt í gúrú stjórnviskunnar -
sjálfan samningamálaráðherrann.
Hann er orðinn okkar mesti
gæfusmiður og skýrt dæmi um
þann ómetanlega mannauð
íslendinga sem liggur í þessum
snillingum sem valist hafa tU gæslu
og meðferðar á almannafé. Hvar
værum við stödd án þessara
manna?
Og hvað með íslenskan
almannahag ef hér færu ekki menn
á heiðarleikans vegum. - Mér bara
hrýs hugur við sjálfri
tilhugsuninni.
Hverjir vilja ESB-viðræður
Ragnar
skrifar:
Nýjasta „flippið" hjá áhugamönn-
um um ESB-viðræður og helst inn-
göngu í bandalagið er að hampa
fréttinni um könnun PWC
(PriceWaterhouseCoopers) á vUja
íslendinga um að efna tU viðræðna
um aðUd íslands að ESB. Manni er
næst að halda að þegar svona könn-
un er gerð á hinu og þessu af fyrir-
tækjum úti í bæ (undanskU dagblöð
sem nýta kannanir sem lestrarefni
ásamt því að vera fróðleikur) hljóti
sá sem um könnunina biður að
vUja fá að ráða einhverju um niður-
stöðuma, eða a.m.k. legga kapp á að
hún verði honum hagstæð.
Ég veit ekki t.d. hvort PWC gerir
svona kannanir á eigin spýtur eða
hvort fyrirtækið gerir kannanir eft-
„Mér finnst mjög ótrúverð-
ugt að lesa niðurstöður
slíkrar könnunar því jafn-
vel þótt könnunin sé að
öllu leyti gerð án samráðs
og afskipta beiðanda hefur
maður það gagnstœða á til-
finningunni. “
ir pöntunum. Mér finnst mjög ótrú-
verðugt að lesa niðurstöður slíkrar
könnunar, því jafnvel þótt könnun-
in sé að öUu leyti gerð án samráðs
og afskipta beiðanda hefur maður
það gagnstæða á tilfmningunni.
Sú könnun sem hér er vísað tU
um áhuga íslendinga á ESB-viðræð-
um sýndi að 66%Ý eða tveir af
hverjum þremur íslendingum telji
að nú eigi að heíja viðræður um að-
Ud. Þetta er einmitt það sem helstu
áhugamenn um aðUd að ESB halda
fram. - Mér er því spum hvort
þessi könnun sé gerð að beiðni ein-
hverra eða hvort fyrirtækið PWC
gerir könnunina að eigin frum-
kvæði.
Lesendasíða DV hafði samband
við fyrirtækið PWC og leitaði svars
við skoðun bréfritara. - Talsmaður
PWC tók fram að svona könnun
væri einfaldlega gerð að frumkvæði
fyrirtækisins og væri meira í ætt
við að sýna áhuga þess á því sem
efst er á baugi í þjóðfélaginu og
bæri PWC alfarið kostnað af könn-
uninni.
Garri
Orð (forsætisráð)herrans
Garri er einn hinna svoköUuðu bókstafstrúar-
manna. Þó er þessi bókstafstrú hans ekkert
skyld bókstafstrú hinna aðskUjanlegustu trúar-
hópa - kristni, íslam eða hvað þetta heitir nú
aUt saman. Garri trúir á sinn mann í pólitíkinni,
sinn Herra, forsætisráðherrann og formanninn,
snUlinginn og sómamanninn Davíð Oddsson.
Þess vegna sefur Garri með ræður Davíðs undir
koddanum og hefur upp á síðkastið einbeitt sér
að því að læra ræðuna hans á Verslunarþingi
utan að. 1 gærkvöldi smeygði Garri hendinni
undir koddann og greip þar sér tU hugarfróunar
í texta frá Davíð. Það sem undan koddanum kom
var viðtal við höföingjann frá því i sumar úr DV
þegar Áma Johnsen-mál bar hæst í umræðunni.
Og þannig hljóðaði hið heUaga orö frá Davíð:
Axla ábyrgð
„Það getur enginn búið tU óskeikult kerfi sem
útilokar svona óheiUaatvik. Kerfið er ekki
þannig og verður aldrei þannig að menn geti
ekki tekið neina hluti ófrjálsri hendi en það eru
á hinn bóginn yfirgnæfandi líkur á að eftir
nokkra mánuði eða misseri, þegar endurskoðun-
in og bókhaldið fer í gang, þá komist slikt atferli
upp. Það er bara spuming um tíma. Tók það
ekki nærri tvö ár að koma upp um kjólakaup
Guðrúnar Helgadóttur fyrir peninga Alþingis og
þá endurgreiddi hún með nákvæmlega sama
hætti og Ámi Johnsen. Hún sagði ekki af sér.
Jón Baldvin gaf manni úti í bæ áfengi sem var
skrifað á ríkið. Hann endurgreiddi. Ekki sagði
hann af sér. Formaður Alþýðubandalagsins tók á
sínum tíma sem fjármálaráðherra veð sem aUir
sáu að var blekking tU að afstýra því að vinir
hans misstu húsin sín. Ríkið tapaði tugum mUlj-
óna. Ekki sagði hann af sér. Gísli S. Einarsson,
sem slær sér upp á því nú að sparka í liggjandi
mann, meðan hann káUar hann vin sinn og fé-
laga í hverju orði, skrifaði bréf út af bUaumboði
og notaði stöðu sína og Alþingis tU að styrkja
málarekstur sinn og nefndi þar hvergi að hann
væri eingöngu að draga taum fjölskyldu sinnar.
Hann sagði ekki af sér. Enginn þessara manna
gerði það. Þessir karlar sátu allir eins og ekkert
heföi gerst og dæmin eru fleiri. Albert Guð-
mundsson, Jón Sólnes, Ámi Johnsen, aUir sjálf-
stæðismenn, öxluðu á hinn bóginn ábyrgð.“
Trúir á bókstafinn
Þetta var sérstaklega ánægjulegt innlegg í
þjóðmálaumræðu dagsins, því þama sá Garri
svart á hvítu að þrátt fyrir að útlit hafi verið
fyrir annað, þá mun réttlætið að sjálfsögðu sigra
að lokum. MikU umræða hefur nefnUega spunn-
ist um ýmis sérkennUeg mál sem tengjast Sjálf-
stæðisflokknum og lúta að því sem menn hafa
kaUað sjálftöku gæðinga flokksins úr opinberum
sjóðum. Nú liggur það hins vegar fyrir, sam-
kvæmt ívitnaðri ritningargrein úr Davíðsorði, aö
auðvitað verður aUt í fína lagi. Garri trúir í það
minnsta á þennan
bókstaf. Ctfijffi.
Harðnar í ári.
- Selt - og leigt aftur hjá kaupanda!
Söfnun á landsvísu
Hulda Sigurðardðttir skrifar:
Hún er alveg svakaleg, græðgin,
þegar hún heltekur menn sem hafa
þegar komist tU metorða í fjármála-
stiganum. 1 Landssímamálinu hljóta
menn að þjást dag frá degi af
græðginni einni. Nú er að harðna í ári
hjá ríkinu, eignir seljast lítt eða ekki,
og senn verður það ekki aUögufært
fyrir aUa stórkaUana og nefndakóng-
ana. Ég legg til að þjóðin sameinist
um að hrinda af stað peningasöfnun
tU að hjálpa þessum mönnum út úr
verstu krísunni, svo að þeir þurfi ekki
að leggja nótt við dag í ráðgjafastörf-
um eða hverju öðru sem þeir finna tU
að maka krókinn hjá ríkinu.
ESB bindur okkur
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Sumir íslenskir stjómmálamenn
hafa verið að gæla við inngöngu ís-
lands í ESB. Forsætisráðherra hefur
minnt á að þegar ísland var bundið við
verslun við Danmörku, kom ekki tU
greina að versla við aðrar þjóðir. Nú,
og lengi vel, hafa íslendingar getað
verslað við aðra. Innganga í ESB mun
binda hendur okkar varðandi réttinn
tU að versla við aðrar þjóðir, að ekki sé
minnst á fiskimiðin, sem verða ekki
lengur alfarið í okkar höndum. Þjóðin
var alla síðustu öld að berjast og ná yf-
irráðum yfir fiskimiðunum. Eigum við
nú að láta ESB beygja okkur í þessum
málum? Ég segi nei; við skulum beygja
ESB og sigra. ísland er eyland og það
er okkar styrkur.
Áróðursmyndir
í Sjónvarpi
Jakob Jónsson hringdi:
í þessari viku hóf
Sjónvarpið sýningu á
myndum frá Kúbu.
Fyrstu tvær mynd-
imar voru hreinar
og klárar áróðurs-
myndir og flöUuðu
mest um harðræði
Fiedei Castró fólks á eynnifóá upp-
einsræöis- hafi- Fyrst kúguðu
herra Og dáöur Spánverjar, og síöan
afeinræöis- Ameríkanar. Nú er
sinnum. Fiedel Castró við
——* völd. Ekki var
minnst á kúgun hans á landsmönnum,
aðeins hve mikilhæfur hann sé og dáð-
ur af öUum. Líka íbúum Harlem-hverf-
is New York borgar þegar Castró kom
þangað í heimsókn!. Mér ofbauð dýrk-
unin, áróðurinn og slepjan sem rann
yfir skjáinn hjá mér í sýningu seinni
myndarinnar; um Castró. Næst sýnir
Sjónvarpið myndina Mambo Kings og
svo Buena Vista Social Club. Þær
myndir eru auðvitað miklu þekkUegri
með frábærri tónlist þeirra Kúbu-
manna. En alveg óskylt Castró.
Treysti ekki sínum
Sveinbjórn Jónsson skrifar:
Það er nú kannski ekki nema von að
forsætisráðherra treysti ekki þessum
vesalingum, sem nú teljast þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, tU þess að vera
málsvarar i Landssímamálinu enda
rak hann þá aUa í bakherbergi og bað
þá bíða þar ásamt framsóknarmönnum
sem flúið höíðu þingsalinn þar tU orra-
hríðinni lyki. Virtist fjarvera þing-
mannanna ekki koma að sök. Davíð
glímdi létt og lipurlega í pontu og gekk
svo á braut, ósærður að mestu.
ov] Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.