Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 23
27
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
I>v Tilvera
Ted Kennedy
70 ára
Einn þekktasti stjómmála-
maður Bandaríkjanna, Ed-
ward Moore Kennedy, á stóraf-
mæli í dag. Kennedy, sem er litli bróðir
Johns og Roberts, sem báðir voru myrtir,
heldur einnig upp á það í ár að liðin eru 40
ár frá því hann varð öldungdadeildarþing-
maður. Eftir lát bræðra sinna reyndi hann
einu sinni að ná tilnefningu demókrata til
forsetaembættisins, var það 1980, en Jimmy
Carter hafði betur. Oft hefur mikið gengið á
í einkalífmu. Ber þar hæst slysið við
Chappaquiddick-eyju 18. júli 1969 þegar
hann keyrði fram af brú og ofan í á þar sem
ung stúlka, Mary Jo Kopechne, sem var far-
þegi í bíl hans, drukknaði.
Gildlr fyrir laugardaginn 23. febrúar
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.i:
* Einhver reynir að fá
' þig til að taka þátt í
einhverju sem þú
ert ekki viss um að
þiTviljir taka þátt í. Stattu
fast á þínu.
Fiskarnlr (19. febr.-20. marsl:
Reyndu að eiga stund
ífyrir sjálfan þig, þú
þarfnast hvildar.
Vinur þinn biður þig
að gera sér greiða og er mikilvægt
að þú bregðist vel við.
Hrúturinn (21. mars-19. aoríh:
. Sjálfstraust þitt sem
' venjulega er í góðu
lagi er með minna
móti þessa dagana.
Taktu fagnandi á móti þeim sem
eru vinsamlegir í þinn garð.
naunu ai
X*
þarft að hvf
Nautið (20. apríl-20. maO:
Þú mátt vænta gagn-
legrar niðurstöðu í
máli sem lengi hefúr
beðið úrlausnar. Þú
þáffi að hvíla þig og góð leið til
þess er að hitta góða vini.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Ekki dæma fólk eftir
r fyrstu kynnum, hvorki
því sem það gerir eða
segir. Athugaðu þess
í stað hvern mann það hefur
að geyma.
Krabbinn (22. iúní-22. iúlif:
Þú syndir á móti
| straumnum um þessar
' mundir og ert fullur
orku og finnst engin
þér ofviða. Eitthvað
skemmtilegt gerist í félagslíflnu.
Uónið (23. iúlí- 22. ðeúst):
. Þér var farið að leiðast
1 tilbreytingarleysi
hversdagslifsins og
eru þessir dagar því
mjög til að kæta þig þar sem þeir
eru harla óvenjulegir.
Mevlan (23. ðeúst-22. septJ:
Þú ert yflrleitt nyög
^(VN\ duglegur en núna er
^^^^teins og yflr þér hangi
® f eitthvert slen. Þetta
gæti verið merki um það að
þú þarfnist hvíldar.
Vogln (23. sept.-23. okt.i:
Þú verður fyrir ein-
hverri heppni og lífið
virðist brosa við þér.
Breytingar gætu orðið
á búsetu þinni á næstunni.
Happatölur þínar eru 3, 9 og 16.
Sporðdreklnn (24. nkt.-2i. nóv.k
Vinir þínir standa eink-
i'ar vel saman um þessar
f mundir og gætu verið að
undirbúa ferðalag eða
einhveija skemmtun. Þú tekur full-
an þátt í þessrnn skipulagningum.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.):
|Þú ert viðkvæmur þessa
rdagana og þarf lítið til að
særa þig. Þú þarft bara
að gefa þér tíma til að
hvila þig og safna þreki til að takast á
við erfiðleika hversdagslífsins.
Steingeitin (22. des.-19. ian.l:
Það er sama hvað þú
tekur þér fyrir hendur
þessa dagana, allt virðist
ganga upp. Þú umgengst
mikið af skemmtilegu fólki og ert
alls staðar hrókur alls fagnaðar.
Myndbönd
wsm
Eu, Tu, Eles ★ ★★
Ástsjúk
eiginkona
Þótt ótrúlegt sé þá
er brasilíska gaman-
myndin Eu, Tu, Eles
byggð á sönnum at-
burðum um konu
sem giftist þremur mönnum, konu
sem sumir mundu segja að hefði ver-
ið með brókarsótt en aörir að hún
hefði eingöngu viljað vera umvafin
ást og umhyggju. Myndin er fyrst og
fremst gamanmynd þótt tónninn sé
stundum alvarlegs eðlis. í raunveru-
leikanum var ekki um þennan létt-
leika að ræða. Handritshöfundur
myndarinnar, Elena Soarez, segir að
hún hafi sleppt því ógeðfellda og
kryddað með húmor. Þetta tekst henni
vel. Myndin er innihaldsrík, skemmti-
leg og vel gerð og Regina Casé er ómót-
stæðileg i hlutverki Darlene.
Myndin gerist meðal fátæks fólks.
Það er ekkert rafmagn eða sími í húsi
Darlene, sem í upphafi myndarinnar
býr með eiginmanni númer 1. Hún er
lífsglöð og ákveðin og þegar hún finn-
úr fyrir tilbreytingarleysinu og ást-
leysi hjónabandsins frnnst henni ekk-
ert athugavert við að taka sér annan
eiginmann. Og þegar hún er einu
sinni komin á bragðið þá er ekkert til
fyrirstöðu að taka sér einn enn. Allt
er þetta fyrir opnum tjöldum og þar
sem eiginmennimir geta ekki hver
um sig fullnægt þörfum hennar þá
verða þeir að sætta sig við orðinn
hlut. Darlene er þeim allt i senn móð-
ir, ástkona og vinur og skiptir þeim í
flokka eins og henni hentar. Þótt ekki
sé fyrirkomulagið til fyrirmyndar er
ekki annað hægt en dást að þeim
þrótti sem einkennir allt sem Darlene
gerir og gæðir myndina lífi. -HK
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Andrucha
Waddington. Brasilía, 2000. Lengd: 107
mín. Lelkarar: Regina Casé, Lima Duarte
og Stenio Garcia. Leyfð öllum aldurshópum.
Salsa ★★
Kúbversk
sveifla
Þegar Ry Cooder
fór til Kúbu til að
kynna sér tónlist
heimamanna og hafa
uppi á gömlum
kúbverskum tónlist-
armönnum og gefa út plötu með þeim
hefur honum sjálfsagt aldrei dottið í
hug þær víðtæku afleiðingar sem sú
fór hafði. í annarri ferð sinni var Wim
Wenders með honum og saman gerðu
þeir kvikmyndina Buena Vista Social
Club sem fór mikla sigurfór um heim-
inn og kom kúbverskri sveiflu á
landakortið. Franska kvikmyndin
Salsa er eitt afsprengi vinsælda Bu-
ena Vista Social Club.
Aðalpersónan er franskur píanó-
leikari, Rémi Bonnet (Vincent Lecoe-
ur), sem á mikla framtíð fyrir sér sem
klassískur tónlistarmaður. Hugur
hans leitar þó á önnur mið. Hann
hafði kynnst kúbverskum tónlistar-
mönnum og hrifist af tónlist þeirra.
Honum er samt ekki tekið opnum
örmum í þeirra hópi og til að falla inn
í kúbverskt samfélag í París litar
hann hár sitt og húð svo allir haldi að
hann sé frá Kúbu. Allt gengur að ósk-
um þar til hann hittir hina glæsilegu
Nathalie (Christianne Gout) sem er
sveifluóð og dýrkar allt sem kemur
frá Kúbu. Þau verða ástfangin og er
allt í lukkunnar standi um tíma.
Spumingin er mun Nathalie líta við
Rémi þegar hún kemst að því að hann
er aðeins venjulegur Frakki?
Salsa er fjörug og skemmtileg mynd
sem ekki er ætlast til að tekin sé há-
tíðlega. Aðstandendur myndarinnar
vita sem er að það er tónlistin og
dansinn sem fleytir henni áfram og
sem slík er hún hin besta afþreying.
Sagan sjálf er þunn og útjöskuð. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Joyce Bu-
buel. Frakkland 2000. Lengd: 100 mín.
Leikarar: Christianne Gout, Vincent Lecoe-
ur og Catherine Samie. Leyfö öllum aldurs-
hópum.
Uppáhaldsmyndbandiö
Blade Runner og
Matrix rata oft í tækið
- segir Gísli Einarsson, verslunarstjóri í Nexus
„Ég fer ekki næstum þvi eins oft
í bíó og ég gerði í gamla daga,“ seg-
ir Gísli Einarsson, verslunarstjóri í
Nexus og fyrrverandi kvikmynda-
gagnrýnandi.
Gísli segist eiga svo gott heimabíó
að hann nenni ekki lengur í kvik-
myndahús. „Mér finnst einfaldlega
betra að vera heima og horfa á
myndir þar.“
Tókst ætlunarverkið
„Síðasta mynd sem ég sá í bíósal
var Lord of the Rings. Mér fannst
hún mjög góð og ég er fullkomlega
sáttur við útfærslu Peters Jackson á
sögunni." Þegar Gísli er spurður
hver sé lélegasta mynd sem hann
hefur séð í seinni tíð er hann fljótur
að svara og segir Dancer in the
Dark eftir Lars von Trier. „Hún er
tvímælalaust ein af lélegustu mynd-
unum sem ég hef séð. Ég held að
myndin hafl verið brandari hjá Tri-
er. Hann ákvað að gera eins lélega
mynd og hann gat og telja fólki trú
um að hún væri listaverk. Honum
tókst ætlunarverkið vegna þess að
Björk og hinir leikaramir vissu
ekki hvað hann hafði í huga.“
Var Deckard maður eða mannlíki?
áhaldi og Matrix ratar oft í tækið.“
Að sögn Gísla á hann það til að taka
fyrir ákveðið þema og skoða það.
„Ég var til dæmis með Asíukvöld
fyrir skömmu og horfði á tvær jap-
anskar myndir, önnur heitir Avalon
og er eftir sama leikstjóra og teikni-
myndin Ghost in the Shell. Hin
myndin heitir Uzumaki og byggir á
japanskri teiknimyndasögu,
Uzumaki fjallar um íbúa í smáþorpi
sem verða fyrir einkennilegum
áhrifum af spiralmunstrum í um-
hverfi þeirra.
Hef gaman af vísinda-
skáldsögum
Aðspurður viöurkennir
Gísli að hann hafi alltaf
haft gaman af vísindaskáld-
sögum. „Því miður hefur
úrvalið af þeim minnkað á
síðustu árum og gæðunum
farið aftur. Á meðan ég var
gagnrýnandi mátti ég ekki
viðurkenna að ég hefði
meira gaman af einni gerð
af myndum en annarri. Nú
er tíðin önnur og ég gengst
fúslega viö því.“
Gísli segist bíða spennt-
ur eftir myndunum Mul-
holland Drive, Spiderman
og Star Wars. „Ég er reynd-
ar með blendnar tilfinning-
ar gagnvart Star Wars
vegna þess að síðasta mynd var svo
hryllilega léleg.“ Gísli segist reynd-
ar bjartsýnn gagnvart þeirri næstu.
„Ég er búinn að lesa aÚt sem ég get
um hana og á von á betri sögu-
þræði, meiri hasar og minni
væmni.“ -Kip
Asíukvöld
Gísli segist hafa fengið sér heima-
bíó fyrir nokkrum árum og nota það
mikið. „Ég á að sjálfsögðu nokkrar
myndir sem ég get horft á aftur og
aftur. Blade Runner er í miklu upp-
Vísindaskáldsögur í miklu uppáhaldi
Gísli Einarsson, verslunarstjóri í Nexus og fyrrverandi kvikmyndagagnrýnandi,
segist alltafhafa haft gaman af vísindaskáldsögum og bíöa spenntur eftir
næstu Star Wars.