Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
Fréttir
DV
I hlta og þunga gærdagsins
Sigurdur G. Guöjónsson átti nokkur símtölin í gærdag þegar Ijóst var aö hann þyrfti aö taka skyndilega viö stjórn Noröurljósa, en hann er reyndar ekki
ókunnugur rekstri þessa stórfyrirtækis í íslenskum fjölmiölageira; hefur setið í stjórn félagsins um árabii.
Brotthvarf Hreggviðs frá Norðurljósum er inikið áfall:
Töpuðu 1,5 milljörð-
um á síðasta ári
Hreggviður Jónsson, forstjóri
Norðurljósa hf., sem m.a. reka Stöð
2 og Sýn, tilkynnti stjórn fyrirtækis-
ins í gær að hann hafi sagt upp
ráðningarsamningi sínum sem for-
stjóri félagsins.
Hreggviður segir í fréttatilkynn-
ingu um málið að honum sé ógjöm-
ingur að starfa áfram hjá félaginu
við núverandi aöstæður. Þá hætti
nýráðinn fjármálastjóri fyrirtækis-
ins einnig störfum í gær. Nánast á
sama tíma, eða klukkan eitt í gær,
mættu á annan tug starfsmanna
skattrannsóknastjóra á svæðið.
Voru þeir mættir til að leggja hald á
bókhaldsgögn vegna ítarlegrar
skattrannsóknar sem mun beinast
að aðaleiganda fyrirtækisins.
Jón Ólafsson,
stjórnarformaður
og aðaleigandi
Norðurljósa,
sagði í samtali við
DV í gær að brott-
hvarf Hreggviðs
kæmi sér ekki á
óvart.
„Stjórn félags-
ins ákvað það í
samráði við Hreggvið í október sl.
aö hann myndi láta af störfum inn-
an tíðar.“ Jón segir því að þetta séu
síður en svo ný tíðindi fyrir sér.
Hann sagðist þá ekkert hafa meira
um málið að segja.
Fullsaddur
Hreggviöur Jónsson sagði í
samtali við DV í morgun aö það
væri rétt að hann hefði lýst því yfir
i október að hann hefði viljaö láta af
störfum hjá félaginu, en ekki hefði
verið gengið frá samningum þess
efnis: „Þetta er rétt enda var ég
búinn að fá mig fullsaddan af
samstarfmu við Jón Ólafsson og um
það var stjórn félagsins
fullkunnugt.“
Hreggviður segir að hann hafi
vins vegar veriö tilbúinn til aö
starfa hjá félaginu og ganga með því
i gegnum „kyrrstööusamninga" sem
gerðir voru við helstu lánveitendur
félagsins. Að öðru leyti vildi
Hreggviður ekki tjá sig en sagði:
„Ég stend við mína yfirlýsingu. Viö
samkomulagið hefur ekki verið
staðið eins og kveðið er á um.“
Verulegt áfall
Uppsögn Hreggviðs Jónssonar,
forstjóra Norðurljósa, er án efa
verulegt áfall fyrir fyrirtækið en þó
ekki síður fyrir Jón Ólafsson, aöal-
eiganda félagsins. Brotthvarf Hregg-
viðs hefur beint kastljósinu enn á
ný að erfiðleikum Norðurljósa og
getur haft alvarlegar afleiðingar
gagnvart helstu lánardrottnum fyr-
irtækisins. Þá hjálpar ekki upp á að
Marinó Guðmundsson, sem nýlega
tók við starfi fjármálastjóra Norður-
ljósa, hefur einnig sagt starfi sínu
lausu og eru ástæðurnar þær sömu
og hjá Hreggviði, samkvæmt heim-
ildum DV. Mun Sigurður G. Guð-
jónsson, stjómarmaður í félaginu,
gegna starfi forstjóra þar til nýr for-
stjóri verður ráðinn.
í desember síðastliðnum var gerð-
ur svokallaður kyrrstöðusamningur
milli Norðurljósa og helstu lánveit-
enda félagsins. Þar eru stærstir
Chase Manhattan Bank, NIB í
Hollandi og Landsbanki íslands, en
alls koma flmm erlendir bankar að
málinu. Samningurinn er hluti af
fjárhagslegri endurskipulagningu
sem allir telja nauðsynlega. Þar er
meðal annars ákvæði um að eigend-
ur félagsins leggi félaginu til 600
milljónir króna í eigið fé. Sam-
kvæmt heimildum DV áttu eigend-
umir að greiða helming þessarar
fjárhæðar, eða 300 milijónir, á kyrr-
stöðutímabilinu, þ.e. desember sið-
astliðnum til loka mars.
í yfirlýsingu sem Hreggviður
sendi frá sér í gær þegar hann tók
hatt sinn og staf segir meðal annars:
„Einn af homsteinum samningsins
er ákvæði þar sem aðaleigandi fé-
lagsins skuldbindur sig til að leggja
félaginu til aukið hlutafé sam-
kvæmt ákveðinni greiðsluáætlun.
Við þessa skuldbindingu hefur
ekki verið staðið. Það gerir mér og
öðram stjómendum félagsins ókleift
að standa við greiösluloforð til
þriðja aðila.“
Yfirlýsing Hreggviös virðist
stangast í veigamiklum atriðum á
við yfirlýsingu stjómar Norðurljósa
og orða Siguröar G. Guðjónssonar í
fjölmiðlum í gær. Svo þarf þó ekki
að vera eins og lesa má út úr yfir-
lýsingu. Þar segist stjómin vilja
taka fram að „staðið verður í einu
og öllu við svokallaðan kyrrstöðu-
samning" sem gerður var 21. desem-
ber 2001. Með samningi þessum
verður komið á nýrri skipan fjár-
mála fyrirtækisins sem varð fyrir
miklu gengistapi á siðastliönu ári
sem leiddi til tapreksturs."
Skuldir 9,5 milljarðar
Heildarskuldir Norðurljósa um
síðustu áramót námu um 9,5 millj-
örðum króna samkvæmt heimildum
DV. Ljóst er að mikil skuldsetning
félagsins er þungur baggi á rekstr-
inum auk þess sem framlegð rekstr-
ar hefur ekki verið viðunandi.
Tapið ekki undir 1,5 milljarði
Reikna má með að tap af reglu-
legri starfsemi Norðurljósa á liðnu
ári hafi ekki verið undir 1,5 millj-
örðum króna en árið á undan nam
tapið rúmum hálfum milljarði.
Undanfama mánuði hefur verið
unnið að fjárhagslegri endurskipu-
lagningu Norðurljósa samhliða aö-
haldsaðgerðum í rekstri. Fjögurra
mánaða uppgjör síðasta árs sýndi
alls tæplega 630 milljóna króna tap
á rekstrinum og heildarskuldir í lok
april námu alls 8,8 milljörðum
króna.
Eigið fé í lok apríl á liðnu ári
nam alls 2,4 milljörðum króna en
hafa ber í huga að bókfærðar óefnis-
legar eignir (keyptir áskriftasamn-
ingar, útgáfu- og sýningarréttur
kvikmynda og viðskiptavild) voru
metin á 5,7 milljarða. Taprekstur á
liðnu ári hefur gengið nærri félag-
inu og gengið á bókfært eigið fé.
Þörf gríðarlegra umskipta
Gríöarleg umskipti eru nauðsyn-
leg til að Norðurljós nái að standa
viö þær skuldbindingar sem hvila á
félaginu. Fjárhagsleg endurskipu-
lagning virðist ekki ein duga til.
Kyrrstöðusamningurinn við
helstu lánardrottna miðaði að því
að gefa Norðurljósum og eigendum
þeirra svigrúm meðal annars til að
leggja félaginu aukið eigið fé, alls
600 milljónir króna. Fjármálasér-
fræðingur sem DV ræddi við í gær
sagði að í raun væri eigið fé
uppurið og neikvætt um nokkra
milljarða, ekki aðeins vegna tap-
rekstrar heldur ekki síður vegna
efasemda um að eignfærsla óefnis-
legra eigna sé raunveruleg.
Samkvæmt heimildum DV hefur
sú hugmynd verið rædd á síðustu
vikum að nauðsynlegt sé að styrkja
eiginfjárstöðu Norðurljósa enn frek-
ar en gengið hefur verið út frá. 600
milljóna króna aukið eigið fé dugi í
raun ekki. Ein hugmyndin hefur
verið’ sú að eigendur skuldabréfa
alls að fjárhæð 1,4 milljörðum króna
fallist á að breyta lánum í hlutafé.
Hluti þessara bréfa er skráður á
Verðbréfaþingi íslands en stærsti
hluti er óskráöur og fyrst og fremst
í eigu fjármálastofnana. Eigendur
skráðu skuldabréfanna eru hins
vegar fyrst og fremst lífeyrissjóðir
eftir því sem næst verður komist.
Erfitt verður hins vegar fyrir lífeyr-
issjóðina að samþykkja slíka mála-
leitan. -HKr.
Jón Ólafsson.
REGfíBOGinn
Eldur í Eldborg
Talsvert tjón varö neöan þilja í frysti-
togaranum Eldborgu þegar eldur
kom upp í skipinu viö Miöbakka í
Reykjavík í gærdag. Allt tiltækt
slökkvilið var kallað á vettvang,
enda rauk mjög úr skipinu. Taliö er
aö kviknaö hafi út frá rafli í Ijósavél.
Skipiö átti aö fara til veiðpa í
Flæmska hattinum um helgina, en
tefst í nokkra daga vegna óhappsins
aö sögn úttgeröarmanns.
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Hugað að snjóplógnum
Félagarnir Burkni Dagur Burknason
og Siguröur Ágúst Sigurðarson.
Sjaldan gert
verri veður
við Inndjúp
Fárviðri var við Inndjúp í gær og
segja íbúar þar að sjaldan hafi komið
verri veður á þeim slóöum. Vont veð-
ur var einnig um alla Vestflrði,
hvassviðri, snjókoma og mikið frost.
Færð var slæm og fólk hvatt til að
vera ekki á ferli að nauðsynjalausu.
Ýmis starfsemi féll niður vegna veð-
urs. Búist var við enn verra veðri og
hljóðaði spá Veðurstofunnar upp á
norðaustanátt, 18-23 m/s, en víða
23-28 um tíma. Þrátt fyrir rysjótt veð-
ur þessa dagana er það samdóma álit
Vestfirðinga að veturinn hér vestra
hafi ekki verið slæmur þegar á heild-
ina er litið. -VH
Á vélsleða í
íbúðahverfi
Sextán ára vélsleðamaður var
stöðvaður í íbúðahverfi á Selfossi
síðdegis í gær. Um leið og snjó setti
niður í bænum fóru sleðamenn á
stjá - og það innanbæjar sem er
stranglega bannað. Sleðamaðurinn
ungi verður kærður fyrir athæfl sitt
en síðan mun lögreglan hafa eftirlit
með sleðaakstri í þéttbýli eins og
DVMYND HARI
Meö snjóinn heim
Þaö er snjór nánast um allt land og
ef hann er ekki nægur heima í garöi
er bara aö sækja hann á skólalóö-
ina eins og þessi snáöi geröi í
Reykjavík í gær.
Lenti undir gleri
Vinnuslys varð á glerverkstæði
íspan við Furuvelli á Akureyri síð-
degis í gær. Tveir menn voru þar að
bisa viö að forfæra rúðustafla þegar
þeir misstu tökin á staflanum
þannig að hann féll gólfið. Annar
lenti undir staflanum þannig að
hann skarst illa á handleggjum og
meiddist á baki, þó ekki alvarlega.
Hann var fluttur á slysadeild. -sbs