Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 Fréttir DV Umdeild könnun: Telur svindlað á bæjarstjóra Karl Bjömsson. „Við tókum ákvörðun um að taka niður af Suð- urlandsvefnum könnunina um af- stöðu til þess hvort ætti að skipta um bæjarstjóra við kosningarnar í vor, þegar við komumst að því að farið hafði verið ítrekaö inn á vefinn úr sömu tölvunni," sagði Amar Óskars- son hjá Vef hf. við DV í gærkvöld. Þegar könnuninni lauk eftir 6 daga höfðu 70% þeirra sem tóku þátt svarað þvi játandi aö skipta ætti um bæjarstjóra, 26,3% voru meðmælt því að núverandi bæjarstjóri sæti áfram. Alls 272 höfðu tekið þátt í könnuninni þegar lokað var. „Við komumst að því að sami að- ili haíði farið itrekað inn á vefmn þegar við skoðuðum logskrámar á vefþjóninum okkar og sáum að sama id-talan var að koma aftur og aftur, 20-30 sinnum á klukkustund. Þetta hafði þau áhrif að við töldum könnunina ómarktæka og niður- stöður hennar einskis nýtar,“ sagði Amar. Hann sagði að enn sé ekki búið að ákveða hvemig verði bragðist við þessu, en leitað verði leiða til að svona lagað gerist ekki aftur í könnunum Suðurlandsvefs- ins. Amar sagði að lokum að kann- anir sem þessar byggðu ekki á vís- indalegum aðferðum og því ekki skynsamlegt að túlka niðurstöður þeirra sem vísbendingu um vilja al- mennings. -NH Nýtt afbrigði sykursýki Rannsókn islenskra lækna, sem greint er frá í tímaritinu Diabetolog- ia, hefur leitt í ljós að til er ný teg- und sykursýki. Nýja afbrigðiö hefur greinst hérlendis og er um að ræða sérstakt afbrigði af sykursýki af týpu 2 eða fullorðinssykursýki, sem er al- gengasta form sykursýki í hinum vestræna heimi. Rannsóknin leiddi í Ijós þrjár mismunandi stökkbreyt- ingar í genum sem taka þátt í sykur- efnaskiptum. Tvær þessara breyt- inga voru áður þekktar og hafði ver- ið lýst af erlendum rannsóknar- mönnum en þriðja stökkbreytingin, sem liggur í geninu Neurodl, hefur ekki verið lýst áður og fannst í fyrsta sinn í þessari rannsókn. Það sem einkennir hið nýfundna afbrigði er lágur meðalaldur við greiningu eða við 30 ára aldur og að hún tengist ekki ofiltu eins og hefur verið lýst áður varðandi fullorðins- sykursýki. Sjúkdómurinn þykir ill- vígur að því leyti að augnbotna- breytingar og taugaskaði í útlima- taugum kemur fram hjá fimmtungi sjúklinganna. Margir þeirra þurfa insúlíns við til að ná stjórn á sykur- sýkinni. -aþ Orkuveita Reykjavíkur skoðar möguleika á vexti fyrirtækisins til framtíðar: Skoða kaup á Símanum - mikil og góð samlegðaráhrif, segir Guðmundur Þóroddsson forstjóri „Þessi skoðun okkar er á fram- stigi en það er rétt að við erum að velta þessum möguleika fyrir okkur i mikilli alvöru," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, um hugsanleg kaup Orkuveitunnar á Landssímanum. Hugmyndin kom fyrst fram í um- mælum sem Alfreð Þorsteinsson, stjómarformaður Orkuveitunnar, lét falla á fundi framsóknarmanna á Hótel Borg í hádeginu í gær. Guð- mundur Þóroddsson segir að við fyrstu athugun bendi ýmislegt til þess að hér geti verið um fýsilega hugmynd að ræða fyrir Orkuveit- ima því fyrirsjáanlegt sé að Orku- veitan muni mæta aukinni sam- keppni á orkumarkaði og vaxtar- möguleikar fyrirtækisins séu tak- markaðir á orkusviðinu. „Við get- um ekki stækkað mikið á því sviði og spumingin hlýtur þvi að vera fyrir okkur hvort við leitum ekki eftir vaxtarmöguleikum á öðram sviðum. Mér sýnist aö ýmis sam- legðaráhrif gætu gagnast bæði Sím- anum og Orkuveitunni í svona dæmi,“ segir Guömundur. Aðspurð- ur hvaða samlegðaráhrif hann sé að tala um bendir Guðmundur á að bæði fyrirtækin séu í því að grafa skurði og leggja lagnir, þau standi í mánaðarlegri innheimtu og þurfi að halda úti ýmiss konar þjónustu all- an sólarhringinn. Alfreð Þorsteinsson segir að hér sé á ferðinni heillandi hugmynd sem öðlist aukið gildi í ljósi þeirra erfiðleika sem verið hafa við sölu fyrirtækisins. Hann bendir á aö Órkuveitan sé stöndugt fyrirtæki Guömundur Alfreð Þóroddsson. Þorsteinsson. með sterka eiginíjárstööu - upp á 40 milljarða. Aðspurður telur Alfreð eðlilegt að orkufyrirtæki hér fari inn í fjarskiptageirann líkt og sé aö gerast viða um heim og hann telur liklegt að ef af svona áformum verði muni Lina.net verða sameinuð Sím- anum. Hann viðurkennir ekki að slíkt væri andstætt þeim rökum sem Reykjavíkurlistinn hefur sett fram þegar verið er að réttlæta þátt- töku Orkuveitunnar í Línu.neti, nefnilega að verið sé að tryggja sam- keppni. Alfreð segir Reykjavíkur- listann hafa hafnað þvi að einka- væða Orkuveituna og það fyrirtæki hafi sýnt að það bjóði orku á lægsta mögulega verði. Það sé raunveru- legt opinbert þjónustufyrirtæki. í því bendir hann á orkuverð í Reykjavík annars vegar og i ná- grannalöndum hins vegar. Hann segir þaö ekki síður brýnt en lágt matarverð, til lífskjarabóta, að fólk geti búið við lágt orku- og símaverð. Bæði Alfreð og Guðmundur undir- strika þó að málið sé enn á frum- stigi og enn hefur fyrirtækið t.d. ekki sett sig í samband við einka- væðingamefnd. -BG ^ Óánægja með áfengissölufrumvarp: I bága við eðlilega viðskiptahætti - að mati samtaka verslunar og þjónustu Samtök verslunar og þjónustu segja ákvæði um tryggingar- og skráningargjald í frumvarpi til laga um innheimtu ríkisins brjóta í bága við eðlilega viðskiptahætti. Það muni einnig leiða til gróflegrar misnotkun- ar á einkasöluleyfi ríkisins á áfengi. Framvarpið gerir ráð fyrir að birgjar, þ.e. umboðsaðilar áfengis, sem bjóða til sölu nýjar áfengisteg- undir þurfi að greiða ÁTVR 40.000 kr. tryggingagjald og 5000 kr. í skráning- argjald. Ef einhver áfeng- I taka við vöru sinni séu brot á istegund selst ekki í þeim siðareglum kaupmanna. mæli sem ÁTVR telur Sigurður Jónsson, fram- ásættanlegt er trygginga- kvæmdastjóri SVÞ, segir ákvæði gjaldið ekki endurgreitt > > þessa frumvarps mjög óeðlilegt. og varan tekin af sölu- L, - „ 71 „Menn eru ekki sjálfum sér sam- lista. Ekki er gert ráð fyr- R jy kvæmir. Þarna era menn að ir að skráningargjaldið [i4W % boða viðskiptasiðferði hjá öðr- verði endurgreitt. Segja LV^isai^% | um en ætla svo sjálfir að vera samtökin aö lög sem með bæði axlabönd og belti.“ skylda birgja til að greiða Slgurður Hann segir löngu tímabært dreifingaraðila fyrir að Jónsson. að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Fyrir þinginu liggi nú fyrir enn eina ferðina frumvarp í þá veru frá Vilhjálmi Egilssyni. Þar er gert ráð fyrir að smásölum verði heimil- uð sala á léttvíni og bjór gegn ströngum skilyrðum. Sigurður er hins vegar ekki bjartsýnn á að frumvarpiö fáist rætt á þessu þingi. „Þama er þó um mjög mikið hags- munamál verslunarinnar að ræða, ekki síst á landshyggöinni," segir Sigurður. -HKr. Sigurður á Pollinum Góð loönuveiöi hefur veriö aö undanförnu út af Stokksnesi og er nú löndun- arbiö víöast hvar á Austurlandi. Bátar hafa siglt meö aflann noröur fyrir land sem er um 30 tíma sigling og hefur t.d. veriö nóg aö gera í Krossanesi síö- ustu vikuna eöa svo en annars hefur þetta veriö slitrótt frá áramótum. Þaö vakti óskipta athygli Akureyringa í gær þegar drekkhlaöiö toönuskip, Siguröur VE, sigldi inn á Pollinn og lagöist aö bryggju viö Eimskipafélagiö, sem er vöruhöfn, en ástæöan var sú aö olíuskip var úti í Krossanesi aö athafna sig og beiö loönuskipiö inni í bæ á meðan. SPRENOITILBOO rfjrirrr-rr\fr?rj[T r 7i Tilboðið 9ildir - ‘ ' 21.-28. febr. KJÚKLIIXIGUR Grensásveqi 5, SÍMI 588-8585 stór franskar, hrásalat og sósa, 2 I Pepsí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.