Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
1
FOSTUDAGUR 22. FEBRUAR 2002
Saksóknari
skoðar for-
stöðumenn
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir
gögnum Ríkisendurskoðunar varð-
andi embættisfærslur Guðmundar
Magnússonar, forstöðumanns Þjóö-
menningarhúss, og Ólafs Ásgeirs-
son þjóðskjalavarðar. I framhaldi
þess mun saksóknari ákveða hvort
lögreglurannsókn fari fram á máli
forstöðumannanna. Úttektin var
gerð að beiðni stjóma stofnananna
tveggja en í niðurstöðum er að finna
ávirðingar á forstöðumennina báða
en þó sérstaklega Guðmund Magn-
ússon.
Salome Þorkelsdóttir, formaður
stjómar Þjóðmenningarhússins,
sagði í samtali við DV í gær að for-
stöðumaður Þjóðmenningarhússins
yrði að fara eftir þeim athugasemd-
um sem gerðar hefðu verið við störf
hans. Hann hefði hins vegar gefið
skýringar á sumum atriðum og tek-
ið hefði verið tiilit til þess við af-
greiðslu málsins.
Bréf Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra til Guðmundar er ekki
formleg áminning og því á hann
enn þá eftir „tvo sénsa“ eins og lög-
maður sem blaðið ræddi við orðaði
það. Steingrími J. Sigfússyni, for-
manni Vinstri grænna, þykir mildi-
lega tekið á máli Guðmundar. Hann
segir ekki einleikið hvaða vandræði
séu sífellt í kringum þetta hús.
Fyrst sé farið óhóflega fram úr við
kostnað þess og nú sé reksturinn
eins og hann er.
Slakt eftirlit
Össur Skarphéðinsson, formaður
Breiðdalsheiði:
Jeppa leitað
í morgun fóru tveir björgunar-
sveitarbílar áleiðis upp á Breiðdals-
heiði að leita að Musso-jeppa sem
fór frá Höfn í Hornafirði um kl 10 í
gærkvöld áleiðis til Egilsstaða en
hefur ekki komið fram. Síðast
heyrðist til mannanna tveggja í
jeppanum upp úr miðnætti og vissu
þeir þá ekki hvar þeir voru og sáu
vart handa sinna skil. Að sögn lög-
reglunnar á Egilsstööum fór bíll
bæði frá Egilsstöðum og úr Breið-
dalnum til að skyggnast um eftir
Musso-jeppanum, en veður var leið-
inlegt á þessum slóðum, snjókoma
og hvasst. Þegar blaöið fór i prentun
í morgun voru björgunarsveitar-
menn enn uppi á heiði við leit og
höfðu ekki fundið Mussoinn. -BG
Samfylkingarinnar, segir að þau
mál sem séu að koma upp í tengsl-
um við Þjóðmenningarhúsið og
Þjóðskjalasafnið séu enn ein dæmin
um mál sem komið hafa upp á síð-
ustu vikum og sýni slakt eftirlits-
kerfi í ráðuneytum sjálfstæðis-
manna. Össur bendir á að þessi mál
tengist forsætis-, samgöngu- og
menntamálaráðuneytum og beri
vitni um það að Sjáifstæðisflokkur-
inn hafi raðað gæðingum sinum á
garöann þar sem þeir ástundi
sjálftöku úr opinberum sjóðum. Það
er mat formanns Samfylkingarinn-
ar að þessi dæmi öll sýni betur en
flest annað að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi verið of lengi við völd, taum-
haldið sé slakt og tími kominn til að
flokkurinn fari frá.
Sjá Yfirheyrslu á bls. 6 -rt/BÞ
Góðan daginn
Húsakynni Noröurrljósa viö Lyngháls í Reykjavík fylltust af brúnaþungum skattrannsóknarmönnum skömmu eftir
hádegi í gær og unnu þeir ktukkustundum saman aö því aö safna saman gögnum um samskipti helstu stjórnenda
fyrirtækisins og efni sem varðar þókhald fyrirtækisins.
Umfangsmiklar aðgerðir skattyfirvalda hjá Norðurljósum:
Umsvif Jóns til
skattrannsóknar
Ein af ástæðum þess að starfsmenn
Skattrannsóknarstjóra ríkisins fóru i
húsakynni Norðurljósa og Skífunnar í
gær eru umsvif Jóns Ólafssonar,
stjórnarformanns Norðurljósa. 15-18
starfsmenn embættisins tóku þátt í
aðgerðunum sem stóðu fram á kvöld.
Eins umfangsmiklar aðgerðir og þess-
ar eru mjög sjaldgæfar og ekki gerðar
nema að undangengnum vel ígrund-
uðum undirbúningi.
Jón Ólafsson er búsettur i Bret-
landi en hefur lögheimili hér á landi
og hefur talið fram til Skattstjórans i
Reykjavík. Ljóst er að aðgerðir Skatt-
rannsóknastjóra ríkisins muni einnig
beinast til Bretlands og víðar hér á
landi.
Samkvæmt heimildum DV er starf-
semi Norðurljósa sem slíkra ekki
þungamiðja rannsóknarinnar, enda
hefur bókhald þess ekki verið talið að-
finnsluvert. Á hinn bóginn hefur
grunur skattayfirvalda um óeðlilega
háttsemi m.a. beinst að umsvifum
Jóns Ólafssonar í tengslum við fyrir-
Eklð burt meö gögnin
Starfsmenn Skattrannsóknastjóra aka frá Lyngháisi í gær.
tæki hans. Hann er aðaleigandi Norð-
urljósa sem eiga m.a. Skífuna. Jón
taldi fram innan við 100 þúsund króna
tekjur í síðasta skattframtali.
Skattrannsóknastjóri ríkisins haíði
undirbúið aðgerðirnar í gær svo vik-
um skipti. Eftir þvi sem DV kemst
næst hefur ekkert komið fram annað
en að tilviljun ein hafi ráðið þvi að
þær hafi borið upp á nánast sama
tíma og Hreggviður Jónsson forstjóri
gekk út úr húsakynnum Norðurljósa
við Lyngháls 5 í gær. Starfsmenn
skattrannsóknastjóra fóru einnig í
höfuðstöðvar Skífunnar að Laugavegi
26.
Gögnum hefur nú verið safnað og
mun sú vinna halda áfram. Sam-
kvæmt heimildum DV sýndu starfs-
menn skattrannsóknastjóra tölvupósti
yfirmanna talsverðan áhuga í gær en
slík gögn eru ein hlið rannsóknarinn-
ar.
-Ótt
Staðið verður
við samninga
Sigurður G. Guðjónsson, stjómar-
maður og starfandi forstjóri Norður-
ljósa, sagði í samtali við DV í morgun
að staðið verði við allar skuldbinding-
ar kyrrstöðusamnings sem gerður var
21. desember á milli fyrirtækisins og
helstu viðskiptabanka þess. Hreggvið-
ur Jónsson, sem lét af starfi forstjóra
í gær, lét hins vegar á sér skOja í yfir-
lýsingu að ekki hafi verið staðið við
þetta samkomulag.
- Hvað segir þú um þessi orð
Hreggviðs?
„Við erum bara að fara í gegnum
það með bönkunum núna hvort þetta
er svona. Ef ekki hefur verið farið ná-
kvæmlega eftir kyrrstöðusamningn-
um, þá verður staðið við hann.“ Sig-
urður segir að allar áfangagreiðslur
hafi skilað sér og miðað við að þær
eigi að klárast fyrir 1. apríl.
- Er rétt að tap Norðurljósa hafi
numið 1,5 milljörðum króna á síðasta
ári?
„Þú getur þó rétt ímyndað þér að ef
þú ert með upphaflega fimm milljarða
króna lán í dollurum og ferð i gegnum
40% gengisfellingu, þá hlýtur það að
koma einhvers staðar fram.“
- Hafið þið orðið fyrir pólitísku
mótlæti?
„Já, við höfum alltaf fundið fyrir
því og vitum að við eru ekki í uppá-
haldi hjá Davíð Oddssyni," segir Sig-
urður G. Guðjónsson.
-HKr.
Skaut mink úti á reginhafi
kkkkkkkkkk
Gitarinn"
„Ég var að horfa út um gluggann
þegar ég sá eitthvert torkennilegt
fyrirbæri í sjónum. Það vakti at-
hygli mína að fuglamir fældust og
þegar ég aðgætti þetta betur sá ég að
þarna var minkur á sundi. Ég trúði
í fyrstu ekki mínum eigin augum og
sama má segja um félaga mína um
borð,“ sagði Frímann Jónsson, yfir-
vélstjóri á Elliða GK, en þegar skip-
ið var statt um 13 mílur undan
ströndinni út af Homafirði í fyrra-
dag urðu skipverjar varir við mink
í sjónum.
Frímann segir minkinn hafa ver-
ið óvenjusprækan miðað við að vera
úti á reginhafi. „Við geröum okkur
Elllöi GK frá Akranesi.
ljóst að hann kæmist ekki aftur til
lands og því ákvað ég að fella
hann,“ sagði Frimann. Minkurinn
var skotinn og náðu skipverjar að
húkka hann um borð. „Ég hef verið
lengi til sjós og minnist þess aldrei
að menn hafi séð mink svo langt frá
ströndinni. Það er líklegast að hann
hafi flækst út með öðru skipi og síð-
an hrakist í sjóinn. Þótt minkar séu
góðir til sunds þá fmnst mér hæpið
að þeir geti synt rúmar þrettán sjó-
mílur í ísköldum sjónum."
Frímann segir ákveðið að mink-
urinn verði varðveittur og reyndar
hafi þegar verið falast eftir honum.
„Reðursafnið hefur sýnt því áhuga
að fá minkinn enda þykja endalok
hans hin merkilegustu," sagði Frí-
mann Jónsson yfirvélstjóri.
-aþ
^uicannn^
•sjf Stórhöfða 27,
X s. 552 2125.
jl, Rafmagns gítar, jl,
magnarT m/effekt ‘f
'k I og snúra 33.900kt'K'
ikkkkkkkkkk
Talaðu við okkur um
1