Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 11
11
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002___________________________________________________________________________________________
DV Útlönd
5.000 kr.
HmL
90 cnv 35.600,-SamU 30.600
100 cnv 39.000,- Scunt: 34.000
105 cnv 42.800,-Samt; 37.800
120 cnv 49.900,- SamU 44.900
RflGnftRBJöRnsson,
í InmíttiO&u cg honnm tQ&tsgctfng.
Oalshrauni 6 HafnarfÍrói-Simi: 555 0397 -www.rbrum.is
„Öryggiseinangrun“ er svar ísraelsmanna við árásum Palestínumanna:
Vilja koma upp öryggis-
svæðum á landamærunum
REUTER-MVND
Ný leikjatölva prófuö
Þessir japönsku tölvuleikjaáhugamenn voru niöursokknir þegar þeir fengu aö reyna Xbox, nýju leikjatölvu hugbúnaöar-
fyrirtækisins Microsoft, austur í Tókíó í fyrradag. Leikjatölvan kom í verslanir í Japan í morgun.
allsherjar stríð brjótist út, en i bar-
áttunni gegn hryðjuverkunum kem-
ur ekkert annað en sigur til greina,"
sagði Sharon.
Yasser Abed Rabbo, upplýsinga-
ráðherra í palestínsku heimastjóm-
inni, gagnrýndi þessa ráðagerð
Sharons harðlega í gær og sagði að
þessi einangrunarstefna þeirra
gerði ekki annað en auka á spenn-
una og væri engin lausn.
Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, tók í sama streng á
fundi öryggisráðs SÞ í gær og sagð-
ist hafa miklar áhyggjur af ástand-
inu. „Þeir eru á barmi hengiflugsins
og verða að koma sér saman um
friðarviðræður. Einangrun skilar
engum árangri ef pólitísk lausn fæst
ekki á málunum," sagði Annan og
bætti við að þriðji aðili yrði að
grípa inn í deilurnar. Hann skil-
greindi það ekki nánar en sagði að
öryggisráðið myndi standa fyrir op-
inni ráðstefnu um málefni Mið-
Austurlanda í næstu viku.
Rumsfeld harmar
að ráðist var á
óbreytta borgara
Donald Rumsfeld, landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
43 Afganar, sem voru drepnir eða
teknir höndum i áhlaupi banda-
riskra sérsveita við Kandahar í síð-
asta mánuði, hefðu hvorki verið
vígamenn al-Qaeda né liðsmenn
talibana, eins og í fyrstu var talið.
Þegar Rumsfeld kynnti fyrstu nið-
urstöður mánaðarlangrar rann-
sóknar á atvikinu sagði hann að
dauði sextán Afgana hefði verið
óheppilegur. Hann vildi þó ekki
biðjast afsökunar á klúðrinu.
Aðspurðm- sagðist Rumsfeld ekki
fá séð hvers vegna ætti að refsa
bandarísku hermönnunum sem
tóku þátt í aðgerðunum.
Austur á Filippseyjum fórst
bandarísk herþyrla í hafið í morg-
un. Tíu menn voru i þyrlunni en
síðustu fréttir hermdu að tveimur
að minnsta kosti hefði verið bjarg-
að. Vitað er að þrír týndu lífi.
Þyrlan tók þátt í æfingum á sunn-
anverðum Filippseyjum sem hafa
það að markmiði að uppræta
skæruliðasamtök múslíma sem
tengjast hryðjuverkasamtökum
Osama bin Ladens.
Uffe Ellemann-Jensen
Fyrrum utanríkisráöherra Danmerkur
hefur veríö sakaður um aö segja
ekki sannteikann um ráöningarkjör
æðstu manna Royal Greenland.
Uffe Ellemann
sakaður um að
hafa sagt ósatt
Uffe Ellemann-Jensen, sem var
rekinn úr starfi stjómarformanns
grænlenska fyrirtækisins Royal
Greenland á dögunum, hefur nú
verið sakaður um að hafa sagt ósatt
um starfslokasamning tveggja fyrr-
um æðstu forstjóra fyrirtækisins.
Forstjóramir fengu samtals á annað
hundrað milljónir íslenskra króna.
Lögmaður Lars Emils Johansens,
annars forstjóranna, segir við
Jyllands-Posten að Uffe Ellemann
hafi vitað af ráðningarkjörum Jo-
hansens árið 1997. Uffe segist ekki
hafa verið kunnugt um þau og hann
er reiður lögmanninum fyrir að
halda öðru fram.
Lars Emil Johansen var eitt sinn
formaður grænlensku heimastjórn-
arinnar en í kosningunum í haust
var hann kjörinn fulltrúi Grænlend-
inga á danska þingið.
Maóistar drepa
37 manns í árás
Að sögn stjómvalda í Nepal fórust
37 manns í árásum uppreisnarmanna
maóista í gær. Þar af fórust 32 lög-
reglumenn i sprengjuárás á lögreglu-
stöð í Sallyan-héraði, auk þess sem
fimmtán aðrir slösuðust alvarlega.
„Þeir komu æðandi inn í hundraða-
tali og notuðu konur og börn til að
skýla sér,“ sagði Rudranath Basyal,
héraðsstjóri í Sallyan, og bætti við að
75 lögreglumenn hefðu verið á vakt
þegar árásin var gerð. Þá vörpuðu
uppreisnarmenn bensínsprengju á
fólksflutningabíl í Chitaun-héraði
með þeim afleiðingum að fimm létust
og fjórir slösuðust. Árásin var gerð í
kjölfar blóðugustu árása maóista um
síðustu helgi, þar sem 167 manns fór-
ust í sama héraði og að þeirra sögn til
að minnast þess að sex ár eru liðin frá
því barátta þeirra hófst.
.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Israels, sagði í ávarpi til ísraelsku
þjóðarinnar í gær, að stjórnvöld
ráðgerðu að setja upp öryggissvæði
milli landsvæða Palestinumanna og
Iraelsmanna tO að koma í veg fyrir
hryðjuverkaárásir Palestínumanna
á iraelska borgara. Sharon tilkynn-
ir þetta eftir blóðsúthellingamar
síðustu daga sem hafa verið þær
mestu síðan yfirstandandi ófriðar-
alda hófst í september sl., en Sharon
hefur verið undir mikilli pressu frá
hægri og vinstri öflunum á ísra-
elska þinginu um að grípa til „ör-
yggiseinangrunar", sem væri eina
leiðin til að koma í veg fyrir árásir
á ísrael.
Sharon sagði einnig að hann lifði
enn í voninni um að hægt væri að
koma á varanlegum friði með samn-
ingaviðræðum og sagðist tilbúinn
til að gera sitt til að tryggja vopna-
hlé. „Ég mun gera allt til að koma á
fundi með forystumönnum Palest-
ínumanna, til að koma í veg fyrir að
Ariel Sharon ávarpar þjóö sína
Sharon sagöist í ávarpinu enn lifa í voninni um aö hægt væri aö koma á var-
anlegum friöi með sarpningaviöræöum og sagðist tilbúinn til að gera sitt til
aö tryggja vopnahlé.
Mannræningjarnir skáru
blaðamanninn Pearl á háls
‘76JS fevvnin&arímv
Fermingargjöf
sem innborgun á rúmi
að kanna hugsanleg tengsl bresks
manns, sem reyndi að sprengja far-
þegavél með sprengju í skóm sínum,
við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök
Osama bin Ladens.
Hópurinn sem sagöist hafa rænt
Pearl sakaði hann um að vera
njósnari, fyrst á mála hjá CIA og
síðar hjá ísraelsku leyniþjónust-
unni. Mannræningjarnir sögðust
vera að mótmæla meðferð Banda-
rikjamanna á föngum úr röðum tali-
bana og al-Qaeda.
„Við erum alveg miður okkar,“
sögðu Peter Kann, útgefandi dag-
blaðsins Wall Street Joumal, þar
sem Pearl starfaði, og ritstjórinn
Paul Steiger.
Daniel Pearl lætur eftir sig eigin-
konu, Marianne, sem er gengin sjö
mánuði með fyrsta barn þeirra.
Hún var í Karachi þegar lát Pearls
var staðfest í gær.
Bandaríski blaðamaðurinn Dani-
el Pearl, sem hvarf í Pakistan fyrir
einum mánuði, hefur verið myrtur.
Á myndbandi sem sent var til lög-
reglunnar í Pakistan og til banda-
riskra yfirvalda sést hvar einn úr
hópi mannræningjanna sker hann á
háls með beittu verkfæri, að sögn
heimildarmanns sem þekkir til
rannsóknarinnar á brottnáminu.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti kallaði morðið „glæpsamlegt og
villimannlegt" athæfl. Pervez Mus-
harraf, forseti Pakistans, fyrirskip-
aði þegar í staö handtöku allra
þeirra sem hefðu tengsl við hópa
harðlínumúslíma sem tengjast
hvarfl Pearls.
Hinn 38 ára gamli Pearl hvarf í
borginni Karachi þann 23. janúar
síðastliðinn þegar hann var að
reyna að setja sig í samband við
hópa harðlínumúslima. Hann var
Blaöamaður myrtur
Staöfest hefur veriö aö mannræn-
ingjar i Pakistan hafi myrt banda-
riska biaöamanninn Daniel Pearl.