Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 22. FEBRUAR 2002 5 DV Fréttir Fulltrúar Framsóknarflokks í stjórn Símans eru farnir að ókyrrast: Vilja kalla saman aðal- fund sem allra fyrst - ég hef ekki brotið neinn trúnað, segir Jónína Bjartmarz Jónína Bjartmarz, stjórnarmaður i Símanum, vill að aðalfundur fé- lagsins verði kallaður saman eins fljótt og kostur er. „Ég hef kosið að axla þá ábyrgð sem fylgir stjómar- setu í þessu fyrirtæki á þessum erf- iðu tímum og ég mun ekki hlaupast undan merkjum. Við höfum tekið að okkur að gæta hagsmuna þessa fyrirtækis sem stjórnin framan af var mjög samhent um, og ljóst er að ágætir starfsmenn Landssímans hafa verið undir miklu álagi og ég tel ekki á það bætandi. Hins vegar er ljóst að vegna alls þess sem á undan er gengið, og þess að tveir stjórnarmenn hafa nú sagt af sér, þá Jónína Magnús Bjartmarz. Stefánsson. er eðlilegt að kallaður verði saman aðalfundur nú þegar og ný stjóm kosin,“ segir Jónína. Hún segist ekki telja, sem almennur stjómar- maður, eðlilegt, að hún segi af sér, enda hafi hún ekki brotið neinn trúnað. Jónína segir því eðlilegt að ný stjórn verði kosin á að- alfundi sem fyrst. Aðspurð segist Jónína síður gera ráð fyrir því að gefa kost á sér í nýja stjóm, sem tengist því fyrst og fremst að hún hefur nú öðrum verkum að sinna. Hún hafi komið inn í stjórnina áður en hún varð þingmaður og sér þyki ekki sjálfsagt að sitja þama sem þingmaður. Nóg sé af öðru hæfu fólki til þess. Jónína kveðst gera ráð fyrir að Magnús Stefánsson, vara- formaður stjórnarinnar og hinn fulltrúi Framsóknarflokks i stjóm- inni, sé sammála henni um að leggja til að aðalfundur verði hald- inn svo fljótt sem verða má. Þegar hafa sem kunnugt er tveir stjórnarmenn Samfylkingar sagt af sér en ekki Friðrik Pálsson, formað- ur stjórnar, sem viðurkennt hefur að það hafi verið mistök að gera samninga milli Góðráða, fyrirtækis síns, og Símans án þess að upplýsa stjórnina um það. -BG Friðrik Pálsson. Snjóflóð vestra - Veðurstofan með varann á Snjóflóð féll á veginn um Eyrarhlíð milli ísafjarðar og Hnífsdals á tólfta tímanum í gærkvöldi. Flóðið, sem var um flmmtán metra breidd og tveggja metra hátt, lokaði veginum en öku- manni jeppa sem kom að flóðinu tókst að aka yfir það. í kjölfarið lokaði lög- regla hins vegar veginum með borða og búkkum. Á níunda timanum í morgun tókst vegagerðarmönnum vestra síðan að opna veginn, þannig að helstu leiðir innanhæjar á Isafirði eru orðnar opnar. „Hér er svartabylur eins og við segj- um fyrir vestan. Allar leiðir út úr bæn- um eru lokaðar, hvort heldur er hér suður á firði, til Bolungarvíkur um Ós- hlíðina eða til Súðavíkur og þaðan áfram um Djúpið," sagði Guðmundur Björgvinsson hjá Vegagerðinni á ísa- flrði 1 samtali við DV í morgun. Mikill skafrenningur var á Isafírði í morgun og dimmur éljagangur þannig að í verstu og dimmustu éljunum er skyggni sttmdum ekki nema um 100 metrar. Skólahaldi á ísafirði var í morgun aflýst. Á snjóflóðavakt Veðurstofúnnar eru menn með varann á, að sögn Tómasar Jóhannessonar. Maður var á vakt þar í nótt og fylgdist með þróun mála en hvergi þótti ástæða til að grípa til að- gerða. Nú í morgunsárið átti hins veg- ar að senda snjóflóðaeftirlitsmenn til að gaumgæfa stöðuna, meðal annars með tilliti til slæms veðurútlits. -sbs Saltfisksetur ís- lands rís í Grindavík Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu Saltfiskseturs íslands í Grindavík og sér ístak hf. um allar framkvæmdir. Setrið er sjálfseign- arstofnun í eigu Grindavíkurbæjar og 15 fyrirtækja og einstaklinga sem byggja saltfisksetrið. Skrifað var undir verksamninga við ístak hf. í desember síðastliðn- um enda voru þeir með lægsta til- boðið. Um er að ræða 610 fermetra sýningarskála með möguleika á veitingarekstri. ■ Kostnaðarverð byggingarinnar er 106,5 milljónir króna og eru verklok áætluð i ágúst, eftir hálft ár eða svo. Mun þessi sýning vera einsdæmi á íslandi, safnað verður saman öllu því er viðkemur saltflski á íslandi bæði fyrr og síðar og verður það jafnframt hlutverk Saltfisksetursins að sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar menntastofnanir um saltfisk- vinnslu og samfélagsleg áhrif henn- ar á íslandi. Þá verður lögð áhersla á að kynna fyrir ferðamönnum gæði og bragð saltfisks og hreinleika ís- lensku vörunnar. Er þetta því mikil uppbygging i atvinnu- og ferðamál- um þar sem þetta framtak snýr að svo mörgum þáttum. Hönnuðir eru Yrki s/f og arkitektar hússins eru Ásdís Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir. Bjöm G. Bjömsson sýningahönnuður hannar sýning- una. Sparisjóðurinn i Keflavík verð- ur bakhjarl verkefnisins og sér hann um fjármögnun. -ÞGK DV-MYND HILMAR ÞÓR Fluga á veiðum Kötturinn Fluga á heima í Húsdýragaröinum í Reykjavík og finnst ekkert jafn gott í kjaftinn og vel þurrkaður harðfiskur að vestan. Hér nælir hún sér í bita sem fór sína leiö á augabragði. Sjálfstæðismenn á Akureyri: Kristján leiðir listann áfram Gallupkönnun á Akureyri: Sjálfstæðismenn í góðri stöðu Á fjölmennum fundi fulltrúaráðs sjálfstæöisfélaganna á Akureyri, sem haldinn var í fyrrakvöld, var samþykkt tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjómarkosningunum í vor. Listann skipa eftirtaldir: 1. Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri, 2. Þóra Ákadóttir hjúkrunarfræðing- ur, 3. Þórarinn B. Jónsson útibús- stjóri, 4. Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelrekstrarfræðingur, 5. Stein- grímur Birgisson viðskiptafræðing- ur, 6. Laufey Petrea Magnúsdóttir aðstoðarskólameistari, 7. Bjarni Jónasson efnafræðingur, 8. Jóna Jónsdóttir markaðsfræðingur, 9. Páll Tómasson arkitekt, 10. Jóhanna H. Ragnarsdóttir hárgreiðslumeist- ari, 11. Guðmundur Jóhannsson þjónustustjóri. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri er jafnframt bæjarstjóraefhi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri en flokkurinn á nú 5 fulltrúa af 11 í bæjarstjóm Akureyrar. Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri er með um 40% fylgi og fengi 5 menn kjöma í bæjarstjóm sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups sem Svæöisútvarpið á Ak- ureyri birti í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni er fylgi Framsóknar- flokksins umtalsvert minna en í síð- ustu kosningnum, eða 21% sem dygði fyrir tveimur bæjarfulltrúum Vinstri hreyfingin grænt framboð er með nítján prósenta fylgi og tvo bæjarfulltrúa, sem er umtalsvert minna en í siðustu könnim þegar flokkurinn mældist með um 30% fylgi. S£unfylkingin og/eða Akureyr- arlistinn mælist með um 11,5% fylgi og einn bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Listi fólksins eða listi Odds Helga Halldórssonar er með tæplega átta prósenta fylgi og næði manni inn. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri fer fyrir lista Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri. Kristján er jafnframt bæjarstjóraefni flokksins. Bréf deCODE hrapa Verð hlutabréfa í deCODE á markaði hafa verið á hraðri niðurleið frá því í byijun janúar á þessu ári. I gær féll verðið enn um 12% og var komið niður í 6,16 dollara við lokun markaða en opn- unargengið var 7,1. Hefur gengi bréfa í fyrirtækinu þó þrisvar farið neðar á síð- astliðnu eina ári en það fór lægst í um 5,4 í byrjun apríl 2001. Þá fór það niður í 5,5 um miðjan maí og í um 5,8 undir lok september 2001. Undanfama daga hefur gengisfall bréfanna verið mjög hratt en frá janúar- byrjun hefur verð bréfa í deCODE fallið úr 10,5 dollurum í ríflega 6,1 í gær. Var það í viðskiptum með 230.400 hluti.-HKr. Frægt vörumerki skiptir um stað Bosch er elsta vörumerkið í bíla- heiminum og hefur verið 80 ár á markaði á tslandi og allan tímann hjá sama fyrirtæki, Bræðrunum Ormsson. Nú hefur Bosch-umboðið skipt um eigendur. Bílanaust hf. hefur keypt bifreiðavarahlutadeild Bræðranna Ormsson ehf. og tekið við umboði þessa þýska vörumerk- is. Bosch er stærsti sjálfstæði fram- leiðandi bílahluta í heiminum og er með rekstur um allan heim. Bosch er eitt stærsta fyrirtæki í Evrópu, með 200 þúsund starfs- menn í fimmtíu löndum. Sérstök deild hefur verið stofnuð innan Bílanausts með Bosch-vörur og starfa þar fimm menn. Fjórir þeirra störfuðu áður hjá Bræðrunum Ormsson og búa yflr mikilli reynslu og þekkingu á Bosch-vör- um. Bílanaust hefur flutt lager Bræðr- anna Ormsson í húsakynni Bílanausts í Borgartúni. Byxjað verður að af- gi-eiða Bosch-vörur þar í gær. -JBP Sér fyrirtæki um bókhald KEA Stofnað hefur verið sérstakt bók- haldsfyrirtæki á grunni þeirrar bók- halds- og fjármálastarfsemi sem Kaupfélag Eyfirðinga hafði innan sinna vébanda. Fyrirtækið hefur hlot- ið nafnið Grófargil ehf. og er við stofnur. hið langstærsta sinnar teg- undar utan höfuðborgarsvæðisins með um 30 starfsmenn. Grófargil er að fullu í eigu Kaldbaks ehf., eignar- haldsfélags KEA. Grófargil ehf. býður bókhalds- og fjármálaþjónustu fýrir jafnt stór sem smá fyrirtæki. Innan félagsins er til staðar áratuga reynsla og þekking í þjónustu við fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins, jafnt iðnaði, sjávarút- vegi, verslun og þjónustu. Fram- kvæmdastjóri Grófargils er Björn Ingimarsson. -BG Kringlan: Sand hættir Ákveðið hefur verið að verslunin Sand, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá því snemma á árinu 1999, hætti rekstri. Verslunin er hluti af dönsku verslunarkeðjunni Sand, en um fimmtán hundruð verslanir undir merkjum Sands starfa í heiminum. Að sögn Gunn- ars Elfarssonar, eins eiganda Sands á íslandi, er ekki lengur grundvöll- ur fyrir áframhaldandi rekstri og vegur þar þyngst gengislækkun ís- lensku krónunnar. Þess má geta að vörur frá Sand eru einnig seldar um borð í flugvélum Flugleiða. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.