Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 13
13
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
DV
Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í hönnun 2002:
Hönnuðurinn sér heildina
„Skilin milli handverks og hönnun-
ar eru dálítiö óljós á íslandisegir
Baldur J. Baldursson innanhússarki-
tekt sem á sceti í verðlaunanefnd DV í
hönnun. „Ég hef jafnvel grun um aö
þetta gildi frekar um ísland en önnur
lönd. „Hönnun" er notuó sem eins kon-
ar sölustimpill, hitt og þetta eru „sér-
hannaöar vörur" eóa „design-vörur".
Strangt til tekiö fást hönnuöir ekki viö
framleiösluna meó beinum hætti, þeir
hugsa upp lausnir á tilteknum viö-
fangsefnum út frá ákveðnum forsend-
um meö tiltekin markmiö, útlit eöa
virkni í huga fyrir tiltekinn notanda
eóa markaö, en þeir standa ekki viö
framleiöslutœkin. Hönnuðurinn er
ekki ósvipaöur kvikmyndaleikstjóra,
hann skrifar ekki handrit, hann leik-
ur ekki, hann býr ekki til leikmyndina
og heldur ekki á myndavélinni en
hann þarf aö hafa yfirsýn yfir þetta
allt því hann er sá sem hefur heildar-
hugmyndina og veit hvernig á að
framkvœma hana. “
„Hönnun skilur sig bæði frá
frjálsri tjáningu í listum og hand-
verkinu með því að hönnuðurinn er
alltaf að vinna út frá forsendum ann-
arra og býr að jafnaði ekki til vöruna," held-
ur Baldur áfram. „Listamenn og listhand-
verksmenn búa fyrst og fremst til einstaka
gripi.“
Úmfjöllun um þessi efni er ekki alltaf fag-
leg í fjölmiðlum. Til dæmis minnist Baldur
þess að fyrir nokkru hafi verið í blaði viðtal
við konu sem var að endurbólstra stólana
sina og bæta við þá. Þetta kaliaði blaðið
hönnun en Baldur vildi fremur flokka það
sem tómstundagaman eða fóndur.
Vantar skýrari línur
„Almennt er allnokkur gróska í hönnun á
Islandi," segir Baldur, „og ráðuneyti, mið-
stöðvar ferðamála, borgin og fleiri aðilar fá
mikið af fyrirspumum frá sjónvarpsstöðvum,
blöðum og tímaritum erlendis. En það er eng-
in miðstöð til að taka á móti þessum fyrir-
spumum og beina þeim í réttar áttir, og þvi
er undir hælinn lagt hvar þær lenda. Tæki-
færin em vannýtt. Það vantar gagnagrunn til
að miðla úr. Umfang hönnunar og hönnunar-
tengdrar starfsemi hér á landi hefur aukist
gríðarlega, til dæmis eru stórar námsbrautir
i framhaldsskólum og Listaháskóli Islands
býður hönnunarnám á háskólastigi, en
stjórnvöld hafa ekki lagt niður fyrir sér
hvemig á að nýta þennan auð. Annars staðar
á Norðurlöndum hafa menn mun skýrari
hugmyndir um hagnýtingu þessarar mennt-
unar til að fá fram virðisaukann sem hún fel-
ur í sér. Hér vona menn bara að allir finni sín
hreiður að lokum.“
Með Baldri sitja í nefnd-
inni Torfi Jónsson og Eyjólf-
ur Pálsson.
Þessir aðilar eru til-
nefndir til Menningar-
verðlauna DV í hönn-
un:
Aðalsteinn Stefánsson
sviðsmyndahönnuður, tii-
nefndur fyrir hönnun ljós-
gjafa.
Aðalsteinn er búsettur í
Kaupmannahöfn og hefur
vakið athygli með óhefð-
bundinni hönnun á sviði
ljóstækninnar. Hann hefur
m.a. unnið með hópi hönn-
uða, sem kallar sig „Lysfor-
tællinger" eða Ljósafrásagn-
ir, og er markmið hópsins
að nota birtu með nýjum og
ögrandi hætti, gjaman með
frásagnarlegu ivafi. Frá-
sagnir Aðalsteins byggja á
tilraunum með ýmsan efni-
við, rými, ljósfræði, eðlis-
fræði og jafnvel náttúruöfl-
in. Brugðið er á leik þar sem
áherslan er fremur á upp-
lifunina en notagildi í hefð-
bundnum skilningi. Ljós-
gjafamir virkja áhorfand-
ann til náinnar þátttöku,
hvetja hann til að taka af-
stöðu til ljóssins og leiða
honum jafnvel eðlisfræði
ljóssins og tæknilega virkni
fyrir sjónir, s.s. í „Spectrum
IV“ 0g „Oily Light“.
Frá sýningunni Ljóslifandi hjá Handverki og hönnun
Guðlaug Halldórsdóttir: Púðar og ábreiða. Tó-Tó: Flókaábreiða.
Steinunn Sigurðardóttir fata-
hönnuður, tilnefnd fyrir fatalínu La
Perla.
Steinunn hannaði á síðasta ári fata-
línu fyrir La Perla-tískuhúsið á Ítalíu
sem jafnframt var frumraun tísku-
hússins á sviði tískufatnaðar. Tísku-
húsið var stofnað af Mesotti-fjölskyld-
unni 1958 og hefur hingað til einkum
framleitt nærföt og sundfatnað. Við-
fangsefni Steinunnar var að leiða fyr-
irtækið inn á hátískumarkaðinn og
búa til þá ímynd sem La Perla mun
standa fyrir á næstu árum. Fatalína
Steinunnar hefur sterka vísun í upp-
runa fyrirtækisins og hefðir nærfata-
hönnunar eru áberandi, byggist línan
m.a. á gömlum lífsstykkjum og
mynstrum af gömlum brjóstahöldum
frá La Perla. Nýja fatalínan sýnir
ákveðinn einfaldleika og er jafnframt
mjög kynþokkafull. Mikið er um gegn-
sæ efni, siffon, þunn prjónaefni, leður
og rúskinn. Steinunn er gott dæmi um
hvað hönnun er orðið óstaðbundið fag;
hún er búsett í Reykjavík og vinnur
alla hönnunarvinnuna á vinnustofu
sinni hér milli þess sem hún ferðast milli
tískuborga heimsins.
Steinunn Siguröardóttir: Kjóll fyrir
La Perla
Hefðir nærfatahönnunar eru áber-
andi.
Ásrún Kristjánsdóttir textílhönnuður,
tilnefnd fyrir hönnunarrannsóknir.
Ásrún hefur undanfarið verið að ljósmynda
og skrá í gagnabanka myndefni í íslenskum
handritum allt frá siðaskiptum. Markmiðið er
að safna saman myndlýsingum, upphafsstöf-
um og jafnvel leturgerðum og gera það að-
gengilegt fyrir hönnuði, leturfræöinga, lista-
menn, fræðimenn, nemendur og almenning i
rafrænum gagnagrunni. Viðfangsefnið er
m.ö.o. hin „grafiska hönnun“ handritanna.
Með þessu frumkvöðlastarfl er stuðlað að
skýrari menningarsjálfsmynd þjóðarinnar og
dregnar eru saman upplýsingar sem geta orð-
ið ómetanleg uppspretta hugmynda með
menningarleg sérkenni sem skera sig úr í al-
þjóðlegu samkeppnisumhverfi hönnunar og
myndlistar. Samstarfsmenn og ráðgjafar Ás-
rúnar hafa verið Jón Proppé, heimspekingur
og listfræðingur, og Hákon Skúlason bók-
menntafræðinemi.
Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuður, til-
nefnd fyrir hönnun lampa.
Dögg er búsett í Kaupmannahöfn og hefur
hannað lampa, húsgögn, merki og fleira og
tekið þátt í fjölda sýninga undanfarin ár. Að
undanförnu hafa lampar hennar vakið at-
hygli, meðal þeirra „Púsl“ og „Flugdreki" sem
hafln er framleiðsla á í Svíþjóð. Báðir eru
þannig gerðir að notandi þeirra getur sjálfur
átt þátt í að móta útlit og virkni þeirra. Flug
dreki byggist upp á formun og röðun á bylgju
laga hvítum A4 plastblöð
um sem fest eru á blikk
plötu með segulhnöppum
Púsl er myndaður á grund
velli eininga sem hægt er
að raða saman á ýmsa vegu
og fá út t.d. loftljós, hang-
andi lampa, standlampa eða
jafnvel skilvegg. Dögg tók
þátt í hönnunarsýningunni
„Livsrum“ eða Lífsrými, og
sýndi þar m.a. lampa úr is-
lenskri þorskskreið sem
unninn var i samvinnu við
Fanneyju Antonsdóttur
hönnuð.
„Handverk og hönn-
un“, stjóm átaksverkefnis,
tilnefnd fyrir sýningarhald
og kynningarstarf á list-
handverki og listiðnaði.
Verkefnið „Handverk og
hönnun" hefur verið rekið
frá árinu 1994 með fjárhags-
legum stuðningi forsætis-
og félagsmálaráðuneytis
auk framleiðnisjóðs land-
búnaðarins. í stjóm sitja nú
Guðrún Hannele Henttinen
formaður, Þórey S. Jóns-
dóttir og Þórhalla Snæþórs-
dóttir. Framkvæmdastjóri
er Sunneva Hafsteinsdóttir.
Markmið verkefnisins er að
stuðla að eflingu handverks
og listiðnaðar, bæta mennt-
un og þekkingu handverks-
fólks og stuðla að aukinni
gæðavitund í greininni.
Handverk og hönnun stóð
m.a. fyrir fimm sýningum í sýningarsal sín-
um í Aðalstræti 12 á síðasta ári. Uppistaða
hverrar sýningar var tiltekið þema og völdu
dómnefndir muni úr umsóknum handverks-
og listiðnaðarfólks af kostgæfni. Stjórn verk-
efnisins hefur lagt af mörkum mikilsvert starf
við að sýna islenskt listhandverk í nýju ljósi
þannig að það skeri sig frá því staðnaða dóti
sem einkennt hefur túristamarkaði.
Rannsóknir Asrúnar beinast að handritunum
Stuðlað að skýrari menningarsjálfsmynd þjóð-
arinnar.
Aðalsteinn Stefánsson: Olíulampi
Áherslan er fremur á upplifunina en notagildi.
Tónlist
Dögg Guðmundsdóttir: Flugdreki
Notandi getur sjátfur átt þátt í að móta útlit og
virkni.
20.02. 2002 kl. 20.02
Fyrstu tónleikarnir á Nýja sviði Borgarleik-
hússins voru haldnir í fyrradag. Salurinn er
tiltölulega lítill, tekur 211 manns, en hann er
býsna skemmtilegur, sviðið hlutfallslega stórt
og innréttingin heillandi hrá. Til aö talað mál
skiljist er endurómunin mjög litil, sem er galli
þegar tónleikar eru annars vegar, og takmark-
ar það möguleika salarins töluvert. Sum tutt-
ugustu aldar tónlist ætti þó ekki að koma illa
út þarna, í öllu falli hljómaði tónlistin eftir þá
Jónas og Hauk Tómassyni i flutningi Caput-
hópsins yfirleitt ágætlega. En auðvitað þarf
maður að heyra meira til að meta salinn al-
mennilega.
Tónleikamir mörkuðu upphaf tónleikarað-
ar sem verður framvegis á hverjum laugar-
degi. Hófust þeir klukkan nákvæmlega 20.02
til að undirstrika hina skemmtilegu dagsetn-
ingu 20.02 árið 2002. Og svei mér ef hléð var
ekki tuttugu mínútur og tvær sekúndur.
Fyrsta atriðið á efhisskránni nefndist Sjö
brot úr sálumessu fyrir pikkólóflautu, óbó,
klarínettu, hom, víólu og harmóniku eftir
Jónas Tómasson. Þetta er Ijóðræn, innhverf
tónlist sem oft virtist vefjast utan um og vaxa
upp úr stökum, undirliggjandi tóni. Fram-
vindan er blátt áfram og afslöppuð, tónlistin
er ekkert að þykjast vera eitthvað meira en
hún er. Ólíkt rómantiskum sálumessum er
enginn djöfulgangur á ferðinni, engar hugleið-
ingar um dómsdag og elda vítis; þvert á móti
er stemningin hugleiðslukennd og arrnars-
heimsleg. Verkið er fallega skrifað fyrir hin
ýmsu hljóðfæri, enda var hljóðfæraleikurinn
hnitmiðaður og agaður og útkoman einkar
ánægjuleg.
Eftir Jónas var líka stutt einleikstónsmíð
fyrir gítar, Sónata XIV sem Pétur Jónasson
gítarleikari flutti. Sami mínímalisminn sveif
yfir vötnunum þar, hljóðlátur leikur að tóna-
hendingum og skuggum, þ.e. nokkurs konar
bergmálseffektum, en svo listilega samansett-
ur að maðm- hlustaði á í andakt. Leikur Pét-
urs var blíðlegur og næmur og einkenndist af
svo hárnákvæmu tímaskyni að unaður var á
að hlýða.
Vantaði fjaðraskraut
Spring Chicken fyrir einleiksklarínettu eft-
ir Hauk Tómasson er eins konar hermitónlist,
Guðni Franzson klarínettuleikari virtist aðal-
lega vera að herma eftir gagginu í kjúklingi,
sem dó smám saman út, eins og kjúklingnum
hefði verið gefið deyfilyf, eða eitur. Gaggið
var skemmtilega unnið af tónskáldinu og í
rauninni vantaði aðeins að Guðni væri klædd-
ur í gulan búning með fjaðraskraut á höfðinu.
Stærsta tónsmíðin á tónleikunum og sú
eina eftir hlé var Kópía eftir Hauk. Tónlistin
er glæsilega samansett fyrir flautu, horn, gít-
ar, sembal, harmóníku, viólu og kontrabassa,
ólík hljóðfæri sem þurfti að magna upp og
stilla saman til að jafnhátt heyrðist í þeim öll-
um. Verkið er geysilega flókið, bæði hvað
varðar hrynjandi og samspil, og gerir miklar
kröfur til flytjenda. Erfitt er að meta það við
fyrstu áheyrn, á tónleikunum runnu öll þessi
hröðu hryn- og stefbrot saman í eitt svo úr
varð eitthvað sem helst líktist hljóðinu í risa-
stórri hakkavél. Ljóst er að maður þarf að
heyra tónlistina oftar til að gera sér almenni-
lega grein fyrir henni en hún var a.m.k. ágæt-
lega leikin og sumt var afburðavel gert. Allt-
ént voru þetta áhugaverðir tónleikar og spá
vonandi góðu um tónleikahald á Nýja sviði.
Jónas Sen