Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 24
-*• 28 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 Tilvera DV j lí f iö E F T I P V I ÍI ■ M 'U Sýslumenn í Kaffileikhúsinu Hin snnnlenska dbdeland- hijómsveit Sýslumennimir heldur tónleika í Kafíileik- húsinu í kvöld. Fluttir veröa gamlir og góðir New Orleans standardar og stemningin ætti að verða góð. Dans ■ FRISTÆL-DANSKEPPNI TONA- BÆJAR Urslitin í freestyle danskeppni Tónabæjar ráöast í kvöld og þar með hver veröur Is- landsmeistari. 150 unglingar á aldr- inum 13-17 ára eru komnir í úrslit og hefst keppnin kl. 18. Það er Björgvin Franz Gíslason sem er kynnir keppninnar og kostar 500 kall inn. Keppnin fer fram í íþrótta- húsl Fram. Tónlist ■ STIIND I TRUBADOR OG MOLL Skemmtun veröur í Delglunni á Ak- ureyri kl. 22 í kvöld. Þar koma fram söngvaskáld frá Akureyri og nærsveitum, þeir Brandur, Eiríkur Bóasson, Jón Laxdal, Toggi og Geiri og Þórarinn Hjartarson. ■ PÁLL RÓSINKRANS Á NASA Söngsýning verður meö Páll Róslnkrans á Nasa í kvöld undir heitinu Af lífi og sál. ■ U2 í ÍSLjNSKUÓPERUNNI Tvennir stórtónleikar veröa haldnir! íslensku óperunnl í kvöld. Þessir tónleikar til heiöurs hljómsveitinni U2. Opnanir I TATTO I NORRÆNA HUSINU I dag verður opnuö sýning í Norræna húsinu sem kemur frá Þjóöminja- safni Álandseyja. Þetta er Ijós- myndasýning sem ber nafniö Tattó- veraöi Alendingurinn og birtir vel þá þróun sem orðiö hefur í myndefni húöflúra í gegnum árin. ■ MÆÐGUR NEMA HVAÐ Elín Guömundsdóttir, nemi í Lista- háskóla íslands, opnar sýningu í dag kl. 18 í galleríi Nema hvað viö Skólavöröústíg. Sýninguna nefnir hún „mæögur nema hvaö" og birtir þar teikningar eftir sjálfa sig og dóttur sína. Leiklist Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir Deleríum búbonis, gamanleik með,söngvum eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, í Aratungu í kvöld kl. 21. Fundir og fyrirlestrar IÞYSKAR GAMTIMABQKMENNTIR Fyrirlestur veröur í Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20. Dr. Martin Hielscher heldur fyrirlestur sem hann nefnir Þýskar samtíðabókmenntir - breytingar, áhrifavaldar, höfundar. Krár p XXX-RQTTWEILERHUNPAR OG A MOTI SQL A INGHOLI Stórhljóm sveitirnar A móti sól og XXX-Rottweilerhundar sameina krafta sína á sveitaballi í Inghóli, Selfossi, í kvöld. ■ BUFF Á VÍDALÍN Stuðboltamir í Buff munu spila á Vídaiín í Aöal- stræti í kvöld. ■ GEIRMUNPUR Á CAFÉ CATA- LINU Haldiö ekki aö hljómsveit Geirmundar Valtýssonar veröi á Catalínu í Hamraborginni! Gleöin hefst kl. 23 og stendur til 3. Góða skemmtun. Bíógagnrýni Regnboginn/Laugarásbíó/Smárabíó - Not Another Teen Movie i 10. bekkur Landakotsskola Nemendur tíunda bekkjar Landakotsskóla komu í heimsókn á DV í tengslum viö gerö skólablaðs sem þau eru aö vinna aö. Þau skoðuöu blaöiö og spuröu blaöamenn út í störf þeirra. Edda Rut Þorvaldsdóttir, Frosti Örn Gunnarsson, Hildur Björk Þóröardóttir, Kristófer Rúnar Kvaran, Lísa Hilmarsdóttir, María Helga Guömundsdóttir, Michelle M. Morris, Páll Ammendrup Ólafsson, Sylvía Björg Runólfsdóttir, Tara Lind Jónsdóttir. Kennari er Marta Guöjónsdóttir. James Bond undir hnífinn James Bond getur víst meitt sig eins og annað fólk. Að minnsta kosti Bondleikarinn Pierce Brosnan. Sá varð nefnilega fyrir þeirri ólukku við upptökur á hasaratriði í næstu mynd um ofurnjósnarann góða að meiða sig í hné. Læknir var þegar kallaður til og skipaði hann svo fyrir að gera þyrfti aðgerð á hné leikarans til að koma í veg fyrir frekari skaða. Fregnir herma að Brosnan mæti aftur tO vinnu í fyrstu viku marsmán- aðar og mun þá halda áfram upptök- unum. Meiðslin munu ekki seinka frumsýningu myndarinnar sem fyrir- huguð er í nóvember. Glæsileg 47 ára Deutz-dráttarvél bætist í safnið í Lindabæ: Eins og ný og gengur eins og klukka Hallærislegar eftirapanir Iglesias á toppnum Latneski krónprinsinn Enrique Ig- lesias, sonur hins eina sanna hjartaknúsara, Júlla Iglesias, er held- ur betur að slá í gegn í poppinu þessa dagana og er nú aðra vikuna í röð í efsta sæti vinsælda- og sölulista í Bretlandi, en er þó fylgt grimmt eftir af grúppunni S Club 7, sem er í öðru sætinu með lagið You. Enrique er engu minni sjarmur en gamli maðurinn og er nú að slá sér upp með rússnesku tennisdrottning- unni Önnu Koumikovu, sem nýlega var rekin úr háskóla heima í Rúss- landi fyrir að láta pabba sinn skrifa fyrir sig ritgerðir. Ari Eldjárn skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Fyrir skömmu fékk Sig- mar Jóhannsson í Lindabæ, sem Skagfirðingar þekkja betur sem Simma í Sólheim- um, afhenta dráttarvél sem verið hafði um tima í með- ferð á bflaverkstæði kaupfé- lagsins og vakið talsverða at- hygli þeirra mörgu sem þar eiga leið um. Vélin er 11 hest- öfl af gerðinni Deutz árgerð 1954. Sigmar fékk gripinn fyrir nokkrum árum vestur á Hvammstanga og var búinn að leggja talsverða vinnu í viðgerð á henni. Á verkstæði KS fékk hún smálagfæringar og var að endingu sprautuð og lítur nú út eins og ný og gekk eins og klukka á heim- leiðinni. Eftir að Sigmar og Helga, kona hans, hættu búskap fyrir tveimur árum hefur Sigmar hert talsvert róð- það er að sjálfsögðu ekki nóg að gera vélamar fínar, þær þurfa hús og það byggði Sig- mar sl. sumar og verður ef- laust ekki langt í að þar verði komið myndarlegt safh gam- alla traktora sem þóttu mikil bylting í landbúnaðinum á sínum tima um það leyti sem vélar voru almennt að koma í héraðið upp úr 1950. Þegar Gunnar verkstæðis- formaður hafði afhent Sig- mari vélina var haldið til Bjama Haraldar kaupmanns til að fá olíu áður en ekið var í sveitina og þá rifjaðist það upp að faðir Bjama, Harald- ur Júlíusson kaupmaður, var umboðsmaður Hamars hf., innflytjanda Deutz-vélanna í mörg ár, og seldi hann Skagfirðingum margar Deutz-vélar á árunum milli 1950 og ‘70. -ÖÞ DV-MYND ORN PÓRARINSSON Fylla, takk! Þeir voru glaölegir, Sigmar og Bjarni Haraldar, þegar sá síöarnefndi var aö fylla á tankinn á Deutzinum. urinn í söfnun gamalla dráttarvéla sem er hans áhugamál. Á hann nú orðið þrjár gamlar vélar í toppstandi og nokkrar sem bíða viðgerðar. En Not Another Teen Movie tilheyrir grein „spoof'-kvikmynda og sem slík reiðir hún sig einvörðungu á klisjur úr öðrum kvikmyndum tfl að berjast í gegnum söguþráðinn. Deilt er um uppmna spoof-kvikmynda en margir hallast að því að þær séu upprunnar úr bandaríska grínritinu „MAD maga- zine“ sem kemur heim og saman við það að þær eru flestallar, ef ekki bara allar, frá Bandaríkjunum. Zucker- Abrahams-Zucker tríóið gerði nokkr- ar svona myndir á niunda áratugnum og ber þar helst að nefna hina stór- góðu „Airplane" og einnig tók Keneen Ivory Wayans „blaxplotation“-myndir áttunda áratugarins í gegn með „Iím gonna git ya sucka!" í seinni tíð hafa hins vegar komið margar hræðilegar myndir í þessum geira, s.s. „Loaded Weapon" sem gerði grín að „Lethal Weapon“, „Fatal Instinct“, sem gerði grín að „Fatal Attraction", og „Basic Instinct" og „Scary Movie“, sem gerði grín að „Scream", „I Know What You Did Last Summer", „Blair Witch Projecf‘ og þaðan fram eftir götunum. „Not Another Teen Movie" tekur sig hins vegar til og lýsir yfir stríði á hendur þeim geysimikla fjölda ung- lingamynda sem hafa verið gerðar bæði á níunda og tíunda áratugnum og er þar um auðugan garð að gresja. Verðugt verkefni en hér er stærsti gallinn: Hafi maður ekki séð Americ- an Beauty, American Pie, Detroit Rock City, Loser, Never Been Kissed, allar John Hughes-myndimar, Cruel Intentions o.s.frv. þá missa brandar- amir algjörlega marks. Oftar en ekki breytist hin svokallaða „ádeila" í ein- faldar eftirapanir. Sumir brandaram- ir ganga reyndar út á að rífa í sig al- gildar klisjur sem maður hefur séð í mynd eftir mynd og er besta dæmið skotið á þá pólitísku rétthugsun í Hollywood að hafa alltaf einn (en bara einn) blökkumann með í vinahópnum sem er annars alhvítur. Þetta hefur oftar en ekki þær afleiðingar að við- komandi persóna verður hlutlaus og sviplítil, enda bara skrifúð inn tfl að „gæta jafnrétt.is.“ Fyrirbærið nefnist „The Token Black Guy“ og hafa þeldökkir leikarar á borð við Cuba Gooding jr. oft kvartað yfir þessum hugsunarhætti Hollywood-borgar. En langflestir brandararnir miðast eins og fyrr segir einungis við sér- hæfð atvik úr einstökum myndum. Það er bara til ein mynd þar sem ein- hverjum furðufugli með vídeókameru finnst ruslapoki vera það fallegasta sem hann hefur séð, það er líka bara til ein mynd þar sem sæti strákurinn reynir að heiUa fúlu stelpuna með því að syngja fyrir hana ástarlag úr fót- boltaleikvangshljóðkerfi og þið getið bölvað ykkur upp á að lausláti skiptineminn, sem sefur hjá öllum lúðunum, er bara tfl í American Pie. Þetta veldur því að klisjugagnrýnin missir marks og breytist í hallærisleg- ar eftirapanir á upprunalegu myndun- um. Enda virðist sundurlaust handrit- ið hafa verið barið saman af hvorki meira né minna en fimrn höfundum. Maöur er miklu betur settur að horfa bara á allar þessar hallærislegu ung- lingamyndir sjálfur því, ótrúlegt en satt, þá getur maður bara sjálfur séð hvaö er hallærislegt, hvað er væmið, hvað er klisjukennt. Það þarf ekki að gera heila mynd til þess. Randy Quaid er hins vegar frábær sem atvinnulausi drykkfelldi fyrrver- andi Víetnam-hermaðurinn og fyrir hann fær ræman eina og hálfa stjömu. Leikstjóri: Joel Gallen. Handrlt: Michael G. Bender, Adam Jay Epstein o.fl. Kvlk- myndataka: Reynaldo Villalobos. Tónllst: Theodore Shapiro. Aóalleikarar: Chris Evans, Chyler Leigh, Mia Kirshner og Jaime Pressly.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.