Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 95 ára _________________________ Dóróthea Ólafsdóttir, Lönguhlíö 3, Reykjavík. Ingileif K. Wiium, Hveramörk 8, Hveragerði. 80 ára__________________________ Kristinn Hallgrímsson, Kirkjustíg 7, Eskifiröi. Geir Jónsson, Sæbakka 13, Neskaupstað. 75 ára__________________________ Valgeröur Hrefna Gísladóttir, Huldulandi 24, Reykjavík. Ólöf Stefánsdóttir, Kristnibraut 2, Reykjavík. Benedikt Jóhannsson, Drekagili 20, Akureyri. Siguröur Guðmundsson, Fossum, Blönduós. Hann er aö heiman. 70 ára__________________________ Esther Kristlnsdóttlr, Reykjum, Laugarvatni. Böövar Guömundsson, Öldugranda 1, Reykjavík. 60 ára__________________________ Axel Axelsson, Melgeröi 21, Reykjavík. Elsa Dóróthea Einarsdóttir, Yrsufelli 1, Reykjavík. Elnar Guönason, Skólavegi 37, Selfossi. Jón Pálsson, Selvogsbraut 21a, Þorlákshöfn. John Róbert Fearon, Lækjasmára 4, Kópavogi. 50 Ór^_______t__________________ Sigríöur Ósk Óskarsdóttir, . Drápuhlíö 22, Reykjavík. Svavar Haraldur Stefánsson, Brautarholti, Varmahlíö. Halldór Karlsson, Háteigi 4, Akranesi. Páll Oskarsson, Túngötu 1, Fáskrúðsfiröi. Ragnar Þór Steingrímsson, Stóra-Holti, Fljótum. Einar Eberhardtsson, Álfaskeiöi 30, Hafnarfiröi. Helgl Sævar Slgurðsson, Álfaskeiöi 92, Hafnarfirði. Ólöf Ema Adamsdóttir, Silungakvísl 33, Reykjavík. Ragnheiöur Brynjúlfsdóttir, Bleikargróf 11, Reykjavík. Karl Þór Þórisson, Gilsbakka 5, Bíldudal. Þorvaldur P. HJaröar, Háafelli 1, Egilsstööum. 40 ára__________________________ Helena Barglel, Geröavegi 32, Garöi. Sveinbjörn Guömundsson, Flyðrugranda 12, Reykjavík. Ásgeir Helgi Erlingsson, Kópavogsbraut 63, Kópavogi. Guömundur Björn Valdimarsson, Snorrabraut 81, Reykjavík. Slguröur M. Brynjólfsson, Bakkahlið 35, Akureyri. Svanur Jónsson, Breiöuvík 29, Reykjavik. Guömundur Slgurjónsson, Efstahjalla lb, Kópavogi. Siguröur íllfar Sigurösson, Suöurbraut 14, Hafnarfiröi. Svala Jónsdóttir, Neskinn 7, Stykkishóimi. Bergljót Krlstinsdóttir, Hásölum 11, Kópavogi. Þóra Elín Helgadóttir, Grófarsmára 4, Kópavogi. Herdís Sif Þorvaldsdóttir, Hátúni 27, Reykjavík. Cosimo Heimir Fucci Einarsson, Skipholti 27, Reykjavík. Andlát Anna Slgríður Jónsdóttir, Langageröi 9, Reykjavík, andaöist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þriöjud. 19.2. Ólöf Krlstín Slguröardóttir frá Göröum við Ægissíöu lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriöjud. 19.2. Bragi Óskarsson lést af slysförum mánud. 18.2. Elnhildur Þóra Jóhannesdóttlr, Álfa- skeiöi 37, Hafnarfiröi, lést á St. Jósefs- spítala, Hafnarfiröi, mánud. 18.2. Margrét Kristjánsdóttir, Arahólum 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi mánud. 18.2. Gísll Helgason bóndi, Kaldárholti, Holt- um, lést á Landspítalanum 19.2. DV Fólk í fréttum Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og forstjóri, er höfundur skáldverksins og leikritahandrits- ins Sniglaveislan sem nú er verið að sýna í Lyric-leikhúsinu við Piccadilly Circus í London. Starfsferill Ólafur fæddist i Reykjavík 26.9 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1982 og lauk eðlisfræðiprófi frá Brandeis University í Massachu- setts í Bandaríkjunum 1985. Ólafur var umsjónarmaður með rannsóknum á nýtækni hjá Sony Corporation of America 1986, að- stoðarframkvæmdastjóri nýtækni- fyrirtækja hjá Sony 1987, fram- kvæmdastjóri nýtækni- og tölvufyr- irtækja Sony 1988, aðstoðarforstjóri tölvufyrirtækja hjá Sony Cor- poration of America 1989, aðstoðar- forstjóri eignarfyrirtækis Sony USA 1990-96, forstjóri fjárfestingarfyrir- tækisins Advanta frá 1996, yfirmað- ur Time Wamer Digital Media frá 1999 og átti sem slíkur meginþátt í samruna stærsta neþjónustufyrir- tækis og stærsta fjölmiðlafyrirtækis heims, við sameiningu Time Wam- er og America Online. Eftir Ólaf hafa komið út bækum- ar Níu lyklar, smásagnasafn, 1986; Markaðstorg guðanna, skáldsaga, 1988; Fyrirge&iing syndanna, met- sölubók 1991; Sniglaveislan, met- sölubók 1994; Lávarður heims, 1996; Fjögur hjörtu, leikrit, 1997; Slóð fiörildanna, metsölubók 1999; Höll minninganna, metsölubók seld i 18.000 eintökum 2001. Fjölskylda Ólafúr kvæntist 12.9. 1986, Önnu Ólafsdóttur, f. 6.8. 1963, húsmóður. Foreldar Önnu em Ólafur Haukur Ámason, húsasmiður og verktaki í Reykjavik, og k.h„ Bára Jakobsdótt- ir, fulltrúi á launadeild Ríkisspítal- anna. Böm Ólafs og Önnu em Ólafur Jóhann, f. 13.1.1993; Ámi Jóhann, f. 28.1. 1995. Bróðir Ólafs er Jón, f. 17.11. 1943, haffræðingur hjá Hafró og prófessor við HÍ, kvæntur Sigrúnu Stefáns- dóttur hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Ólafs: Ólafur Jóhann Sigurðsson, f. 26.9.1918, d. 30.7.1988, rithöfundur í ReyKjavík, og k.h., Anna Jónsdóttir, f. 31.5.1918, d. 22.2. 1995, húsmóðir. Ætt Ólafur Jóhann var sonur Sigurð- ar, kennara og hreppstjóra á Torfa- stöðum í Grafningi, Jónssonar, b. á Núpi á Berufjarðarströnd, Einars- sonar. Móðir Jóns var Þórdís Er- lendsdóttir, b. á Kirkjubóli í Fá- skrúðsfirði, Þórðarsonar. Móðir Er- lends var Sigríður Erlendsdóttir, ættfóður Ásunnarstaðaættar, Bjamasonar. Móðir Þórdísar var Helga Þorsteinsdóttir, b. á Þorvalds- stöðum, Þorsteinssonar, b. á Þor- valdsstöðum, Erlendssonar, bróður Sigríðar. Móðir Sigurðar var Þrúð- ur, systir Bjama, afa Halldórs Hall- dórssonar prófessors. Þrúður var dóttir Sveins, b. í Viðfirði, Bjama- sonar. Móðir Þrúðar var Sigríður Davíðsdóttir, b. í Hellisfirði, Jóns- sonar og Sesselju Þorsteinsdóttur, systur Guðnýjar, langömmu Jóns, foöur Eysteins, fyrrv. ráöherra, og Jakobs, pr. og rithöfundar, foður rithöfundanna Svövu og Jökuls, foður rithöfundanna niuga, Hrafns og Elísabetar. Móðir Ólafs Jóhanns Sigurðsson- ar var Ingibjörg Þóra Jónsdóttir Mathiesens, b. í Gröf í Mosfells- sveit, Matthíasar Mathiesens, kaup- manns i Hafnarfirði, bróöur Páls, langafa Ólafs Ólafssonar landlækn- is. Systir Matthíasar var Agnes, langamma Matthíasar Á. Mathies- ens, fyrrv. ráðherra, föður Áma sjávarútvegsráðherra. Önnur systir Matthíasar var Guðrún, amma Stef- aníu Guðmundsdóttur leikkonu, móður Önnu Borg. Guðrún var einnig langamma Steindórs Einars- sonar, afa Geirs Haarde fjármála- ráðherra. Móðir Jóns Mathiesens var Agnes Steindórsdóttir Waage, skipstjóra í Hafnarfirði. Móðir Agn- esar var Anna Kristjánsdóttir Veld- ings, ættfoður Veldingsættar. Matthías var sonur Jóns, pr. í Am- arbæli, Matthíassonar, stúdents á Eyri, Þórðarsonar, ættfóður Vigur- ættar, Ólafssonar, ættfoður Eyraræ- ttar, Jónssonar, langafa Jóns for- seta. Móðir Ingibjargar Þóm var Ingibjörg Guðlaugsdóttir, b. í Öxn- ey, Jónssonar, bróður Matthíasar kaupmanns. Móðir Ingibjargar var Guðrún, systir Kristínar, ömmu Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Guðrún var dóttir Gríms, prófasts á Helga- felli, Pálssonar, bróður Ingibjargar, konu Jóns, pr. í Amarbæli. Anna er dóttir Jóns, læknis á Kópaskeri, bróður Þum, skálds í Garði, og Björgvins, föður Þorgrims Starra í Garði. Jón var sonur Áma, b. í Garði viö Mývatn, bróður Am- fríðar, langömmu Kristínar HaU- dórsdóttur, fyrrv. alþm. Ámi var sonur Jóns, b. I Garði, Jónssonar, b. í Garði, Marteinssonar, b. i Garði, Þorgrimssonar, b. í Baldursheimi, Marteinssonar. Móðir Jóns Jóns- sonar í Garði var Helga Jónsdóttir, b. á Gautlöndum, Marteinssonar, bróður Jóns i Garði. Móðir Áma var Guðrún, systir Jóns, langafa Kristjáns Eldjáms forseta, föður Þórarins Eldjáms rithöfundar. Guð- rún var dóttir Þorgríms, b. í Hraun- koti í Aðaldal, Marteinssonar, bróð- ur Jóns í Garði. Móðir Guðrúnar var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættfoð- ur Hraunkotsættar, Helgasonar. Móðir Jóns Ámasonar læknis var Guðbjörg Stefánsdóttir, b. í Haga- nesi við Mývatn, Gamalíelssonar og Bjargar Helgadóttur, ættfoður Skútustaðaættar, Ásmundssonar, b. í Baldursheimi, Helgasonar, bróður HaUgríms i Hraunkoti. Móðir Bjarg- ar var Helga Sigmundsdóttir, b. í Vindbelg, Ámasonar. Móðir Sig- mundar var Kristveig Marteinsdótt- ir, systir Þorgríms í Baldursheimi. Móðir Helgu var Steinvör Guð- mundsdóttir, systir Ásu, ömmu Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar, Þorsteinssonar. Móðir Önnu var Valgerður Guðrún Sveinsdóttir, hreppstjóra í FeUi í Sléttuhlíð, Ámasonar, bróður Steinunnar, langömmu Áma Hjart- arssonar jarðfræöings. Móðir Val- gerðar var Jórunn Sæmundsdóttir, b. í Haganesi, Jónssonar og Bjargar, systur Margrétar, móður Jóns Þor- lákssonar forsætisráðherra. Önnur systir Bjargar var Guðrún, amma Sigurðar Nordals prófessors. Þriðja systir Bjargar var Katrín, langamma Þuríðar Pálsdóttur óp- erusöngkonu. Björg var dóttir Jóns, pr. á UndornfeUi, Eirikssonar og Bjargar, systur Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar skálds. Björg var dóttir Benedikts Vídalíns, stúdents á Víðimýri, HaUdórssonar Vidalíns, klausturhaldara á Reyni- stað. Móðir HaUdórs var Hólmfríð- in- Pálsdóttir Vídalíns lögmanns. Móðir Bjargar Benediktsdóttur var Katrín Jónsdóttir, biskups á Hólum, Teitssonar og Margrétar Finns- dóttur, biskups í Skálholti, Jónsson- ar, foður Hannesar, biskups í Skál- holti, ættfoður Finsensættar. Attræður________________________________________________________J Elías Gunnlaugsson fyrrv. sjómaður og lagermaður í Vestmannaeyjum Elías Gunnlaugsson, fyrrv. sjó- maður og lagermaður, Brimhóla- braut 5, Vestmannaeyjum, er átt- ræður í dag. Starfsferill Elías fæddist á Gjábakka í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hann byrjaði eUefu ára tU sjós, tók síðar vélstjóra- og skipstjóra- próf í Vestmannaeyjum og stund- aði sjóinn þar í þrjátíu og fimm ár. Elías kom f land 1972 og hóf þá störf hjá vélsmiðjunni Magna hf. í Vestmannaeyjum sem síðar varð Skipalyftan hf. Þar starfaði hann til 2000 er hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Fjölskylda Elías kvæntist 14.10. 1944 Mar- gréti Sigurjónsdóttur, f. 20.12. 1923, húsmóður. Hún er dóttir Sig- urjóns Sigurðsson sjómanns og Kristínar Óladóttur húsmóður. Böm Elíasar og Margrétar eru Hjördís Elíasdóttir, f. 14.10. 1946, verslunarmaður á Akureyri, gift Hannesi G. Thorarensen og eru böm þeirra Elías, Haraldur og Ingunn Erla; Björk Elíasdóttir, f. 1.7.1956, bankastarfsmaður í Vest- mannaeyjum, gift Stefáni Jóns- syni og em böm þeirra Jón Viðar og Anna Fríða; Viðar Elíasson, f. 1.7. 1956, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, kvæntur Guð- mundu Á. Bjamadóttur og era böm þeirra Bjami Geir, Sindri, Margrét Lára og Elísa. Elías átti níu systkini. Foreldrar Elíasar vora Gunn- laugur Sigurðsson, lengst af skip- stjóri á Gjábakka í Vestmannaeyj- um, og k.h., Elísabet Amoddsdótt- ir húsmóðir. Elías og Margrét era að heiman á afmælisdaginn. ________ Jarðarfarir Ragnar Jónsson verður jarðsunginn frá Fíladelfíu föstud. 22.2. kl. 15.00. Auður Matthíasdóttir, áður til heimilis í Dalalandi 5, Reykjavík, verður jarösung- in frá Bústaöakirkju föstud. 22.2. kl. 13.30. Útför Guðrúnar Laufeyjar Guðjónsdótt- ur, Dalbæ, Dalvík, fer fram frá Dalvíkur- kirkju föstud. 22.2. kl. 13.30. Útför Guðnýjar Ingimarsdóttur, Strand- götu 8, Ólafsfiröi, fer fram frá Ólafsfjarö- arkirkju laugard. 23.2. kl. 14.00. ívar Antonsson, Kambastíg 8, Sauðár- króki, veröur jarðsunginn frá Sauðár- krókskirkju laugard. 23.2. kl. 14.00. Útför Jóns Sigurðssonar frá Stafholti, sem lengi bjó í Borgarnesi, verður gerð frá Borgarneskirkju laugard. 23.2. kl. 14.00. Merkir íslendingar Dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verslunar- skóla íslands, fæddist í Gaulverjabæ í Flóa 23. febrúar 1909. Hann var sonur Gísla Hannessonar, bónda í Dalbæ i Gaulverjabæjarhreppi, og k.h., Margrét- ar Jónsdóttur frá Sandlækjarkoti í Gnúpveijahreppi. Jón lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavik 1929, stundaði nám í latinu og grísku í Berlín 1929-1931 og í Múnster 1931-1934 og lauk þar doktorsprófi 1934. Þá dvaldi hann við nám í París 1931 og fór ferð til Danmerkur, Þýskaland og Frakklands 1955 til að kynna sér starf og rekstur versl- unarskóla í þessum löndum. Hann kenndi við Verslunarskólann frá 1935; Jón Gíslason einkum við lærdómsdeild skólans eftir að hún var stofnuð 1941, var yfirkennari þar frá 1941 og skólastjóri Verslunarskólans frá 1952-1979. Auk þess kenndi hann skamma hríö við Kennaraskólann, Kvennaskólann í Reykjavík og Mennta- skólann í Reykjavík. Þá kenndi hann ensku og þýsku í ríkisútvarpi á fimmta og sjötta áratugnum. Jón var mikill fommála- og fom- menntamaður. Hann samdi kennslu- bækur í þýsku og ensku, rit um goða- fræði Grikkja og Rómverja og þýddi töluvert úr fomgrísku, s.s. leikrit eftir Sófókles og Aiskýlos. Þá hélt hann fjölda útvarpserinda, einkum um fommenningar- leg efni. Jón lést 16. janúar 1980.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.