Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 I>V 29 EIR á föstudegi Flugvélamatur í bréfalúgu Matvandur flug- maður hjá þekktu íslensku flugfélagi tróð á dögunum flugvélamat sem honum ekki hugn- aðist í gegnum bréfalúgu hjá mat- reiðslumeistara fé- lagsins. Flugmað- urinn hafði lengi látið i ijósi óá- nægju sína með fæðið sem honum var fært í flugstjómarklefann en ein- fold hangikjötssamloka fyllti mælinn. Flugmaðurinn mun nýverið hafa gerst grænmetisæta. Svo illa vildi til að matreiðslumeistarinn var í fríi er- lendis ásamt fjölskyldu sinni þegar flugmaðurinn tróð flugvélamatnum í gegnum bréfaiúguna. Var ókræsilegt um að litast í anddyrinu hjá honum þegar heim var komið úr velheppn- uðu fríi. Hjá flugfélaginu er litið á málið sem innanhússvandræði og reynt að leysa sem slikt. Oánægöur Flugmaðurinn vildi ekki borða. Smáalind í Esso Verslunin Smáalind á Pat- reksfirði hefur flutt sig úr Ólafshúsi í hús- næði Esso við Aðalstræti 110 (gatan er löng). Er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina sem hafa verið ánægðir með vöruúrvalið en vilja meira. í versluninni er selt bensín, GSM-símar, tölvur, prentarar og samlokur svo eitthvað sé nefnt. Kaupmennirnir í Smáulind telja sig vera í samkeppni við allar verslanir f landinu og er Smáralind í Kópavogi ekki undanskilin. Kaup- menn í Smáulind eru hjónin Gunn- hildur og Haukur Már Sigurðsson. Smáralind Samkeppni á Patreksfirði. Landsbankí íslands Kúnnarnir sýna Á morgun verður opnuð mál- verkasýning í útibúi Landsbank- ans við Lágmúla. Tíðindum sæt- ir að öll verkin eru eftir við- skiptavini útibúsins sem sýna alls kyns drætti - þó ekki yflr- drætti. Sýningin verður opin í rúman mánuð. Leiðrétting Ranghermt var í frétt hér á síðunni í fyrradag að Tupperware-umboðið á íslandi væri að hætta. Hið rétta er að Tupperware á íslandi er að skipta um eig- endur. Sigríður Ólafs- dóttir og eiginmaður hennar, sem unnið hafa í tólf ár við sölu á Tupperware-vörum í heimahúsum hér á landi, hyggjast flyfja til útlanda og selja um- boðið. Samningavið- ræður standa yfir við Tupperware. nýja eigendm- sem eru þær Herdís ívarsdóttir og María Jóns- dóttir. Sigriður segir að markaðurinn fyrir Tupperware sé síður en svo mett- aður hér á landi þó vel hafi gengið að selja. Vörumar séu ekki eilífar og alltaf bætist nýjar fjölskyldur í hópinn - sem ekki eiga Tupperware. Sigríður og eiginmaður hennar eru að flytja til Kanada þar sem þeim hefúr boðist markaðsstarf í nýju og heillandi um- hverfi. (Tupperware eru plastdósir af ýms- um stærðum og gerðum sem henta vel til geymslu á matvælum og annars.) Símamálin taka á sig ýmsar myndir: Kolla og karlarnir Ritsímastjóri keyrir út skeytin sjálfur - stofnaöi fyrirtæki ásamt eiginkonu sinni til að þjóna sjálfum sér Rafn Baldursson, yfirdeildarstjóri Ritsímans, stofnaði fyrirtæki ásamt eiginkonu sinni til að annast út- keyrslu á skeytum stofnunarinnar sem hann starfar hjá. Áður hafði ís- landspóstur séð um verkið. „Þetta gekk ekki nógu vel hjá ís- landspósti þannig að við ákváðum að stofna fyriræki og sjá um þetta sjálf. Þetta er ágæt búbót en konan er aðallega í þessu. Hún skúraði áður og þetta kemur betur út,“ seg- ir Rafn yfirdeildarstjóri en fyrir- tæki þeirra hjóna, Leirutangi ehf., hefur nú keyrt út skeyti fyrir Rit- símann í tvö ár. Til verksins hefur fjölskylda Rafns fjárfest í þremur bílum en á mestu álagstímum verð- ur hún að leigja bíla eða biðja vini og kunnningja um aðstoð. Er það helst í kringum fermingar og annað Símskeyti Pabbi, mamma, börn og bíll á fullu með skeytin út um allan bæ - reikn- ingur til Ritsímans. slíkt. Tveir synir Rafns og Unnar starfa með þeim við skeytaútkeyrsl- una. „Við greiðum fyrirtækinu Leirutanga ehf. 175 krónur fyrir út- keyrslu á almennu skeyti og 140 krónur fyrir samúðar- eða heilla- óskaskeyti," segir Óli Gunnarsson, yfirmaður Rafns hjá Ritsímanum. Hann er ánægður með þjónustuna sem fjölskyldufyrirtæki undir- manns hans býður upp á. Hún sé í það minnsta betri en hjá íslands- pósti sem enn sér um skeytaút- keyrslu á landsbyggöinni. Rafn Baldursson hefur starfað hjá Símanum frá árinu 1969. Hann gegnir enn starfi yfirdeildarstjóra hjá Ritsimanum þrátt fyrir annir við skeytaútkeyrslu á vegum Leirutanga ehf. Guðmundur Magnússon Á kafi í þjóðmenningu. Helgi Hjörvar Kann aö tapa. Stefán Jón Hafstein Kann ekki að vinna. Flosi Eiríksson Skellti á. Knútur Bruun Heilsukóngur hafnar forseta. David Warner Föiur og intresant. aToppsex-llsti Koliu bygglst á grelnd, útgelslun og andlegu monntunarstlgl þelrra sem á honum eru. Nýr llstl næsta fostudag. f Hætta á sorpstríöi Sigríður við öskutunnu framtíðarinnar. —* -J&'B Tölvutækar öskutunnur Ferðin í öskutunnuna verður brátt önnur en var. Innan skamms verða all- ar öskutunnur í höfuðborginni gerðar tölvutækar með því að í þær verða greyptar örflögur sem mæla hversu oft þær eru tæmdar. Greiða notendur fyr- ir hverja tæmingu en sérstakur flipi á tunnunni segir til um hvenær notend- ur vilja að hún sé tæmd. „Það hefur ekki verið tekin ákvörð- un um verð fyrir hveija tæmingu en stefnt er að því að nýja kerfið verði komið í gagnið um næstu áramót," segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrar- stjóri sorphreinsunarinnar i Reykja- vflc. - En ef fólk hendir sorpi í tunnu ná- grannans? „Þá greiðir nágranninn fyrir tæm- inguna því örflagan veit ekki hver hendir sorpinu." - Er þá ekki hætta á sorpstríði í höf- uðborginni? „Fólk verður að venjast þessu og skilja að þetta er gert í þágu þess sjálfs. Sorp er alvarlegt mál og ekkert grin að losna við það. Við höfúm verið að prófa þetta nýja kerfi í hluta Breið- holts með góðum árangri. Þar hefúr fólk ekki verið að lauma sorpi í tunn- ur nágrannans né eyðileggja örflögum- ar,“ segir Sigríöur sem byijaði ung að trilla um með öskutunnur og hefúr nú unnið sig upp í að verða rekstrarstjóri allrar sophirðu í höfuðborginni. Draumur hennar er að fólk fari að flokka sorp sitt betur og hugsa sig um tvisvar áður en það hendir einhveiju í tunnuna. Það getur borgað sig. Rétta myndin Brotist inn hjá spákonu Brotist var inn í verslunina Mána- stein við Grettis- götu á dögunum. Mánasteinn er verslun í dulrænni kantinum og sér- hæfir sig í sölu á tarotspilum, krist- alkúlum, englaspil- um og bókum sem slíku tengjast. „Þjófurinn hreinsaði allt úr glugganum," segir Sigurrós Arna Hauksdóttir, kaup- maður í Mána- steini. „Ég veit ekki hvað hann var að spá eða hvað fyrir honum vakti.“ Sigurrós hefur enn ekki endur- heimt vörur sínar þó hún sé glögg á framtíðina og sjái lengra nefi sínu. Hún fékk ung áhuga á hinu dul- ræna og fallegir steinar eru henni hugleiknir: „Ég hef tínt grjót af götunni frá því ég var lítil stelpa," segir hún. Eru það vinsam- DV-MYND HILMAR ÞÓR Kaupmaöur meö kristalkúlu Sigurrós spáir í þjófinn. leg tilmæli til þeirra sem séð hafa þjóf með krist- alkúlu og tarotspil í vasanum að láta lögregluna vita. Þó að verslun- in við Grettisgötu gangi ágætlega má enginn kaupmaður við inn- broti sem þessu. ■MfHJWiwaanasftfegttLL- ■ - Dlplómatísklr Starfsmenn japanska sendiráðsins á Hótel Sögu aka ekki um á japönskum bílum. Þeir sýna öðrum þjóöum virðingu meö því að nota ökutæki sem eiga uppruna sinn í þeim löndum sem þeir eiga samskipti við. Hérgetur að líta sænskan Volvo og þýskan Audi á bílastæði þeirra við Hagatorg en að auki eiga þeir einn japanskan Lexus - sem þeir nota í frístundum. C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.