Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöatritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjórí: Birgir Guömundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þvorholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Qræn númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, s!mi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim.
Trausti rúnir ríkisforstjórar
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu en einkum
íjársýslu Þjóðmenningarhúss og forstöðumanns þess sér-
staklega er dæmi um óreiðu, siðblindu og sjálftöku á pen-
ingum. Forstöðumaðurinn stendur eftir rúinn trausti.
Sama gildir um þjóðskjalavörð. Skattgreiðendur standa
orðlausir frammi fyrir enn einni afhjúpuninni þar sem
fram kemur að háttsettir opinberir embættismenn um-
gangast fjárhirslur stofnana sinna eins og sínar eigin,
maka krókinn og láta eins og öðrum komi ekki við hvern-
ig farið er með þá fjármuni.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar koma fram alvarlegar at-
hugasemdir vegna greiðslna fyrir verk sem forstöðumaður
Þjóðmenningarhússins annars vegar og þjóðskjalavörður
hins vegar unnu fyrir stofnanir hvor annars fyrir milljón-
ir króna. Óhætt er að átelja alvarlega það gagnkvæma sam-
komulag sem þeir komu einir að og ákvörðuðu kaup hvor
af öðrum. Þjóðskjalavörður sat í stjórn Þjóðmenningar-
hússins en hefur nú sagt sig úr henni.
Ríkisendurskoðun bendir á að kjaranefnd ákvarðar fóst
laun fyrir dagvinnu og kveður á um önnur starfskjör þess-
ara embættismanna. Henni ber að úrskurða hvaða auka-
störf tilheyra aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega
og á það við um öll störf og verkefni embættismanna sem
undir hana heyra. Fyrir liggur að kjaranefnd fjallaði ekki
né úrskurðaði um greiðslur til forstöðumanns Þjóðmenn-
ingarhússins. Hann leitaði ekki eftir samþykki forsætis-
ráðuneytis, en Þjóðmenningarhúsið heyrir undir það, til
þess að sinna aukastörfunum samhliða aðalstarfinu.
Fleira gefur Ríkisendurskoðun tilefni til athugasemda
og meðal annars ráðning eiginkonu forstöðumanns Þjóð-
menningarhússins sem hann gekk sjálfur frá. Þar er upp-
lýst að eiginkonan innti vinnuskyldu sína ekki af hendi í
stofnuninni á hefðbundnum vinnutíma eins og þó var um
samið. Ríkisendurskoðun bendir á að ráðningarsambönd
af þessu tagi stuðli undantekningalítið að tortryggni, vegna
hættu á hagsmunaárekstrum. Því beri að forðast að stofna
til þeirra.
Akstursbók forstöðumanns Þjóðmenningarhúss lá ekki
fyrir þótt hann hafi fengið greiðslu fyrir rúmlega 24 þús-
und kílómetra akstur undanfarin tvö ár. Ríkisendurskoðun
fékk síðan ófullkomna akstursbók með skýringum sem
hvorki töldust nægjanlega traustar né trúverðugar. Fram
kemur í skýrslunni að akstur var skráður hér á landi á
sama tíma og forstöðumaðurinn var í opinberum erinda-
gjörðum í útlöndum. Þá skráði hann akstur á bíl sinn á
sama tíma og hann fór erinda í þágu safnsins á bílaleigu-
bíl. Alvarlegar athugasemdir hafa og verið gerðar við akst-
ursnótur þjóðskjalavarðar. Menntamálaráðuneytið, sem
hann heyrir undir, hefur gert honum að endurgreiða hluta
þeirra.
Ríkisendurskoðun getur þess og að forstöðumaður Þjóð-
menningarhússins hafi blandað saman persónulegum
ferðakostnaði við útgjöld Þjóðmenningarhússins og var
honum gert að endurgreiða þann kostnað. í lok skýrslunn-
ar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við lántöku for-
stöðumannsins úr sjóði Þjóðmenningarhússins og bent á
að slíkt er í algerri andstöðu við reglur.
Þessi embættisfærsla er með endemum og eðlilegt að rík-
issaksóknari skoði íjárreiður forstöðumanns Þjóðmenning-
arhússins, eins og fram kom í fréttum í gærkvöld, og kanni
hvort hann hafi gerst sekur um refsiverða starfsemi. í bréfi
forsætisráðherra til forstöðumannsins fellst ráðuneytið á
niðurstöður Ríkisendurskoðunar og telur að í mörgum til-
vikum sé um ámælisverða framkvæmd að ræða.
Það er vægt til orða tekið miðað við aðstæður.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
Nú þyrftu verkin að tala
Sá skóli sem hefur verið
og á að vera nokkurs konar
flaggskip tæknimenntunar-
innar í landinu og hefur
vakið athygli fyrir fagleg
vinnubrögð og háan
gæðastandard í námi og
kennslu, Tækniskóli Is-
lands, hefur á undanförnum
mánuðum átt mjög í vök að
verjast. Það er að vísu ekki
ný bóla að fjárveitingar til
skólans hafi verið naumt
skammtaðar og oftar en
ekki litið fram hjá mjög
góðum greinargerðum sem borist
hafa til fjárlaganefndar og mennta-
málanefndar um íjárþörf skólans og
honum skammtað eitthvað sem er á
allt öðrum nótum.
En skólinn rataði í óvænta erfið-
leika þegar átti að fara að breyta
honum í Tækniháskóla og á því stigi
er hann óumdeilt rekinn að stærst-
um hluta, þótt einnig hafl þar verið
reknir aðfararáfangar sem hafa gefið
mjög góða raun og eru þá á fram-
haldsskólastigi.
Engum boðið
Um það leyti er menn væntu þess
Sigríður
Jóhannesdóttir
þingmaöur
Samfylkingarínnar
að frumvarp til laga um
Tækniháskóla yrði lagt
fram fóru að koma fram
hugmyndir um að einka-
væða skólann með einhverj-
um hætti. Fyrst fóru fram
umfangsmiklar viðræður
um framtíð skólans við
Samtök iðnaðarins um að
þeir rækju skólann, þær
viðræður sigldu í strand því
viðkomandi fannst heiman-
mundur sá er þeir áttu að fá
frá ríkinu of naumur. Þar
næst var rætt við Háskól-
ann um að sameina skólann verk-
fræðideild.
í kjölfar þeirra viðræðuslita töldu
forsvarsmenn skólans að málið væri
í höfn og höfðu þeim meira að segja
borist drög að frumvarpi um Tækni-
háskóla sem þeir voru nokkuð sáttir
við. Þá bárust aftur fréttir um að við-
ræður stæðu yfir um að sameina
Tækniháskólann Margmiölunarskól-
anum. Að því viðræðuborði var eng-
um af stjórnendum skólans boðið,
ekki heldur fulltrúa ráðherrans í
skólanefnd. Nú hefur slitnað upp úr
þeim viðræðum og fréttir hafa mér
nú nýlega borist um að nú á næstu
„Það er ekki boðlegt að reka Tækniháskóla íslands
áfram í því húsnœði sem hann hefur hingað til haft til
umráða. Yfir hann þarf að byggja nýtt, glœsilegt skóla-
húsnœði. í því þjóðþrifamáli þyrftu verkin að tala. “
dögum muni þetta langþráða frum- gjaman láta minnast sín sem þess
varp verða lagt fyrir þingið og er það sem lét verkin tala þá er ekki úr vegi
vel. að minna á að því miður hefur
En af því að ráðherrann viil nú Tækniháskólanum enn ekki verið
Eyðilegging í Berserkjahrauni
Vegna lagningar nýs vegar um
Kolgrafarfjörð milli Berserkseyrar
og Vindáss í Eyrarsveit og Helga-
fellssveit á Snæfellsnesi er gert ráð
fyrir að vinna úr Mjósundsnámu í
Berserkjahrauni grjót til rofvama
vegna brúargerðar yfir Kolgrafar-
fjörð. Áætlað er að vinna úr
námunni 100.000 rúmmetra af fastri
hraunklöpp. Vegagerðin metur það
besta og hagkvæmasta kostinn að
opna þama námu þar sem yfirborði
hraunsins hafi þegar verið raskað og
þangað muni vera styst að sækja not-
hæft efni i þessa vegagerð.
Ég hef harðlega mótmælt þessari
fyrirhuguðu grjóttekju, bæði við
Vegagerðina, sem er framkvæmda-
aðili,og einnig við Skipulagsstofnun
ríkisins. Það er vissifiega búið að
raska yfirborði hraunsins þarna, um
17.000 fermetrar, að mati Vegagerð-
arinnar. Og þaö er óþolandi að níð-
ast frekar á þessu svæði í stað þess
að hlúa að því. Berserkjahraun er á
náttúruminjaskrá og Mjósunds-
hraun, þar sem fyrirhugað er að taka
efni úr, er á jaðri svæðis sem var
friðað með lögum nr 53/1995.
Fyrir rúmlega fjögur þúsund árum
rann hraun út í
Hraunsfjörðinn og
nær stíflaði hann og
er Mjósund nefnt eftir
því þrönga sundi sem
eftir stóð. Þetta er
eini fjörðurinn á ís-
landi þar sem hraun
hefur runnið út í
fjörð. Jaðar hrauns-
ins er dásamlega fal-
legur með sinrnn fal-
legu víkum og hraun-
pollum. Árið 1963 var
byggð brú yfir
Mjósund. Var það
mikil bylting í sam-
göngumálum á norð-
anverðu Snæfellsnesi
og styttist þá leiðin
verulega á milli staða.
Þá þurfti ekki lengur
að aka lélegan vegar-
slóða fyrir Hrauns-
fjörðinn. Mjósunds-
brúin var nefnilega
fyrsta brúin sem
byggð var yfir ijörð á
íslandi. Og fólk sem
keyrði yfir þessa brú
á ferð sinni á ljúfar minningar
um mikilfengleik þessara jarð-
myndana.
Friðland eða eyðiiegging?
Oft var stoppað þarna, leikið
sér, farið í gönguferðir eða rennt
fyrir silung. Þetta varð fljótlega
sérstök vin og annáluð nátt-
úruperla. Það hefur lengi verið
skoðun mín að stofnsetja ætti
þarna sérstakan fólkvang eða
friðland fyrst þetta svæði er á
náttúruminjaskrá og friðað. Hrauns-
fjörðurinn, Berserkjahraun og nálæg
vötn, Selvallavatn, Baulárvallavatn
og Hraunsfjarðarvatn, sem eru einnig
á náttúruminjaskrá, mundu falla inn
í friðlandið. Það væri verðug gjöf til
bamanna okkar að skila þessu landi í
betra ásigkomulagi og með verðugri
framtíð í stað þess að eyðileggja það
eins og Vegagerðin ætlar sér að gera
með leyfi Skipulagsstofnunar og fleiri
aðila.
Upp úr hraunbreiðunni rís hár
hraundrangur, Arnarklettur. Þar
verpti haföm eitt sinn. Hann mun
lenda í útjaðri tilvonandi námu. En
nú eru Mjósundsbrúin gamla og
Amarkletturinn í mikilli hættu. í
matskýrslu Vegagerðarinnar um
Mjósundsnámu til Skipulagsstofnun-
ar er lítið sem ekkert minnst á
hvemig náman verði unnin, nema
að hún verði að framkvæmd lokinni
löguð að landslagi. Og í matskýrsl-
unni er ekkert minnst á hvaða leiö
efnið verði flutt að hinu nýja brúar-
stæði í Kolgrafarfirði. Er ég spurði
umdæmisstjóra Vegagerðarinnar
sagðist hann flytja efnið,100.000
rúmmetrana, yfir gömlu brúna. Að
mínu áliti mun brúin ekki þola þetta
álag og ég spyr um vemdargildi
hennar. Einnig vil ég
benda á að Amarklett-
urinn mun ekki þola
þessar miklu spreng-
ingar við námuvinnsl-
una og höggbylgjur og
mim hann fljótlega
hrynja. Brúin er t.d. í
innan við 100 metra
fjarlægö og verður
einnig fyrir miklum
höggbylgjum.
Það er greinilegt að
inni í Mjósundum eru að byrja mikl-
ar hamfarir af mannavöldum, hér á
norðanverðu Snæfeflsnesi þar sem
umhverfisvitund og umhverfisvemd
eru ekki í hávegum höfð. Það er ekki
einkamál Vegagerðarinnar hvemig
hún fer með landið og sveitarfélög og
ýmsir verktakar eru ekki saklausir í
þeim efnum. Ég hef orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum með þátt Náttúru-
vemdar ríkisins, sem með umsögn
sinni var hlynnt námurekstri, og
einnig Breiðafjarðamefnd sem vill
ekkert kannast við að hafa lögsögu
yfir þessu svæði sem er þó við
ströndina. En samt getur hún leyft
sér að veita umsögn í kjölfar úr-
skurðar Skipulagsstofnunar sveitar-
stjórnum Eyrarsveitar og Helgafells-
sveitar þegar Vegagerðin mun afla
sér framkvæmdaleyfis.
Eigandi Mjósunds fær dágóðan
skilding fyrir námuvinnsluna. Það
er kannski tilvfljun að hann er ná-
frændi forstjóra Skipulagsstofnunar
sem með úrskurði sínum leyfir fram-
kvæmdir námuvinnslu í Mjósund-
um. Ég spyr um vanhæfi í þessum
úrskurði. Úrskurð Skipulagsstofnun-
ar vegna námuvinnslu í Mjósundum
hef ég kært tfl umhverfisráðherra.
Gunnar Njálsson
„Eigandi Mjósunds fœr dágóðan skild-
ing fyrir námuvinnsluna. Það er
kannski tilviljun að hann er náfrœndi
forstjóra Skipulagsstofnunar sem með
úrskurði sínum leyfir framkvœmdir
námuvinnslu í Mjósundum.“ - Amar-
klettur í Berserkjahrauni.
boðið upp á þannig starfsumhverfi
að hægt sé við að una.
Ríkið reki skólann
Allt námsumhverfi sem nemend-
um og kennurum er boðið upp á í
skóla eins og Tækniháskóla íslands
sem ríkið rekur þarf að vera að
minnsta kosti sambærilegt við það
sem tíðkast í öðrum háskólastofnun-
um. Þar skortir nú nokkuð á og
þyrfti nú menntamálaráðherra og
hans ráðuneyti að taka sig á hvað
það snertir.
Það er okkur íslendingum mjög
mikilvægt að sem flestir góðir náms-
menn velji tækninám og því á ríkið
að reka slíkan skóla með myndar-
brag. Það á að leggja honum til glæsi-
legt húsnæði. Það á líka að leggja
honum tfl nægilegt fjármagn til
kynningar á náminu svo að slíkur
skóli geti keppt við einkareknu há-
skólana. Það er ekki boðlegt að reka
Tækniháskóla Islands áfram í því
húsnæði sem hann hefur hingað til
haft til umráða. Yfir hann þarf að
byggja nýtt, glæsflegt skólahúsnæði.
í því þjóðþrifamáli þyrftu verkin að
tala.
Sigríður Jóhannesdóttir
Ummæli
Klúðrið mikla
„Hrakfallasögu einkavæðingar
Landssímans má hiklaust kálla stjóm-
málaklúður aldarinnar. Það finnst
sjálfsagt einhverjum segja lítið í ljósi
þess að öldin er nýhafm en málið er
aflt þannig vaxið að nafngiftin gæti
átt lengi við. í umræðum vill brenna
við að sá möguleiki gleymist að einka-
væða fyrirtækið alls ekki. Mest er
rætt um klúður í framkvæmdinni,
ranga tímasetningu, ráðningarsamn-
ing forstjóra, mislukkaðar fjárfesting-
ar, þóknun tfl einkavæðingamefndar
o.s.frv.... Við vildum, og viljum enn,
beita styrk fyrirtækisins til að bæta
fjarskiptakerfíð og tryggja að aflir
landsmenn, hvar sem þeir búa, geti
notið góðrar og ódýrrar þjónustu af
bestu gæðum á jafhréttisgrundvelli.11
Steingrímur J. Sigfússon á vg.is
Markmiðið var óraunsætt
„Markmiðið með
stofhun Samfylkingar-
innar var að fylkja
saman öllum vinstri-
mönnum á íslandi en
það hefur ekki tekist
eins og kunnugt er. Það
er umhugsunarvert að margir töldu
um áratugaskeið að ágreiningurinn
mifli Alþýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins ætti eingöngu rætur að
rekja til mismunandi afstöðu til Sovét-
ríkjanna. Nú hefur komið í ljós - sem
við reyndar mörg héldum fram - að
svo var alls ekki. Margt fleira skilur
menn að og kannski var þetta gamla
inarkmið um sameiningu allra í ein-
um flokki einfaldlega óraunsætt þegar
allt kom til alls. Svo mikið er víst að
viljann skorti á endasprettinum. Min
skoðun er sú að unnt hefði verið að
komast nær markinu en gert var. Nú
eru íslendingar aftur komnir með
fjögurra flokka kerfi."
Svavar Gestsson í viötali viö Mannlíf
Sigurður Karlsson,
verktaki á Selfossi:
Veiðileyfi á
sjálftöku
„Hjá Símanum hafa menn i póli-
tísku skjóli stundað sjálftöku af
verstu tegund. Það ber vott um sið-
gæðisbrest hjá stjórnmálamönnum að ósköpin skuli hafa
verið varin af þeim, en þeir menn verða að fara á und-
an með góðu fordæmi. Ella verða þegnarnir ekki betri.
Það er merkilegt að stjómarformaður Símans geti selt
fyrirtækinu góð ráð fyrir hálfa milljón í hverjum mán-
uði, á sama tíma og það hefur tapað um 500 milljónum á
bréfabraski úti í heimi. Stóra spurningin er sú hver hafi
veitt Friðriki Pálssyni veiðileyfi á sjálftöku, sem kveðst
raunar hafa ráðherrabréf upp á. Ég ætla að vona að
stjórn Símans sjái sóma sinn í afsögn, enda er ráðslagið
hjá fyrirtækinu sóðaskapur frá fyrstu hendi.“
Kristjana Vagnsdóttir,
húsmóðir á Þingeyri:
Stjómin er
úti á þekju
„Sfjómin öll á að segja af sér - og
ráðherrar líka. Finnst þér eðlilegt að
stjómin viti ekki hvað formaðurinn
er að gera? Og af hverju er stjórnin úti á þekju? Og það
eru borgaðar milljónir af okkar peningum til þessara
manna fyrir símagjöldin okkar og ærin em þau. Það að
maður geti ekki lyft upp tóli nema það kosti stórfé er
undarlegt. Nú skal ég ekki segja hvernig menn við
þurfum í stjórn þessa fyrirtækis, en þeir þurfa að vita
hvað þeir eru að gera. Venjulegir íslendingar mega
ekki fá sér kókflösku og snúö öðravísi en vera reknir
með tapaða æra, eins og pepsi-drengurinn. En seinna
kom Ámi Johnsen og stal - en var í kjölfarið falið í
sinni heimabyggð að halda útihátíð með glans!"
Sigurjón Benediktsson,
tanrilœknir á Húsavík:
Völdin sœt og
sœtindi óholl
„Ég held að hálf þjóðin þurfi
að segja af sér, enda gjörspillt.
En auðvitað mun þjóðin ekki
sjá sóma sinn í því.
Stjóm Símans er auðvitað eins og Karíus og
Baktus í munni fyrirtæksins, en þeir félagar eru
víða á ferð þegar vel er að gáð. Og allir vita að
völdin eru sæt og sætindi eru óholl. Það þarf að
bursta munn þjóðarinnar til að ná óhollustunni
út og þá efast ég um að munnskol og tannþráð-
ur dugi einir og sér.
Og talandi um skemmdimar; þá er það svo
skrítið að stundum þarf krónur í fyllingar til
þess að bæta þann skaða sem orðið hefur.“
Óskar Bergsson,
varaborgarfulltrúi í Reykjavík:
Sturlu mislagð-
ar hendur
„Ég er ekki alveg viss um að
slíkt sé sterkasti leikurinn í
stöðunni. Hins vegar kemur
mér á óvart að stjómarandstaðan á Alþingi
skuli ekki bera upp vantrauststillögu á sam-
gönguráðhema. Þá er ég ekki viss um að marg-
ir félagar mínir í Framsóknarflokknum gætu
stutt ráðherrann. Sturlu hafa verið mislagðar
hendur í flestum ef ekki öllum málum sem hann
hefur komið nærri. Þar ber mörg mál viðvíkj-
andi Símanum hátt, en þar fyrir utan trúnaðar-
lækni Flugmálastjórnar og rannsókn flugslyss-
ins í Skerjafirði - svo einhver af vandræðamál-
um Sturlu séu nefnd.“
Q Hvert furöulega máliö á fætur ööru hefur komiö upp hjá Símanum undanfariö. Aöal- og varafulitrúar Samfylkingar í stjórn fyrirtækisins hafa þegar sagt af sér.
Fjölmiðlun og pólitík
Ekki mun ótitt að Mör-
landi á heimleið til gamla
Fróns, eftir langa eða
skamma útivist, grípi ís-
lensku dagblöðin fegins-
hugar eftir flugtak, fletti
þeim og upplifi þesskonar
notakennd sem tengist
endurfundi við gamla
kunningja. En samtímis
finnur hann vísast til
ónotakenndar þegar hann
í huganum ber hérlend
blöð saman við blaðakost-
inn sem í boði var erlend-
is. Að minnstakosti verð-
ur mér ósjaldan hálfómótt þegar ég
er kominn í loftið með íslensku blöð-
in milli handanna og hugsa til blað-
anna sem ég hef verið að lesa hvort
heldur í Kaupmannahöfn, Osló,
Stokkhólmi, London, París, Berlin
eða Aþenu.
Að sönnu eru íslendingar fáir og
smáir og hafa takmörkuð efni til að
keppa við fjölmennar þjóðir um
vandaðan og fjölbreytilegan blaða-
kost, en kannski skiptir stærðin ekki
öllu máli, heldur sá aflóga hugsunar-
háttur sem er rótfastur í þjóðarþel-
inu og ljær allri hérlendri fjölmiðlun
svip útnárans.
Fyrr og nú
Breytingar sem urðu við tilkomu
sjónvarps og síðar einkarekinna út-
varpsstöðva voru róttækar en ekki
að öflu leyti gæfulegar. Vissulega
urðu þær til þess að hefðbundin
flokksblöð hurfu smámsaman af
vettvangi og máttu að margra dómi
missa sig. En þarmeð hvarf sú
snarpa, litríka og stundum óvægna
blaðamennska sem setti sterkan svip
á þjóölífið fyrir þremur eða fjórum
áratugum. Umfjöllun um menningar-
mál var líka snöggtum um-
fangsmeiri og líflegri, fimm
tfl sex blaðadómar um
hverja leiksýningu og ijöldi
ritdóma um helstu bækur.
Nú mega leiksýningar þakka
sínum sæla fyrir tvo dóma
og úrvalsbækur hið sama.
Stjórnmálaumræða var
sömuleiðis hressilegri og all-
ar línur miklu skýrari. Kost-
imir við flokksblöðin voru
þeir að lesendur vissu hvar
þeir höfðu hvert og eitt
þeirra og lásu þau með hlið-
sjón af því. Þótt Morgunblað-
ið og Vísir væru í einkaeign, vom
þau dygg málgögn Sjálfstæðisflokks-
ins og Vísir reyndar stundum dygg-
ari en Mogginn!
Við þessar aðstæður var ekki
óeðlilegt að blaðamenn holt og bolt
væru flokksbundnir og litu á sig sem
boðbera tiltekinna pólitískra við-
horfa. Ríkisútvarpið átti i orði
kveðnu að vera yfir flokkapólitík
hafið, en það var einber fyrirsláttur.
Útvarpsráð var rammpólitískt og
misbeitti valdi sínu hvað eftir annað
í þágu flokkspólitískra hagsmuna,
enda voru formenn ráðsins að jafn-
aði ritstjórar Morgunblaðsins, Tím-
ans eða Alþýðublaðsins!! Á þessum
ámm var hérlend fjölmiðlun semsé á
svipuðu róli og við þekkjum í ríkjum
Afríku, Asíu og Suður-Ámríku.
Alvörufjölmiðlar?
Allt hefði þetta átt að gerbreytast
þegar flokksblöð hurfu og Ríkisút-
varpið fór að keppa við einkareknar
sjónvarps- og útvarpsstöðvar. En
þær breytingar sem áttu sér stað
voru allar í skötuliki. Fréttamönn-
um, ritstjórum og forstöðumönnum
ljósvakamiðla þótti eftir sem áður
ekkert athugavert við að bera flokks-
skírteini. Æðsti maður og margir
helstu deildarstjórar Rikisútvarps-
ins voru flokksbundnir. Fréttamenn
á öllum fjölmiðlum voru á uppboði
og seldust stórfyrirtækjum fyrir
vænar fúlgur. Viðhorfið var að
fréttamenn væru í engu frábrugðnir
framagosum hins nýríka íslenska
uppasamfélags. Þeir áttu enga sam-
leið með erlendum kollegum.
Ég hef það eftir fyrstu heimildum
að norrænir, þýskir, breskir og
bandarískir fjölmiðlamenn líta svo á
að þeir séu fjórða valdið í samfélag-
inu og störf þeirra geti því aldrei
samrýmst flokksaðild. Þeir geta vita-
skuld átt sínar pólitísku skoðanir, en
hlutverk þeirra krefst þess að þeir af-
sali sér þeim munaði að starfa í þágu
sljórnmálaflokka. „Hvernig getur
flokksbundinn fjölmiðlamaður varð-
veitt trúverðugleik sinn?“ spurði mig
danskur blaðamaður. „Það er ekki
hægt.“ Hann vildi ekki trúa því að
ritstjórar íslenskra dagblaða og for-
stjórar fjölmiðla væru formlega
bundnir stjórnmálaflokkum.
Fréttamenn austanhafs og vestan,
sem ég hef haft kynni af, minna mig
aö því leyti á góða presta, að þeir
telja sig hafa heilaga köllun. Hvergi
nema á íslandi þykir við hæfi að
prestar vasist í pólitík, þó þeir megi
auðvitað hafa sínar prívatskoðanir á
þjóðmálum. Ég veit um eitt dæmi
þess að maður segði sig úr stjóm-
málaflokki þegar hann tók við opin-
beru embætti; Þegar Heimir Steins-
son varð útvarpsstjóri sagði hann sig
úr Sjáifstæðisflokknum og varð
þannig einn allrafyrsti fjölmiðlamað-
ur hérlendis sem tók starf sitt svo al-
varlega, að hann vissi hvað tfl síns
friðar heyrði.
Sigurður A. Magnússon
Sígurður A.
Magnússon
ríthöfundur
„Ekki mun ótítt að Mörlandi á heimleið til gamla Fróns, eftir langa eða skamma
útivist, grípi íslensku dagblöðin feginshugar eftir flugtak, fletti þeim og upplifi þess-
konar notakennd sem tengist endurfundi við gamla kunningja. “