Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 11 Skoðun geymslunni og fann límið. Duftið blandaði ég í réttum hlutfollum í fötu. Konan mældi og sneið. „Hérna er límið,“ sagði ég og fikraði mig nær sófanum. „Fínt sagði konan, „haltu aðeins í endann á pappím- um, annars rúllast hann upp.“ Hún horfði í augun á mér þar sem ég tog- aði dauflega í pappirsrúlluna. „Finnst þér þetta ekki skemmti- legt?“ sagði hún um leið og hún klippti strenginn í réttri lengd. Báðar burt „Eigum við ekki tröppu einhvers staðar?" hélt konan áfram. „Þú þyrftir að standa í henni, ég næ ekki nógu hátt upp.“ Ég sótti tröpp- una. Blaðið lá í sófanum, hálflesið. „Losaðu fyrst gólflistana," sagði konan. Þannig gengur okkur betur að veggfóöra." Ég sótti mér tæki tU þess að spenna þá upp, rétt ný- neglda. Fram að hádegi mældi kon- an enn og sneið. Ég stóð í tröppunni og hélt í. Við tókum okkur matarhlé, stutt að vísu því konan var í stuði. Eftir hádegið var komið að veggjunum með nýuppsettu kojun- um. Eiginkona mín stóð fyrir fram- an þær og velti framkvæmdinni fyr- ir sér. „Ég held,“ sagði hún eftir nokkra umhugsun, „að það sé tómt klúður að veggfóðra að kojunum. Það verður miklu smartara ef við kippum þeim burt, rétt á meðan. Gerum það, minn kæri. Þú ert nú aUtaf svo handlaginn." Þetta segir hún aðeins við sér- stakar aðstæður. Hún veit eins vel og ég að ég er ekki handlaginn og hef þráfaldlega sagt henni að smiðir fari í fjögurra ára nám tU þess að ná tökum á iðn sinni. Það er eins og að skvetta vatni á gæs. „Er ekki nóg að taka bara þá efri?“ spurði ég í von- leysi hvUdarhelgarinnar. „Sjáum tU,“ sagði konan og hélt áfram að mæla. „Nei, ég held að það sé betra að kippa þeim báðum burt.“ „Þú veist það,“ sagði ég og gerði lokatU- raun tU að sleppa, „að þetta er skrúfað i vegginn með löngum skrúfum og ótal styrktarbitum?" „Iss, þetta er ekkert mál. Þú losar þetta bara og hendir þessu svo upp á ný. Herbergið verður svo faUegt.“ Ég reif kojuna niður með látum, beitti tU þess borvél, skrúf- og spor- jámum. Að því loknu hófst vegg- fóðrunin fyrir alvöru. Konan sneið og límdi, ég hélt í. Það var liðið fram að kvöldmat þegar verkinu lauk. Blaöið lá óhreyft í sófanum, sólin var gengin tU viðar. Mín horfði stolt á nýja veggfóðrið í herberginu. „Fáum okkur aðeins að borða,“ sagði hún. „Þú get- ur svo sett kojuna upp í _kvöld.“ Ég góndi á hana, ’minntist ekkert á hvUdar- helgina en varð hugsað tU vökulaganna. Kojan fór upp um kvöldið. Panell? KafFiilmurinn var ekki síðri bjartan sunnudags- morguninn sem næstur reis. Þegar konan tiplaði fram úr leit hún inn í bamaherbergið. „Þetta er æði,“ sagði hún, „en ætt- um við ekki að panelklæða fyrir ofan rúmið, það gefur svo skemmtUegan svip?“ Ég horfði ekki einu sinni á sófann þegar ég sótti pan- elinn, sögina, naglana og listana sem við áttum í geymslunni. Það var tekið að rökkva þegar ég kláraði, með strengi í öxl- um og tak í mjöðm. Það geislaði af konunni á heim- leiðinni. „Maður endumærist alveg yfir svona helgi,“ sagði hún, „það er svo gaman að dútla við eitthvað smálegt, gera eitthvað saman. Ertu ekki úthvUdur, elskan, og tU í aUt?“ Hún horfði tU mín blíðlega. þá segja um útþenslustefnu af þessu tagi? Digrir sjóðir Forstjórinn tekur fram að ekki hafi verið kannað hvemig kaupin yrðu fjármögnuð. Það verði ekki gert nema ákveðið verði að kanna Vel má vera að spamað- ur fcelist í því fyrir Orku- veituna og Landssímann að stofna saman auglýs- ingastofu. Til að ná fram þeim spamaði þarf Orku- veitan hins vegar ekki að kaupa Landssímann. þennan möguleika tU hlítar. Við- brögð Alfreðs Þorsteinssonar við bréfi forstjórans benda eindregið tU að það verði gert. Og líklega hefur Orkuveitan fulla burði tU að ráðast í kaupin. EUa hefði stjómarformað- urinn aldrei sett hugmyndina fram. Ljóst er að forsvarsmenn fyrirtæk- isins telja að það sé vel aUögufært, jafnvel þegar búið er að setja tU hlið- ar hæfilega upphæð til að standa undir framtíðarfjárfestingum í orku- veitum. Sé þetta rétt mat hjá þeim hefur fyrirtækið heimt hærri gjöld af Reykvíkingum og öðrum eigendum sínum en nauðsynlegt er tU að geta staðið undir þjónustu við þá. Það þýðir að fyrirtækið er komið óþægi- lega nálægt því að innheimta skatta af almenningi. En vitanlega kemur ekki tU greina að lækka álögur á borgar- búa. Veldi Orkuveitvmnar má ekki skerða, samkvæmt bréfi forstjórans. Og einmitt vegna þess að ekki má minnka veldið og draga úr álögun- um er Alfreð Þorsteinsson í stök- ustu vandræðum með það hvað hann eigi eiginlega að gera við aUa þessa peninga. Pólitíska tölfræðin Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Ritstjornarbref ingjum. Sjálfstæðisflokkurinn er að vísu að tapa nokkru fylgi sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun DV, eða sem nemur fimm prósentustig- um. Það verður að teljast nokkru minna fylgistap en búist hafði ver- ið við eftir þá óskaplegu niðurlæg- ingu sem að minnsta kosti einn ráðherra flokksins og margir flokksgæðingar hans hafa orðið fyrir á síðustu vikum og mánuðum. Flokknum er nánast fyrirgefið. Sömu sögu er að segja af Sam- fylkingunni. Þrátt fyrir aUa ógnar- vitleysuna í Össuri Skarphéðins- syni á dögunum, sem sennUega mun kosta hann pólitískan frama á Halldór Ásgrímsson og aðrir framámenn flokksins hafa ekki verið í sömu spomm og margir ráðamenn sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna. Þeir síðarnefndu hafa verið upp við vegg í hverju málinu af öðru síðustu daga og þurft að sitja hnípnir í döprum drottningarviðtölum blaða og sjónvarps. næstu árum, bætir Samfylkingin sömu prósentustigum við sig og sjálfstæðismenn tapa. Össur fær það hins vegar óþvegið sem breysk- legur maður. Hann hrapar í áliti kjósenda í vinsældamælingu DV og hlýtur það að vekja sérstaka at- hygli að Sturla Böðvarsson fær þar öUu skárri kosningu þrátt fyrir öU sín mistök. Alls staðar sama útkoman Ekki verður skUið við þessa póli- tísku tölfræði án þess að minnast á undrin í borgarlandinu. Hver könnunin af annarri sýnir að borg- in virðist vera óvinnandi vegur fyr- ir sjálfstæðismenn. Að minnsta kosti þrjár kannanir sem birtar hafa verið á sfðustu dögum sýna sömu útkomuna og er hér vísað til kannana DV, GaUups og Talna- könnunar. AUar benda þær til þess að fylgi Reykjavíkurlistans sé í námunda við 60 prósent en fylgi sjálfstæðis- manna um 40 prósent. Það styttist tU kosninga. Næstu vikur líða ógnarhratt. í reynd eru aðeins átta virkar vikur til kosn- inga, því frídagamir eru margir fram undan. í hverri einustu þessara vikna þurfa sjálfstæðismenn að naga að minnsta kosti hálft þriðja prósent af fylgi félagshyggjuaflanna í Reykjavík. Það er ærinn starfi. Listamir era klárir. Leiðtogarnir eru ljósir. Og það sem er athyglis- verðast af öUu er að átta vikum fyr- ir kosningar era nærri 8 af hveij- um 10 búnir að ákveða sig. Bjöm! Nú reynir á þig! Það er ekki ónýtt að vera áhuga- maður um íslenska pólitík þessa dagana. Hver könnunin rekur aðra þar sem flokkar og foringjar eru lagðir á vogarskálar vinsælda og virðingar. Þessar fylgiskannanir að undanförnu hafa sýnt, ekki síst kannanir DV, að talsverð hreyfing er á kjósendum. Fylgissveiflumar era nokkru meiri en verið hefur undanfarna mánuði og kemur það í sjálfu sér ekki á óvart miðað við þau ósköp sem gengið hafa á í sam- félaginu á síðustu vikum. Sérstaka athygli vekur i þeim fylgiskönnunum sem DV hefur ver- ið að birta að undanfömu að svar- hlutfall er betra en jafnan áður. Tæplega 28 prósent svarenda voru óákveðin þegar spurt var hvaða lista fólk myndi kjósa í alþingis- kosningum að ári, sem er ekki hátt hlutfall. Enn meiri athygli vekur hversu margir kjösendur i Reykjavík virð- ast vera ákveönir hvað þeir ætla að kjósa i borgarstjómarkosningun- um í vor. Aðeins rífur fimmtungur úrtaks er enn óákveðinn. Uppsveifla Framsóknar Stærstu pólitisku tíðindi vikunn- ar i þessum efnum er uppsveifla Framsóknarflokksins. Það mátti greina pólitíska glettni í svip Hall- dórs Ásgrímssonar á forsíðu blaðs- ins á fimmtudag þar sem formaður Framsóknarflokksins var kominn á loft í einu líkamsræktartækjanna í Reykjavík. Fyrr um morguninn höfðu honum borist spumir af nýrri stöðu flokksins og það færð- ist breitt bros yfir kappann. Aldrei fyrr á þessu kjörtímabili hefur flokkurinn mælst yfir kjörfylgi sínu - og það svo um munar. Framsóknarmenn geta glaðst. Og eiga að gera það. Engin haldbær skýring hefur verið á litlum vin- sældum flokksins frá því kosið var síðast til þings fyrir nálega þremur árum. Harla undarlegt hefur verið að fylgjast með ólíku láni stjómar- flokkanna á þessum tíma. Það er sama hvað gengið hefur á í Sjálf- stæðisflokknum; hann hefur haldið sínu - og vel það. Framsóknar- flokkurinn hefur hins vegar farið um dimma dali þennan drjúga tíma úr kjörtímabili. Og tapað fylgi, fremur en áttum. Frá vinstri að miðju Trúleg er sú skýring Halldórs Ásgrímssonar að kjósendur séu að færa sig úr ranni Vinstri grænna yfir til Framsóknarflokksins. Fylgistap þeirra fyrrnefndu er mik- ið, eða sem nemur nálega níu pró- sentum frá því DV mældi þing- flokkana í október á síðasta ári. Vinstri grænir eru þó enn þá heil- um fimm prósentustigum yfir kjör- fýlgi sínu, en fylgisþróun siðustu mánaða ætti að vera þeim verulegt áhyggjuefhi. Á einu ári hefur fylgið hrapað úr 30 prósentum i 15 af hundraði. Skýringar á þessum mótvindi Vinstri grænna kunna að vera margar. Vera kann að flokkurinn, sem á að heita lengst til vinstri í is- lenskri pólitík, sé orðinn nokkuð eintóna í íslenskri pólitík. Flokks- menn hans, undir dyggri og drjúgri stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafa verið sérstaklega lagnir við að setja sig upp á móti málefnum og jafnvel mönnum. Vitaskuld er ákveðin neikvæðni og hörð gagn- rýni partur af heilbrigðri stjómar- andstöðu, en ef til vill eru Vinstri grænir orðnir úr hófi neikvæðir. Kosið með buddunni Ákveðni er mikilvægur þáttur stjómmála. Ákveðni, traust og póli- tískur sjarmi. Og þekkt eru einnig þau seigu sannindi að menn og konur kjósa fremur með hag sínum en hugsjónum. Buddan ræður býsna oft í kjörklefanum. Vinstri grænir áttu mesta láni sínu að fagna þegar hagsæld var hvað mest hér á landi. Fylgi þeirra fór bein- ustu leið upp frá því kosið var á vormánuðum 1999 og náði hámarki sem fyrr segir fyrir réttu ári, þegar flokkurinn mældist með nálega þriðjungs kjörfylgi. Niðursveifla Vinstri grænna hef- ur varað í rúmt ár, álíka lengi og landsmenn hafa glímt við fyrstu efnahagslægðina í árafjöld. Og af því Vinstri grænir eru ekki henti- stefnuflokkur hvika þeir hvergi frá skoðunum sínum hvernig sem þeim kann að vera tekið frá einum tíma til annars. Likur eru á að kjósendur séu ekki jafn hrifnir af andstöðu við stóreflis atvinnutæki- færi og áður. Líklegt er að lands- menn styðji fremur stóriðju og virkjanir þegar verr árar en betur. Og kjósi budduna. Lausir við vandræði Þetta kann jafnframt að vera ein af skýringunum fyrir skyndilegri fylgisaukningu Framsóknarflokks- ins. Hann ræður nokkrum helstu ráðuneytum atvinnumála og hefur á undanförnum vikum verið að kynna margvíslegar leiðir til að efla atvinnu og byggðir á landinu. Hann hefur staðið í fararbroddi virkjanamála og hvikað þar hvergi frá marki sínu og sömuleiðis stutt nokkur metnaðarfull verkefni á sviði landbúnaðar. Almennt hafa ráðherrar flokksins verið lausir við vandræði. Á sama tima hefur Framsóknar- flokkurinn verið laus við þá spill- ingarumræðu og hallærisumræðu sem lukið hefur um aðra flokka, einkanlega Sjálfstæðisflokkinn og nú nýverið Samfylkinguna. Halldór Ásgrímsson og aðrir framámenn flokksins hafa ekki verið í sömu sporum og margir ráðamenn sjálf- stæðismanna og jafnaðarmanna. Þeir síðamefndu hafa verið upp við vegg í hverju málinu af öðru síð- ustu daga og þurft að sitja hnípnir í döprum drottningarviðtölum blaða og sjónvarps. Flokkunum fyrirgefið Athyglisvert er samt að sjá að kjósendur fyrirgefa fremur flokkum en for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.