Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 48
56 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV Skrapp frá - kem aftur fljótlega - endanlegt takmark að sleppa við endurholdgun Fyrir nokkrum árum dreymdi mig draum þar sem ég var á gangi i fallegum og grónum kirkjugarði. í draumnum kom ég að nýlegum legsteini sem hallaði eilitið á aöra hliðina. Nafnið á steininum var mitt eigið en sem betur fer sá ég engar dagsetningar. Grafskriftin var aftur á móti greinileg: Skrapp frá - kem aftur fljótlega. Draumur- inn greyptist i minnið og hefur oft leitt hugsun mína að hugmyndinni um endurholdgun. Endalaus hringrás Æösta takmark þeirra sem að- hyllast karma eða auðnulögmálið er að losna frá heiminum og hljóta frelsun undan endalausri hringrás endurfæðinga. Sá sem nær tak- markinu öðlast nirvana - uppljóm- uð sál laus við fjötra jarðlífsins. Búddatrúarmenn og hindúar trúa því að endurfaeðingin ráðist af því hvernig einstaklingar hegða sér í þessu lífi. Sé hegðunin góð færast þeir upp á við í átt að nirvana en sé hún spillt og syndum drifin fara þeir niður á lægra plan og geta endurfæðst sem pöddur eða amöb- ur. Meðal sumra þjóðflokka í Afríku er gert ráð fyrir því að sálin fæðist aftur innan sömu ættar í endalausri hringrás lífs og dauða. Trúin á end- urholdgun var viðurkennd í frum- kristni og ein af undirstöðum henn- ar. Kaþólska kirkjan afneitaði kenn- ingunni á kirkjuþinginu í Konstant- ínópel árið 536. Hugmyndin um endurholdgun á sér víða hliðstæðu og margir Vest- urlandabúar trúa því að við höfum lifað áður og fæðumst aftur eftir þetta líf. Sígaunakerling í fyrra lífi Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill trúir á endurholdgun og tel- ur sig hafa séð glefsur úr fyrri líf- um. „Þegar ég var á aldrinum tíu til þrettán ára dreymdi mig alltaf sama drauminn nokkrum sinnum á ári. Mér fannst ég sitja á sleða sem var dregin af tveimur hestum úti á gríðarlega stórri ísbreiðu. Ég var í skinnkápu, með skinn yfir fótunum og það var skinnklæddur maður við hliðina á mér sem ég taldi vera foður minn. Rétt áður en ég vaknaði fannst mér alltaf eins og ég væri að koma heim og sæi sólina koma upp á milli næpuþaka eins og í Rússlandi.“ Þórunn segist'sannfærð um að hún hafi verið sígaunakerling í fyrra lífi. „I nokkur ár klæddi ég mig eins og sigauni, í vítt pils og með stóra eyrnalokka og spáði mikiö i tarotspil. Þegar mér var bent á það brá mér og í framhaldi af því fór ég að eltast við bíómynd- ir og lesa mér til um sígauna. Löngu seinna þegar ég var um fertugt kom til landsins Breti sem kallaði fram hjá mér fyrri jarðvist með dáleiðslu. Samtalið var tekið upp á spólu og þar lýsi ég nákvæm- lega heimili mínu í Rússlandi, í húsi með næpu. Ég segi einnig frá því þegar ég var flutt með leynd til Englands og miklum bruna sem átti sér stað beint á móti heimili mínu þar.“ Þórunn segir að á spólunni komi fram ártal sem stemmi við mikinn bruna sem átti sér stað í London á sama tíma og sömu slóðum og hún lýsir undir dáleiðslu. „Ég sá allt í kringum mig, meira að segja kjól- inn sem ég var í og ég skynjaði húfuna sem ég hafði á höfðinu." Fallnir englar Gríski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Pýþagoras, sem var uppi á sjöttu öld fyrir Fylg þú mér „/ sömu svipan fer ég í gegnum vegginn og kem út hinum megin þar sem ég sé tvær konur taka undir olnboga vinkonu minnar sem var látin. Síöan finn ég aö mér er ætlaö aö halda áfam og fer í gegnum annan vegg. “ Dalai Lama Dalai Lama er andlegur og verald- legur leiötogi Tíbetbúa sem trúa því að sál hans flytjist í líkama barns sem fæöist á nákvæmlega sömu stundu og gamli Dalai Lama deyr. Ég sé þig ... Að sögn Þórunnar Maggýjar skynjar hún stundum við hvað fólk hefur verið að fást í fyrri lífum í tengslum við starf sitt sem miðill og það fer léttur hrollur um blaða- manninn þegar hún fer að segja honum frá fyrri jarðvist. „Ég sé þig Þórunn segir að böm muni oft eftir fyrri lífum fram til þriggja ára aldurs. „Börn koma með ýmsar upp- lýsingar með sér í heiminn en svo fer jörðin að lita hugsanagang þeirra. Mér finnst að við ættum að gefa því sem böm segja meiri gaum og leyfa þeim að tala, þau vita meira en fólk gerir sér grein fyrir. Ég var sjálf skyggn sem barn og var alltaf að sjá fólk sem aðrir sáu ekki. Það trúði mér enginn þegar ég talaði um fólkið, þannig að ég veit hvað það er óþægilegt fyrir krakka þegar full- orðnir taka ekki mark á þeim. Ég sá oft manni sem var klæddur DV-MYND HILMAR ÞÓR Sannfærð um fyrri jarðvist Þórunn Maggý Guömundsdóttir miöill trúir á endurholdgun og telur sig hafa séö glefsur úr fyrri lífum. „Þegar ég var á aldrinum tiu til þrettán ára dreymdi mig alltafsama drauminn nokkrum sinnum á ári.’“ Krist, hélt því fram að hann hefði lifað mörgum sinnum og meðal annars verið hermaður, bóndi og hóra í fyrri lífum. Plató var einnig sannfærður um endurholdgun og setti fram kenningu I niu liðum, Faidrosi, um að sálin færi upp og niður þroskastigann i samræmi við hegðun einstaklingsins í hverju lífi fyrir sig. Á elleftu öld blómstraði í Evr- ópu kristinn sértrúarhópur sem kenndi sig við hreinleika og kall- aðist kaþarar. Safnaðarmeðlimir trúðu því að mannssálirnar væru fallnir englar sem sendir væru til jarðar til að yfirstíga holdlegar freistingar. Eins og gefur að skilja lifðu kaþarar meinlætalífi og töldu öll heimsins gæði frá djöflinum komin. eins og gyðingaprestur bregða fyrir þangað til ég eignaðist fyrsta barn- ið, þá hvarf hann. Þegar strákurinn var um tvítugt var hann dáleiddur og í gegnum dáleiðsluna sagði hann frá fyrra lífi sem gyðingadrengur. Mér hefur stundum dottið í hug að maðurinn sem ég sá hafi verið sál að bíða eftir réttum líkama." í gegnum vegginn „Mér hefur einu sinni verið sýnt afskaplega skemmtileg brot að handan. Ég sat uppi í rúmi og var að drekka morgunkaffið sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Kvöld- ið áður hafði ég verið í heimsókn hjá vinkonu minn sem lá dauðvona á spítala og hrædd við að skilja við. Áður en ég fór hvíslaði ég í eyrað á henni að sleppa og hætta þessu hangsi yfir því sem ekkert var. Við forum öll fyrr eða seinna. Þar sem ég sit þama í rúminu um morguninn fer mér að líða eitthvað svo einkennilega og ég heyri rödd sem segir: „Fylg þú mér.“ í sömu svipan fer ég í gegnum vegginn og kem út hinum megin inni á Land- spítalanum þar sem ég sé tvær kon- ur taka undir olnboga vinkonu minnar sem var látin. Síðan finn ég að mér er ætlað að halda áfram og ég fer i gegnum annan vegg. Þá sé ég gríðarlega stórt hús með vatni allt í kring og hugsa með mér að ég komist ekki yfir þar sem ég sá enga brú. Ég fattaði ekki strax að ég sveif. Röddin sagði mér aftur að Vilmundur Hansen Þjóösögur og hulinsh Hólavallagaröl Leyndardómur endurholdgunarinnar er hulin ráðgáta sem menn eiga eftir aö karpa um svo lengi sem þeir trúa á annaö líf. fylgja sér og ég gerði það. Inni i hús- inu var mjög sérkennileg birta og langur gangur og ég sá þegar vin- kona mín var lögð í rúm. Ég sá líka aðra yngri konu sem sat við endann á ganginum eins og hún væri að bíða og þar var einnig fullorðinn maður, grannvaxinn. Svo er farið með mig fram á ann- an gang þar sem er mikið af fólki að kyssast og kveðja hvað annað og það er söknuður í loftinu. Ég heyri unga konu segja viö ungan mann: „Láttu ekki svona, þú veist að hann fylgir mér.“ Veggimir á ganginum voru al- settir litlum blómklukkum og mér fannst eins og ég andaði í gegnum þær. Ég fann hvemig óttinn hvarf frá mér og ég varð rólegri, eitt augnablik blaöamaöur hvarf allt úr huga mér og mig lang- aði ekki í neitt. Siöan finnst mér eins og unga konan, fullorðni maðurinn og ég tökum stefnuna norður í land. Ég finn að við erum komin á sveitabæ og fyrir framan mig er haldið í fæturna á nýfæddu barni. Um leið og slegið er á rassinn á baminu hverfur konan en ég varð . svo hissa að ég hrökk til baka inn í líkamann heima í rúmi.“ Þórunn segir aö það hafi svo sem verið í lagi en vandamálið var að hún kom öfug inn í líkamann. „Það var eins og ég stæði á haus inni í mér, þú getur ekki trúað því hvað þetta var óþægilegt. Ég hristi mig og skók á allan hátt og loksins þeg- ar mér tókst að snúa mér heyrðist eins og hvinur, ég vona að ég lendi aldrei í þessu aftur.“ Dulminni Áhugi á endurholdgun jókst mjög um svipað leyti og spiritisminn naut mestra vinsælda og allt fram á okkar dag deUa menn um kenning- una. Sumir telja að minningar um fyrri jarðvistir stafi af svoköUuðu dulminni þar sem kaUaöar eru fram úr undirmeðvitundinni minningar úr löngu gleymdum bókum eða kvikmyndum. Leyndardómur endurholdgunar- innar er hulin ráðgáta sem menn eiga eftir að karpa um svo lengi sem þeir trúa á annað líf. Hver og einn hefur sína skoðun. Ég ætia aftur á móti að njóta lífsins meðan ég á þess kost og sjá hvað gerist þegar ég dey. -kip@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.