Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV Rimini er miðsvæðis eitt frjósamasta svæði Evrópu Á ströndinni Á baöströndinni í Rimini njóta sín ailir, leiktæki eru fyr- ir aiia aldursflokka. Orri Gauturgerir sig kláran í feröa- lag undir vökulum augum foreldra sinna. Ef eitthvert land er uppfullt af forvitnilegri ásýnd þá er þaö Ítalía. í öllum stærri sem smærri borgum eru sögulegar menjar hvert sem lit- ið er. ítalir eru mjög gestrisnir og kunna svo sannarlega að taka á móti fólki, það er mín reynsla, þeir kappkosta að fólki líði vel, hvort heldur í skiðalöndum Dólómítaíjall- anna eða við strendur Adríahafsins eða annars staðar þar sem við ferða- félagamir komu. Sólarströnd af bestu gerð Rimini er einn af strandstöðum Adríahafs, sólarströnd af bestu gerö. Allt skipulag við ströndina er til fyrirmyndar. Gestir geta í upp- hafi dvalar leigt sér stóla og borð og ganga svo að búnaðinum sem vísum hvern dag meðan dvalist er þama. Sandurinn er hreinn og fingerður, sem verður til þess að ef eitthvert brim er þá verður sjórinn mattur af sandinum. Strandlengjunni er skipt upp i jafna tölusetta reiti, sem auðveldar fólki að rata um á langri strand- lengjunni. Innan reitanna em barir og leiktæki fyrir börn sem og full- oröna, sturtur og búningsklefar, svo fátt eitt sé talið. Baöstrandarlífið er að þessu leyt- inu til öðruvísi en á Spáni þar sem sundlaug er við hvert hótel. Meira er lagt upp úr ströndinni á Ítalíu, laugar em einungis við dýrari hót- elin. Vinnustaður Kristjáns Jóhannssonar Rimini er vel í sveit sett. Stutt til allra átta og auðveldlega hægt að fara dagsferðir i stórkostlega skemmtigarða sem margir eru þarna um slóðir. Einnig er hægt að taka sér ferð á hendur til Feneyja, Flórens og Verona svo eitthvað sé nefnt. Það er heilög skylda hvers ferða- manns að heimsækja slíka sögu- staöi eigi þeir nokkum kost á því. Með sól i hjarta og bros á vörum er auðvelt að meðtaka háklassíska menningu á stað sem Rimini. Við ferðafélagarnir fórum í Arenuna í Verona til að hlýða á Kristján okk- ar Jóhannsson syngja eitt aðalhlut- verkið í Aidu eftir Verdi. Arenan er eitt af stærstu hring- leikahúsum Róm- verja, tekið í notkun 30 eftir Krist, Það tekur 25 þúsund gesti. Á þessu kvöldi var þéttskipaður bekkurinn og hægt var að finna til- hlökkun fólksins sem beið eftir að sýningin hæfist. Þama voru gestir mismunandi langt að komnir, þeir voru sælir, þreyttir og svangir Sumir voru svo forsjálir að hafa með sér nesti og snæddu þarna í hlýju rökkr- inu. Gömul hefð er fyrir því að sýning hefjist ekki fyrr en eftir sólsetur. Blíðu- veður var og háifur máninn á lofti, und- ir forleik kveiktu gestir á litlum kert- um sem dreift var meðal áhorfenda. Óperan hófst undir þessari dulúð, án mögnunar, og var ótrúlegt hversu hljómburður var góður. Vorrnn við ekki alveg sátt við rödd þess sem okkar maður átti að syngja og einnig vorum við ekki sátt við holdafarið á manninum, söngurinn var góður, en nagandi efasemdin um að þetta væri ekki Kristján lifði með okkur allt kvöldið, sem svo var staðfest að lokinni óperunni. Krist- ján var með hálsbólgu heima við Gardavatnið, viö sáum þó hvar kappinn vinnur. Dórnkirkjan í Flórens Kirkjan er engin smásmíöi og meö miktum íburöi; allajafna er mikil mann- mergö aö skoöa guöshúsiö. Hvolfþak kirkjunnar telst eitt stærsta afrek lista- sögunnar, hún er byggö um 1400. Að Gardavatni Ferðalag okkar til Verona stóð í tvo daga, eftir menninguna í hring- leikahúsinu sem lauk um miðnættið var gist á ágætishóteli, næsti dagur tekinn snemma og ekið að Garda- vatninu. Staður sem skartar mikilli fegurð og sögu, og loftslag þykir með eindæmum heilsusamlegt og gott. Rita má margar síður um þá upplif- un sem það er að heimsækja þetta svæði. Útsýniö á ferðalaginu frá Rim- ini að Garda um Pósléttuna, eitt frjósamasta svæði Evrópu, heldur manni hugfongnum og gerir setu í rútubíl að ævintýri. -GVA Verslunargata í San Marino San Marino er smáríki í fjöllunum fyrir ofan Rimini, hver afkimi er notaöur til aö selja varning eöa veitingar. Umhyggjusamur farar- stjóri benti feröafólki á aö líkjörar og varningur sá sem þar væri í boöi væri óvandaöur og dýr. ■ ... ÍImPÍ ■*** ■< m M ?! jfli Gersemar í glugga Gulliö í Flórens geröi konurnar orölausar og karlana eiröarlausa. Kastali við Gardavatn Sirmione er lítill og fagur bær viö Gardavatniö, borgarhliöiö er þessi fagri kastali. Arenan í Verona Vinnustaöur Kristjáns Jóhannsson- ar, eitt af hringleikahúsum Róma- veldis, tekiö f notkun 30 e. Kr. DV-MYNDIR GVA Brúin yfir Canal Grande Feneyjar eru einhver sérstæöasta borg veraldar, hún er byggö á um 120 eyjum. Ponte Rialto-brúin yfir Canal Grande var byggö 1591 og þykir mikiö verkfræöilegt undur; undir hvorum brúarstöpli eru sex þúsund eikartrjábolir reknir í síkiö. Þeir bera brúna uppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.