Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV Daginn sem hann varð þrítugur fékk hann símtal þeirrar gerðar sem flestir fá mjög sjaldan. Kannski aðeins einu sinni á æv- inni. í símanum var einn fulltrúa í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins sem vildi kanna áhuga Gísla Marteins Baldurssonar á þvi að taka öruggt sæti á lista flokksins í komandi borgarstjómarkosningum. Þetta var 26. febrúar síðastliðinn og því hafði þegar verið fleygt op- inberlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði áhuga á að fá þennan brosmilda sjónvarpsmann og spyril úr Kastljósinu sér til full- tingis við það erfiða verkefni að hrifa borgina aftur úr klóm R-list- ans. Þótt maðurinn í símanum vildi fá svar þar og þá tók Gísli sér umhugsunarfrest í einn sólarhring og sagði siðan já og mun skipa 7. sætið á lista sjálfstæðismanna í vor. Erfið ákvörðun DV hitti Gísla á kaffihúsi á mót- um póstnúmeranna 101 og 105 og ræddi við hann um þessa ákvörð- un og við vildum fyrst fá að vita hvers vegna hann hefði tekið þessa ákvörðun. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ekki vegna þess að ég kviði því að taka þátt í umræðunni með svo áberandi hætti heldur einfaldlega vegna þess að ég hafði svo gaman af því sem ég var að gera í Sjón- varpinu. Síðan ég tók ákvörðunina verð ég stöðugt ánægðari með hana og sé að ég hef gert rétt. Mér finnst að maður eigi ekki að bíða eftir þvi að það fari að halla undan fæti í starfl heldur hætta leik þeg- ar hæst stendur og ég held að þessi leikur hafi staðið nokkuð hátt,“ sagði Gísli og er þarna að vísa til Kastljóssþáttanna vinsælu en dag- inn eftir að simtalið örlagaríka rauf afmælisfagnað hans var verið að senda út þátt númer 600. „Þótt Kastljósið gengi vel þá fannst mér ekki rétt að kúra í því skjóli og þora ekki að taka skrefið yfir í eitthvað annað þar sem mað- ur væri meira með vindinn í fang- ið. Það hefði ekki alveg verið minn stíll.“ Barnahorn og Áramótaskaup Þegar Gísli hóf störf á fréttastofu Sjónvarps á sínum tima fyrir sex árum heyrðust gagnrýnisraddir sem hnýttu í hann fyrir að vera of ungan í starfið og margir bentu á pólitísk tengsl hans en Gísli Mart- einn var áberandi í stúdentapóli- tíkinni og starfaði þar fyrir Vöku. Þessar raddir vöknuðu upp aftur þegar hann varð einn umsjónar- manna Kastljóss. Menn kölluðu þáttinn Barnahornið og sögðu spyrlana ekki starfl sinu vaxna. „Ég hef þrisvar sinnum verið í Áramótaskaupinu og alltaf vegna þess hvað ég er ungur. í ár var í fyrsta sinn fenginn fullorðinn leik- ari, Rúnar Freyr vinur minn, til þess að túlka mig en fram að því höfðu börn verið látin gera það. Þetta horfir til framfara og ég fagna hverju ári.“ - Gísli segir að þótt hann hafi alltaf verið með sterkar skoðanir á þjóðmálum hafi það ekki verið erfitt að vera óhlutdrægur i Kast- ljósinu. „Ég held að allir góðir frétta- menn hafi mjög ákveðnar skoðanir á því hvemig þessu þjóðfélagi sé best komið. Skoðanaleysi eða full- komið hlutleysi til allra hluta get- ur skilað sér í því að menn sjá ekki ranglætið þar sem það birtist og eiga meira að segja erfiðara með að sjá hvað er frétt og hvað ekki. En að sjálfsögðu verða allir frétta- menn að vera óhlutdrægir í sínum fréttaflutningi og láta alla aðila njóta sannmælis. Við reyndum alltaf í Kastljósinu að ganga út frá því að allir eigi sér einhvem málstað, einhverjar máls- bætur og vildum hlusta á þær. Við erum ekki að sækjast eftir afsögn ráðherra í beinni útsendingu. Við nálgumst öll viðfangsefni okkar með hugarfarinu: hann hefur eitt- hvað til síns máls. Heyrum það.“ - Var búið að nefna það opinber- Gísll Marteinn Baldursson hefur ákveðlð að hella sér út í pólltíklna „Ég stend í ástarsambandi viö Reykjavík, mér finnst fallegasta gönguieiö landsins ekki vera Fimmvöröuháls eöa Lónsöræfi, heldur Tjarnargatan, mér finnst miöbærinn frábær og þangaö sæki ég orku og hitti fólk. “ / Astarsamband við Reykjavík - Gísli Marteinn Baldursson talar um heilsufar Reykjavíkur, skilgreinir baráttusæti og segir frá afdrifaríku símtali á afmælisdag Gísll býr í Þingholtunum Hann segir aö of margir kumbaldar séu friöaöir í miöbænum og þaö sé stefna sem þurfi aö endurskoöa. Hér sést Gísli meö Völu Káradóttur, eigin- konu sinni, og dætrum þeirra tveimur, Vigdísi Freyju og Elísaþetu Unni. lega að þú kynnir að verða beðinn þegar þú fékkst þetta símtal? „Það hafði verið nefnt einhvers staðar opinberlega og gekk reynd- ar svo langt að Mörður Ámason sagði í útvarpsráði að ég þyrfti að gera grein fyrir framtíðaráætlun- um minum! Ég hélt reyndar að búið væri að stilla upp listanum og reiknaði ekki með neinu símtali. Listinn var ákveðinn á flmmtu- dagskvöldi. Kvöldið áður kláraði ég minn síðasta Kastljóssþátt og kvaddi áhorfendur." Ástríðupólitíkus Gísli lærði stjómmálafræði og viðurkennir fúslega mikinn áhuga á pólitík frá unga aldri en hvenær vaknaði áhuginn? „Ég var lengi vel ekki virkur í pólitík og meðan ég var forseti Nemendafélagsins í Versló hélt ég allri pólitík þar fyrir utan. Þetta breyttist þegar ég kom í Háskólann en ég og vinir mínir höfðum lengi velt fyrir okkur ýmsum spurning- um sem tengjast stjómmálum. Við vorum síðan hluti af eyðimerkur- göngu Vöku í Háskólanum en vor- um sannarlega virkir i pólitíkinni. Það var góð reynsla og má segja að það sé eina reynsla mín af stjóm- málurn." - Eru allir sem fara i stjómmála- fræði með þingmann í maganum og ástríðukenndan áhuga á póli- tík? „Ég hélt að ég myndi hitta slíkt fólk þar en það kom mér nokkuð á óvart að svo var ekki. Fólk er þarna af ýmsum ólíkum ástæðum og hefur t.d. mikinn áhuga á stjórnsýslu og utanríkismálum. Sjálfur hafði ég mestan áhuga á stjórnmálasögu íslands, stjórn- málaheimspeki og hagfræði." Hannes í þremur orðum? - Hvaða kennarar þínir í stjórn- málafræði höfðu mest áhrif á þig? „Ég verð að nefna tvo. Annars vegar Ólaf Þ. Harðarson sem kenndi mér langmest og hins veg- ar Hannes Hólmstein Gissurarson sem kenndi mér reyndar ekki mik- ið en ég vann hjá honum meðan ég var í háskólanum, aðstoðaði hann við ýmsar rannsóknir í ein tvö ár.“ Hannes Hólmsteinn er án efa meðal umdeildustu manna sinnar samtíðar og Gísli kynntist honum vel meðan hann vann hjá honum. Hvemig maður er doktor Hannes? Hannes gæti aldrei lýst sjálfum sér í þremur orðum en getur Gísli það? „Það er erfitt að lýsa honum í þremur orðum en ég myndi sjálf- sagt velja orð eins og greindur, fyndinn og duglegur því duglegri mann hef ég ekki hitt. Hann er al- ger maskína og honum fannst ég vera seinn til verka en ég held að það séu allir miðað við hann en hann kenndi mér mikið um vinnu- brögð.“ Fyrirmyndin að heiman Gísli vill halda því fram að Hann- es hafi á sínum tíma verið á undan sínum samtíma þótt hann sé frekar orðinn hægfara íhaldsmaður í dag miðað við sumar þær skoðanir sem uppi eru meðal ungra Heimdeflinga. En hvert sækir Gísli sínar fyrir- myndir í stjórnmálum? „Ég verð að nefna Davíð Oddsson þó ekki væri nema fyrir það hvem- ig honum hefur tekist að breyta þessu þjóðfélagi undanfarin ár og halda völdum og vinsældum. En ég verð líka að nefna foreldra mína sem kann að þykja skrýtið þvi ég er ekki alinn upp á sjálfstæðisheimfli. Þau hafa mikinn áhuga á pólitík og það sem ég vona að ég hafi lært af þeim er að líta ekki á hlutina alltaf í svarthvítu ljósi heldur taka af- stöðu til hvers máls fyrir sig og leyfa öllu fólki að njóta sannmælis, hvar sem það stendur í flokki. Ég get ekki verið í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og þar með fundist allt slæmt sem R-listinn hefur gert. Ég held að slík einstrengingsafstaða sé engum tfl góðs. Ég get ekki veriö rígbundinn við einn staur og aðeins séð heiminn út frá þeim staur. Ég vil ekki vera annaðhvort eða mað- ur. Mér flnnst margt af því sem R- listinn hefur gert vera ágætt en það er hægt að gera miklu betur.“ Nýr listi byrjar á núlli - i umræðu um skipan á fram- boðslistann hefur jafnan verið talað um sjöunda sætið á listanum sem þú skipar sem öruggt sæti. Miðað við síðustu skoðanakönnun DV ert þú í baráttusæti og ekki öruggur inn í borgarstjóm. Hvemig leggst það í þig að fara í baráttuna við þessar aðstæður? „Það leggst vel í mig. Ég er sáttur við að vera i baráttusæti þótt það væri ekki gott fyrir flokkinn og ég vildi heldur vera inni. Mér finnst gaman að vera í baráttusæti. Hins vegar tel ég að þetta sé sama þróun og varð fyrir átta árum og fjórum árum. Eftir áramót breikkar bilið milli listanna. meirihlutinn fer af stað og opnar mannvirki og vígir eitt og annað og heldur sinni stefnu stíft fram en síðan minnkar bilið jafnt og þétt. Nýr listi þarf alltaf að byrja frá gmnni við þessar aðstæð- ur. Ég held í alvöm talað að sjöunda sætið verði ekkert baráttusæti. Það er ekki raunhæft."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.