Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 DV 63 íslendingaþættír Stórafmæli i Sunnudagurinn 10. mars 95 ára_______________________________ Þuríöur Jónsdóttir, Framnesi, Varmahlíö. 90 ára________________________________ Camilla Soffía Ragnars, Gnoðarvogi 40, Reykjavík. Ægir Ólafsson, Lönguhlíð 3, Reykjavík. 85 ára________________________________ Elísa Gísladóttir, Stigahlíö 12, Reykjavík. 75 ára________________________________ Valgarö Einarsson, Bárustíg 13, Sauðárkróki. 70 ára________________________________ Björgvin Ottó Kjartansson, Garðatorgi 7, Garðabæ. 60 ára________________________________ Árni Ólason, starfsmaöur Landhelgisgæslunnar, Frakkastíg 5, Reykjavík. Árni verður á heimili dóttur sinnar og dóttursonar á Bergþórugötu 23, Reykja- vík, á afmælisdaginn. Sigvaldi Haraldsson, Brúarhóli 2, Mosfellsbæ. Sigvaröína Guömundsdóttir, Lagarfelli 13, Egilsstöðum. 50 ára________________________________ Mustafa Mujcin, Kirkjuvegi 1, Ólafsfirði. Ragnheiöur I. Hafsteinsdóttir, Jórutúni 6, Selfossi. Sigrún Sfguröardóttir, Lindargötu 32, Reykjavík. 40 ára________________________________ Anna Hafberg, Sunnubraut 28, Kópavogi. Guömundur Heiöar Jónsson, Svarfaðarbraut 6, Dalvík. Guðrún Erla Richardsdóttir, Breiðvangi 44, Hafnarfiröi. Hanna Valdís Guðmundsdóttir, Laugarnesvegi 34, Reykjavík. Heiðar Matthíasson, Garðhúsum 12, Reykjavík. Hrefna Guörún Sigmarsdóttir, Húsafejli 1, Reykholti. Júlíus Óii Einarsson, Reykási 31, Reykjavík. Páli Jóhann Hilmarsson, Bæjargili 89, Garöabæ. Stefán Þór Dómaldsson, Melshorni, Djúpavogi. Smáauglýsingar húsnæði markaðstorgið atvinna einkamál 550 5000 Sextug Kristín Jóhannesdóttir húsfreyja í Gröf á Vatnsnesi Kristín Jóhannesdóttir, húsfreyja í Gröf á Vatnsnesi, Vestur-Húna- vatnssýslu, er sextug i dag. Starfsferill Kristín fæddist á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal en ólst upp á Auðunarstöð- um í Víðidal. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi vet- urinn 1959-60, var síðan tvo vetur við störf í Reykjavík en dvaldi heima á Auðunarstöðum á sumrin. Hún fór til Noregs vorið 1962 og var þar í eitt og háift ár við ýmis störf, m.a. sem þema á millilandaskipum. Eftir það starfaði hún m.a. við Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga og í Staðarskála. Haustið 1966 hóf Kristín búskap í Skarði á Vatnsnesi ásamt manni sínum. Þar bjuggu þau til vors 1968 er þau keyptu jörðina Gröf á Vatns- nesi og hafa búið þar síðan. Kristín hefur starfað nokkuð að félagsmál- um. Var m.a. í stjóm Krabbameins- félags Hvammstangalæknishéraðs um skeið. Stofnaði ásamt konum á Vatnsnesi Félag húsfreyjanna sem rekur samkomuhúsið Hamarsbúð. Þá hefur hún setið í stjórn Sjálf- stæðisfélags V-Hún. undanfarandi ár. Hefur frá árinu 1996 verið í rit- nefnd Húna, rits USVH. Auk þess er hún félagi í LiUukómum sem er kvennakór í Húnaþingi vestra. Fjölskylda Kristín giftist 3.12. 1967 Tryggva Eggertssyni, f. 3.12. 1937, bónda og fyrrv. oddvita. Hann er sonur Egg- erts Jónssonar, bónda í Skarði, og konu hans Siguróskar Tryggvadótt- ur. Þau eru bæði látin. Systkini Kristínar em Margrét, f. 27.4. 1945, húsfreyja á Hvamms- tanga, gift Guðmundi E. Gíslasyni og eiga þau þrjú böm; Guðmundur, f. 29.1. 1953, deildarstjóri á Fiski- stofu, búsettur í Kópavogi, hans kona er Kristín Björk Guðmunds- dóttir og em börn þeirra þrjú; Ólöf, f. 27.8. 1957, starfsmaður á Sambýli fatlaðra á Hvammstanga, synir hennar eru tveir. Foreldrar Kristínar eru Jóhannes Guðmundsson, f. 13.2. 1916, d. Andlát Úlfar Þórðarson augnlæknir í Reykjavík Úlfar Þórðarson augnlæknir, Bárugötu 13, Reykjavik, lést á Land- spítala Háskólasjúkrahúsi aðfara- nótt fimmtudagsins 28.2. sl. Útfor hans fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Starfsferill Úlfar fæddist á Kleppi við Reykja- vík 2.8. 1911. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1930, stundaði nám með Humbolt-námsstyrk við Albert- Universitát í Köningsberg í Þýska- landi 1933-34, lauk embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1936, stundaði kandídatsnám við Kleppsspítalann í Reykjavík og á Universitát- Augenklinik í Berlín 1936-37, var kandídat við Landspítalann 1937-38, stundaði sérfræðinám á Rigs- hospitalet i Kaupmannahöfn, augn- deild, 1938-40, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1938 og sérfræðileyfi í augnlækningum 1940. Hann var við nám við Harvard Medical School 1958-59 og lauk þaðan prófi í hug- lækningum 1959 og var við nám á Lovelace Clinic í Albuquerqe í New Mexico 1963. Úlfar var aðstoðarlæknir við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn 1938-40, starfrækti eigin lækninga- stofu í Reykjavík frá 1940 og var jafnframt sérfræðingur við Landa- kotsspitala 1942-81. Þá fór hann augnlæknisferðir til Færeyja að ósk Færeyinga 1942, var læknir flug- björgunarsveitar Reykjavíkurflug- vallar 1950-84 og trúnaðarlæknir Flugmálastjómar 1962-97. Úlfar fór fræga ferð heim til ís- lands frá Danmörku 1940 er stríðið hafði lokað fyrir allar ferðir miUi landanna. Gísli Jónsson vélstjóri festi kaup á gömlum 32 tonna bát í Fredrikshavn sem þeir nefndu Frekjuna og sigldu þeir Úlfar á henni til íslands, ásamt Gunnari Guöjónssyni skipamiðlara, Lárusi Blöndal skipstjóra, Björgvin Frederiksen vélstjóra, Theodór Skúlasyni lækni og Konráð Jóns- syni verslunarmanni. Úlfar sat í stjóm Sundfélagsins Ægis 1931-34, var formaður Knatt- spymufélagsins Vals 1946-50, sat í stjóm íþróttavallanna í Reykjavík um skeið, var borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1958-78, sat í sjúkrahúsnefnd Reykjavíkúrborgar 1960-70, var stofnfélagi Fuglavemdunarfélags ís- lands 1963 og fyrsti formaður þess, formaður ÍBR 1967-82, fulltrúi í heil- brigðismálaráði Reykjavíkurborgar 1970-78 og formaður þess 1972-74, formaður stjómar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1975-78, formað- ur byggingamefndar Borgarspital- ans 1973-78 og í bygginamefnd aldr- aðra 1980-84. Úlfar skrifaði fjölda greina í inn- lend og erlend læknarit og sat í rit- stjóm Acta Ophthalmologica 1958-78. Hann var heiðursfélagi Sundfélagsins Ægis og Knatt- spymufélagsins Vals. Fjölskylda Úlfar kvæntist 31.7. 1938 Unni Jónsdóttur, f. 16.4. 1916, d. 8.6. 1994, BA í ensku og frönsku og kennara. Hún var dóttir Jóns Hjálmarssonar, f. 1.10. 1889, fórst með togaranum Ólafi 2.11. 1938, vélstjóra og togara- sjómanns, og k.h., Elísabetar Sigfús- dóttur, f. 20.6. 1891, d. 6.6. 1978, hús- móður. Böm Úlfars og Unnar: Þórður Jón, f. 14.6. 1939, fórst með flugvél- inni TF-AID 18.3. 1963, flugmaður hjá Loftleiðum, var kvæntur Guð- nýju Ingadóttur Árdal ritara og eru böm þeirra fjögur; Ellen Elísabet, f. 10.10. 1942, innanhússarkitekt og á hún tvo syni með fyrrv. eiginmanni sínum; Unnur, f. 4.6.1948, rithöfund- ur og fyrrv. fréttamaður í Reykjavík en maður hennar er Gunnar Gunn- arsson sendiherra og eiga þau tvær dætur; Sveinn Egill, f. 2.2. 1950, við- skiptafræðingur, kvæntur Ágústu S. Bjömsdóttur. Systkini Úlfars: Hörður, f. 11.12. 1909, d. 6.12. 1975, lögfræðingur og sparisjóðsstjóri SPRON í Reykjavík; Sveinn, f. 10.1. 1913, dr. rer.nat, skólameistari á Laugarvatni og síð- ar prófessor í Kanada; Nína Thyra, f. 27.1. 1915, húsmóðir í Reykjavík; Agnar Jóhannes, f. 11.9.1917, rithöf- undur og bókavörður í Reykjavík; Gimnlaugur Einar, f. 14.4. 1919, d. 20.5. 1998, hrl. i Reykjavík; Sverrir Friðþjófur, f. 29.3. 1922, blaðamaður í Reykjavik. Foreldrar Úlfars voru Þórður Sveinsson, f. 20.12. 1874, d. 21.11. 1946, yfirlæknir á Kleppsspítalanum í Reykjavík og prófessor, og k.h., Ellen Johanne Sveinsson, f. Kaaber 9.9. 1888, d. 24.12. 1974, húsfreyja. Ætt Þórður var sonur Sveins, b. á Geithömrum í Svínadal Pétursson- ar, b. á Refsstöðum, bróður Krist- jáns, afa Jónasar Kristjánssonar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Kristján var einnig langafi Sigurlaugar, móður Jónasar Jónas- sonar útvarpsmanns. Pétur var son- ur Jóns, b. á Snæringsstöðum Jóns- sonar, b. á Balaskarði Jónssonar harðabónda í Mörk í Laxárdal Jóns- sonar. Móðir Þórðar var Steinunn Þórðardóttir, b. í Ljótshólum í Svínadal Þórðarsonar, b. á Kúfu- stöðum í Svartárdal Þóðarsonar, b. á Kúfustöðum Jónssonar, b. á Lækjamóti í Víðidal Hallssonar, b. á Þóreyjarnúpi Bjömssonar, b. á Guð- hannesdóttir. Systkini Ingibjargar: Jón Unn- steinn, skólastjóri Reykjum i Ölfusi, látinn og Jóhanna Margrét, hús- freyja í Reykjavík. 8.4.1996, bóndi á Auðunarstöðum og k.h., Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 5.8. 1917, nú búsett á Hvammstanga. Ætt Foreldrar Jó- hannesar voru Guðmundur Jó- hannesson, b. á Auðunarstöðum og k.h., Kristín Gunnarsdóttir. Systkini Jóhann- esar: Ingibjörg húsfreyja í Reykjavík látin; Sophus Auðunn skrifstofustjóri Reykjavík; Kristín húsfreyja Hvammstanga lát- in; Erla, húsfreyja Auðunarstöðum, látin; Gunnar, raf- verktaki og kaupmaður Reykjavík; Hálfdán, viðskiptafræðingur og skattstjóri, látinn. Foreldrar Ingi- bjargar voru Ólafur Jónsson, b. á Stóru-Ásgeirsá, og k.h., Margrét Jó- laugsstöðum í Blöndudal Þorleifs- sonar, ættföður Guðlaugsstaðaætt- ar. Bróðir Halls var Ólafur á Svína- vatni, langafi Guðmundar Amljóts- sonar, alþm. á Guðlaugsstöðum, afa Páls á Guðlaugsstöðum, föðir Björns á Löngumýri, afi Páls á Höllustöðum og langafi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Ellen Johanne var dóttir Jens Ludvigs Joachims Kaaber, stór- kaupmanns og forstjóra í Kaup- mannahöfn, bróður Ludvigs Kaaber bankastjóra. Móðir Ellenar var Sara, f. í Fredericia í Suður-Jót- landi, af frönskum hugenottaættum. SÖLU (««( Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 12. mars 2002 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. 3 stk. Toyota Land Cruiser 4x4 dísil 1988/98 1 stk. Toyota Hilux double cab 4x4 bensín 1992 1 stk. Suzuki Baleno station 4x4 bensín 1997 1 stk. Ford F-250 super cab 4x4 dísil 1991 1 stk. Ford Ranger pickup m/húsi 4x4 bensín 1996 1 stk. Dodge Ram 1500 (skemmdur) 4x4 bensín 1996 1 stk. Volkswagen Transporter DC 4x4 dísil 1996 1 stk. Toyota Corolla station 4x4 bensín 1995 1 stk. Subaru Forrester (skemmdur) 4x4 bensín 2001 1 stk. Subaru Legacy 4x4 bensín 1999 1 stk. Subaru Impreza 4x4 bensín 1997 1 stk. Mitsub. Space Wag. (skemmdur) 4x4 bensín 1999 2 stk. Mitsubishi Lancer station 4x4 bensín 1993/96 1 stk. Mitsubishi L-300 sendibifreið 4x4 bensín 1991 1 stk. Mitsubishi L-200 double cab 4x4 dísil 1993 1 stk. Volvo 240 GL 4x2 bensín 1992 1 stk. Nissan Sunny Van 4x2 bensín 1993 1 stk. Skoda Favorit LX 4x2 bensín 1994 1 stk Ford Econoline sendiferðabifr. 4x2 bensín 1989 1 stk. Chevrolet 500 (ógangfær) 4x2 bensín 1989 2 stk. Ski-doo Scandic vélsleðar bensín 1991/92 Til sýnis hjá Rarik á Akureyri: 1 stk. Mitsubishi L-200 (skemmdur) 4x4 dísil 1999 Til sýnis hjá Rarik á Selfossi: 1 stk. Nissan Patrol (ónýt vél) 4x4 dísil 1994 Til sýnis í birgðastöð Vegagerðarinnar við Stórhöfða: 1 stk. Volvo F-10 með 11.000 lítra Etnyre dreifitanki dísil 1982 1 stk. Scania R112H með föstum palli og krana dísil 1988 1 stk. hengivagn á einum ási, heildarþyngd 10 tonn 1977 1 stk. tengivagn á tveimur ásum, heildarþyngd 20 tonn 1977 1 stk. slitlagsviðgerðatæki með 250 lítra bindiefnatanki 1989 1 stk. loftpressa, Hydor K 13 C6/N, drifskaftstengd, án borhamra 1979 1 stk. snjótönn á jeppa, Meyer ST-90 1991 1 stk. fjölplógur á jeppa, Jongerius J-210 1984 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. slsj M ^TT'T ri T/- A T TTJ Borgartunl 7,105 Reykjavlk kBIBJ Kll\l0j\AU 1 Simi 530 1400 Fax. 530 1414 úibii , kiia á r a n g r 11 (ATH. Inngangur f port trá Stelntúnl.) -f m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.