Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað______________________________________________________________________________________DV Innbyggðir fordómar í kerfinu - Þráinn Stefánsson talar um geð- þóttaákvarðanir Útlendingaeftirlits- ins og innbyggða fordóma gegn út- lendingum í íslensku stjórnkerfi DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Þráinn Stefánsson Hann hefur verib giftur taílenskri konu í 13 ár og mikiö starfaö fyrir útlendinga á íslandi. Hann telur aö fordómar gegn útlendingum á íslandi hafi aukist undanfarin ár. Við erum ekki lengur ein i þessu landi. Árum saman hrukku íslend- ingar í kút þegar þeir sáu einhvem á götum úti sem ekki var hvítur á hörund og í útliti eins og við hin. Um áramótin 1999-2000 bjuggu 14.927 útlendingar á íslandi, þar af 11.034 á höfuðborgarsvæðinu. ís- land er orðið fjölmenningarlegt samfélag og það þarf því ekki að koma neinum á óvart þótt umræð- an um réttindi útlendinga aukist stöðugt. Nýjasta dæmið um aukinn skilning á þessum málum er tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns útlend- inga og em það þingmenn úr öll- um flokkum sem standa bak við tillöguna. Þurfa pólitískt vald DV hitti mann sem heitir Þráinn Stefánsson og starfar hjá Lands- símanum. Þráinn hefur verið gift- ur taílenskri konu í nærri þrettán ár og þekkir málefni Taílendinga á íslandi vel af eigin raun. Þráinn hefur oft tekið það að sér að að- stoða útlendinga á íslandi viö að leita réttar sins og hefur ekki sér- staklega mikið álit á þeim stofnun- um sem fjalla um málefni útlend- inga. Þráinn segir að um tíma hafi staðið til að stofna sérstakan stjórnmálaflokk sem einbeitti sér að málefnum útlendinga en nú hef- ur verið leitað eftir samstarfi við Frjálslynda flokkinn og þar kann aö vera að hagsmunir þessa fólks flnni brautargengi. Það hefur reyndar starfað alllengi vináttufé- lag íslands og Taílands þar sem að- allega er fjallað um menningarleg samskipti landanna en Þráinn hef- ur einkum þurft að sækja gull í greipar ríkisstofnana eins og Ot- lendingaeftirlitsins og Vinnumála- skrifstofunnar. „Ef Tailendingur vill flytja til ís- lands til þess að vera þá standa menn frammi fyrir því að atvinnu- málin eru i algeru rugli. Áður en viðkomandi kemur til landsins þarf að vera búið að ganga frá ráðningu, ráðningarsamningi og dvalarleyfi. Þetta er allt saman gert og síðan kemur Taílendingur- inn hingað. Yfirleitt er um að ræða störf í fiskvinnslu eða við hrein- gerningar, störf sem íslendingar vilja ekki lengur vinna,“ segir Þrá- inn þegar hann er að lýsa þvi fyrir okkur hvemig ferlið sé i fram- kvæmd. Er þetta þrælahald? „Það era dæmi um að menn skrifi undir ráðningarsamning til þriggja ára á lægri launum en al- mennt tíðkast og kjarasamningar kveða á um. Ef menn vilja síðan hugsa sér til hreyfings og skipta um vinnu eins og stundum gerist þá geta menn staöið frammi fyrir því að vera bundnir í þrjú ár og þurfi að fara úr landi ef þeir rifta þeim samningi." Þráinn segist vita um nokkur dæmi þess að atvinnurekendur nýti sér með þessum hætti van- þekkingu fólks til þess að ná sér í stöðugt og ódýrt vinnuafl. „Við þekkjum dæmi um fyrir- tæki í fiskvinnslu sem vilja alls ekki lengur ráða íslendinga í vinnu heldur aðeins Tailendinga og þetta er helsta ástæðan. Þessi mál þekki ég af eigin raun og þekki persónulega eina stúlku sem lenti í þessum aðstæðum þar sem fyrirtækið vildi alls ekki sleppa henni þótt hún vildi skipta um vinnu.“ Sex til átta mánaða bið Þráinn segir að áður en hægt er að sækja um atvinnuleyfi fyrir út- lending sem flytja vill til landsins þurfi uppáskrift frá verkalýðsfé- lagi í þeirri starfsgrein á viðkom- andi svæði til að staðfesta að vinnuafl af þessu tagi vanti. Hann segir að slík uppáskrift fáist yfir- leitt á fáeinum dögum. „Síðan þarf að fara með papp- írana niður í Vinnumálastofnun sem er ótrúleg stofnun að eiga við. Þar getur þurft að bíða i sex til átta mánuði áður en þau fást afgreidd. Þetta getur komið fyrirtækjunum afskaplega illa því þau vantar starfsfólk. í sumum tilvikum er um að ræða fólk sem á ættingja á íslandi en þetta virðist vera alger- lega geðþóttaákvörðun einstakra starfsmanna í Vinnumálastofnun. Ég veit um dæmi þess að hingað átti að koma maður til starfa á Hard Rock Café sem hafði mikla reynslu og haföi m.a. verið yfir- maður á Hard Rock Café í Bang- kok. Það voru allir pappírar til- búnir nema það vantaði uppáskrift Vinnumálastofnunar. Þá lenti sá sem var að ýta á eftir pappírunum í því að kona sem starfar þar sagði upp í opið geðið á honum: „Við viljum nú eiginlega ekki svona fólk hingað." Við svona aðstæður getur fólk hreinlega gefist upp.“ Þráinn segir að þrátt fyrir að reglugerðir segi eitt sé veruleikinn að þessu leyti annar. í rauninni séu ósýnilegar girðingar sem hamli flutningi útlendinga af ákveðnum þjóðernum til íslands. „Þetta virðast oft vera geðþótta- ákvarðanir einstakra starfsmanna og það er komið fram við Taílend- inga eins og annars flokks fólk.“ Neitað eftir átta mánaða töf Þráinn er þungorður í garð Út- lendingaeftirlitsins sem hann hef- ur átt töluvert mikil samskipti viö. „Ég ætlaði að aðstoða ungan Taí- lending við að komast til íslands í þriggja mánaða heimsókn sem ferðamaður en hér hefur systir hans búið í nærri tíu ár. Ég var á þessum tima að fara út til Taílands og ákvað að taka strákinn með mér heim. Á þessum tíma var Schengen-samkomulagið að taka gildi og það þýddi að í stað þess að Útlendingaeftirlitið hér skrifaði upp á pappíra stráksins átti ég að snúa mér til danska sendiráðsins í Bangkok. Útlendingaeftirlitið full- vissaði mig um að afgreiðsla þar tæki aðeins nokkra daga. Þegar ég svo kom á staðinn kom í ljós að biðin var sex til átta vikur. Síðan var mér tilkynnt að það yrði að stofna sérstakan banka- reikning á íslandi til að sýna fram á að hann gæti iramfleytt sér á við- unandi hátt. Það skyldu vera 70 þúsund krónur á mánuði. Ég fór eins og asni í marga banka því það er ekkert hægt að stofna reikning fyrir einhvem ókunnugan mann. Það var síðan stofnaður reikning- ur á nafni systur hans og sérstak- lega tryggt að hann hefði aðgang að reikningnum. Þegar allir pappírar voru tilbún- ir og komnir til Útlendingaeftirlits- ins liðu átta mánuðir þar til um- sóknin var afgreidd og henni synj- að án nokkurra útskýringa. Þessi maður er ekki velkominn til lands- Ofsetln hreysl Þetta rúmiega 90 ára gamla hús á Laugavegi 86 er aö sögn Þráins dæmigert fyrir þær aöstæöur sem útlendingar á íslandi búa viö. Þar býr ótrúlegur fjöldi út- lendinga viö mikil þrengsli og greiöir eiganda hússsins, Jóni Ólafssyni í Noröurijósum, ríflega leigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.