Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað I>V Átök um völdin í íslandsbanka: Innlendar fréttir ví Flóknar flettur - Jón Ásgeir tapaði orrustunni á síðustu stundu Barist um banka Milljöröum var eytt í „kosningabaráttu" í aödraganda stjórnarfundarins á mánudag. Þótt Jón Ásgeir Jóhannesson hafi tapaö orrustunni er ekki víst aö stríöiö sé tapaö. Valdabaráttan um íslandsbanka í aðdraganda aðalfundar bankans á mánudag var líkust ævintýri í aug- um þeirra sem fylgjast vel með við- skiptalifmu. Flestum gengur þó illa að skilja hana til fulls. Enda er hún miklu flóknari en sú barátta sem fram fer á sviði stjómmálanna. Hér eru herforingjar og tindátar ekki flokksbundnir líkt og stjómmála- mennimir, bandalög em brotgjam- ari og þess vegna gjaman erfítt að greina hvaða hagsmunum menn þjóna, hvað þeim gengur til, hvem- ig þeir hafa hugsaö næstu skref. Heimildarmaður DV úr fjármála- geiranum, sem hefur lengi fylgst mjög grannt með viðskiptalíflnu, orðaði þaö svona: „Vandamálið er að manni gengur bölvanlega að hugsa eins og þessir karlar.“ Jón Ásgeir styrkir stöðu sína í baráttunni um íslandsbanka eiga orðin „þessir kariar" fyrst og fremst við um Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóra Baugs, sem situr í stjórn bankans. Hann er í forsvari fyrir Orca-hópinn svokallaða, sem á þrjá menn í stjóm, og hefur átt í ill- vígum átökum viö meirihluta stjómarinnar. Áreiðanlegar heim- ildir DV herma að illindin hafi ver- ið slík að stjómin hafi ekki verið starfhæf undanfama mánuði og ein- stakir stjómarmenn ekki talast viö. Beinar og óbeinar vísbendingar hafa verið um það undanfama daga og vikur aö Jón Ásgeir hafi vUjað styrkja stöðu sína í bankanum svo um munaði. Þannig jók Trygginga- miðstöðin (TM) hlut sinn í bankan- um úr 1,3% í 4,3% í desember síð- astliðnum. Jón Ásgeir er einn stærsti hluthafmn í TM, situr þar í stjóm og getur sem slíkur haft áhrif á hvemig TM beitir atkvæðum sín- um í bankanum. Kaupverðið var 1,2 miUjarðar króna þannig að hvert prósent í íslandsbanka kostaði um það bU 400 milljónir. Um áramótin keypti Jón Ásgeir svo Eyjólf Sveins- son út úr Orca-hópnum í félagi við Þorstein Má Baldvinsson fyrir um það bU 2 mUljarða króna. Eign Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más í íslands- banka í gegnum Orca jókst viö þetta úr 9,6% í 13,7%. í þessum viðskipt- um kostaði hvert prósent í bankan- um ríflega 470 mUljónir króna. Um mánaðamótin síðustu bauð Jón Ásgeir 1,5 milljarða króna í hlut Straums í TM, en Straumur er að miklu leyti í eigu Islandsbanka og Bjami Ármannsson bankastjóri sit- ur þar í stjóm. Talið er að með fyr- irhuguðum kaupum hafi Jón Ásgeir vUjað tryggja sér meirihluta í stjóm TM og þar með skýrari yfirráð yfir atkvæðum TM í íslandsbanka. TM á auk þess á annan tug milljarða í sjóðum og hugsanlegt er að Jón Ás- geir hafi vUjað beina því fjármagni í auknum mæli inn í íslandsbanka. Þessi áform fóru hins vegar út um þúfur þegar stjóm Straums ákvað að selja Landsbankanum bréfin í TM. Kemur þar viö sögu barátta Jóns Ásgeirs við ísfélags-fjölskyld- una í Vestmannaeyjum um yfirráð- in í TM. Jón Ásgeir segir að þama hafi þeir Bjami Ármannsson og Ari Edwald, stjómarformaöur Straums, svikið sig Ula. Um miðja þessa viku keypti svo Kaupþing 2% í íslands- banka af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Talið er að Kaupþing hafi í þessum viðskiptum verið miUUiður fyrir Jón Ásgeir. Kaupveröið var 1,1 mUljarður, þannig að á þessum síð- ustu stigum valdabaráttunnar um bankann var hvert prósent í honum orðiö 550 mUljóna króna virði. Áformin bregðast - í bili Liður í áformum Jóns Ásgeirs var samkomulag við meirihluta stjórnarinnar um stuðning við nýj- an, óháðan stjórnarmann, Hreggvið Jónsson, fyrrverandi forstjóra Norð- urljósa. HeimUdarmenn DV telja að hefðu öfl áform Jóns Ásgeirs gengið eftir hefði niðurstaðan á aðalfundin- um á mánudag getað orðið sú að Orca-hópurinn héldi sínum þremur stjómarmönnum en Hreggviður Jónsson feUdi einn þeirra sem skipa núverandi meirihluta. Þegar nafn Hreggviðs var sett á lista sem Jón Ásgeir lagði fram yfrr frambjóðendur tU stjómar ákvað Hreggviður að draga framboð sitt tU baka. Sagði að nafn sitt hefði verið bendlað með óeðlUegum hætti við aðra fylkinguna í stjóm bankans og framboð sitt því ekki lengur hlut- laust. Eftir þetta er ljóst að sjálfkjör- ið verður í bankaráðið og valdahlut- foU breytast ekki, þótt Gunnar Jóns- son lögmaður komi inn í stað Jóns Ólafssonar. Þetta hefur verið túlkað á þann veg að áform Jóns Ásgeirs hafi brugðist. Og rétt er það að orrustan er töp- uð. Hins vegar verður að hafa í huga að aðalfundur er ekki upphaf og endir aUs í bankanum. Þeir Jón Áreiðanlegar heimildir DV herma að illindin hafi verið slík að stjómin hafi ekki verið starfhœf undanfarna mánuði og einstakir stjómarmenn ekki talast við. Ásgeir og Þorsteinn Már Baldvins- son geta hæglega haldið áfram aö kaupa hlutabréf í bankanum. Þannig er ekki óhugsandi að þeir kaupi Jón Ólafsson út úr Orca, en Jón hefur sem kunnugt er verið að Ólafur Teitur Guðnason nQt&T' blaöamaöur leita tUboða í hlut sinn í félaginu. Takist þeim að styrkja stöðu sína nægUega mikið geta þeir kallað saman hluthafafund og látið kjósa nýja stjóm. AUt veltur þetta þó á fjármögnun. Jón Ásgeir hefur að talsverðu leyti fjármagnað hluta- bréfakaup sín með lánum og ljóst að takmörk em fyrir því hve langt er hægt að ganga í þeim efnum. Völd Enginn viðmælenda blaðsins treysti sér tU að svara því nákvæm- lega hvað Jóni Ásgeiri gengi tU með umsvUamiklum hlutafjárkaupum sinum. „Ég er bara í þessu tU að ávaxta fjárfestingu mína,“ sagði Jón Ásgeir sjálfur í samtali við blaðið í gær. Ef hins vegar spurt væri hver sé ástæða þess að verðmæti eins prósents hlutar í íslandsbanka hefði á nokkrum vikum farið úr 400 millj- ónum í 550 hlyti svarið að vera: völd. Og baráttan um þau hefur leitt tU þess að stjómin er að sögn kimn- ugra óstarfhæf, sem hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir almenna hluthafa. Á hinn bógin geta líka falist mik- U tækUæri í valdabaráttunni fyrir almenna hluthafa. LUeyrissjóður starfsmanna ríkisins greip þannig tækUærið og seldi Kaupþingi tveggja prósenta hlut í bankanum á yfirverði. Albert Jónsson, stjómar- formaður sjóðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að þama hefði fengist viðunandi ávöxt- un fyrir umbjóðendur sjóðsins. Spyrja má hvort ekki hafi verið tU- efni tU að færa umbjóðendum LU- eyrissjóðs verslunarmanna viðlíka ávöxtun á eign sinni í Islandsbanka, en Víglundur Þorsteinsson, varafor- maður stjómar sjóðsins, er jafn- framt einn af andstæðingum Jóns Ásgeirs í stjóm íslandsbanka. DV náði ekki tali af Viglundi í gær. Og jafnvel eftir samtöl við Jón Ásgeir og aðra ónafngreinda sem standa þessu ferli afar nærri er ýmsum spumingum ósvaraö. Kannski er ekki verið að spyrja réttu spuming- anna, en það væri þá bara vegna þess að „manni gengur bölvanlega að hugsa eins og þessir karlar". Engir fangar í meðferð Fangar komast ekki lengur í áfeng- is- og vímuefhameðferð hjá SÁÁ á sið- ari stigum afþlánunar eins og verið hefur um margra ára bil. Ástæðan er sú að SÁÁ sagði upp samningi við Fangelsismálastofnun frá og með ára- mótum. Ofan á þetta hefúr komið að sökum hallareksturs fangelsanna hef- ur verið hætt við að setja upp meðferð- ardeild á Litla-Hrauni vegna fjár- skorts. Rannsókn lokið Rannsókn efhahagsbrotadeildar rík- islögreglustjórans á málum Áma Johnsens, fyrrum alþingismanns, og annarra aðila sem þeim tengjast lauk í vikunni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að ætluð refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í 32 tilvikum. Alls vom 74 yf- irheyrðir vegna málsins og hafa ellefu auk Áma fengið réttarstöðu grunaðra manna. Brot sem ríkislögreglustjóri gerir grein fyrir í niðurstöðunni varða m.a. við lög um mútur, fjársvik, fjár- drátt, umboðssvik og bókhald. Nú er það í höndum ríkissaksóknara að ákvarða hvort og þá hveijir verða ákærðir vegna málsins. Flugmenn í banni Flugmaður og flugstjóri Boeing 757 þotu Flugleiða sem lenti í kröpp- um dansi við Gardemoenflug- völl í Ósló 22. sl. hafa ekkert flogið frá því rannsókn málsins hófst. Norsk flugmálayfirvöld em með atvik- ið til rannsóknar. Flugriti vélarinnar mun til sérstakrar rannsóknar en mjög óeðlilegar hreyfmgar munu koma fram á honum. Guðjón Amgrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir eðlilegt að flugmennimir séu í flugbanni þar til rannsókn er lokið. Úttekt á embættisfærslum Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður hefur farið fram á það við dómsmála- ráðherra að fl-am fari opinber úttekt á embættisfærsl- um sýslumannsins á Patreksfirði. Lögmaðurinn hefur lagt fram kvörtun sem hann segir sprottna vegna óviðun- andi starfshátta Þórólfs Halldórssonar sýslumanns, ekki síst vegna tiltekins uppboðsmáls þar sem sýslumaður hef- ur ekki svo vikum skiptir svarað beiðni um þinglýsingu ógildingar framsals á kauptilboði eignar. Úrskuröuð í gæsluvarðhald Tæplega fertug kona var í vikunni úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarð- hald að beiðni lögreglunnar í Reykja- vík. Konan er grunuð um að hafa lagt til sambýlismanns síns með hnífi þannig að hann særðist alvarlega. At- buröurinn átti sér stað á Grettisgötu síðastliðið miðvikudagskvöld. Ein mest selda fermingarstæðan þrjú ér í röð! 59.900 2002 BRÆÐURNIR l Ví Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.