Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV John Steinbeck. Nóbelsverölaunahöfundur sem skrifaöi hin ódauölegu verk Mýs og menn og Þrúgur reiöinnar. Hann heföi átt hundraö ára afmæii í ár. Öld með S teinbeck Rithöfundurinn John Steinbeck heföi átt hundrað ára afmæli í ár en fáir nóbelsverðlauna- rithöfundar hafa notið jafh mikilla vinsælda með- al almennings. John Steinbeck fæddist árið 1902 í Salinas. Hæfileikar hans til skrifta komu í ljós strax í bamaskóla og hann var staðráðinn í að verða rit- höfundur. Hann fór í háskóla en lauk ekki loka- prófi og foreldrar hans studdu hann fjárhagslega í tíu ár meðan hann skrifaði. „Stundum líður mér eins og unglingi á gelgjuskeiði," skrifaði Stein- beck vini sínum. „Ég verð að halda áfram að skrifa og mér er ómögulegt að vinna líkamlega vinnu og skrifa á sama tíma góðar bækur. Ég hef reynt það og það gengur ekki.“ Ljóð vikunnar Fyrsta bók Steinbecks var Cup of Gold sem sjö útgáfufyrirtæki höfnuðu áður en hún fékkst útgefin. Næstu bækur vöktu litla athygli en fjórða bókin Tortilla Flat hlaut bæði góða dóma gagnrýnenda og almennings. Steinbeck sagði að sú bók hefði skrifað sig sjálf. Tveimur árum seinna sendi Steinbeck frá sér Mýs og menn, sögu um farandverkamennina George og Lennie sem láta sig dreyma um nýtt og betra líf. Bókin hlaut frábærar viðtökur og einn gagnrýn- andi sagði bókina vera besta skáldverk aldar- innar. Þakkarbréf streymdu til Steinbecks frá ánægðum lesendum. Enn meiri athygli vakti síðan Þrúgur reiðinnar. Blaðagrein verður meistaraverk Árið 1936 fékk Steinbeck það verkefni að skrifa blaðagreinar um ástandið við landamæri Kali- fomíu. Hundruð þúsunda manna höfðu streymt til Kaliforniu í leit að vinnu. Lögreglan reyndi að snúa fólkinu við en það vildi ekki snúa til baka því það taldi sig ekki hafa að neinu að hverfa. Ríkisstjómin hafði komið upp búðum fyrir fólk- ið. Steinbeck fór á vettvang og varð vitni að skelfilegu ástandi. Fólk svaf með blautar ábreið- ur yfir sér. Böm fengu lungnabólgu og dóu. Heimilisfeður leituðu að rottum, köttum og hund- um sem þeir drápu og matreiddu. Steinbeck vakti í tvo sólarhringa við að hjálpa veikum og deyjandi. Hann skrifaði blaðagrein um þessa reynslu sína en tímaritið Life neitaði að birta hana, sagði hana vera of róttæka. Steinbeck ákvað þá að breyta greininni í skáldsögu. Kona hans, Carol Henning, átti hugmyndina að titli bókarinnar. Steinbeck skrifaði Þrúgur reiðinnar, sem var meistaraverk hans, á sex mánuðum. Meðan hann skrifaði hana hlustaði hann á tón- list, aðallega tónlist Tsjaikovskís. Hann hélt því fram að tónlistin hefði haft áhrif á byggingu sög- unnar, tón hennar og stíl. í verkinu opinberaöist á ástríðufullan hátt hin ríka samúð Steinbecks með þeim sem aldrei fengu tækifæri í lífrnu. Það fór ekki fram hjá neinum að þama var höfundur sem leit svo á að skylda rithöfundarins væri að bera vitni um það sem miður færi í þjóðfélaginu. Mörgum þótti nóg um og bókin varð mjög umdeild. Hún fékk reynd- ar frábæra dóma en margir urðu þó til að for- dæma hana, sögðu hana vera kommúnistaáróður og gefa villandi mynd af lífi fólks í Bandaríkjun- um. í nokkrum ríkjum var hún sett á bannlista skólabókasafha. Ást og hjónabönd Steinbeck dvaldi um tíma í Hollywood og þar kynntist hann ungri og gullfallegri söngkonu, Gwendolyn. Hann skildi við konu sína til að gift- ast henni og vinir hans voru á einu máli um að það hefðu verið vond skipti og sögðu Gwendolyn vera að giftast honum til fjár. Þau eignuðust tvo syni en hjónabandið var óhamingjusamt. Gwendolyn hafði verið í leit að frægum manni sem gæti greitt götu hennar á listasviðinu. Stein- beck hafði veriö í leit að fallegri, ungri stúlku sem tilbæði hann og sæi um hann. Bæði urðu fyr- ir vonbrigðum. Þau skildu eftir nokkurra ára hjónaband. Þriðja eiginkona Steinbecks var Elaine Scott. Hún hafði unnið í leikhúsi sem sviðsstjóri og þekkti alla króka og kima leikhúss- ins. „Elaine stendur með mér en ekki gegn mér,“ sagði Steinbeck við vini sína. Hjónaband þeirra varð mjög farsælt. Hræddist Nóbelinn Steinbeck hlaut nóbelsverðlaun árið 1962. „Verðlaunin eru að sumu leyti skrímsli. Ég hef alltaf óttast þau, nú verð ég að taka við þeim,“ sagði hann vini sínum. Valið á Steinbeck vakti gagnrýni í heimalandi hans. í ritstjómargreininn í Time, Newsweek og Washington Post var sagt að nóbelsnefndin væri úr tengslum við strauma samtímans. Virtir gagn- rýnendur tóku margir í sama streng og á þeim var að heyra að Steinbeck væri stórlega ofmetinn höfundur vegna þess að verk hans féllu að smekk almennings. Almenningur fagnaði hins vegar. John Steinbeck lést af völdum hjartaáfalls árið 1968. Bækur hans eru í sífelldri endurprentun. Fáir nóbelsverðlaunahafar geta státað af jafn miklum vinsældum. Hrífst af Fjölgreindir Erla Kristjáns- dóttir, lektor við Kennaraháskóla íslands, þýddi og staðfærði bókina Fjölgreindir í skólastofunni sem JPV útgáfa hefur gefið út. Höfúnd- urinn er bandarískur kennari og sálfræðingur, Thomas Armstrong að nafni. í bókinni útskýrir hann kenningar bandaríska prófessors- ins Howard Gardner, frá 1983, um að greind hafi verið skilgreind of þröngt og maðurinn byggi að minnsta kosti yfir sjö grunn- greindum, málgreind, rök- og stærðfræðigreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistargreind, sam- skiptagreind, sjálfsþekkingar- greind og umhverfisgreind. Kvótið „Örlítil gceska frá manni til manns er meira virði en allur kœrleikur til mannkynsins.“ Richard Dehmel Bókalístinn ALLAR BÆKUR 1. SÁLMABÓK, Ýmsir höfundar 2. AF BESTU LYST I, Guðrún Agnars- dóttlr, Guðmundur Þorgeirsson o. fl. 3. DÖNSK-fSL / ÍSL-DÖNSK ORÐA- BÓK, Orðabókaútqáfan 4. SÁLFRÆÐI EINKALlFSINS eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guð- finnu Eydal 5. MÝRIN eftir Arnald Indriðason 6. STUBBABRAUÐTURNINN, Tele- tubbies 7. AFMÆLI BUBBA eftir Diane Red- mond 8. MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT... Þórarinn Eldjárn ís- lenskaði 9. AFTUR í FORM, Sally Lewis 10. DAUÐARÓSIR eftir Arnald Ind- riðason SKÁLDSÖGUR______________ 1. SÁLMABÓK, Ýmsir höfundar 2. MÝRIN eftir Arnald Indriðason 3. DAUÐARÓSIR eftir Arnald Ind- riðason í djúpum míns hjarta - eftir Jón Helgason í djúpum míns hjarta er örlítið leynlhólf Innst, sem opnast at skyndlngu þegar mlg varir mlnnst og hugskotslns auga með undrun og fögnuði sér eltt andartak birtast þar mynd síðan forðum af þér. Ég sá þlg í morgun og mjög varst þú orðln breytt. svo myndln gat tœplega heltlð að liktlst þér neltt og áður en varðl var hugur mlnn fullur af hryggð vlð hverfullelk blómslns og aldurslns vlðurstyggð. En aftur er myndin mér auðsýnd jafn björt og jafn skýr og aldrel hefur hún fyrr verið mér svona dýr. því œskan þín horfna og ást mín sem forðum var er í henni varðveitt og hvergi til nema þar. Jón Helgason var fæddur árió 1899 og lést ário 1986. Auk þess aö vera meöal merkustu Ijóóskálda istendinga á 20. öldinni var hann forstööumaöur Árnasafns og prófessor í íslenskum fræöum viö Hafnarháskóla. absúrd Bubbl Morthens tónlistarmaöur segir frá uppáhaldsbók- unum sínum. „Ég set Nýja testamentið í fyrsta sæti. Það er stór- kostleg bók. Þar eru góðir sögumenn. Þar er drama. Þar er spenna. Auk þess góður og hollur boðskapur á þessum síðustu og verstu tímum. Á eftir Nýja testamentinu set ég Góða dátann Svejk. Bók sem ég les lágmárk á tveggja ára fresti. í þriðja sæti er Meistarinn og Margarita. Hún er full af nýstárlegum hugmyndum og absúrd húmor og er brjálæðislega skemmtilega skrifuð. Guðdómleg bók. Ég er sérdeilis hrifinn af þessum þremur bókum og get lesiö þær aftur og aftur. Gerplu myndi ég setja í fjórða sætið út af þessum absúrd húmor sem ég er hrifinn af. Ég vil líka nefna Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson sem ég las ungur og tel nauðsynlegt fyr- ir mig að eiga. Svo eru tvær nýlegar bækur sem ég set strax á lista sem mínar uppáhaldsbækur: Englar alheimsins eftir Einar Má og Óvinafagnað eftir Einar Kárason. Þessi knappi, ljóðræni stíll sem gengur fullkomlega upp hjá Einari Má í Englum alheimsins. Það er líka dökkur húmor í henni. Efnistökin eru lika hreint frábær. Óvinafagnaður er Kúrosawa í cinemascope. Ég tel Óvinafagnað vera bestu bók seinustu jólavertíðar. Einar bindur sig í knappan stíl en um leið er bókin húmor skrifuð á okkar tungumáli. Hann rokkar sérlega fim- lega á milli sögupersóna og maður fær samúð með illmennum jafnt sem góðmennum. Ég verð að nefna Ólaf Gunnarsson sem ég elska út af lífinu. Tröllakirkja hans er stórkostleg. Ólafur fmnst mér standa einn og sér á íslenska rithöfunda- akrinum. Það sem gerir hann svo sérstakan er að hann er nokkurs konar tímaskekkja, hann skrifar eins og stóru gömlu sagnahöfundarnir og gerir það frábærlega. Við skulum ekki gleyma Hallgrími Helgasyni. Þetta er allt að koma er bók sem ég elska og les aft- ur og aftur, rétt eins og Svejk og Meistarann og Margaritu. Mér fmnst Þetta er allt að koma vera hans besta verk.“ 4. HOBBITINN eftir J.R.R. Tolkien 5. REISUBÓK GUÐRÍÐAR eftir Stein- unni Jóhannesdóttur 6. ANNA, HANNA & JÓHANNA eftir Marianne Fredriksson 7. MEÐ TITRANDI TÁR eftir Sjón 8. HRINGADROTTINSSAGA II eftir J.R.R. Tolkien 9. HRINGADROTTINSSAGA I eftir J.R.R. Tolkien 10. LJÓÐASAFN TÓMASAR GUÐ- MUNDSSONAR, eftir Tómas Guð- mundsson Listinn er byggður á sölu I bókaverslunum Ey- mundssonar 28. febrúar - 7. mars 2002. ERLENDAR KILJUR 1. A PAINTED HOUSE eftir John Grisham 2. 1ST TO DIE eftir James Patterson 3. FALL ON YOUR KNEES eftir Ann- Marie MacDonald 4. LONE EAGLE eftir Danielle Steel 5. A WALK TO REMEMBER eftir Nicholas Sparks Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.