Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Síða 50
58 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 FLÓAMARKAÐUR Marex 290 Sun Cruiser árg. 2001 til sölu, Volvo Penta 260 hp.,bógskrúfa,ankerisspil, tvær miðstöðvar, GSP, radar.dýptarmælir o.fl. o.fl. Uppl. í síma 892 7922 Dekkja- og smurþjónustan, Hellu, fæst nú til sölu. Lionsklúbburinn Engey heldur árlegan flóamarkað sinn laugardaginn 9. mars Sala á flóamarkaðnum hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Einnig verðum við með tombólu, engin núll. Fullt hús af góðum fatnaði og munum. Gerið góð kaup og lítið inn í Lionsheimilið. Við tökum vel á móti þér! Allur ágóði rennur til líknarmála. Lionsklúbburinn Engey — Marex 290 Sun Cruiser Bilaraf Auðbrekku 20 (ádur Borgartúni 19) Sími: 564-0400 Fax:564-0404 netf: bilaraf@isl.is Til Sölu Húsnæóið skiptist í tvö meginrými, annars vegar rými þar sem smurþjónusta fer fram og hins vegar rými þar sem dekkjaviógeróir og þjónusta, tengd henni, fer fram. Þeim megin sem smurþjónustan fer fram er góð gryfja, aðstaða fyrir smursíur og smurolíudælur og stórar innkeyrsludyr. Góðar hirslur eru fyrir dekk, gott pláss í kringum umfelgvmarvélina og aðkoma góð. Tilvalið tækifæri til að eignast sitt eigið fyrirtæki. Fasteignasalan Bakki, Sigtúnum 2, Selfossi, simi 482 4000. Truematic-gasmiöstöövar, þrjár stœröir. Fiita upp rýmiö meö blœstrl, halda stöðugu hitastigi. Mjög fyrirferðarlitlar Fyrir bíla, báta, húsbíla, vinnuvélar, vörubíla, byggingarkrana. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmwmmmmmmtBsmmsí * Olíumiöstöövar meö blœstri, tvœr stœröir. Einnig olíumiðstöövar sem hita bœði kœlivatnið á vélinni og rýmiö. Klukka fylgir, billinn heitur á morgnana. Alternatorar, startarar f flesta bíla, báta, vinnuvélar, vörubíla. 12 volta örbylgjuofnar, kaffivélar, pizzagrill, ofnar, ísskápar og fleira. Spennubreytar fyrlr 12 V í 220 V. wi,.:irmsmmmmmmmmmMwmmiiMB[^n Baksýnismyndavél, aukið öryggi. Skjár og myndavél til að sjá t.d aftur fyrir sendi- /flutningabílinn, vinnuvélar, bindi-/sláttuvél aö störfum. Atvinna Innheimta áskriftar Útgáfufélagið DV leitar að starfsmanni til framtíðarstarfa á innheimtudeild áskriftar. Leitað er eftir áreiðanlegum og stund- vísum starfsmanni með einhverja bókhaldsþekkingu, almenna kunnáttu á helstu tölvuforrit og faerni í mannlegum samskiptum. Þarf að geta byrjað strax. Vinnutími er milli kl. 9 og 17. Alla tíð hefur DV verið lifandi hluti af lifi þjóðarinnar með ábyrgri og kjarkmikilli fróttamennsku, vönduðum skrifum og þjónustu við lesendur sína. Hjá DV starfar öflugur og samstilltur hópur starfsmanna sem litur til framtlðar með sóknarhug. Vilt þú starfa með okkur? Sendu þá skriflega umsókn með almennum uppl. og lýsingu á fyrri störfum til: Útgáfufélagsins DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt „Askrift" eða á netfangið seima@dv.is EEE2 Helgarblað I>V j íslandsmót skákfélaga: U tlendingahersveit Hróksins sigraði Skákfélagið Hrókurinn vann mjög öruggan sigur á íslandsmóti skákfélaga en síöari hluti keppninn- ar fór fram um síðustu helgi. Hrók- urinn hlaut 47 1/2 vinning af 56 mögulegum. Taflfélagið Hellir varð í 2. sæti með 41 vinning og Taflfélag Reykjavikur í 3. sæti með 38 1/2 vinning. Taflfélag Kópavogs féll í 2. deild. B-sveit Skákfélags Akureyrar ávann sér sæti í 1. deild með naum- um sigri í 2. deild. B-sveit Hróksins sigraði í 3. deild og Skáksamband Austurlands sigraði í 4. deild. Teflt var í glæsilegum húsakynnum Brimborgar. Hins vegar skil ég illa að þeir Hróksmenn sjálfir geti kallað sig Is- landsmeistara því að í liði þeirra voru eingöngu erlendir stórmeistar- ar. Það er eins og að kaupa sér sæl- gætisbúð. Hins vegar er það einnig skoðun min að þrátt fyrir allt hafi þetta framtak auðgað íslenskt skák- lif. Það kallar fram ýmsar spurning- ar. Stjóm Sí, sem og allir íslenskir skákmenn, verða að athuga hvort þetta sé sú framtíð sem við viljum. Það þýðir lítið að sitja fastir og koma ekki með nýjungar i takt við tímann. Þá gera stórhuga einstak- lingar eins og Hrafn Jökulsson það og með stæl! Að mörgu leyti voru þetta tíma- mót í íslenskri skákhreyfingu. Spumingin er þó sú hvort þessu verði fylgt eftir sem ég á von á. Það er alltaf skemmtilegt þegar hlutirn- ir eru brotnir upp á jákvæðan hátt og Hrafn stóð i þessu að mestu leyti einn, þó að auðvitað hafi margir lagt hönd á plóginn. Hann á alla- vega aðdáim mína fyrir að fram- kvæma hugmyndir sinar. Og allt gekk snurðulaust upp! Gott að vita til þess að enn koma fram á sjónar- sviðið stórhuga menn sem hafa góð- an og lifandi skákáhuga sinn að leiðarljósi. Mótið vakti mikla at- hygli í fjölmiðlum, þó að sú umfjöll- un hafi ekki alltaf verið af mikilli þekkingu um íslandsmót skákfé- laga. Það kemur upp í hugann að knattspymuáhugamenn tala oft um að sínir menn, heima og erlendis, hafi sigrað. Það er þægilegt að sitja á hliðarlínunni eða uppi í sófa og láta sig dreyma. Linares Þaö er eins og spænski rannsókn- arrétturinn svifi yfir skáksalnum í Linares. Yfirdómari, sækjandi, verj- andi og böðull er „numero uno“ Kasparov. Ivanchuk segir að illar vættir fylgi honum eftir einvígið við Ponomariov. Þó má hann þokkalega við una, hann er í 3. sæti eins og er. Shirov er eins og dagur og nótt á milli umferða. Sá eini sem hefur verið ákærður af Kaspa en ekki dæmdur er Ponomariov, heims- meistari FIDE. En það kemur að honum fljótlega. í 13. og næstsíð- ustu umferð hefur hann svart gegn goðinu og þá verður látið sverfa til stáls og hnífar brýndir! Anand og Adams hafa átt á brattann að sækja miðað við oft áður og Spánverjinn ungi er i harðasta skákskóla sem til er. Staðan eftir 11. umferð: 1. Garry Kasparov (2683) 5 1/2 af 9; 2. Ruslan Ponomariov (2727) 5 af 9; 3. Vassily Ivanchuk (2717) 5 af 10; 4.-5. Vishy Anand (2757) og Michael Adams (2742) 4 1/2 af 9; 6. Alexei Shirov (2715) 4 1/2 af 10; 7. Francisco Val- lejo Pons (2698) 4 af 10. Hvitt: Alexei Shirov (2715) Svart: Vassily Ivanchuk (2717) Spánski leikurinn. Linares (9), 04.03. 2002 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 Næsti leikur kemur í veg fyrir Marshall-árásina og þykir ’ mjög traustur. Honum var fyrst beitt af Romanovsky gegn Mexíkó- anum Torre í Moskvu 1925! 8. a4 Bb7 9. d3 He8 Næsti leikur er und- Kaspi og Poni Þeir voru látnir sitja hliö viö hliö viö upphaf skákmótsins í Linares og yrtu ekki hvor á annan. an rifjum Kasparovs sem beitti hon- um tvisvar gegn Nigel Short í heimsmeistaraeinvígi þeirra í London 1993 og hafði sigur í bæði skiptin! 10. Rbd2 BfB 11. c3 Ra5 12. Ba2 c5 13. d4 d6 14. b4 Ivanchuk hugsaði sig vel og vand- lega um hér. Það hefur verið ljóður á taflmennsku hans undanfarið að hann lendir í miklu timahraki og þá fara stundum góðar stöður í súginn. Annars er þetta þekkt staða með hvíta biskupinn á c2, á a2 stefnir hann á f7-peðið en á móti kemur að e4-peðið er ekki eins traustlega valdaö. Sem sagt skemmtileg mannsfórn verður niðurstaðan, peðakássa mikil er það sem svartur fær fyrir riddarann. 14. - exd4 15. bxa5 dxc3 Fyrir manninn fær svartur 3 peð og þessi spænsku peð, grá fyrir jámum, tryggja Ivanchuk öfluga stöðu. 16. Rfl Rxe4 17. axb5 axb5 18. a6 Bc6! Ekki gengur 18 - Hxa6? 19 Bxf7+ Kxf7 20 Hxa6 Bxa6 21 Dd5+ Kg6 22 Rg3! Rxg3 23 Hxe8 Bb7 (eða 23. - Dxe8 24 Rh4+ KfB 25 Bg5+ og mát!) 24 Re5+ dxe5 25 Dxd8 og hvítur vinnur. 19. Hxe4 Eina von hvíts 19. - Bxe4 Skemmtileg örvænting og ráð- snilld grípur nú Shirov. Hann ætlar ekki að láta Ivanchuk valta yfir sig. Næstu leikir eru þvingaðir. 20. Bxf7+! Kxf7 21. Rg5+ Kg8 22. Rxe4 Dc8 23. Rxc3 Hxa6 24. Hbl b4 25. Rd5 Ha7 26. Hb3? Betra var 26. Rfe3 fylgt af Db3 og Bb2 var betri möguleiki til að halda stöðunni. Ivanchuk er nú með unnið tafl, en klukkan tifar. 26. - Hal! 27. h3?! Hér var e.t.v. betri tilraun 27. Hh3!? He5 (27. - He4 28. Dh5 h6 29. Rf6+! gxfB 30. Hg3+ Kh8 31. Df7 Hg4 32. Hxg4 Dxg4 33. Dxf8+ Kh7 (eða 33. - Dg8? 34. Dxh6+ Dh7 35. Dxf6+ Dg7 36. Dxg7+ Kxg7 37. Bb2+ og hvítur vinnur) 34. Dxh6+ og hvítur stendur betur) 28. f4 Hf5 og svartur hefur gott svigrúm með peð sín á drottn- ingarvængnum. En vegna hins gíf- urlega tímahraks sem Ivanchuk var kominn í forðast Shirov lymskulega þvingaðar leikjaraðir. Það getur borgað sig í tímahraki! 27. - He5 28. Rf4 De8 29. Hf3 c4 30. Kh2 b3 31. Dd2. Hverjum klukkan glymur! Aum- ingja Ivanchuk - enn einu sinni verður vænleg staða að rjúkandi rúst. Hér vinnur 31. - Hc5! 32. Dc3, annars vinnur c3 skjótt 32. - De5! 33. Rg3 Dxc3 34. Hxc3 d5 og tjaldið fellur ofan á spænska nautabanann Shirov! 31. - d5 32. Re3 Bd6 33. g3 Dc6 34. Rg4 d4?? Óheppni (?) Ivanchuks er algjör. Með 3 sekúndur á klukkunni gleymir hann að hrókurinn á al er valdlaus. Annars getur hann enn þá unniö með 34. - Hf5 35. Dc3 eða 35. Bb2 Ha2 36. Dd4 Hxb2! 37. Dxb2 Db7 og peð svarts renna upp 35. - Hxcl 36. Dxcl Db7 og vinnur! 35. Dxd4 He4 36. Dxal 1-0. Minningarmótíð um Dan Hansson Það mót var rúsínan í pylsuend- anum á skemmtilegri heimsókn er- lendu stórmeistaranna og var frá- bærlega skipulagt af Hrafni Jökuls- syni. Að halda svona skemmtilegt mót verður lengi í minnum haft og það sem best var að áhorfendur fjöl- menntu og fylgdust með af lífi og sál. Sigurvegari varð Tomas Oral frá héraðinu Moraviu (Mæri) í Tékklandi. Hann og landi hans, Jan Votava, lögðu í undanúrslitunum þá sem ég bjóst við að tefla myndu úrslitaeinvígið, Jóhann Hjartarson og Ivan Sokolov. Alþjóðlega Reykjavíkur- skakmótið Mótið hófst á fimmtudag og er öðruvísi skipað en oft áður. Stór- meistaramir eru um 14 talsins og 11 konur taka þátt. Mótið er vonandi kjörið til þess að ná lokaáföngum að alþjóðlegum meistaratitlum en1 a.m.k. 3 íslenskir keppendur geta náð þeim áfanga nú, þeir Amar E. Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson. Einnig gefst hér ágætur möguleiki til að efla ís- lenska kvennaskák og margir ungir menn hafa tækifæri til að bæta við skákstyrkleikann. Hraðskákmót íslands Helgi Ólafsson er íslandsmeistari í hraðskák 2002 en hann hafnaði í 2.-4. sæti á íslandsmótinu sem fram fór á Kjarvalsstöðum. Ivan Sokolov sigraði en hann gat eðli málsins skv. ekki orðið íslandsmeistari. Þátttaka var góð en keppendur voru 69. Það var Skákfélagið Hrókurinn sem hélt mótið í umboði Skáksam- bands íslands. Landssíminn var að- alstyrktaraðili mótsins en verðlaun- in voru óvenju glæsileg. íslandsmeistari í hraðskák 2002, Helgi Ólafsson, fékk 12 vinninga af 16 mögulegum. í 2.-3. sæti urðu Jón Viktor Gunnarsson og Róbert Harð- arson með 11 vinninga. Nýbakaðir Islandsmeistarar skákfélaga, Hrókurinn, sáu um framkvæmd og undirbúning móts- ins í samvinnu við Skáksambandið. Útkoman var stórskemmtilegt mót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.