Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Suðurland: Banaslys viö Kárastaði Mjög harður árekstur tveggja bíla, sem komu úr gagnstæðum áttum, varð á þjóðveginum við Kárastaði í Flóa, skammt austan við Selfoss, upp úr kvöldmatarleyt- inu í gær. Jeppi og fólksbíll rákust þar á. Fjórir voru í jeppanum en ökumaður var einn í fólksbílnum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu skömmu eftir slysið var þá einn látinn og annar alvarlega slasaður. Farið var með hina slösuðu á sjúkrahúsið á Selfossi. Um hálf- níuleytið var von á þyrlu sem átti að flytja þann sem mest var slasað- ur á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins en ummerki á slysstað benda til þess að annar bílanna hafi snúist í hálku á veginum og lent framan á hinum. -hlh á Lokastíg - þrjóturinn náðist Ungur maður rændi sjoppu við Lokastíg um miðjan dag i gær. Sló hann afgreiðslustúlku i andlitið, stökk yfir búðarborðið og tæmdi af- ; greiðslukassann. Greip hann líka eitthvað af sígarettum í plastpoka. Sá sem tilkynnti um ránið gat gefið mjög greinargóða lýsingu á ræningj- anum og náðist hann á Bergþóru- götu um 20 mínútum seinna. Lög- regla hafði brugðið mjög skjótt við og sett upp tálma í næsta nágrenni. Gekk ræninginn því nánast í flasið á lögreglunni. -hlh íslandsbanki: Stjórnin óstarf- hæf vegna illinda z. Valdabaráttan um íslandsbanka í aðdraganda aðalflmdar bankans á •yjpánudag var líkust ævintýri í aug- um þeirra sem fylgjast vel með viðskiptalífinu. Jón Ásgeir Jó- hannesson, for- stjóri Baugs og stjórnarmaður i bankanum, hefur viljað styrkja stöðu sína í bank- anum svo um munar. Hann er þar í forsvari fyrir Orca-hópinn svokall- aða sem átt hefur í illvígum átökum við meirihluta stjómarinnar. Áreið- anlegar heimildir DV herma að illindin hafl verið slik að stjómin hafi ekki verið starfhæf undanfama mánuði og einstakir stjómarmenn ekki talast við. -hlh Sjá innlent fréttaljós á bls. 14. ALVORU EFTIRLÍKINGAR? DVJHYND HILMAR ÞÓR Hjallar við Ægisíðu Skreið sem hangir á trönum viö Ægisíöu vakti athygli þessarar ungu stúiku, Þðrhildar, þegar hún átti leiö hjá í gær. Ekki er annaö aö sjá en henni lítist vel á afuröina þótt lyktin kunni aö fæla einhverja frá. Ríkislögreglustjóri sækir sakamál gegn kaupsýslumanni í Reykjavík: t f: Akærður fyrir að selja f Bonus eftirlikingar Lögfræðingur fyrirtækisins Stussy, sem framleiðir vinsælan fatnað á alþjóðavísu, hefur kært kaupsýslumann í Reykjavík fyrir að selja eftirlikingar af fatnaðinum til Baugs hf. í júlí árið 1999. Hér er um að ræða hátt í eitt þúsund stuttermaboli sem voru seldir í verslunum Bónuss það ár. Ríkis- lögreglustjóri hefur gefið út ákæm á hendur manninum sem mætti fyrir dómara í gær en hann neitaði sakarefnunum, segir að hann viti ekki til þess að hér hafi verið um eftirlíkingar að ræða. Það liggur því fyrir ákæruvaldinu að færa, í samstarfi við fyrirtækið, sönnur á að hér hafi ekki verið um að ræða hina ósviknu merkjavöru. Maðurinn rak heildsölu í mið- borg Reykjavíkur en fyrirsvars- maður þess er kona hans sem hef- ur aðsetur í Grindavík. Maðurinn Bolimlr voru seldlr í Bónus Hinn ákæröi seldi Baugi hf. hátt í eitt þúsund stuttermaboli sem keyptir voru af honum í þeirri trú aö um ósvikna merkjavöru væri aö ræöa. er ákærður fyrir að selja Baugi hf. vöruna og heldur ríkislögreglu- stjóri þvi fram að þær hafi verið framleiddar ólöglega þannig að kaupendur hafl villst á þeim og merkjavörunni. Maðurinn keypti vörurnar hjá fyrirtækinu STRAX í Hong Kong og flutti þær svo inn í nafni heildverslunar sem hann var framkvæmdastjóri fyrir en kona hans forsvarsmaður og stjórnarmaður. Ákæruvaldið gefur manninum að sök að hafa vitað til þess að rannsókn sem fram fór á sýnishornum á vörunni hafi leitt i ljós að um eftirlíkingar var að ræða. Ríkislögreglustjóri krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að þola upptöku að andvirði 335 þús- und krónur - þeim hagnaði sem hann hafði út úr viðskiptunum við Bónus. -Ótt Ráðherra skipi stjórnina Stefht er að því að losa um bein flokkspólitísk tök á Landssímanum með skipun nýrrar stjómar en aðal- fúndur Landssímans verður haldinn á mánudag. Engir fúlltrúar stjómarand- stöðunnar verða í nýrri stjóm Lands- símans sem verður skipuð á fundinum og enn fremur verður fækkað um tvo innan hennar. „Ég græt þetta vandræðaskipulag þurrum tárum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. „Mér þætti eðlilegast að Alþingi kysi stjómir fyrirtækja sem væm alfarið eða svo til alfarið í eigu ríkisins. Þannig myndu flokkamir bera beina ábyrgð á sínum mönnum en það sem Stelngrímur J. Sigfússon. Pétur Blöndal. skiptir meira máli er að þama sitji hæft fólk. Það skiptir mun meira máli en einhver ímynduð flokkspólitísk dreifmg. Að mínu mati á stjómin ann- aðhvort að vera skipuð formlega kjöm- um fúlltrúum flokkanna, sem væri lýð- ræðislegast, eða ráðherra skipi þá sem hann treystir og þá myndi hann bera aifarið ábyrgð á þeim,“ segir Stein- grímur. „Mér flnnst þetta mjög jákvætt," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjáifstæðisflokksins. „Auðvitað eiga aðilar sem þekkja vel til reksturs að stýra svona fyrirtæki. Helst einhveijir sem þekkja til fjarskipta og vinnu á al- þjóðavettvangi líka því Siminn stefhir jú þangað. Ég tel því eðlilegast að ráð- herra skipi fólk sem hann treystir í stjómina. Það þarf mikla sérþekkingu til að stýra svona fyrirtæki þannig að ég sé enga aðra leið.“ -áb i'-4-5> - lltllíl Rafport fyrir fagmenn otj fyrlrtcEkl, heimiU og sHóia, fyrir röð ogreglu, rnlg ogþlg. 11 ýbý 1Öueg114 • slml 554 4443 • If.ls/rafport t t * t t t * t * t t t t J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.