Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 67 DV EIR á laugardegi Titrari Leysir prjónana af hólmi. Titrarar í saumaklúbbinn „Þetta viröist vera að leysa prjónana af hólmi,“ segir Hörður Þór Torfason sem selur hjálpartæki ástarlífsins í Exxxotica við Barónsstíg. Færst hefur í vöxt að sauma- klúbbar panti heimakynningu á hjálpartækjum og sendir Hörður þá mann á staðinn. Er hann meðal annarra með Ragnheiöi Eiríksdótt- ur hjúkrunarfræðing á sínum snærum við þessi verk. Heimsókn- in kostar saumaklúbbskonurnar 5000 krónur fyrir utan það sem keypt er. „Oft er þetta til gamans gert og konurnar þá að dreypa á áfengi. Ég veit til þess að Rómeó og Júlía bönnuðu áfengisneyslu í sínum heimakynningum," segir Hörður, sem starfaði í Landsbankanum áður en hann sneri sér alfarið að hjálpartækjum ástarlífsins. Rex að lifna við Veitingastað- urinn Rex í Austurstræti hefur verið lok- aður um tveggja vikna skeið. Nýir aðil- ar eru nú að koma að rekstr- inum og sam- kvæmt heimild- um munu það vera þeir hinir sömu og rekið hafa veitingastað- ina Galileo í Hafnarstræti og Tapasbarinn í Hlaðvarpanum með góðum árangri. Rex vakti mikla athygli við opnun fyrir nokkrum árum og þá sérstak- lega fyrir innanhússhönnun sem sótt var til útlanda. Ekki dugði það þó til að halda rekstri í horfx og skipti þar mestu að hætt var að framreiða mat í há- degi. Halldóra í BBC Halldóra Bjamadóttirr, hjúkrunarfræð- ingur og áhuga- kona um kynlif, flaug á dögunum á Saga Class til Lundúna þar sem hún kom fram i sjónvarpi og ræddi ágæti herbalife. Hall- dóra flaug utan í boði BBC, var borin á höndum í heimsborginni og sló í gegn í bresku sjónvarpi. Þykir þetta tíð- indum sæta á Kjalamesi þar sem Halldóra er búsett ásamt eigin- manni sínum á Tindum. Leiðrétting Vegna slaks gengis Össurar Skarphéðinssonar í skoðanakönnun DV um vinsældir stjómmálamanna skal tekið fram að það er Össur Skarphéðinsson líffræðingur, Vest- urgötu 73, sem er óvinsæU, en ekki Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Formaðurinn er eftir sem áður vinsæU. Leiðréttist þetta hér með. Rex Hönnunin dugöi ekki ein. Halldóra Herbal life í London. Kraftaverk á Breiðholtsbrautinni í fljúgandi hálku: s Ohreini þvotturinn bjargaði lífi hennar - umvafði líkt og líknarbelgur Helga Jónsdóttir nuddari getur þakkað óhreina þvottinum sínum fyrir að vera enn á lífi. Þvotturinn þyrlaðist yfir hana í árekstri á Breiðholtsbrautinni og umvafði líkt og lUoiarbelgur á meðan bUlinn valt og regnbrotunum rigndi. „Ég var að laga baksýnisspegUinn þegar ég sá hvítan bU koma á ofsa- hraða, rásandi á veginum eins og bUstjórinn væri búinn að missa stjóm á honum,“ segir Helga þegar hún rifjar upp bUslysið sem varð henni nær að aldurtUa. „BUlinn fór fram úr mér hægra megin, svo nærri að stuðarinn á honum festist í mínum bU. Skipti það engum tog- um, ég snerist á brautinni og man það síðast að ég sneri f átt tU Hafn- arfjaröar þó ég ætlaði annað,“ segir Helga sem fór nokkrar veltur áður en bUl hennar stöðvaðist. Hún lá föst í flakinu og björgunarmenn þuiftu að byrja á því að ná henni úr óhreina þvottinum sem varð lífgjafi hennar þennan örlagarika dag. „Ég hafði verið með þvottinn í opinni tösku aftur í og við slysið kastaðist hún á mifii mín og stýrisins og aUt úr henni yfir mig - sem betur fer.“ Helga heppin Þvotturinn í bilnum flaug yfir hana og glerbrotunum rigndi. Glerbrotin, sem rigndi yfir Helgu og þvottinn, hefðu ein sér stórslasað hana enda skarst einn björgunar- mannanna við að ná Helgu úr bíln- um. Á henni fannst ekki skráma þó svo tveir hryggjar- liðir hefðu faUið saman auk annarra minni háttar meiðsla. Hún þakk- ar óhreina þvottin- um en skUaboð Helgu tU ökmnanna eru þessi: „Öku- maður hvíta bUsins er fæddur 1984. Hann er einn þeirra ungu öku- manna sem skapa stórhættu i umferð- inni með aksturs- lagi sem er í engum takti við staðhætti. Margt af þessu unga fólki kann ekki að aka í snjó og hálku. Þar sem ég lærði að aka úti á landi var okkur kennt að keyra í snjó og búum að því ævUangt,“ seg- ir Helga Jónsdóttir sem framvegis ætlar ekki að veigra sér við að aka óhreinum þvotti á mUli húsa. Það getur borgað sig. Þorsteinn til bjargar Tvíhöföa: Líkti alþingismanni viö fóstur á herrakvöldi Þorsteinn Guðmundsson hefur geng- ið tU liðs við Sigurjón Kjartansson í morgunútvarpi TvUiöfða á Radíó-X. Þátturinn heitir nú Sigurjón Kjartans- son og co. eftir brotthvarf Jóns Gnarr sem fékk sig fullsaddan og fór. „Ég hjálpa Sigurjóni við að semja sketsa og leikþætti sem hann dreifir á vikuna og svo mæti ég einu sinni í vUcu þar sem við frumflytjum eitthvað nýtt. Annars verður Beta Rokk með Sigurjóni aUa jafna," segir Þorsteinn sem æfði sig fyrir Tvíhöfðaslaginn á herrakvöldi Breiðabliks í Kópavogi um síðustu helgi og fór með gamanmál. Þorsteinn Meinti þetta ekki illa. Gunnar Einu sinni fóstur. Þar lfkti hann alþingismanni við fóst- ur með þeim afleiðingum að þingmað- urinn fór heim. „Ég meinti þetta ekki Ula. Gunnar Birgisson sat beint fyrh* framan mig þegar ég fór að tala um að einhveiju shmi hefðum við öll verið fóstur, Gunnar Birgisson líka. Ekki gat ég séð að hann tæki þessu Ula enda ekki tU- gangurinn," segh- Þorsteinn sem vUl öllum vel. Aðrir gestir á herrakvöldi Breiðabliks eru þó tU vitnis um að Gunnari Birgissyni var ekki skemmt og yfirgaf samkomuna. mmmm Dagur B. Eggertsson Veikur fyrir pólitík - samt læknir. Ingvi Hrafn Jónsson 118 líf. Halldór Ásgrímsson Líkamsrækt skilar fylgi. Gísli Marteinn Stærri í sjónvarpi en pólitík. Björn Leifsson Veit ekki hvernig Árni [\M Johnsen lítur út. Ólafur Ragn- ar Grímsson Hættur aö sjást - synd. a Toppsexdistl Kollu bygglr á greind, útgelslun og andlegu menntunarstlgi þeirra sem á honum eru. Nýr listl næsta föstudag. Guðbergur Metinn á æskuslóöum. Milljón í Guðberg Bæjarráð Grindavíkur hefur sam- þykkt að veita einni milijón króna tU gerðar heimUdarmyndar um Guðberg Bergsson rithöfund sem er Grindvík- rngur og hefur sótt yrkisefni sitt að stórum hluta í hrjóstruga en ægifagra heimahaga sina. Guöbergur er vafalít- ið þekktasti Grmdvíkingur sem uppi hefur verið að Jóni Grindvíkmgi gengnum. A dýnunni Valdimar Grímsson sér möguleika í fletinu. Handboltastjarna kaupir Lystadún - Marco: Nú er bara að skora - segir Valdimar Grímsson Rétta myndin Handboltastjarnan Valdimar Grímsson er að ganga frá kaupum á Lystadún - Snæland sem um áratugaskeið hefur sérhæft sig í framleiðslu á rúmdýnum af öllum stærðum og gerðum. Og Valdimar ætlar að halda stárfinu áfram „... og sníða svamp eftir máli og smekk hvers og eins,“ eins og hann orðar það sjálfur. Valdimar kaupir Lystadún af fyrirtækinu Halldór H. Jónsson sem í framtíð- inni ætlar að einbeita sér að inn- flutningi á snyrtivörum. „Auðvitað er þetta dýrt,“ segir Valdimar sem þegar er kominn til starfa í höfuðstöðvum Lystadúns í Mörkinni. „En ég er keppnismað- ur og þetta er ögrandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Möguleikarnir eru margir og nú er bara að skora. Ég er kominn með harpix í lófana." Hjá Lystadún - Snæland starfa 13 manns í verslun og við fram- leiðslu. Auk þess að sníða svamp í rúm og húsgögn flytur fyrirtækið inn amerísk rúm með rafstillan- legum botnum, svo ekki sé minnst á lúxusútgáfu af Lazy Boy-stólun- um. Hundslappadrífa Mæöur, börn og engir hundar - nema í taumi. OV-MYND HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.