Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 61 13 V Helgarblað Myndgátan___________________ Bridge IOC Grand prix 2002: Kanada vann karla- flokkinn en Frakk- ar kvennaflokkinn SýningEirmót Bridgeheimssam- bandsins fyrir Alþjóða ólympíu- nefndina í Salt Lake City var þegar á allt er litið farsælt, sýningin fékk ágæta fjölmiðlaumfjöllun en þrátt fyrir þetta heyrðust neikvæð um- mæli frá háttsettum meðlimum nefndarinnar sem setja spurningar- merki við áframhaldið, þ. e. hvort bridge verði samþykkt sem keppnis- íþrótt á næstu vetrarólympíuleikum árið 2006. Kanada kom mest á óvart með því að vinna ítali í undanúrslitum, 109-98, og síðan Pólverja í úrslitum, 76-64.5, meðan Pólland vann Noreg í hinum undanúrslitaleiknum,112-89. ítalir tryggðu hins vegar þriðja sæt- ið meö stórsigri á Noregi, 95-29. í kvennaflokki sigruðu Frakkar Hollendinga í undanúrslitum, 113-65, og síðan Bandaríkin í úrslit- um, 173-80, meðan Bandaríkin unnu Þýskaland í hinum undanúrslita- leiknum, 109-67. Holland tryggði sér síðan þriðja sætið með sigri á Þýskalandi, 67-22. í flokki yngri spilara enduðu sveitir Ameríku og Norður-Evrópu jafnar, 135-135, en Norður-Ameríka tryggði sér þriðja sætið með sigri á Suður-Evrópu, 129-126. Fáir hefðu spáð þvi, að Kanada ynni ítali í undanúrslitum og síðan hina sterku pólsku sveit í úrslitum. Skoðum eitt af síðustu spilunum í viðureign Kanada við Pólverjana. * 7653 v 5 * K983 * KD104 V/A-V * KDG2 A*Á63 * Á102 * 985 Á öðru borðinu sátu n-s fyrir Kanda Gartaganis og Jones en a-v Pólverjarnir frægu, Pszczola og Kwiecen. Þar var frekar lítið um að vera: Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge Pólverjarnir fengu sína upplögðu fimm slagi en uppskeran var heldur rýr eða 100. Á hinu borðinu sátu n-s Balicki og Smudzinski fyrir Pólland en a-v Silver og Gitelman. Kanadamenn- irnir brunuðu í geimið: Vestur Noröur Austur Suöur 14 2* dobl pass 2 4 pass 3 4 pass 44 pass pass pass Ef Balicki hefði spilað út laufl væri ekki verið að fjalla um þetta spil en hann valdi tígulsex. Gitelman tók sér góðan tíma áður en hann lét lítið og drap síðan gosa suðurs með ás. Hann tók nú hjarta- ás og trompaði hjarta. Síðan kom spaði á kóng og norður drap með ás. Hann spilaði síðan spaðatíu og Gitelman drap á drottningu. Síðan var síðasta hjartað trompað og litl- um tigli spilað úr blindum. Suður drap á drottningu, spilaði hjarta sem sagnhafi trompaði. Hann tók síðan trompið og lagði upp, slétt unnið. Það voru 11 impar til Kanada. Það er ljóst að spili norður út laufi í upphafi er spilið alltaf niður. Hins vegar er betra fyrir sagn- hafa að drepa tígulinn í blindum til að eiga síðar innkomu heim á tígul. Segjum að norður dúkki spaðakóng- inn, þá trompar sagnhafi aftur hjarta og spilar siðasta trompinu. Nú drepur norður á ásinn og skipt- ir í lauf. Suður dúkkar og sagnhafi er í erf- iöleikum. Ef hann spilar litlum tígli drepur suður og spilar meiri tígli meðan hann á enn þá eitt tromp. Vestur Noröur Austur Suður 14 1 m 14 24 24 pass pass 3 «4 dobl pass pass pass 03 13J0 V) '>» •OX) 3 03 '03 E co Mundu 18% 'O afsláttinn þegar þú staögreiöir eöa borgar meö korti 550 5000 Fyrirséð, klippt og heyrt Dagfari fór 1 klippingu í fyrradag og hafði gaman af eins og endranær. Hann var fljótur að spyrja um Séð og heyrt-blöð- in en rannsóknir sýna að slík blöð fara sérlega vel saman með hárskurði. Tíminn leið hratt undir lestrinum og komst Dagfari yfir fjögur tölublöð. Hann fræddist um að Ástþór væri kominn með nýja kær- ustu, Fjölnir hefði knúsað tví- tuga bardömu og Johnny National hefði kíkt inn á klám- kvöld á Astró. Þetta var afar hressandi allt saman og gaman að fregna að þeim skyldi öllum líða vel. í tilviki Dagfara er skynsam- legra að lesa Séð og heyrt frem- ur en horfa í spegilinn meðan konan klippir. Hnignunin blas- ir við frá einni klippingu til annarrar ef maður stelst til að kíkja. Ekki dugir heldur að horfa á hárið sem fellur í val- inn. Einu sinni var það Ijóst á sumrum og skolleitt á vetrum en nú eru gráir tónar orðnir ískyggilega ráðandi og skiptir þá árstíðin engu máli. Svo er það eins með hárið og stjórn- málin að einhverra hluta vegna kýs það að færast æ meir yflr á miðjuna. Eins og það er nú mikill ósiður. Dagfari þekkti mann sem klippti sig sjálfur og aldrei fyr- ir framan spegil. Hann kallaði það sjálfklippistefnuna og virt- ist sem um einhvers konar heimspekilegan lifsstíl væri að ræða. Útlitið galt nokkuð fyrir þessa lífssýn en sjálfklippi- stefnan veitti honum frelsi og gerði hann glaðan. Þetta var fyrir tíma Séð og heyrt. Umsjón: Birgir Guðmundsson • Netfang: sandkorn(s>dv.is Það gekk á ýmsu á borgar- stjórnarfundi í fyrradag og töluðu menn mikið og í misjafnlega mikilli alvöru. Óskar Bergsson varaborgar- fulltrúi sagði m.a. í pontu, þegar umræð- an var um alla þessa sölu á opin- berum eign- um, að Ijóst væri að hvorki gengi að selja Landssímann né Perluna. Orkuveitan ætti hins vegar Perluna og hefði hug á að kaupa Landssím- ann. Taldi hann rakið að Orkuveit- an setti þá Perluna upp í kaupverð- ið á Landssímanum og þá væru slegnar margar flugur í einu höggi - Alfreð losnaði við Perluna og ríkis- stjórnin Símann - en mest um vert væri að Davíð fengi þá sem forsæt- isráðherra yfirráðarétt yfir Perlunni sinni aftur ... Eins Og fram hefur komið lauk Reykjavíkurlistinn við að stilla upp hjá sér í gær þegar tilkynnt var um að þau Dagur B. Egg- ertsson og Jóna Hrönn Bolladóttir myndu setjast í sæti 7 og 11 sem eyrna- merkt voru fólki utan flokka. Eftir að þetta varð ljóst hafa menn tekið eftir því aö í borgar- stjómarsætum listans eru fjórir af átta fyrrverandi formenn stúdenta- ráðs. Þetta eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björk Vilhelms- dóttir, sem voru kosnar undir merkjum Verðandi, félags vinstri- manna, og svo þau Steinunn Val- dís Óskarsdóttir og Dagur B. Egg- ertsson sem voru kosin formenn undir merkjum Röskvu ... Og meira um Reykjavíkurlist ann. Mikil endurnýjun hefur oröið á listanum og ekki nema sex í borg- arstjómar- lokknum sem hafa verið í pólitíkinni áður. Sagt er að nú muni fara í gang átak við að hrista borgar- stjórnar- flokkshópinn saman en hann sam- anstendur af 18 efstu mönnum á list- anum. Fyrsti áfangi þess verkefnis byrjar í dag þegar allir munu mæta heim í stofu til Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur og ræða málin ... NÚ hefur össur Skarphéðins- son hrapað nokkuð í vinsældum 'egna bréfa- íkrifta sinna /ið Baug sem hann sjálfur viðurkennir að hafi verið mistök. Það breytir ekki þvi að þessar bréfaskriftir allar eru hag- yrðingum landsins allt of gott yrkisefni til að sleppa því og Indriði Aðalsteinsson á Skjald- fónn við ísafjarðardjúp er einn þeirra sem létu það eftir sér að setja saman limru um málið. Hjá Baugi til synda vill segja, við skúrkana einvígi heyja. Fékk afleita líðan, iðraóist síðan og œtlar í framtíó að þegja. Og Indriði setti raunar saman aðra vísu af þessu tilefni og öðrum en hún var svona: Össur skorar ekki hér, engum líkar þetta, ofan í kjaft á sjálfum sér sífellt er að detta! Allt í lagi en komdu ekki labbandi hingað inn seint í nótt. Ég æt\a aðeins á krána. amii ffwrr IZ-ié £ 1 I Hérna. Sterfótaski, 23' Fyrst ég er hérna þá lang ÍSylvanía ferðasjónvarp 'með fjar6týringu! ar mig að bjóða þér par af kertastjökum og vandað sett af silfurborðbúnaðl Og kostar bara 10 þÚ6und! jjónusta! Hvaða lasti eru þetta eiginlega? Ko6turinn vlð að vera þnburi... .. er sá að maður^erfir ekki föt bróður sfns! Hverju? 'ANDRES1- FRÆND!!! Við komumst vað svolitluir—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.