Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV lí E F T I R f iö V I N N IJ Bestu ljós- myndarar ársins Ljósmyndarafélag íslands og Blaðaljósmyndarafélags íslands opna sýningu í Gerðarsafni, Lista- safni Kópavogs, kl. 14 í dag. Þar verður einnig opnuð gestasýning Sig- urðar Jökuls, Leitin að enska sjentilmanninum. Klassík ■ CARMINA BURANA Kl. 17 í dag og 20 á morgun flytja tveir kraftmikl- ir kórar hið þekkta og sívinsæla verk Carl Orffs, Carmina Burana, í Sel- tjarnamesklrkju. Þaö eru Háskóla- kórinn og kammerkórinn Vox academica sem taka höndum sam- an um flutninginn en stjórnandi beggja kóranna er Hákon Leifsson. Til að flytja Carmina Burana fá kór- arnir til liðs viö sig einsöngvarana Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Þorgeir Andrésson og Olaf Kjartan Sigurös- son, en auk þeirra taka tveir píanó- leikarar og sex slagverksleikarar þátt í flutningnum. ■ LAUGARDAGSKVÖLD Á GILI í kvöld veröur haldiö síðasta skemmtikvöldið í röðinni Laugar- dagskvöld á Gili en þá koma fram Hanna Björk Guöjónsdóttir söng- kona, Anna Sigríöur Helgadóttir söngkona, Söngsveit Hafnarflaröar og Kór Bústaöakirkju. ■ SALURINN í dag, kl. 14, verða burtfararprófstónleikar Þórarins Más Baldurssonar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík haldnir í Salnum í Kópavogi. ■ TÓNLISTARVEISLA CAPUT-hóo- urinn stendur fyrir tónlistarveislu I Borgarleikhúsinu í dag kl. 15.15. Frumflutt verða tvö íslensk tónverk og eltt finnskt. Yfirskrift tónleikanna er Dlplopia . ■ SALURINN Tvennir tónleikar Skólahijómsveitar Kópavogs verða í Salnum, á morgun, sunnudag. Stjórnandi er Óssur Geirsson. Tón- leikarnir veröa kl. 14 og 17. PALLI OG MONIKA Páll Óskar bar íton & Monika Abendroth hörpuleik- ari halda gala-tónleika ásamt strengjasveit í Víöistaöakirkju, Hafn- ' arfirði, á morgun, sunnudag, kl., 20.30, í tilefni 70 ára afmælis FÍH. ■ JASS I NORRÆNA HÚSINU Á morgun, sunnudag, kl. 17 verða haldnir jasstónleikar þar sem fram koma kontrabassaleikarinn Edvard Nyholm Debess, altsaxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Jim Milne. Opnanir ■ AÐFONG LISTASAFNSINS A und- anförnum fjórum árum hafa rúmlega fjögur hundruö tistaverk bæst í eigu Reykvíkinga og eru þau varðveitt í Listasafni Reykjavíkur. Úrval þess- ara nýju aðfanga verður til sýnis í Listasafni Reykjavíkur á sýningu sem opnuð verður í dag kl. 16. ■ FINNSK UÓSMYNDASÝNING Kl. 17 verður sýningin Art Marines opnuð í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Þar sýna finnsku listamennirnir Timo Máhönen og Juha Metso átján Ijósmyndaverk sem eru hluti af verkefni sem þeir kenna við Art Marines. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. ■ KYNÞOKKAFULLIR ÁNAMAÐK- AR Kl. 16 opnar Jóhannes Atii Hin- riksson Ijósmyndasýningu í galleri@hlemmur.is. Um er að ræða Ijósmyndir af ánamöökum og eru þær sérlega þokkafullar. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga, frá kl. 14 til 18, og stendur til 30. mars nk. Kabarett ■ FLÓAMARKAÐUR Lionsklúbburinn Engey heldur árlegan flóamarkað sinn t dag í Lionsheimillnu aö Sóitúni 20 í Reykjavík. Salan hefst kl. 13 og stendur til 16. Einnig verður tombóla, engin núll. Landið og sagan Næturklúbbarölt í London: Ertu á gestalistanum? Það er heldur hráslagalegt föstu- dagskvöld í London. En eftir að hafa kýlt vömbina á kínverskum veitinga- stað er ballestin í lagi og menn til- húnir í allt. Stefnan er tekin á nokkra valda næturklúbba sem eru í hópi þeirra vinsælustu í bænum, flestir í göngufjarlægð hver frá öðr- um. Sá fyrsti er reyndar svolítið út úr enda tiltölulega nýr af nálinni. Nafnið nógu virðulegt - The Em- bassy eða Sendiráðið. Fylgdarmaður okkar hefur fullvissað okkur um að viö munum ganga inn á alla staðina eins og værum við sjálfir eigendurn- ir. Aðkoman að fyrsta klúbbnum gef- ur hins vegar fyrirheit um framhald- ið. Við komum að köðlum eins og helst sjást í bönkum hér á landi og utan við dymar norpa nokkrar svart- klæddar manneskjur. Tilbúnir til inngöngu erum við stöðvaðir af stúlku með möppu í einni hendi og penna í annarri. „Eruð þið á gestalistanum?" spyr stúikan ábúðarmikil. Eftir að hafa fengið nafn fylgdarmannsins og er- indi rennur hún augunum yfir út- prentaðan gestalista. „Þvi miður, þessi nöfn eru ekki á listanum." Fyldarmaður okkar færist ailur í aukana því þetta er eitthvað sem ekki var planað. Eftir nokkurt þref og köll inn um dymar er loks gefið grænt ljós. Inn fömm við. Uppákoman við dyrnar á eftir að fylgja heimsóknum okkar það sem eftir er kvöldsins. Þó tiltölulega ró- legt hafi verið við dyr Sendiráðsins á fólk eftir að streyma í bæinn þegar líður á nóttina. Það sem mætir manni við dyr allra næturklúbba þetta kvöld em ábúðarmiklar konur eða karlar vopnaðar möpppum þar sem nöfn fárra útvalinna em listuð. „Ertu á gestalistanum?“ er lykil- spuming. Eins gott að svarið sé já- kvætt því annars er útlitið svart. Ef maður er ekki meðlimur í klúbbnum, ekki á gestalistanum, ekki rosalega frægur eða ríkur er staðan frekar vonlítil. Og lítt þýðir að hunsa þessa hliðverði næturlífsins í Lundúna- borg. Að baki þeim standa undan- tekningarlaust litaðir kraftajötnar, þungir á brún og svolítið ógnandi. Þeir þurfa ekki annað en stilla sér upp í dyrakarminum. Það sleppur enginn fram hjá þeim. En fylgdar- maður okkar er áræðinn ungur mað- ur sem lætur ekki stöðva sig svo auð- veldlega. Með harðfylgi teymir hann okkur fram fyrir biðraðimar við klúbbana og fram hjá svarta genginu við dyrnar. Sendiráðiö er ekki nema hálffullt. Föngulegar stúlkur á öllum aldri em í meirihluta enda eiga þær auðveld- ara með að komast fram hjá svarta genginu, jafnvel þótt þær séu ekki meðlimir, frægar eða ógeðslega rík- ar. Inn af aðalsalum er VIP-herbergi fyrir mikilvægustu kúnnana. Þjón- arnir á þönum og allt til alls. Með- fram veggjum bylgjast breiðir bólstraðir bekkir með mörgum púð- um. Þarna má greinilega gera margt annað en sitja og þjóra. Par gegnt okkur er í það minnsta ekki með hugann við drykkju. Jarðarberjamáni Stoppið er stutt. Næst er það Strawberry Moon, huggulegur en troð- fullur klúbbur þar sem næturlífið er svo sannarlega komið i gang. Og svo The Stalk Room. Sama. Fylgdarmann- inum er í mun að teyma okkur á bak við langa barina, alveg inn í hjarta þessara klúbba. Þar sveifla barþjónar vodkaflöskum með íslenskri áletrun ættaðri úr Borgamesi. Pölstar er alls staðar í stóru hlutverki. Papparazzi Lounge heitir staður sem vekur áhuga ljósmyndaranna enda eru kollegar þeirra sem elta fræga fólkið kallaðir Papparazzis. Inni er troðið. Heillandi danstónlist með ar- abískum blæ tryllir mannskapinn og enn er hellt úr flöskunum með ís- lensku áletruninni. Svona gengur þetta úr einum klúbbi í annan. Nær hindr- unarlaust nema þegar komið er að China White. Sá er víst mjög inn í London og erfitt að komast fram hjá svarta genginu þar. „Ertu á gestalist- anum?“ hljómar enn í eyrum en eftir japl, jaml og fuður komast aðeins tveir okkar inn og líta dýrðina. íslenskar konur eru sannarlega fallegar en sú kynþáttablanda sem verður fyrir aug- unum á þessu klúbbarölti er ekki að- eins heillandi heldur „hættuleg". Við komum aftur aö The Stalk Room en þar er biðröð og mesta basl að kom- ast inn. Sá er þetta ritar gefst upp á stappinu og haldið er heim á hótel. Á leiðinni ræðum við að vist séu biðrað- ir leiðinlegar, hvort sem þær eru í Reykjavík, Moskvu eða London. En við vonum og biðjum að svarta gengið heima' á Fróni fari ekki að taka upp á þeirri vitleysu að veifa gestalistum við dyrnar. Þá munum við örugglega sitja heima. -hlh í Borgarfirði Þar sem Borgarnes skagar fram í Borgarfjörð er samnefndur kaupstaður og blómleg byggð. Þar er þróttmikið atvinnulíf og tilþrif í mannlífinu, ekki síst á íþróttasviðinu. Hafa Borgnesingar lengi átt öflug lið í körfubolta og fótbolta. Hvað heitir íþróttafélag bæjarins? í Viðey Tvímælalaust er Viðey, þar sem hún liggur úti á Sundunum, einn merkasti sögustaður landsins. Skúli Magnússon fógeti sat í eynni á seinni hluta átjándu aldar. Er þá fátt nefnt af frægum mönnum og merkum atburðum sem tengjast eynni. En hvað hét félagið sem árið 1907 stofnaði til umsvifamikillar útgerðar í Viðey sem varði í tæpan áratug? SvÖr: giSBiajBUO •flHW » 'Jnui;j3E[iE5is Jpiau isoujBSjog i gigEiojBgojíji , 'Ejjaqipuas 3o jngeui -nisijs ‘jngBuiSuidumjjíj ‘uossuwas hsjo oas jea uuipuEgofquiBJj ifguq ‘S5i5iO|jsi -gæjsjiBfs 3o ssjsioijjBusigsuiEJd sSmugnjs jnBu jnjsojdnfsjjjiiiuop uossuop [UJBfg uo ‘umu5i5(oijngA4iv jnjspioiu ipiregofq -mBjj mas jba Jia3sy 'unm EgæA5fjE ooo'z gjA ubuuj gam lunSumso)! umssad j uuba uossJiaSsy jjaSsy » 'epiB^is ejSun ggfq 5igq nSæjj jjjreij jmas oas sauuEH JUja ;gæA5] jsjjq ngjoq jngp ua ‘sueq ujBSBggfi bjsjAj jba 5[gqBgæAH 'Bunjddn 3o jjæ gB jnSujgjijgE^is Ja uossjujoj sauuBH » DVI51YNDIR GVA Papparazzi Það er viö hæfi aö á staö sem kenndur er viö Ijósmyndara sem elta fræga fólkið á röndum sé leyft aö mynda. Arabískir danstónar ráða stemningunni. Biöraðlr Biöraðir á næturgaleiðunni eru ekki sérreykvíkst fyrir- bæri. Þaö er eins gott fyrir þetta fólk aö vera á gesta- listanum. Ásgeir forseti Þjóðin valdi Ásgeir Ásgeirsson sem forseta sinn í kosningum árið 1952. Þær kosningar voru sumir halda þvi fram að þá hafi í fyrsta sinn brostið þau kverkatök sem stjómmálaflokkamir höfðu á þjóðlífinu. Hverjir voru mótherjar Ásgeir í þessum kosningum? Jarðarberjamáni Á Strawberry Moon er mikill hiti í fólkinu og djammlestin brunar áfram. sigbogi@dv.is Þjóðskáldið Ýmissa manna meining er sú að Hannes Pétursson sé kannski síðasta íslenska þjóðskáldið, svo almennrar viðurkenningar nýtur skáldið fyrir ljóð sín. Hannes býr á Álftanesi en hvaðan af landinu er þjóðskáldið - og hver var fyrsta ljóðabók hans sem kom út árið 1955?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.