Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV Dauði ræningjadrottningar Berbrjósta heimilishjálp Útlaglnn Phoolan Devi á þeim árum þegar hún var foringi ræningjaflokks. Hún leit ekki á sig sem lögbrjót heiúur baráttukonu fyrir réttlæti. körlum úr bófaflokknum. Síðar lét hún reiði sína í ljós þegar þeim var sleppt lausum en henni haldið eftir vegna þess að hún var kona af lægstu stétt. Henni var loks sleppt lausri 1994 og var hún á skilorði til æviloka þótt hún hafi aldrei fengið að stíga fram fyrir dómara alla sína brösóttu tíð. Úr fangelsi á þjóðþing Kvikmyndin The Bandit Queen gerði Devi heimsfræga þegar hún var sýnd skömmu eftir að hún hlaut frels- ið. Sýningar á myndinni voru bannað- ar á Indlandi. Hún var harðlega gagn- rýnd af æðri stéttar fólki og Devi sjálfri, sem féll illa sýningar á ofbeldis- verkum og kynlífi. Þótt Devi sjálf neitaði að hafa framið þau glæpaverk sem henni voru eignuð kom það fyrir lítið. Henni var líkt við gyðjuna Durga og við Kali sem er illvíg karlmannaæta. Með þessu trú- arlega ívafi voru glæpir hennar rétt- lættir. Eftir að Devi hún var laus úr fang- elsi snerist hún til búddatrúar og var kosin á þing 1996 í kjördæmi þar sem stéttleysingjar eru í miklum meiri- hluta. í kosningabaráttunni lofaði hún að berjast fýrir réttindum hinna lægst launuðu og sérstaklega fyrir réttindum kvenna. Hún beið ósigur í kosningum 1998 og varð að fara í felur þegar séð var fyrir að það átti að ákæra hana fyrir gömlu glæpaverkin. En hún var aftur kosin á þing 1999 og naut þá þinghelgi. Heimili þingkonunnar í Nýju Delhi varð fundarstaður kvenna sem voru fómarlömb nauðgana, heimilisoíbeldis eða mismununar á vinnustað. Phoolan Devi var brennd á bakka Ganges og kom til átaka við útfór hennar á milli andstæðinga hennar og stuðningsmanna sem héldu því fram að morð hennar væri af pólitískum toga og að morðingjamir væm útsend- arar öryggislögreglu stjómvalda. Einn stuðningsmannanna lést í átökunum og funm lögreglumenn særðust. Um 100 þúsund manns fylgdust með þegar fyrrverandi eiginmaður hinnar myrtu, Umed Singh, sem hún skildi við 1995, kveikti í bálkestinum. Glæpa- drottningin, sem barðist fyrir jafimétti og réttlæti, varð að ösku sem kastað var í heilagt fljót hindúa. Gagnstætt myndinni sem bíógerðar- menn gáfu af Devi var hún lágvaxin og þétthholda og heldur hversdagsleg í út- liti. Sjálf sagði hún að það væri enginn glæsibragur á lifi útlaga og ætti enginn að sækjast eftir slíku hlutskipti. Hún leit á sjálfa sig sem baráttu- konu gegn óréttlæti en ekki lögbrjót. Hún varaði einnig við því að þeir sem tækju sér vopn í hönd til að berjast við stjómvöldin settu ekki aðeins sjálfa sig í hættu heldur leiddu þeir einnig ógn yfir fjölskyldur sínar. Útlaginn verður að búa í hrjóstrum eða undir fijám og matmálstímar era aðeins þegar eitt- hvað er til að borða. Eitraður hundur Eigandi bolabits í Boston er ákærð- ur fyrir að vera ábyrgur fyrir dauða 30 trjáa í skemmtigarði. Trén steindrep- ast af óþekktri ástæðu og stóðu skóg- fræðingar ráðalausir gegn ósköpunum og gátu enga skýringu gefið á hvað gekk að trjánum. Svo sá vegfarandi hvar bolabítur hékk á neðstu grein á vænu tré. Hann kærði og hundaeig- andinn var kallaður fyrir. Skýring var gefm og er hún sú að hundurinn skerpti tennur sína með því að bíta í trén og skemmdi með því börkinn sem aftur leiddi til dauða trjánna. Hvort sem skýringin stenst eða ekki var eigandi bolabítsins gerð- ur ábyrgur fyrir skemmdunum í garð- inum. En hann afsakaði hund sinn með því að það væri skömminni skárra að hann skerpti tennur sínar á trjágreinum heldur en fótleggjum manna. I sjóinn með vaminginn Smyglari í Miami á Florida er kall- aður Fyrir borð. Viðumefnið hlýtur hann af því að auk eiturefna smyglar hann ólöglegum innflytjendum til landsins. Þegar hann er kominn það nærri ströndinni að sjórinn nær full- orðnum upp að höku skipar hann fólk- inu að stökkva fyrir borð. Guð og lukk- an ræður svo hvort það kemst lifandi á land. Náunginn var staðinn að því að smygla fíkniefnum og lenti i einni ferð- inni i skotárás við lögreglu á báti en slapp. Nokkra siðar var hann gripinn við að skipa fólki að stökkva fyrir borð. Siðgæðisnefnd Santa Fe í Kalifomíu stendur fammi fyrir nýju vandamáli. Þriggja bama móðir í borginni hefur sótt um leyfi til að útvega berbijósta heimilisaðstoð. Hún rekur eitt af mörg- um fyrirtækjum sem útvega konur til að fara í hús og taka til og þrífa. Hún er löghlýðin og sækir því um starfsleyfi fyrir þessa tegund þjónustu. Siðgæðisnefndin telur að leyfa skuli þjónustuna, en með skilyrðum, en ekk- ert í lögreglusamþykkt borgarinnar bannar að konur megi ryksuga og þurrka af með brjóstin ber. Til. þessa hefur nefndin ekki haft annan starfa en að fylgjast með hvað sýnt er í bíóum borgarinnar og hvaða blöð era sett í rekka á almennum blað- sölustöðum. En engum dónaskap má stilla út þar sem hætta er á að böm eigi leið um. Dónabannið nær í kíló- metra radíus frá þeim stað sem vaf- sömu efhi er stillt út. Sé tillit tekið til svona bamavemdar er liklegt að berbrjósta stofustúlkum verði bannað að taka til í húsum þar sem böm eiga heima. Ólögleg kynfræðsla Húsmóðir í bænum Fort Worth í Texas var dæmt í 10 ára fangelsi fyrir kynlífs- fræðslu. Kon- an er þrítug og á tvær dæt- ur,14 og 15 ára gamlar. Fyrir réttinum við- urkenndi móðirinn að hafa veitt dætram sín- um kynlífs- fræðslu með þeim hætti að láta þær horfa á þegar hún og stjúpi dætranna, 34 ára gamall, höfðu í frammi ástarleiki þar sem ekkert var skilið undan. Konan staðhæfði að kennslustund- irnar væra nauðsynlegur liður í upp- eldisfræðslunni og að það sem færi fram innan veggja heimilisins kæmi heimafólki einu við. Önnur stúlknanna bar að móðir hennar og stjúpi hafi neytt þær systur til að horfa á þau maka sig og hafi þær verið hvattar til að æfa sig líka sjálfar. Stjúpfaðirinn hlaut 99 ára fangelsis- dóm fyrir kennslustundimar. Þegar indverska bófadrottningin Phoolan Devi var myrt fyrir utan heimili sitt 25, júlí 2001 vakti það heimsathygli. Þá var búið að skrifa nokkrar bækur um ævintýralegt lífs- hlaup þessarar undarlegu konu og nokkrar kvikmyndir höfðu verið gerð- ar um þau ár sem hún var útlagi og foringi ræningaflokks. Þekktasta myndin er The Bandit Queen sem samt er tilbúin og fólsuð lýsing á kon- unni og því umhverfi sem hún lifði í. En ræningjadrottningin var kosin á þing eftir að hafa dvalið nokkur ár í fangelsi við illa aðbúð. Devi náði 38 ára aldri. Heimili þingkonunnar var vel gætt enda átti hún marga óvini og þeirra á meðal fólk sem átti harma að hefna. Þrátt fyrir öryggisgæsluna tókst þrem grímuklæddum mönnum að komast að konunni og skutu þeir hana mörgum kúlum í höfuðið. Lífvörður hennar og einn árásarmanna særðust en tilræðis- mönnunum tókst að komast undan. Hafa þeir enn ekki náðst og enginn hefur lýst morðinu á hendur sér eða tilkynnt hver tilgangurinn var. Devi var kosin á þing 1996 þrátt fyr- ir að hún var ásökuð um fjölda glæpa. Meðal þeirra var morð á 22 körlum og drengjum af hárri stétt hindúa í þorp- inu Behami. Sagt er að verkin hafi ver- ið unnin í hefndarskyni fyrir raðnauðganir þar sem Devi var fómar- lamb. En aldrei hafa verið færðar bbm. sönnur á hverjir frömdu fjöldamorðin þótt bófadrottningin og flokkur hennar séu sterklega grunuð. Ævi Phoolan Devi var umbrotasöm og ekki hefúr tekist að fylla í allar eyð- ur sögu hennar þrátt fyrir bækur og greinar sem um hana hafa verið skrif- aðar. Hún var fædd í fylkinu Uttar Pradesh 1964 og þar lifði hún og starf- aði mestalla ævina. Hún var næstyngst sex systkina og var fjöl- skyldan í lægstu stétt eða stéttleysingj- ar og var bundin við að puða á fljóta- bátum. 11 ára gömul var hún gefin manni sem var 20 árum eldri. Hann átti aðra konu fyrir. Eftir nokkurra mánaða þrældóm, svelti og barsmíðar strauk hún aftur heim í foreldrahús. Faðir hennar sendi hana umsvifalust til manns síns aftur. Hún strauk aftur og tók saman við yngri mann og þótt hún væri enn á unglingsárum var Devi hörð af sér og lét sér ekki allt fyr- ir brjósti brenna. Hún hélt aftur til for- eldranna og varð faðir hennar að brjóta odd af oflæti sínu og taka við henni. Innan tíðar lenti stúlkan í fangelsi vegna þess að fjölskyldan lenti í ná- grannadeilum um landamerki. Þegar hún losnaði lenti stúlkan, sem enn var innan við tvítugt, í slagtogi með ræn- ingjaflokki. Næstu árin var útlagahóp- urinn ýmist í felum í hrjóstragu fjall- lendi eða á ferð við að ræna þorp og á flótta undan lögreglunni. Devi hét að hefna sín og þegar hún slapp tók hún aftur saman við rœn- ingjaflokk og varð innan tíðar foringi hans. Þau fóru um fylkið ríðandi á hestum og rœndu og rupluðu með lögregluna á hælunum. Þau tóku syni rikra landeigenda í gíslingu og heimtuðu launsargjöld. 1981 var gerð árás á þorpið þar sem Devi var misþyrmt. Þar voru 22 karlar og drengir af œðri stétt teknir af lífi. í fangelsi án dóms Foringi bófaflokksins nauðgaði Devi en næstráðandi hans, Vikram Mallah, myrti yfirboðarann og varð brátt elsk- hugi stúlkunnar. Nokkra síðar var hann felldur af ibúum þorps sem verið var að ræna og Devi var handtekin. í þrjár vikur var hún nakin því fötin vora tekin frá henni og tveir bræður skiptust á að nauðga henni sem vora algeng örlög stúlkna af hennar stétt. Devi hét að hefna sin og þegar hún slapp tók hún aftur saman við ræn- ingjaflokk og varð innan tíðar foringi hans. Þau fóra um fylkið ríðandi á hestum og rændu og rapluðu með lög- regluna á hælunum. Þau tóku syni ríkra landeigenda í gíslingu og heimt- uðu launsargjöld. 1981 var gerð árás á þorpið þar sem Devi haföi verið mis- þyrmt. Þar vora 22 karlar og drengir af æðri stétt teknir af lífi. Ræningjadrottningin neitaði ávallt að hafa staðið að morðunum. 1983 var henni veitt sakarappgjöf og var það pólitískur leikur valdhafanna í fylkinu til að ná í atkvæði stéttleysingja í kosningum. Hún lagði niður vopn í bænum Bhind þar sem þúsundir fögn- uðu henni og hylltu sem þjóðhetju. Auk morðanna sem nefnd era var Devi sökuð um 48 aðra alvarlega glæpi auk mannrána og árása á þorp þar sem allt fémætt var hirt af íbúunum. Ekki var staðið betur við skilmála en svo að Devi var stungið í fangelsi og þar sat hún í 11 ár án þess að vera nokkra sinni færð tyrir dómara. Fyrst í stað deildi hún klefa með nokkram Þlngkonan Fyrrum útlagi á heimili sínu 1998. Henni var slepþt úr fangelsi eftir 11 ára vist þar og var skömmu síöar kosin á þing i Nýju Dehli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.