Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 29 DV Helgarblað DV-MYND E.ÓL „Maður verður að búa yfir vissri forvitnl tll að skrifa. Þetta er ekki ólíkt því aö vera njósnari þótt maöur sitji ekki meö blokkina á kaffihúsum og skrifi niöur eftir fólki. Þaö setjast í mann samræöur, umræöuefni og erkitýpur. Þaö eru rosalega frjóar og skemmtilegar sögur allt í kringum mann, “ segir Agnar Jón Egilsson. Ekki ólíkt því að vera njósnari - Agnar Jón Egilsson og Lykill um hálsinn „Lykill um hálsinn er tákn fyrir leyndarmálið eða það sem þarf að gera til að opna sálarkytruna fyrir öðrum. Alla ævi er maður með þennan lykil um hálsinn og það er bara spuming um að nýta hann, maður hefur valið, og þá stendur hamingjan öllum til boða,“ segir Agnar Jón Egilsson um heiti verks- ins Lykill um hálsinn sem frumsýnt var í Vesturporti um síðustu helgi. Leikritið er eftir Agnar Jón og leik- stýrði hann því sjálfur. Lykill um hálsinn er nútímaverk um nútímafólk. „í verkinu fókusa ég mjög á unga fólkið sem lifir í ver- öld tækifæranna en hefur ekki dugnaðinn sem þarf til að taka ákvarðanir og koma sér út úr hring- iðu þess að vera hálfgerður krakki," segir Agnar Jón. „Ég er þeirrar skoðunar að íslendingar hætti snemma að vera höm og axli ábyrgð mjög ungir. Hins vegar held ég að þjóðin fullorðnist aldrei; maður er bara leiðinlegur ef maður hættir að flippa. Þetta er auðvitað jákvætt en getur valdið því að fólk lifi eins og óábyrgir krakkar endalaust." Ógreinileg mörk „Saga mín er saga eins manns en í kringum hann eru þrjár manneskj- ur. Hann býr með systur sinni og annarri stelpu og saman hafa þau búið til veröld í íbúðinni sinni sem einkennist af skemmtistaðastemn- ingu. I þessari veröld eru engin mörk; það má segja allt nema það sem gæti farið að hjartarótunum. Fyrir utan þessa veröld stendur vin- ur stráksins. Hann er með allt á hreinu, búinn að ganga drulluna upp í hné og kominn yfir pollinn. Það er mismunandi hvort hin vilja líta á hann sem ógnun eða góðan og fallegan kost. Það má kannski segja að þau hefðu ekki átt að fara út á lífið þetta kvöld; það var einhver orka í loft- inu sem bauð upp á að allt færi á annan endann og innstu hugsanir, langanir og þrár leituðu út. Ég er ofsalega upptekinn af því að við eyðum lífmu í að komast að eig- in mörkum, hvort sem það varðar samskipti við annað fólk, hæfileika okkar sjálfra eða fjárhag. Mörkin eru ekki greinileg. Fyrir fjörutíu árum var fólk fordæmt ef það datt illilega í það. Nú má allt og það hlýt- ur að þýða að fólk þroskist öðru- vísi.“ Þjóðarátakið Finnum agann Það var þannig áður fyrr að for- eldrar gerðu flest til að veita böm- um sínum allt sem hægt var. Nú hefur þetta líklega snúist við. Áreit- ið er það mikið og valmöguleikam- ir svo óendanlegir að foreldrar þurfa frekar að halda hlutum og áreiti frá bömum sínum. „Ég finn fyrir þessu sjálfur því ég vinn mik- ið með bömum og unglingum. Það er lítið mál að fá fólk til að njóta þess að vera bam en aftur á móti er mikið mál að fá fólk til að gera sér grein fyrir velsæmismörkum og fá það til að draga úr tjáningu. Við lif- um í frábæm agalausu samfélagi þar sem enginn kann aö biða í röð. Millivegur er nokkuð sem þjóðin ætti að leita að: þjóðarátakið Finn- um agann. í leikritinu tek ég einleiksformið aðeins fyrir og með því skírskota ég til samræðna íslendinga; þeir segja skemmtilega frá og reyna alltaf að toppa síðustu sögu. í skoðanaskipt- um og samræðum em Svíar og Bret- ar snillingar en íslendingar eru óþolinmóðir og bíða bara eftir því að koma sínu að.“ Agnar Jón segist alla ævi hafa verið skúffuskáld. „Maður verður að búa yfir vissri forvitni til aö skrifa. Þetta er ekki ólíkt því að vera njósnari þótt maður sitji ekki með blokkina á kaffihúsum og skrffi niður eftir fólki. Það setjast í mann samræður, umræðuefni og erkitýp- ur. Það eru rosalega frjóar og skemmtilegar sögur allt í kringum mann. Ég vildi gera tilraun með að segja sögu af fólki sem lítur ekki út fyrir að vera skrýtið; það er hvorki eiturlyfjaneytendur né glæpamenn þótt það gangi fram af sér. Maður býst einhvern veginn ekki við því að það sé eitthvað mikið að hjá svona fólki. Verkið hefur lika beina skírskotun í tímabilið í kringum 1990 þegar ungt fólk var að læra á nýja menningu; allir rembdust við að koma upp miðevrópskri bar- stemningu á íslandi. Og við eigum enn langt í land þótt við getum feng- ið okkur eitt rauðvínsglas og haldið geði.“ Nútímalegur nútími Sumir vilja halda því fram að nú- tíminn í íslensku leikhúsi sé kannski ekki svo nútímalegur þótt undantekningar séu frá reglunni. „Stundarfriður var tímamótaverk á heimsvísu," segir Agnar, „og ég held að íslenska leikritasagan geymi góð verk inni á milli. Ég er samt ekki að segja að ég reyni með mínu verki að koma með einhvem nýjan sannleika. Kannski ber leik- húsfólk of mikla virðingu fyrir leik- listinni til að fást við nútímann. Leikhúsformið er ekkert merkilegra en klessulitir. Það þarf að stúdera listformið og taka það alla leið. Fólk er oft hrætt við það sem stendur því nærri. Það er lítil heimspeki í kringum okkur og fjarlægðin kem- ur með heimspekinni. Fyrir vikið erum við gjöm á að velta okkur upp úr viðurkenndum vandamálum í stað þess að skoða betur og sjá nýja póla.“ „Frábært hjá þér!“ Agnar Jón segir að aðsókn í leik- hús á íslandi sé mun meiri en ann- ars staðar á Norðurlöndum. „Þetta er hluti af sögu okkar,“ segir Agnar Jón. „Allir eiga ömmu eða afa sem tilheyrðu litlu leikhúsi. Félagslffið sem skapaðist í kringum leikfélög landsins hefur búið til sterkan áhuga. Við erum aðeins að byrja að týna því niður og sú þróun heldur áfram ef við viðurkennum ekki að menning imgs fólks er líka menning og íslendingar búa líka í Reykjavík. Ég er ekki úr sveit og hef aldrei unnið í fiski en ég er samt íslend- ingur. Ég er ekki með skammdegis- þunglyndi, prjóna ekki sokka og flnnst súr matur vondur en þjóð- arsálin er samt í hjartanu. í verkum Tsjekhov stefna allir til Moskvu. Á íslandi er ungt fólk með útþrá; það þráir stærra samfélag og nafnleysi. Það er ekki hægt hér. Það er merkilegt að fólk leyfir sér, þrátt fyrir smæðina, að vera skemmtilegt og skrýtið. Reykjavík er þrátt fyrir allt smáborg sem hefur allt að bjóða. Ef maður gerir eitthvað af sér héma þarf maður að horfast í augu við það daginn eftir. Það segja allir „frá- bært hjá þér!“ - en það verður horft á þig.“ Tölvan bráðnaði Hugmyndin að Lykli um hálsinn kviknaði fyrir þremur árum og per- sónur og söguþræðir mótuðust jafnt og þétt. „Lengi þróaðist verkið á póstkortum," segir Agnar Jón, „lítil samtöl hér og þar. Það var voðalega þægilegt því þá setti ég mig ekki í neinar sérstakar skriftastellingar. Ég fékk þetta á heilann og varð að gera eitthvað úr þessu. Það skemmtilegasta i ferlinu var líklega þegar ég sat á flugvellmum í Fær- eyjmn og beið eftir flugi. Flugsam- göngur til Færeyja eru svona og svona og því þurfti ég að bíða í sól- arhring. Ég var með ferðatölvuna með mér en hún bráðnaði. Verkið var bara til á pappír og ég þurfti að skrifa það allt aftur. Ég varð auðvit- að brjálaður þá en ég held að þetta hafi verið guðsgjöf því það gaf mér fjarlægð á verkið og ég þurfti að súmmera upp þriggja ára vinnu. Kannski ég hefði átt að rífa útprent- in.“ Agnar Jón segir að verkið hafl sótt mjög á hann. „Ég held að það sé nauðsynlegt að fá hluti á heilann í smástund en maður verður að hafa vit á því að hvíla sig. Ég komst líka að því að þegar ég tjáði mig um hug- myndir sem ég fékk þá dó einhver neisti. Þessu var ætlað að vera leyndarmál og þá verða skrffin að hálfgerðri þráhyggju; ég var stund- um við það að springa því mig lang- aði að segja frá pælingum mínum. Það reyndist því betra að hripa hug- myndina niður eða henda henni inn í tölvu frekar en hleypa hugmynd- inni út og sóa henni." Höfundinum fannst hann þó aldrei vera kominn of langt inn í persónumar og söguþráðinn. „Ég er að gera upp tímabil í lffi mínu og hluti af mér er því í leikritinu þótt engin persóna sé ég sjálfur. í leik- skránni þakka ég fólki fyrir að hafa verið hluti af lffi mínu á tíma þegar það var viss geggjun i loftinu. Ég er ekki að skrifa mig frá neinu vanda- máli en ég er að gera upp við heims- mynd sem ég vissi ekki að væri til fyrr en ég skrifaði verkið. Það er rótleysi og eirðarleysi í verkinu. Það er reyndar eins og íslendingar hafi ekki ætlað að vera hér, hafi alltaf verið á leiðinni eitthvert ann- að; ísland er bara viðkomustaður. Ég heyrði í útvarpinu um daginn að við værum líklega ekki af norræn- um uppruna heldur hefði þjóð úr austri sest að í Skandinavíu en helmingur hennar haldið áfram til íslands. Ég er helst á því að við séum komin af sígaunum: við stel- um svolítið, skemmtum okkur fram á rauða nótt og sleppum fram af okkur beislinu því að á morgun bíð- ur okkar nýr staður.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.